Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1976 5 Fann bunka af 100 kr. seðlum á salerni I GÆRKVÖLDI, er starfstúlka f fatageymslunni á Hótel Borg var f eftirlitsferð á einu af salernum hússins fann hún böggul f plast- poka liggjandi á gólfinu. Er kon- an athugaði innihaldið kom f Ijðs, að um var að ræða bunka af hundrað krónu seðlum. Skilaði konan peningabunkanum á mið- borgarstöð lögreglunnar, sem tók þá f sfna vörzlu. Við talningu kom f Ijós, að upphæðin var um 90 þús. kr. Fjöldi víðförulla islendinga, sem heimsótt hafa Færeyjar, ferðast um eyjarnar og kynnst fólkinu, eru á einu máli um að ferð til Færeyja sé öðruvísi en aðrar utanlands- ferðir. Þeir eru líka á einu máli um að Færeyjaferð sé ógleymanlegt ævintýri. Það sem gerir Færeyjaferð að ævintýri, er hin mikla náttúrufegurð, ásamt margbreytilegum möguleikum á skemmti- og skoðunarferðum um eyjarnar, og síðast en ekki síst hið vingjarnlega viðmót fólks- ins. Ef þú ert einhvers staðar velkominn erlendis, þá er það i Færeyjum. Færeyjaferð er skemmtileg fjölskylduferð, og hún er líkaog ekki síður tilvalin ferð fyrir starfshópa og félagasamtök. Og nú er i fyrsta sinn hægt að fljúga til útlanda frá öðrum stað en suðvesturhorni landsins. Við fljúgum til Færeyja bæði frá Reykjavik og Egilsstöðum. Færeyjaferð er ódýrasta utanlandsferð sem völ er á. — Thorp Framhald af bls. 1 úar sl., er Norman Scott, fyrrum ljósmyndafyrirsæta kom fyrir rétt í’Devon, sakaður um að hafa svikið fé út úr almannatrygging- um. Við réttarhöldin greip hann allt í einu fram i fyrir dómaran- um og hrópaði: „Þetta er allt þátt- ur í ofsóknum gegn mér vegna kynferðissambands míns við Jeromy Thorpe. Ég verð að segja þetta af því ég er orðinn svo þreyttur á þessu!“ Þessi ummæli komu eins og þruma úr heiðskíru lofti, en Thorpe gaf út yfirlýs- 13. marz að láta fara fram for- mannskjör á næsta hausti. M.a. hafa verið birt i blöðum bréf, sem fóru á milli Scotts og Thorpes, þar sem orðalag bendir stundum til að óvenju blitt hafi verið á milli þeirra. Þá hefur fyrr- um gjaldkeri flokksins viður- kennt að hafa greitt Svott 2500 sterlingspund fyrir bréf, sem kynnu að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir frjálslynda slokkinn. Thorpe hefur sagt, að hann hafi fyrir 15 árum rétt Scott hjálpar- hönd fyrir orð eins vinar síns, er Scott hafi átt í fjárhagslegum og andlegum erfiðleikum. Thorpe er tvíkvæntur, hann missti fyrri konu sína i bílslysi. Hann á einn son. Með afsögn Thorpes er ljóst að þrír stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands verða allir með nýja formenn í fararbroddi f næstu kosningum, frú Margrete Thatcher, leiðtoga íhaldsflokksins, James Callag- han, formann Verkamannaflokks- ins, og svo væntanlegan formann Frjálslynda flokksins, Allt hefur þetta gerst á sl. 15 mánuðum. Gemona, Italíu, 10. maí. Reuter. AP. NÝJAR jarðhræringar og glfur- legt úrfelli hafa enn aukið á öng- þveitið og erfiðleikana á jarð- skjálftasvæðinu f NA-ltalíu, þar sem 250 þúsundir manna hafa misst heimili sfn og vitað er að 900 Ifk hafa fundist eftir jarð- skjálftana á fimmtudag. Urfellið f dag stöðvaði nær algerlega örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna til að grafa f rústum húsa f leit að einhverjum, sem enn kunna að vera á lffi, en björgunarmenn hertu mjög að- gerðir f gær er 7 manns fundust á lffi í einum húsarústum f litlu þorpi. Embættismenn hafa miklar áhyggjur af skriðuföllum vegna rigninganna og vegir á svæðinu eru orðnir eitt forarsvað. Þá ótt- ast læknar að rigningin í kjölfar mikils hita undanfarna daga kunni að verða til þess að drep- sóttir komi upp og tugir hjúkr- unarfólks vinnur að því allan sólarhringinn að bólusetja fólk gegn taugaveiki. Hafa um 60 þúsund manns nú verið bólusett og vonast er til að aðrir 40 þúsund Kona gengur frá rústum húss sfns f þorpinu Buia. Vængir ráða enga flugmenn: Erum undrandi <» sárir segja fv. flugmenn félagsins STJÓRN Flugfélagsins Vængja ákvað í gær, að slfta samningavið- ræðum við flugmenn sína og ætla enga flugmenn að ráða. 1 greinar- gerð frá félaginu segir, að hins vegar muni stjórnin samþykkja að halda uppi þeirri þjónustu, sem eigendur geta sjálfir annast, en kanna möguleika á leigu eða sölu á hluta af flugvélakosti félagsins, innanlands eða erlend- is. Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Vængja, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að eigendur félagsins mundu fljúga á einni vél til að byrja með, en ekki væri enn ákveðið til hvaða staðar það yrði. Það væri fyrirsjáanlegt að félagið yrði að draga saman seglin. Rekstur félagsins hefði verið orðinn það viðamikill, að hann skapaði viss vandamál og þvi hefði þessi ákvörðun verið tekin. Viðar Hjálmtýsson flugmaður sagði er Morgunblaðið ræddi við hann, að það hefði verið eins og fá biautan hanska framan í sig að heyra þessa ákvörðun stjórnar Vængja og væru flugmennirnir bæði undrandi og sárir. — Þetta er ekki samkvæmt betri vitund eigendanna, sagði Viðar. Þá sagði Viðar, að það væri staðreynd að eigendur Vængja hefðu aldrei viðurkennt stéttar- félag flugmanna. — Og það að við höfum verið látnir búa til kröfur, er helber þvæla. Samningavið- ræðurnar hafa ekki einu sinni komizt svo langt til þessa, að kröf- ur okkar hafi verið ræddar. I greinargerð, sem Morgunblað- inu barst í gær frá stjórn Vængja, segir, að langsamlega veigamesta ágreiningsatriðið varðandi deilu Vængja við flugmenn félagsins sé krafa flugmanna að kjarasamn- ingurinn verði gerður við Félag ísl. atvinnuflugmanna, og að ástæðan til tregðu stjórnar Vængja til að semja við FÍA hafi verið bjargföst vitneskja um óbil- girni og ósvífni félagsins sem samningsaðila bæði hvað varðar kaup og önnur kjör. Þá segir stjórn Vængja, að kannað hafi verið gaumgæfilega að rekstur féla^sins geti með engu móti staðið indir þeim kostnaðarauka, sem leiða myndi af samningsgerð við núverandi aðstæður. verði bólusettir fram að hádegi á morgun. Skortur er að verða á bóluefni og ýmsum lyfjum, ekki síst efnum til að sótthreinsa lík manna og hræ af dýrum, sem rotna í hitanum og rakanum. Talið er vist að nokkuð á 2. þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftunum og á 3. þúsund slösuðust, sumir mjög alvarlega. ítölskum yfirvöldum hefur borist mikil hjálp erlendis frá og sveitir úr bandarískri herstöð skammt frá svæðinu vinna nú að hjálpar- starfi. Yfirvöld á Italíu, stjórnvöld og sveitastjórnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir slakt skipulag á björgunaraðgerðum og hafa yfir- völd á staðnum viðurkennt, að starfið gæti verið betur skipulagt. Sögðu þau að eitt helzta vanda- málið væru velviljaðir sjálfboða- liðar, sem tefðu mjög fyrir starf- inu, því að þeir vissu ékki hvað þeir ættu að gera. Dagblöð komm- únista í landinu hafa tekið þessa gagnrýni upp og eru ýmsir þeirr- ar skoðunar að kommúnistar ætli sér að gera hjálparstarfið að póli- tísku máli, en kosningar eru i landinu í næsta mánuði. Rukkunarheftí tapaðist UM HELGINA, líklega á sunnu- dag, tapaðist rukkunarhefti merkt Morgunblaðinu nr. 317 á leiðinni frá Reykjavík til Kópa- vogs. Þeir sem kynnu að hafa fundið heftið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skrif- stofu Morgunblaðsins. Færeyjaferö er oðruvisi ingu, þar sem hann sagðist ekki hafa hitt Scott í 12 ár, ummæli hans væru hugarburður einn enda Scott óforbetranlegur lyg- ari. Frjálslyndi flokkurinn stóð fyrst í stað algerlega að baki Thorpe, en eftir því sem málin þróuðust og blöðin skrifuðu um málið var ákveðið á flokksfundi FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR /SLAWDS Félög með beint flug frá Reykjavik og Egilssföðum Úrfellisrigning hindr- ar björgunarstarfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.