Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, síiri 101 00 Aðarlstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Geirfmnsmálið Fréttatilkynning sú, sem Sakadómur Reykja- vikur sendi frá sér í gær vegna rannsóknar á tveimur mannshvörfum, hvarfi Guömundar Phnarssonar frá Hafnarfiröi og Geirfinns Einarssonar úr Keflavík, vekur fleiri spurningar en hún svarar og þær spurningar brenna í dag á vörum landsmanna. í fréttatilkynningu þessari er aö vísu ekki fullyrt, aö maöur sá, sem viröist hafa átt líf sitt aö verja viö Dráttarbrautina í Keflavík nóvemberkvöld 1974 hafi verið Geirfinnur Einarsson, en þó benda líkur til, aö svo hafi verið. En sé svo og hafi Geirfinnur Einarsson veriö myrtur þetta kvöld er spurt: hvar eru jarðneskar leifar hans? Það er lykilatriöi þessa máls og gæti gefiö nokkra vfsbendingu um, hvort réttur sé sá nýi framburður, sem nú liggur fyrir um, að Geirfinnur Einarsson (eöa einhver annar?) hafi oröið l'yrir skoti. Iik hans hefur ekki fundizt og meöan svo er, sýnist erfitt aö staðreyna hina nýju frásögn stúlku þeirrar, sem hér kemur viö sögu. Þá kemur heldur ekkert fram í fréttatilkynningu Sakadóms Reykjavíkur hvaöa ástæöa hafi legiö til þess, aö slíkt morö væri framið. Hver var ástæöan til þess, sem borið er, að mannsöfnuður hafi verið viðDráttarbrautina í Keflavík umrætt kvöld ogjiver voru tengsl Geirfinns Einarssonar viö þaö fólk, sem nefnt hefur veriö til þessarar sögu. Öllum þcssum spurningum er ósvarað. Og ennfremur hlýtur þaö aö vera mikilvægt atriöi, hvar skotvopnið er niöur komið — og ekki síöur hitt, hvaðan þaö er ættað. Ef þaö er rétt, að mannshvarf þetta eöa morö sé tengt smygli, jafnvel stórfelldu smygli á áfengi, vaknar sú spurning, hvort við rannsókn málsins á undanförnum mánuöum hafi verið fjallaö um þá hugsanlegu þætti þess, hvort fyrir liggi, um hve víötækt smygl hafi verið aó ræöa og hvernig dreifingu þess var háttaó. Þá vakna einnig spurningar um það, hvort slíkir hugsanlegir angar málsins hafi leitt til skattarannsóknar á fjármálum þeirra, sem hér koma við sögu, eöa hvort slík rannsókn sé fyrirhuguð. F'jórir þeirra, sem setið hafa í gæzluvaröhaldi um allmargra vikna skeið, hafa nú verið látnir lausir en hins vegar hefur þeim verið gert aó vera undir lögreglueftir- liti og ferðafrelsi þeirra takmarkaö. Að sjálfsögöu gildir sú grundvallarregla í þessu máli, sem öörum, að menn eru saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð og ýmsar spurningar vakna um áreiðanleik þeirra vitna, sem hér eiga hlut að máli. Með það í huga ættu menn að hyggja að máli þeirra fjögurra sem nú hafa verið látnir lausir. Plngu aó síður er þaó staðreynd, skv. fréttatil- kynningu Sakadóms, að sá vitnisburður, sem væntanlega hefur leitt til þéss, að mennirnir fjórir, voru hnepptir í gæzluvarðhald, hefur ekki verið dreginn til baka. Og i því sambandi er ástæða til að benda á, að í yfirlýsingum Sakadóms nú og fyrr um þetta mál hefur ekki komið fram hversu háttað er um fjarvistarsannanir þessara einstaklinga. Hvarf Geirfinns Einarssonar hefur leitt til svo margra hugsanlegra möguleika, að hér er þegar oröið um að ræða eitthvert víótækasta og óhugnanlegasta meint saka- mál af þessu tagi hér á landi. Áhrif þess á almenning hafa verið svo djúpstæð, að meðan málið hefur ekki verið rannsakað ofan í kjölinn og staðreyndir þess liggja fyrir — og þá er átt við alla hugsanlega þætti þess, verður okkar litla samfélag ekki hið sama og áður. Tortryggni og grunsemdir ríkja af því tagi, sem við höfum ekki áður þekkt. Þess vegna vill Morgunblaðið nú ítreka það, sem áður hefur verið sagt í forystugreinum blaðsins, en nú með margföldum þunga, að áherzlu verður að leggja á að upplýsa þetta mál og leiða það og alla þætti þess til lykta. Það hefur ekki verið gert með þeim upplýsingum, sem til þessa hafa borizt um rannsókn málsins, enda hafa rann- sóknaraðilar ekki haldið því fram. Morgunblaðið telur sig örugglega tala fyrir munn alls almennings í landinu, þegar það krefst þess nú í lokin, að yfirstjórn dómsmála geri sérstakar ráðstafanir til að upplýsa málið, svo að unnt sé að kalla hina seku til ábyrgðar, en sýkna þá, sem saklausir eru; þar til það hefur tekizt mun sjúkdómur tortryggni og ótta grafa um sig í þjóðfélaginu með ófyrirsjáanlegum afleióingum. Lokaspretturinn. IVIeð klyfjarnar á bakinu var þrammað yfir hraunið í átt að Kalmannstungu. I»6r og Steini með skfðagleraugun vegna hinnar miklu snjóbirtu. Hjalti „skítkokkur" að kynda ka una til að þurrka útbúnaðinn. Steini, Addi, Rúnar, Þór og Elli. Myndina tók Hjalti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.