Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 Skaga- strönd ívexti Skagaströnd. 28. april. 1 desember síðastliðnum var tekið í notkun nýtt hús til rækju- vinnslu á Skagaströnd og eru þar tvær pillunarvélar og frysti- „tunnel“ sem lausfrvstir rækjuna á u.þ.b. 4 minútum og kemur rækjen mun fallegri úr honum en úr giimlu pönnufrvstingunni. í húsinu er enn fremur gert ráð fvrir niðursuðu og niðurlagningu í framtíðinni. en Hklegt er að húsnæðið verði notað til vinnslu á hörpudiski í sumar ef samningar takast við verkafólk og sjómenn. Á rækjuvertíðinni sem lauk nú um páskana tók verksmiðjan á móti samtals 374 tonnum. HALLAREKSTRI LOKIÐ Hólanes h.f. hefur tekið á móti 760 tonnum af fiski af skut- togaranum Arna;i HU-1 frá ára- mótum til 31. ina' /, og 114 tonnum af Auðbjörgu IIU-4 sem stundaði línuveiðar fram i marzmánuð en er nú farin til netaveiða frá Grindavík. Afkoma Hólaness h.f. hefur verið slæm undanfarin ár en núverandi framkvæmdastjóri telur sig sjá fram á að hallarekstri sé lokið og betri tímar fram und- an. Annars hefur fyrirtækið oft- ast skort starfsfólk og verður ekki úr því bætt fyrr en hægt verður að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðkomufólk, sem spyrst hér fyrir um vinnu daglega. SKIPASMlÐASTÖÐIN Skipasmíðastöðin er nú með einn trébát í smiðum, 30 tonna, og er hann óseldur. Ekki er gert ráð fyrir smíði fleiri trébáta, en tals- verðir möguleikar eru taldir á að hafin verði smíði á plastfiski- bátum, 15—40 tonna, og vonast er til að dráttarbraut fyrir allt að 60 tonna báta verði sett hér upp í sumar í tengslum við skipasmíða- stöðina og yrði hún sú eina sinnar tegundar hér við flóann. Hér er ágæt vélsmiðja og tvö raftækja- verksæði og tvö trésmíðaverk- stæði auk skipasmíðastöðvarinnar svo allir möguleikar virðast á að dráttarbraut hér ætti að geta veitt smærri bátum viðunandi þjónustu. ÓANÆGÐIR MEÐ GÆÐAMATIÐ Skuttogarinn Arnar HU-1 aflaði 3023 tonn árið 1975 og skilaði á milli 10 og 11 milljónum kr. upp í afskriftir. Engar bilanir, sem orð er á gerandi, hafa orðið á skipinu, sem er japanskt og kom til lands- ins í okt. 1973. í júlí 1975 var hafin brennsla á svartoliu á aðal- vel skipsins og virðist gefa góða raun eftir þennan tiltölulega stutta reynslutíma. Hitt er svo annað mál að svartolía hefur sextánfaldast í verði á sama tíma og gasolía hefur fjórfaldast og er niðurfelling olíusjóðsins ekki eina skýringin á því. Það hefur valdið mikilli óánægju aðstandenda togarans hvernig staðið virðist vera að ferskfiskmatinu á stundum og vil ég nefna um það eitt dæmi. 10. marz sl. kom hingað maður frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða og sá um gæðamat á fiski 'úr Arnari. Þegar hann hafði skoðað þorskinn, sem isaður var í kassa, lýsti hann þvi yfir að hann hefði aldrei séð betur frágenginn fisk i kössum en taldi aö ineia bæri þorskinn 85% í 1. gæðaflokk og 15% í 2. flokk. Þegar við kynntum okkur matsniðurstöður af öðrum togurum sem verið höfðu á veiðum á sömu fiskislóð, á sama tíma og Arnar, og jafnvel hyrjað á undan honum og landað á eftir, þá reyndist fiskurinn af þeim skipum hafa verið frá 90 til 100% í 1. fiokk og var þar jafnvel um að ræða fisk, sem geymdur hafði verið í stíum. Það hljóta allir að skilja að erfitt er að sætta sig við að vera með best frágengna fisk- inn en lélegasta matið. NV verzlun Um verzlunarmálin er það að segja að skömmu fyrir jól opnaði Kaupfélag Húnvetninga hér nýtt útibú, hina glæsilegustu verzlun, en fram að þeim tíma hafði gamla útibúið verið öllum aðstand- endum sínum til skammar. Þá hóf Hallbjörn J. Hjartarson hér verzlunarrekstur með nýlendu- vörur, gjafavörur og nokkuð af fatnaði siðastliðið sumar. VILJA ræða við ÞINGMENNINA Lítið hefur sést til þingmanna kjördæmisins hér um slóðir, þó rak Ragnar Arnalds á fjörur okkar um áramótin og hélt hann hér ágætan fund og fróðiegan. Vonast hefur verið eftir þeim Pálma og Eykoni til fundarhalds í allan vetur en ekkert sést af þeim enn sem komið er, en þó eru óstaðfestar sögur um viðkomu þeirra í öðrum héruðum kjör- dæmisins á kreiki. Ýmis mál eru hér á döfinni, sem gaman væri að spjalla við þingmennina um svo sem uppbyggingu hafnarinnar, en í hafnarmálum hefur ekkert nýtt verið framkvæmt hér í 25 ár. Allt fé sem runnið hefur til hafnarinnar þennan tíma hefur farið til að verja gömlu mannvirk- in skemmdum en nú er brýn þörf á að nýtt viðlegupláss verði gert í innri höfninni og innsiglingin dýpkuð en nú kemst togarinn ekki út og inn nema á háflóði. Þá er mörgum áhugaefni að ræða um skólamál við þingmennina, en samkvæmt tillögum embættis- manna í menntamálaráðuneytinu stendur til að aka börnum í 8. og 9. bekk inn á Blönduós i skólann þar. Má dæmalaust teljast hversu skilningslausir ýmsir góðir menn í opinberum stöðum eru á þá erfiðleika, sem slíkum akstri eru samfara í þeirri veðráttu sem við búum við hér fyrir norðan. LEIKSTARFSEMI Leikklúbbur er nýstofnaður hér og hefur hann staðið fyrir einni kvöldskemmtun sem mælt- ist vel fyrir og hefur nú hafið sýningar á Tobacco Road og var leiknum einstaklega vel tekið á frumsýningu og voru Ieikendur og leikstjóri (Kristján Jónsson) kallaðir fram hvað eftir annað og þakkaður góður leikur og stjórn. Eru miklar vonir bundnar við iCiKkiUODinn cii forinaður er Birna Blöndal. Þá var talsvert líf í skákfélagi staðarins og meðal annars háð keppni við Blönduósinga. Skák- meistari Skagastrandar 1976 varð Magnús Ólafsson skipasmiður. Bridgefélagið hefur hins vegar ekki snúið aftur úr síðasta sumarfrfi. DAGVISTUNARHEIMILI Lionsklúbburinn réðst i bygg- ingu á barnadagvistunarheimili haustið 1974 og hefur hlotið mikinn stuðning við það verkefni hjá hreppsnefnd, fyrirtækjum og einstaklingum á staðnum og er stefnt að því að heimilið verði tekið í notkun 15. júlí næstkom- andi. Gera má ráð fyrir að dag- heimilið auki möguleika hús- mæðra á að komast í vinnu utan heimilis og er það vel bæði þeirra vegna og fyrirtækjanna, sem skort hefur starfsfólk. Áætlaður kostnaður við bygginguna fullfrá- gengna ásamt lóð er u.þ.b. 11 millj. kr. Ungmennafélagið Fram hefur talsvert starfað í vetur og staðið fyrir opnu húsi fyrir unglinga einu sinni í viku auk íþróttaæf- inga, þá mun skíðalyfta á vegum þess verða sett upp í suðvestur- hlíð Spákonufellsins í haust. FRAMKVÆMDIR MEÐ MESTA MÓTI Framkvæmdir á vegum sveitar- félagsins verða með mesta móti í sumar. Olíumöl verður lögð á u.þ.b. 1500 m af aðalgötunni, íþróttavöllur verður tekinn í notkun og haldið verður áfram með byggingu fjögurra leigu- íbúða og má búast við að þær verði fullbúnar á næsta ári en á þessum íbúðum og reyndar miklu fleirum er mikil þörf því eftir- spurn er mikil hér eftir húsnæði þrátt fyrir mikinn fjölda nýrra íbúðarhúsa. ENDURBÆTUR A KIRKJUNNI Hér voru í fyrsta skipti í vetur starfræktir námsflokkar og gafst fólki kostur á að læra-þar ensku, bókfærslu og vélritun og hafa á milli 30 og 40 manns stundað þar nám. Þá hefur sóknarnefndin staðið fyrir endurbótum á kirkj- unni og hafa bekkir hennar verið bólstraðir og til stendur að teppa- leggja hana, tvöfalda gler í glugg- um og setja i hana rafmagnsofna. Verður þetta allt til mikilla bóta ekki síst þegar kirkjan hefur svo verið máluð utan og innan. Kirkj- unni hefur að undanförnu borist fjöldi áheita og gjafa frá vel- unnurum. MIKIL VERKEFNI FRAMUNDAN Saumastofnan Viola hefur haft næg verkefni frá síðastliðnu hausti og mikil verkefni eru fram- undan og er þar munur á frá þeim tíma er aðeins var um smáverk- efni að ræða og oft uppihöld á milli þeirra. Á stofunni vinna nú 10 liiaims. Til gamans set ég hér með nokkrar tölur um íbúafjölda hér: 1968 501 íbúi, 1975 608 íbúar, meðaltalsfjölgun 1968 — 1975 er 3% en 1973—1975 er meðaltals- fjögun 4% og má af því sjá að staðurinn er í örum vexti. — Fréttaritari Lögfræðiþjónusta Fasteignasala Við Miklubraut 3ja herb. nýstandsett ris ibúð. Útb. um 3.5 m. Við Grettisqötu 3ja herb. íbúð á 1 timburhúsi. Útb. hæð í um 4 m. Við Miklubraut 5 herb. risibúð. Útb. um 6 m. Við Meistaravelli 5—6 herb. ibúð á 4. hæð i blokk. Útb. 5—6 m. Við Nökkvavog 7 herb. ibúð, hæð og ris um 175 fm. ásamt stór- um bilskúr. Séribúð í tvi- býlishúsi. Útb. um 10.5 /Z Stefán Hirst hdl. Borgartúni 29 Simi 2 23 20 y FASTEIGN ER FRAMTÍO 2-88-88 Við Hvannalund Lítið nýlegt einbýlíshús á góðum stað i Garðabæ 40 fm. bílskúr, hitaveita, góð lóð. Við Sæviðarsund 3ja—4ra herb. ibúð á efri hæð i fjórbýlishúsi. Sér hiti, suð- ursvalir, stór innbyggður bilskúr. Góð sameign. Við Háteigsveg Glæsileg eign hæð og ris, hæðin 1 55 fm. tvær stofur, stórt hol, arinn, 3 herb. nýstandsett bað- herb. eldhús með nýlegri innrétt- ingu, búr og borðstofa. í risi herb. þvottahús, þurrkloft, geymslur og snyrting. StÓr bíl- skúr, sér hiti, sér inn- gangur. Suðursvalir. Við Háaleitisbraut 3ja herb. rúmgóð íbúð á jarð- hæð. Sér hiti, sér inngangur. Við Fálkagötu 3ja herb. snyrtileg íbúð á 1. hæð. Skipti á stærri eign kemur til greina. Við Grettisgötu 3ja herb. rúmgóð íbúð í stein- húsi. Nýleg innrétting og tæki í eldhúsi. Við Lyngbrekku 4ra herb. ibúð á jarðhæð i þri- býiishúsi. Sér hiti, sér inn- gangur. Við Laufvang Hafnarfirði 140 fm. glæsileg endaibúð i þriggjaibúðarhúsi. 4 svefnherb. 2 stofur, sér þvottaherb. suður- svalir. Einnig 4ra herb. íbúð í Norðurbæ Hafnarfirði. I smíðum — Fokhelt Við Seljabraut Raðhús tvær hæðir og kjallari. Verð 6,8 millj. Veðdeild 2,3 millj. Fokhelt í maí—júní. Raðhús í Mosfellssveit Tvær hæðir og kjallari, inn- byggður bílskúr. Veðdeild 2,3 millj. Góð standsetning. AÐALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 17. 3. hæð Birgir Ásgeirsson lögm. Hafsteinn Vilhjálmsson Sölum. Kvöld- og helgarsími 82219 AUGLÝSINGASÍMrNN ER: 22480 JRorístinþliiþiþ Vilt þú kaupa? Við höfum til sölu m.a. Smáibúðarhverfi 2ja herb. ibúð í fjórbýlishúsi Verð 4.5 millj. Útb. 3.3 millj. Hafnarfjörður 2ja herb. íbúð á 8 hæð í háhýsi. Verð 5.4 millj. Útb. 4 millj. Breiðholt 3ja herb mjög góð íbúð við Krummahóla Verð 7.5 millj. útb 5 millj Laugarnesvegur 5 herb. glæsileg íbúð á 3. hæð Verð 1 1 millj útb. 7 til 7.5 millj / Penthouse 6 herb. 200 fm penthouse. Uppl. aðeins veittar í skrifstof- unni. Vilt þú selja Við höfum kaupendur m.a. að 6 herb. sérhæð í Vesturbæ. Skipti á 5 herb. hæð í Vesturbæ. 4ra herb. sérhæð á góðum stað í borginni. Einbýlishúsi í austurborginni. Auk þess eru fjölmargir að leita sér að ýmsum stærðum íbúða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nú verður opið allan daginn frá kl. 9—5 AF»ltbP tr Fasteignasala Laugavegi 33, sími 28644 Sölustjóri Þóhallur Sigurðsson, heimasimi 16787. lögfræðingar Magnús Þórðarson heimaslmi 81 259 Valgarður Sigurðsson heimasimi 81814.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.