Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1976
31
Hjónaminning:
Maríanna Sofia og
Karl Jóhannes Mortensen
inn honum hugar né karl-
mennsku; hann gekk að málum
með kjarki og harðfylgi.
Löngu seinna, þegar ég var full-
orðinn maður, kynntist ég Hall-
dóri betur og á annan veg. Man ég
sérstaklega eftir mörgum sam-
vistarstundum okkar í Lundúnum
og Parfs veturinn 1933. Ég fór
með honum á söfn og ýmsa merk-
isstaði í París. Hann var ótrúlega
fróður um sögtt borgarinnar og
mér er óhætt að fullyrða, að hann
naut vel hinnar skömmu dvalar
sinnar þar. Eftir að ég kom heim
og Halldór var setztur að i Reykja-
vik, bar fundum okkar nokkuð oft
saman, allt til þess að hann var
kominn töluvert yfir áttrætt. Gáf-
um við okkur góðan tíma til við-
ræðna. Fékk ég því meiri mætur á
honum sem ég kynntist honum
betur. Undir yfirborði, sem virtist
stundum hrjúft, bjó mikil við-
kvæmni. Hann var ræðinn og
skemmtinn, enda víðlesinn og
fjölfróður. Rit ýmissa heimspek-
inga hafði hann kynnt sér, eink-
um var Schopenhauer eftirlætis-
höfundur hans.
Lengi sýndist svo, að kerlinj
Elli fengi lítt bugað Halldór, og
innviðir hans, andlegir og líkam-
legir voru fágætlega traustir. En
aldrei þarf þó að spyrja að leiks-
lokum.
Ég hygi, að ég mæli fyrir hönd
flestra sveitunga minna, að þeir
muni lengi minnast hins aðsóps-
mikla en þó vinsæla yfirvalds
síns, sem sameinaði eldforna
rammíslenzka alþýðumenningu
og alþjóðlega hámenntun. Höfð-
ingjar af slíkri gerð og Halldór
var eru nú horfnir af sjónarsvið-
inu.
Símon Jóh. Agústsson
Einhvers staðar segir í vísu-
broti: „Víst kemur maður manns í
stað — en ei jafningi jafnan.“ Svo
fannst mér Halldór Kr. Júlíusson
bera í fari sínu þá kviku reisn og
þann sérleika að ég muni ekki
annan fyrir hitta á leið minni til
jafns. Hann var orðinn aldraður
maður þegar ég leit hann fyrst og
varð ásjáandi vinafunda hans og
tengdaföður míns í Melbæ. Bönd-
in þeirra í milli voru knýtt af
gagnkvæmu trausti og virðingu,
þeir höfðu reynt það hvor af öðr-
um í skiptum daganna, sem féll að
skapi þeirra, gerð og hjartalagi.
Mér varð gjarnan einhvern veg-
inn hlýtt í huga við að sjá þessar
kempur hittast og heyra rökræð-
ur þeirra og mat á málum, sem
ýmist var fram sett í glettni eða
alvöru. Halldór heitinn var eng-
inn miðlungsmaður, hvorki til
orðs né æðis. Þau brot úr langri
starfsævi, sem ég hef haft tæki-
færi til að heyra af, þau bera vitni
um persónu, sem hafði til að bera
hæfni og snerpu til að vera öðrum
fetinu fyrri í ráðum og athöfnum.
Alla tíð bar hann það með sér, i
ytri sem innri tjáningu, að vera
ósýnt um að lúta smámunum og
fyrirstöðu, en sköruleiki hans var
prýddur hreinskiptni og heilind-
um, og það var ódulið samferða-
mönnum hans, að hann vildi hafa
öll skipti í sanngirni og í hverju
og einu hafa satt eitt fyrir sjón-
um. Hann er nú fallinn þessi
aldni heiðursmaður, árin sín bar
hann öll, fram á hinztu stund,
ókvartsár og keikur með höfð-
ingsbrag. Hannes vinur hans bið-
ur fyrir gott orð að beði hans í
dag. Hann þakkar honum margra
áratuga samferð og skuggalaus
kynni, fyrir ótal lifandi samtök og
hýrlegar stundir og fyrir vinarþel
alla tíð, ekki sízt þá nokkurs
þurfti með. Sjálfum varð mér það
lærdómur að kynnast sýslumann-
inum, hann verður mér minnis-
stæður af því sem hann var að
allri gerð og af hversu fátíðum
virðuleika hann bar heiðursár
sinnar miklu elli. Hann gerði mér
eitt sinn ljóst að ræður skáld-
prestsins danska, Kai Munks,
hefði hann nokkuð lesið og likaði
vcl i'ramsögn hans og hispurs-
leysi. Því skulu hans orð vera
síðust þessara fáu lina, um leið og
ég flyt öllum ástvinum Halldórs
heitins Júlíussonar samúðar-
kveðjur Hannesar Einarssonar og
fjölskyldu: „Ég sá að Jesús var
orðinn miklaður fyrir þeim sem
misst höfðu. Nú var það þeirra
Framhald á bls. 29
Fædd 7. nóv. 1913.
Dáin 5. des. 1973.
Fæddur4. sept. 1913
Dáinn 25. mars 1976.
Það hefur ef til vill farið fram-
hjá mörgum hér á landi, hversu
margt ágætisfólk hefur flutt til
Islands frá Færeyjum og setzt hér
að fyrir fullt og allt, sérstaklega á
tímabilinu 1950—1965 þegar
mikill skortur var á vinnuafli hér
í landi bæði til sjós og lands.
í mörgum sjávarþorpum er álit-
legur hópur af þessu fólki, sem
hefur blandað blóði við Islend-
rnga. Sameiginlegt með flest
öllum Færeyingum sem hingað
hafa flutt er dugnaður, vinnu-
gleði, heiðarleiki, hlýlegt viðmót,
einlæg Guðstrú og þeir eru dug-
miklir sjómenn.
Það er því óhætt að fullyrða að
hingað fluttir Færeyingar hafa
haft bætandi áhrif á íslenzkt þjóð-
líf og lagt drjúgan skerf í atvinnu-
uppbyggingu á mörgum stöðum
hér á landi.
Ólafsvík fór ekki varhluta af
þessum fólksflutningi frá Færeyj-
um, margar fjölskyldur settust
hér að, og hafa fallið vel f okkar
samfélag. Hjónin sem ég vil
minnast hér, eru meðal þeirra:
Marianna og Karl fluttust með
fjölskyldu sína frá Vogi í Færeyj-
um til Ólafsvíkur 1959 og áttu hér
heima síðan.
Marianna Sofia fædd Mitjur
fæddist i Vogi, Færeyjum 7. nóv.
'913. Foreldrar hennar voru
Pétur og Anna Fredrikka Mitjur.
Hún ólst upp í hópi 7 systkina.
Pétur faðir hennar var virkur
þátttakandi í heimatrúboði leik-
manna i Færeyjum sem
prédikari, á heimilinu var því
þjónustan við Guð á borði jafnt
sem i orði einkennandi fyrir dag-
legt líferni, sem hafði varanleg
áhrif á uppeldi barnanna. Enda
var öllum sem kynnst höfðu
Mariönnu ljóst, að þar fór góð
kona, í þess orðs fyllstu merk-
Fæddur 3. 10. 1914.
Dáinn 3. 5. 1976.
I dag, þriðjudaginn 11. maí
verður jarðsettur frá Fossvogs-
kirkju Guðmundur Jóhannesson,
málarameistari, Reykjavík. Hann
lést eftir stutta sjúkdómslegu á
Landspítalanum í Reykjavík,
aðeins 62 ára gamall. Guðmundur
Jóhannesson var fæddur á Ing-
unnarstöðum í Múlasveit í Barða-
strandarsýslu. Var hann ásamt
tviburabróður sinum, Sigurði,
næstyngstur 13 systkina.
Á uppvaxtarárunum mun
Guðmundur Jóhannesson hafa
fylgt foreldrum sínum að mestu,
en þau voru Oddný Guðmunds-
dóttir og Jóhannes Guðmundsson,
sjómaður.
Frá Ingunnarstöðum lá leiðin
inn i ísafjarðardjúp. Síðan til
Hnífsdals og um 1925 fékk fjöl-
skyldan loks samastað á ísafirði.
Þar nam Gumundur Jóhannesson
málaraiðn hjá þekktum málara-
meistara, Guðmundi Sæmunds-
syni. Bar það nám ljóst vitni hinni
velþekktu verkmenningu, sem
um margra áratugi hefir verið
rótgróin þar. Til Blönduóss
fluttist Guðmundur Jóhannesson
árið 1934, og dvaldi þar um 6 ára
skeið, eða þangað til hann fluttist
til Reykjavíkur árið 1940. Á
Blönduósi vakti Guðmundur
Jóhannesson strax á sér verð-
skuldaða athygli. Blönduós var á
þeim árurn fremur ömurlegt
byggðarlag, sem bar á sér öll ein-
kenni iieimskreppunnar. Fáein
hús húktu i lítilli kvos milli
Brekkunnar og Blöndu. Og þótt
þau hafi í upphafi verið reist af
misjafnlega miklum efnum, áttu
þau um þetta leyti eitt sameigin-
legt: Grámósku og litleysi.
Guðmundur Jóhannesson hafði
eigi verið lengi á Blönduósi,
þegar menn veittu athygli húsi
ingu, sem vildi öllum gott gera og
hafði bætandi áhrif á umhverfi
sitt.
Karl Jóhannes Mortensen
fæddist í Trangisvógi í Færeyjum
4. sept. 1913, sonur hjónanna
Kristins og Elinar Maríu Morten-
sen. Karl missti móður sína 6 ára
en elsta systir hans Maria, sú eina
sem nú er á lífi af 5 systkinum
búsett í Danmörku, gekk Karli i
móðurstað og veitti heimili föður
hans forstöðu.
Fjölskylda hans fluttist að Vogi,
og þar ólst Karl upp og varð
Marianna fljótlega leiksystir hans
og æskivina.
Karl lagði stund á iðnnám í
Slippnum i Vogi, fyrst málaraiðn
síðan skipasmíði. I Slippnum
starfaði hann lengst af meðan
hann átti heima í Vogi.
Aðaleinkenni hans var verk-
lagni, óvenjuleg starfsgleði; hann
var hollur að verki og Ijúfur sam-
starfsmaður. Var hann sérstak-
lega vel látinn meðal vinnufélaga
og eigenda Slippsins, sem sést
bezt á því, að þegar hið sviplega
dauðsfall hans fréttist i Vogi, var
vinnu i Slippnum aflýst i klukku-
stund, þannig heiðruðu starfs-
félagar hans minninguna um
góðan og traustan félaga og vin,
sem átti svo sterk ítök í hugum
þeirra, lýsir þetta hvað bezt
mannkostum Karl Mortensen.
Um árabil stundaði Karl kafara-
störf, nutu sin þá vel líkamsburð-
ir hans og áræði. Karl Mortensen
vann lengst af við byggingar-
vinnu hér í Ólafsvik, þeir sömu
mannkostir hans, sem var við-
brugðið í Færeyjum, fylgdu hon-
um við störf hans hér. Hann var
eftirsóttur vinnukraftur vel lát-
inn af þeim sem hann vann hjá og
sérstaklega vinsæll af vinnu-
félögum. Liggur eftir hann stórt
dagsverk hér í Ólafsvik.
Ég veit ég mæli fyrir munn
margra er ég þakka af alhug sam-
starf og samfylgd hans.
einu lágreistu, sem vart nokkur
vissi að var til utan íbúar þess. Nú
reis hús þetta skyndilega af sama
grunni og hafði fengið nýjan al-
klæðnað. Kjallarinn, sem var úr
steinsteypu, var rauðbrúnn.
Hæðin bárujárnsklædda var sól-
gul. Gluggar hvitir og þakið
fagurgrænt. Það var eins og allt
þorpið hefði vaknað af þúsund
ára Þyrnirósarsvefni. Farið var í
leirkrukkur, rúmshorn og jafnvel
sparisjóðinn og tíndir fram
peningar til þess að geta fylgt
kröfum tímans. Jafnvel torf-
kofarnir með þökin eilítið uppúr
jörðinni fengu sinn lit á stafna og
glugga. Ný öld var risin. Þorpið
við Blönduósa norður undir
Dumbshafi hafði endurfæðst. En
fólkið varð líka fyrir sterkum
áhrifum að allri litadýrð
Guðmundar Jóhannessonar.
Stúlkurnar fóru að ganga f
kjólum í skærum litum og karl-
mennirnir köstuðu vaðmálsföt-
unum í sauðalitum fyrir róða og
klæddu sig á heimsmælikvarða.
Og sagan er alls ekki á enda.
Fólkið fór að hugsa sem heims-
borgarar og tryggði sér þar með
þegnrétt meðal dugmikils fólks af
öðru þjóðerni.
Þegar byrjað var að grafast
fyrir orsakir byltingarinnar, kom
í Ijós, að ungur, hæglátur maður
hafði gengið í land af strandferða-
skipi án þess menn höfðu veitt
honum athygli. Hann var í leit að
atvinnu, vegna þess að hann hafði
ekki fengið fleiri hús til að mála í
neimabyggð sinm, ísafiröi. Og nú
endurtók sig sagan frá ísafirði.
Þegar Guðmundur Jóhannesson
hafði málað velflest hús á Blöndu-
ósi svo og nálægum sveitum,
fluttist hann til Reykjavíkur til
þess að hasla sér völl á stærri
vinnumarkaði.
Eftir að til Reykjavíkur kom,
vann Guðmundur Jóhannesson
Þau Karl og Marianna gengu í
hjónaband 13. febr. 1936 og
stofnuðu sitt fyrsta heimili í Vogi.
Þar fæddust börn þeirra fjögur;
Kaj, búsettur i Danmörk, Pétur
Friðólf, sjóm. í Ólafsvik, kvæntur
Kristinu Guðmundsdóttur, Elísa-
bet gift Magnúsi Guðmundssyni
sjómanni í Ólafsvík og Paul
verkam., kvæntur Sólveigu Aðal-
steinsdóttur, búsett i Ólafsvik.
Eins og fyrr segir fluttust Karl
og Marianna með fjölskyldu sína
til Ólafsvikur 1959. Síðustu árin
með þekktum málverkatökum.
Siðar gerðist hann starfsmaður
Rikisspítalanna og vann þar til
hinstu stundar. Þá vann hann og
mikið fyrir vini og vandamenn i
fristundum sínum.
Á Blönduóss-árum sínum
kynntist Guðmundur Jóhannes-
son eftirlifandi eiginkonu sinni,
Margréti Oddnýju Jósefsdóttur
frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal.
Börn þeirra eru: Margrét Oddný,
gift Lúðvík Hanssyni, bifreiðar-
stjóra, Reykjavík, og Jóhannes,
bóndi að Mjóanesi i Þingvalla-
sveit. Hann er kvæntur Guðrúnu
Jóhannsdóttur.
Nú þegar Guðmundur
Jóhannesson, málarameistari, er
allur, er gott að minnast hans.
Hann var ekki einn af þeim sem
fara með hrópum og köllum um
götur og torg, til þess eins að
vekja á sér athygli og um leið
reyna að sýnast ögn meiri en
þeir eru.
Hann var ekki einn af þeim,
sem olnboga sig áfram i hinni
miskunnarlausu baráttu um lífs-
gæðin og milljónirnar, og sjást lítt
fyrir, þótt þeir leynt og ljóst niði
niður skóinn af náunganum,
aðeins til þess að bera meira úr
býtum fyrir sjálfa sig.
áttu þau heima að Ennisbraut 10.
Heimili þeirra var ávallt til fyrir-
myndar — snyrtimennska úti og
inni — gestrisni svo af bar enda
vinmörg. Þar ríkti hlýlegt viðmót
og gleðibros, sem hændi að unga
sem eldri. Hús þeirra var ávailt
opið öllum, ekki sízt vertíðarfólki
frá Færeyjum, voru þeir margir
sem fundu þar kærkomið skjól.
Þótt börn þeirra hefðu stofnað
eigin heimili, voru dagleg tengsl
við heimili foreldranna aldrei
rofin — enda vöktu þau Karl og
Marianna yfir velferð barna sinna
og barnabarna.
Var eftir því tekið hvað sam-
heldni í þessari stóru fjölskyldu
var einlæg og traust. Þau nytu
þess bæði að umgangast barna-
börn sín, sem fundu ást og gleði
hjá ömmu og afa. Marianna féll
frá rétt fyrir jólin 1973. var það
þungt áfall fyrir eiginmann
hennar og fjölskylduna í heild.
Þótt hún hefði ekki gengið heil til
skógar i fjöldamörg ár, var hún
vegna mannkosta sinna svo mikil-
væg fyrir fjölskylduna, svo hlý og
traust.
Karl varð fyrir heilsuáfalli
stuttu eftir fráfall hennar, nú
síðustu árin vann hann eftir getu
við að hjálpa syni sínum að koma
upp nýju húsi — hann lést 25.
marz sl. og var jarðsettur í Ölafs-
vík 31. marz að viðstöddu fjöl-
menni.
Ekki kveikja menn ljós og setja
það undir mæliker, heldur á ljósa-
stikuna, og þá lýsir það öllum sem
eru í húsinu, þannig lýsi ljós yðár
mönnum, til þess að þeir sjái góð-
verk yrðar og vegsami föður yðar,
sem er á himnum.
Þessi orð úr heilagri ritningu
hafði sóknarpresturinn sem yfir-
skrift við jarðarför þessara
merku hjóna — þau fluttu
sannarlega birtu yfir samferða-
menn sína bæði sína nánustu ást-
vini og alla aðra sem áttu því láni
að fagna að kynnast þeim og
starfa með þeim.
Ég flyt ástvinum þeirra inni-
legustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minnig þeirra
beggja.
Alexander Stefánsson.
Guðmundur Jóhannesson var
heldur ekki einn af þeim, sem
fara með faguryrði og sleipa
tungu á fund ráðamanna og fínna,
í þeim tilgangi einum að koma sér
innundir á hærri stöðum, til þess
að geta notið góðs af því síðar.
Nei-Nei. Guðmundur Jóhannes-
son var ekkert af þessu. Slíkt sam-
rýmdist ekki skapgerð hans og
hugarfari. Hann var maður
hávaðalaus með öllu, og heimtaði
aldrei meira fyrir sjálfan sig en
honum bar miðað við þá vinnu,
sem hann lét í té. En einmitt á
þessum mörkum mun hann of oft
hafa farið halloka fyrir sér harð-
skeyttari mönnum.
Vettvangur Guðmundar
Jóhannessonar var heimilið og
vinnustaðurinn. Þar var hann
konungur i ríki sínu, en um leið
afskaplega hjálpsamur og
sveigjanlegur, til þess að koma til
móts við heimamenn og vinnu-
veitendur. Fullyrða má að sá til-
tölulega fámenni hópur manna,
sem naut vinnu hans, hafi verið
meðal hinna fáu heppnu. Verður
þessi fullyrðing rökstudd með
þvi, að Guðmundur Jóhannesson
var afburða snjall fagmaður.
Hann var listrænn að eðlisfari.
Því varð vinna hans annað og
meira en venjuleg málaravinna.
Hún var útfærð á þann hátt, sem
best getur verið og auk þess á
listrænan hátt.
Einkenni Gumundar Jóhannes-
sonar á vinnustað voru þau, að
hann virtist ekki fara sér að
neinu óðslega. En þar lá galdur-
inn í afköstum hans, sem voru
með ólíkindum. Hann undirbjó
hvern þátt með slíkri kostgæfni,
að hvergi skeikaði. Hvert handtak
og pcnsilstroka hnitmiðuð.
Þannig geta aðeins snillingar
unnið.
Sennilegt er, að margir hafi
ekki veitt því athygli sem skyldi,
hve umgengni Guðmundar
Jóhannessonar á vinnustað var
frábær. Enda mun það vart hafa
komið fyrir á öllum málaraferli
Framhald á bls. 29
Guðmundur Jóhannesson
málarameistari — Minning