Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976
15
Hraðað verði byggingu
húsnæðis fyrir aldraða
Alyktanir Bandalags kvenna í Reykjavík
YMSAR álvktanir voru gerðar á
aðalfundi Bandalags kvenna í
Reykjavík, sem haldinn var á s.l.
vetri. Hér fara á eftir álvktanir
um áfengismál, barnagæzlu, heil-
brigðismál og kirkjumál:
Áfengismál.
Aðalfundurinn telur nauðsyn-
legt að drykkjumannahælið i
Vífilsstaðalandi, sem staðið hefur
fullbúið til notkunar siðan í júlí
s.l., verði tekið í notkun og full
nýting verði þar svo fljótt sem
mögulegt er, og að á þessu hæli
verði jöfn aðstaða fyrir konur
sem karla.
Aðalfundurinn beinir þeim til-
mælum til Alþingis að veita
aldrei minna fé árlega í gæslu-
vistarsjóð en sem nemur 2% af
ágóða Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins, til þess að sjóðurinn
geti staðið undir þeim kostnaði
við uppbyggingu nauðsynlegra
stofnana, sem lög kveða á um.
Aðalfundurinn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til Borgar-
stjórnar Reykjavíkur að hún hlut-
ist til um það, að skipulögð verði
hið bráðasta þjónusta, sem veiti
vernd og skyndihjálp þeim
heimilum, sem þjökuð eru af
völdum ofdrykkju.
Fundurinn vill leggja áherslu á,
að sú þjónusta, sem hér um ræðir,
er orðin mjög aðkallandi.
Aðalfundurinn skorar á alla þá
aðila, sem hafa með áfengis- og
fikniefnamál að gera, að láta
einskis ófreistað til þess að upp-
ræta sölu áfengis og fíknilyfja til
unglinga og að þeir, sem gerast
sekir um slíkt, hljóti þung viður-
lög.
Aðalfundur Bandalags kvenna í
Reykjavík telur afnám áfengis-
veitinga í opinberum veislum
mikilvægan stuðning í baráttunni
gegn áfengisbölinu, þar sem slíkt
mun draga úr áfengisneyslu. 1
þessu efni hvetur fundurinn
Alþingi til að samþykkja bann við
áfengisveitingum í samkvæmum
á vegum hins opinbera.
Barnagæsla.
Aðalfundirinn vill þakka
menntamálaráðuneytinu fyrir
að hafin skuli vera endurskoðun
barnaverndarlaganna og treystir
því að hún verði sem fyrst til
lykta leidd. Fundurinn beinir
þeirri áskorun til heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, að
komið verði hið bráðasta upp ráð-
gjafar- og hjálparstöð fyrir and-
lega og líkamlega þroskaheft
börn, þar sem sjúkdómsgreining
geti farið fram. Ætti þá einnig að
koma til tilkynningaskylda af
hálfu lækna, ljósmæðra, fæð-
ingarheimila og ungbarnaeftir-
lits.
Fundurinn óskar eindregið
eftir því, að athugaður verði sá
möguleiki að koma upp fleiri dag-
heimilum handa þroskaheftum
börnum, og einnig vistheimili
fyrir þau börn utan af landi, er
verða að dveljast i Reykjavík til
lækninga vegna sjúkleika síns.
Fundurinn vill skora á mennta-
málaráðuneytið að reglugerð um
sérkennslu verði gefin út svo
fljótt sem unnt er.
Aðalfundurinn fer þess á leit
við borgaryfirvöld að komið verði
á ungbarnaeftirliti í öllum út-
hverfum borgarinnar og óskar
eindregið eftir, að slíkar deildir
séu undir umsjón barnalækna.
Jafnframt fagnar fundurinn því
sem áunnist hefur í þessum
efnum.
Aðalfundurinn beinir þeirri
eindregnu ósk til borgarjfirvalda,
að svo fljótt sem unnt er verði
gerðar ráðstafanir til að auðvelda
fötluðum að fara ferða sinna (t.d.
i hjólastól) og þá meðal annars
með því að hafa hliðsjón af sliku
við gerð og lagfæringar opinberra
bygginga og skipulagningu
umferðar.
Aðalfundurinn skorar á borgar-
yfirvöld, að hlutast til um að
komið verði upp i borginni útibúi
frá Slysavarðstofu Borgar-
spítalans, sem hefði það hlutverk
að sinna minni háttar meiðslum
barna frá kl. 9—6 á daginn. Áður
fyrr létu Landspítalinn og Landa-
kotsspítalinn slíka þjónustu í té.
Fundurinn vill benda á, hve nauð-
Framhald á bls. 17
Nýtt — Nýtt
Eftirlíking af grófum
Viðarbitum
Auðvelt í uppsetningu.
Breidd : 1 5 cm
Þykkt : 5 cm
Lengdir : 300 og 360 cm
HURÐIR hf.#
Skeifan 13
Full búð af nýjum vörum
Peysur og vesti á 2.300.— Léttar úlpur á
2.200.— Flauelsbuxur 1.1 90.— Smekkbuxur
á 1 .060.— Stuttermabolir — Rúllakragabolir í
mörgum litum á börn og fullorðna. Sundfatnað-
ur á börn og fullorðna. Allt á börnin í sveitina.
Póstsendum.
Bella Laugaveg 99, gengið inn frá Snorrabraut.
Sími 26015.
Tré-
klossar
ný komnir
Stærðir: 23—33
Verð 2.265.-
Verð 3.650 -
Verð 3.650.-
Skósel
sími 21270
Póstsendum.
Til
stúdenta-
gjafa
Stúdentastjarna.
14 k. gull. Verð 4.800 -
Stúdinan hálsmen.
stúdentinn bindispjrón.
Við viljum einnig minna
á hið glæsilega úrval
okkar til stúdentagjafa
Fagur gripur
er æ til yndis.
SMiAiOéiMfl
Iðnaðarhúsið
v/lngólfsstræti.
Merkjasala
Slysavarnadeildarinnar Ingólfs sunnudaginn 11. maí 1 975. Merkin
afhent í flestum barnaskólum borgarinnar kl. 1 0— 1 5.
Foreldrar hvetjið börn yðar til að selja merkin, 10% sölulaun.
Farin verður sundaferð með 50 söluhæstu börnin.
Slysavarnadeildin Ingólfur.
rE-"j:ri
Fólksbíla lförubíla
Dróttarvéla og Jeppa
hjólbaröar
o O
á gamla verðinu,
án hækkaðs vörugjalds
-Takmarkaðar birgðir
Sparið þúsundir
- kaupið Barum í dag.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ISLANDIH/F
AUÐBREKKU 44-46 SÍM/ 42606
AKUREYRI: SKODA VERKSTÆOIÐ A AKUREYRI H/F. OSEYRI 8.
EGILSTAÐIR: VARAHLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR.
GARÐABÆR: NÝBARÐI H/F GARÐABÆ.