Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 Framkvæmdastofnunin: Breytt yfirstjórn og dregið úr miðstýringu Frumvarpið málainiðlun stjórnarflokkanna, sem hafa ólík viðhorf til málsius Ræða forsætisráðherra á alþingi í gær Hér fer á eftir framsaga forsætisráðherra, Geirs Hallgrims- sonar, með stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um Framkvæmdastofnun rtkisins. Í svarræðu ráðherra, síðar i umræðunni, kom m.a. fram: Q Frumvarp þetta er málamiðlun stjórnarflokkanna, sem ekki hafa að öllu leyti sama viðhorf til þess, hvern veg Framkvæmdastofnunin skuli upp byggð. 0 í frumvarpinu er engu að siður tekið tillit til þriggja megin gagnrýnisatriða Sjálfstæðisflokksins, við upphaflegt frumvarp með því að: 1) dregið úr miðstýringu, 2) horfið' frá kommissarakerfi að því leyti að framkvæmdarí-ðið er gert ábyrgara gagnvart stjórn stofnunarinnar og stjórn- völdum og 3) fellt niður það lagaákvæði sem helzt bauð upp á valdbeitingu, sem þó hefur ekki komið til í starfi stofnunarinnar. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra. Stefnuyfirlýsing rikisstjórnar Frumvarp það, sem hér er flutt, er til efnda á því ákvæði stefnuyfirlýs ingar rlkisstjórnarinnar, að lög Fram- kvæmdastofnunar rfkisins skuli endurskoðuð, Strax við upphaf stjórnarsam- starfsins var þingmönnunum Ingólfi Jónssyni, Steingrími Hermannssyni. Sverri Hermannssyni og Tómasi Árnasyni falið að semja frumvarp til laga um breyting á lögum Fram- kvæmdastofnunar rlkisins. Fyrstu til- lögur sfnar lögðu þeir fram haustið 1974, en að ósk minni héldu þeir störfum sfnum áfram og tóku af- stöðu til ýmissa hugmynda, sem fram komu um breytingar á skipulagi Framkvæmdastofnunar. í byrjun sfðasta mánaðar lögðu þeir fram þær tillögur. sem hér eru kynntar og stjórnarflokkarnir hafa sameinast um. Allsnarpar umræður urðu um Framkvæmdastofnun ríkisins haustið 1971 hér á Alþingi. þegar frumvarp til laga um hana var rætt. M.a. var að þv! fundið að með stofn- uninni var breytt um starfshætti við efnahagslega ráðgjöf til rfkisstjórnar- innar, Efnahagsstofnunin var lögð niður og gerð að deild f Fram- kvæmdastofnun. Með lögum 54/1974 var Hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunar lögð niður, og Þjóðhagsstofnun komið á fót. Sú ráðstöfun hefur reynst heilladrjúg. Þjóðhagsstofnun hefur áunnið sér traust og tiltrú og reynst ómetanleg við alla úttekt á efnahag þjóðarinnar og ráðgjöf á þeim efnahagslegu um- brotatfmum, sem við höfum lifað frá þvf hún fékk sjálfstæðan grundvöll. Mikilvæg nýjung: sérstök byggðadeild Samkvæmt 1. grein frumvarpsins er Framkvæmdastofnun rfkisins sjálfstæð stofnun, sem annast áætlanagerð, byggðamál og lánveit- ingar. Úr lögum eru felld ákvæði þar sem mælt er fyrir um, að stofnunin sé ríkisstjórninni „til aðstoðar við stefnumótun í efnahags- og atvinnu- málum", og hún annist hagrann- sóknir. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins skal stofnunin starfa f þremur deild- um: Áætlanadeild, Byggðadeitd og Lánadeild. i þessu ákvæði kemur fram það nýmæli, að mælt er fyrir um sérstaka Byggðadeild við stofn- unina, en samkvæmt 9. gr. frum- varpsins, skal hún gera áætlanir um þróun byggða og atvinnulffs f þeim tilgangi að tryggja atvinnu og búsetu f byggðum landsins. Deildin fjallar um áhrif opinberra aðgerða á byggðaþróun og gerir tillögur til úr- bóta, ef þörf þykir. Hún skal i störfum sfnum hafa nána samvinnu við Áætlanadeild og Lánadeild. Sam- kvæmt þessu tekur Byggðadeild að sér hluta þeirra verkefna, sem hingað til hafa heyrt undir Áætlana- deild. Þar ber hæst landshluta- áætlanir, sem unnar verða f sam- hengi og samræmi við heildar áætlanir Áætlanadeildar. Þá mun deildin hafa nána samvinnu við Lánadeild um útlán Byggðasjóðs. I þessu sambandi vil ég vekja at- hygli á þvf. aðhinn 5. mars s.l. ritaði milliþinganefnd um byggðamál mér bréf, þar sem hún mælti með þvf, að við Framkvæmdastofnun rfkisins verði sett á fót Byggðadeild, sem hafi það verkefni að fylgjast með framkvæmdum byggðamála. Segir milliþinganefndin. að þar sem byggðamál séu meðal megin við- fangsefna Framkvæmdastofnunar rfkisins. virðist eðlilegt að þau séu tekin fastari tökum I nýrri deild, Byggðadeild. Ég tel, að með 9. gr. þessa frumvarps sé komið til móts við óskir milliþinganefndarinnar, og ef frumvarp þetta verður að lögum. verður það á valdi stjórnar Fram- kvæmdastofnunar að ákveða hve- nær hin nýja deild tekur til starfa. Önnur breyting: fyrirkomulagi yfirstjórnar breytt Hér á Alþingi hafa menn löngum deilt um það. hvernig yfirstjórn Framkvæmdastofnunar rfkisins sé best fyrir komið. Utan þings hefur málið einnig verið tfðrætt. Hafa menn einkum fundið að því fyrir- komulagi. sem mælt er fyrir um f núgildandi lögum, að rfkisstjórnin skipi þriggja manna framkvæmda- ráð, er annist daglega stjórn stofn- unarinnar. Ráð þetta má leysa frá störfum með mánaðarfyrirvara. Hafa ýmsir látið f Ijós þá skoðun, að með þessu ákvæði sé gengið of langt til pólitfskrar yfirstjórnar á jafn mikil- vægri stofnun og hér um ræðir. Mál- efnum hennar væri betur borgið, ef æðstu starfsmenn hennar væru ráðnir með öðrum hætti, og hefur þar t.d. verið vfsað til þess hvernig bankastjórar eru ráðnir. Með frumvarpinu er skipan þessara mála breytt, þannig að nú gilda svipaðar reglur um ráðningu forstjóra og framkvæmdastjóra deilda stofnunarinnar og t.d. um bankastjóra. Samkvæmt 3. gr. frum- varpsins skipar rfkisstjórnin stofnun- inni forstjóra, samkvæmt tillögum stjórnar Framkvæmdastofnunar- innar. Á sama hátt skipar rfkisstjórn- in f ramkvæmdastjóra einstakra deilda. Ráðning þessara manna mið- ast við 12 mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest. Samkvæmt þessu er lagt til að framkvæmdaráð stofn- unarinnar hverfi úr sögunni og jafn- framt eru f 2. og 4. grein frumvarps- ins ákvæði um breytingu á stjómar- háttum f samræmi við þetta, þannig að valdsvið stjómar er aukið. Samráð við samtök atvinnuveganna í 5. gr. þar sem fjallað er um Áætlanadeild er tekið mið af þvf, að sérstakri Byggðadeild er komið á fót, og henni falið það verkefni að gera áætlanir um þróun byggða og at- vinnulffs vfðsvegar um landið. Mælt er fyrir um nánara samstarf Áætlana- deildar við ráðuneyti og opinberar stofnanir, þegar um er að ræða áætlanir fyrir þessa aðila, fram- kvæmdir rfkissins og aðrar opinberar framkvæmdir, en deildin skal vinna að þeim I samræmi við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir. Þá eru sett skýrari ákvæði um samráð deildarinnar við samtök og stofnanir atvinnuveganna við gerð áætlana. Niður eru felld ákvæði þess efnis að rfkisstjórnin skuli sam- þykkja áætlanir. En ákvæði um slfka samþykkt hafa valdið þeim misskiln- ingi, að rfkisstjórmn ábyrgðist frá upphafi allt fjármagn, sem fram- kvæmd áætlunar kann að krefjast. í svari 'við fyrirspurn um byggða- áætlun Norður-Þingeyjarsýslu hér á Alþingi fyrir skömmu. gerði ég ftar- lega grein fyrir þeim viðhorfum, sem rfkt hafa, til þess, sem felst f slfku samþykki rfkisstjórnarinnar. Með ákvæðinu, eins og það er f frumvarp- inu, er ætlast til, að áætlanir fái stefnumarkandi gildi og þar með skfrskotað til allra hlutaðeigandi aðila að hafa áætlanirnar til viðmið- unar við ákvarðanatöku og stuðla þannig að framgangi þeirra Raunar hefur ekki verið öðruvísi á málin litið en að skuldbindingar hins opinbera vegna áætlana væru bundnar af rétt- um lögheimildum ! hverju tilviki. Gildi áætlunarinnar felst i henni sjálfri, þvf að hún er nytsöm við öflun heimilda, einkum fjárveitinga og lánveitinga. i stefnuræðu þeirri, sem ég flutti á Alþingi haustið 1974, ræddi ég m.a. um almenna áætlanagerð og sagði: Áætlanagerðir sem virk stjórntæki „Slik áætlanagerð er nauðsynleg til að öðlast yfirsýn yfir Ifklega og æskilega þróun atvinnuveganna. þannig að fullt samræmi sé milli öflunar atvinnutækja og möguleika á nýtingu vinnuafls og landsgæða. Al- menn áætlanagerð er ekki valdbund- in framkvæmdaáætlun. heldur til viðmiðunar og leiðbeiningar fyrir einstaklinga, samtök þeirra, fyrir- tæki og atvinnuvegi. Þá er ekki sfst nauðsynlegt, að hið opinbera sýni gott fordæmi og geri vandaðar áætlanir um opinberar framkvæmdir og um byggðaþróun f samráði við sveitarfélög." Ég tel, að með þeim breytingum, sem gerðar eru á lögum um Fram- kvæmdastofnun rfkisins með þessu frumvarpi, sé stuðlað að þvf að áætlanagerðin verði virkara stjórn- tæki, þar sem mælt er fyrir um nánara samráð milli Áætlanadeildar- innar og þeirra, sem eftir áætlunun- um skulu starfa. 9. grein frumvarps- ins fjallar um Byggðadeild, en um hana hefur þegar verið rætt. Framkvæmdasjóður og byggðasjóður Um Lánadeild er skýrt fram tekið í 10. gr. að Lánadeild hafi með hönd- um starfrækslu Framkvæmdasjóðs og Byggðasjóðs. Þá er mælt fyrir um það, að deildin skuli árlega semja áætlun um fjáröflun og útlán Fram- kvæmdasjóðs jslands, og vinna f samvinnu við aðrar stofnanir að þvf að samræma áætlun þessa lánsfjár- áætlun rfkisstjórnarinnar. Við af- greiðslu fjárlaga fyrir þetta ár var slfk lánsfjáráætlun i fyrsta sinn lögð fram hér á Alþingi, og hefur rfkis- stjórnin ákveðið að slfkur háttur skuli á hafður framvegis. Þetta ný- mæli f lögum Framkvæmdastofn- unarinnar tekur mið af þeirri ákvörð- un. Lagt er til, að þau ákvæði falli úr 12. gr. núgildandi laga, þar sem segir að stjórn Framkvæmdastofn- unar geti að fengnu samþykki rfkis- stjórnarinnar og ! samráði við banka og stærstu fjárfestingasjóði sett al- mennar reglur um hverskonar fram- kvæmdir skuli hafa forgang umfram aðrar. Skuli þá lánastofnanir og opinberir sjóðir haga lánveitingum í samræmi við það. Engri stofnun sé þó skylt að veita lán, sem hún telji ekki eðlilega tryggð. Á þetta ákvæði hefur aldrei reynt, og að flestu leyti samræmist það illa almennum sjónarmiðum um hag- stjóm f frjálsu markaðskerfi. Raunar hefur það aldrei leyst neinn vanda að grfpa til slfkra örþrifaráða. sem fólg- in væru t.d. f að banna ákveðnar tegundir bygginga. Engar efnisbreytingar eru gerðar á 5. kafla núgildandi laga um Fram- kvæmdasjóð islands. Fjáröflun ByggSa- sjóðs stóraukin i 14. gr. frumvarpsins um fjáröflun til Byggðasjóðs er mikilvægasta breytingin fólgin i þvf, að f stað lögbundins framlags úr rfkissjóði að upphæð 100 milljónir króna árlega næstu ár, er lagt til að rfkissjóður leggi Byggðasjóði til fjármagn, þannig aðárlegt ráðstöfunarfé sjóðs- ins verði eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga. Í stefnuyf irlýsingu rfkisstjórnar- innar frá 29. ágúst 1974, segir, að framlag til Byggðasjóðs „nemi 2% af útgjöldum fjárlagafrumvarps". Þótt það ákvæði verði að lögum, sem hér var lýst að framan, er Ijóst, að samkomulag það milli stjórnar- flokkanna, sem gert var við stjórnar- myndunina og lýst er i stefnuyfirtýs- ingunni, mun gilda á meðan núver- andi samstarf þeirra varir. þ.e.a.s. að framlag rfkissjóðs til Byggðasjóðs verði áfram 2% miðað við útgjaldalið fjárlagafrumvarps án tiilits til eigin ráðstöfunarfjár sjóðsins. Þetta er pólitfsk skuldbinding, sem ekki verður frá horfið, og hin lögbundna regla er hins vegar til viðmiðunar sem lágmarksskuldbinding til fram- búðar. í 19. gr. frumvarpsins er lagt til, að Framkvæmdastofnuninni verði heimilað að afla Byggðasjóði 600 milljónum króna að láni á næstu 5 árum, eftir að frumvarpið er orðið að lögum, gegn ábyrgð rfkissjóðs. f nú- gildandi lögum er þessi heimild bundin við 300 milljónir króna á ári. i þessum tveimur ákvæðum um fjármögnun Byggðasjóðs kemur greinilega fram áhugi stjórnvalda á þvi að efla sjóðinn og styrkja, þannig að hann hafi i raun getu til að sinna verkefnum sfnum. Framkvæmda- stofnun rfkisins hefur tekið að sér ýmis verkefni, sem áður voru hjá öðrum aðilum, eins og t.d. sérstakar lánveitingar til skipasmfða innan- lands. Starfsemi sjóðsins hefur Framhald á bls. 39 Framkvæmdastofnun: Síðbúið frumvarp sem felur I sér fátt nýtt — segja stjórnarandstæðingar 1 UMRÆÐUM í neðri deild Alþingis í gær um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breyt- ingu á lögum um Framkvæmda- stofnun rfkisins komu m.a. fram eftirfarandi efnisatriði (framsöguræða forsætisráð- herra er birt í heild hér á þing- síðunni í dag). 0 Gylfi Þ. Gfslason (A): Þrátt fyrir nær tveggja ára undirbún- ing til að framkvæma ákvæði stjórnarsáttmálans um breyt- ingar á Framkvæmdast. rfkis- ins, gerir frumvarpið aðeins ráð fyrir minniháttar breyt- ingum (að vísu í rétta átt) sem sýnir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fallið frá höfuðgagnrýni sinni á þessa stofnun. • Tómas Arnason (F) rakti starf og þýðingu hinna ýmsu deilda Framkvæmdastofnunar, ekki sízt byggðasjóðs, fyrir at- vinnuuppbyggingu á lands- byggðinni á liðnum árum. % Jón Skaftason (F) taldi rangt að binda í lögum fjáröfl- un til byggðasjóðs (þ.e. ákveðna fjárhæð 2% af fjár- lagaútgjöldum), enda væru markaðir tekjustofnar og mörkuð útgjöld rikisins einn helzti þröskuldur fjárlaga- gerðar og nauðsynlegs sveigjan- leika i stjórnun ríkisfjármála, eins og reynslan hefði sýnt. Þá taldi hann að sömu reglur ættu að gilda um stjórnendur Fram- kvæmdastofnunar (byggða- sjóðs og framkvæmdasjóðs) og bankastjóra, að þeir gætu ekki i senn sinnt þingmennsku og stjórnun lausfjárdreifingar. • Lúðvfk Jósepsson (k) sagði þetta síðbúna frumvarp sýndar- mennsku. Áætlanadeild héti að vísu byggðadeild nú og yfir- stjórn væri breytt i orði — en í reynd hefði Sjálfstæðisflokkur- inn horfið frá höfuðatriðum fyrri gagnrýni. % Ellert Schram (S) sagði þetta frumvarp miða í rétta átt. Að sýnu mati hefði þó átt að leggja þessa stofnun niður og stokka málin í heild upp á ný. Vafasamt væri að binda fast í lög framlög til sjóða þessarar stofnunar er miðuðust við niðurstöður fjárlaga hverju sinni; og óviðeigandi væri, að forstjórar svo stórra lánastofn- ana sem byggðasjóðs gegndu jafnframt þingmennsku. Hér ætti að gilda hið sama og um bankastjóra. Umræðu var frestað síðdegis I 'gær og framhaldsumræða boðuð á kvöldfundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.