Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAl 1976 23 ll til að hvíla sig örlítið. Gjótan í Hallmundarhrauni þar sem hópurinn lét fyrir berast síðustu nóttina áður mr en komið var til byggða. A skíðum yfir hálendið ÞESSI grein er sú síðasta þar sem sagt er frá sex félögum úr Flugbjörgunarsveitinni sem gengu yfir hálendi landsins. Voru þeir 19 daga á leiðinni og lögðu að baki um 360 km ef miðað er við ioftlínu. I síðustu grein var hópurinn kominn að Rauðhólum sem eru skammt norðan Hofsjökuls. Höfðu beir þá m.a. hreppt vonzkuveður, látið fyrir berast í jökulsprungu eina nótt og aðra í íshelli. Þá voru þeir félagar veður- tepptir í skálum í Jökuldal og í Laugafelli. í feróinni voru sex félagar úr sveitinni, þeir Rúnar Norquist fararstjóri, Þór Ægisson, Jóhannes Ellert Guð- laugsson, Arngrímur Hermannsson, Þorsteinn Guð- björnsson og Hjalti Sigurðsson. SYNGJANDI HUNDUR AHVERAVÖLLUM Næsta dag var stefnt á Hvera- velli en þangað er um 45 km loft- lína frá Rauðhólum. Um daginn gekk veðrið niður og um tíma olli hitinn þeim nokkrum óþægindum sakir þorsta sem á þá sótti. Um miðjan dag var slegið upp tjaldi í glaða sólskini og matreidd létt máltíð. — Síðan var stefnan tekin á Dúfunesfell, segja félagarnir. Það er ákaflega lengi verið að nálgast fellið, það er eins og það hopi jafnóðum. — Eg var mikið að hugsa um hvort ekki væri hægt að beita fjallið einhverjum brögðum sagði Steini, til að það hopaði ekki eins. Þegar komið var að Dúfunes- felli sáust ljós á Hveravöllum. Hjónin á Hveravöllum, Páll Kristjánsson og Auður Brynja Sigurðardóttir, geymdu matvæli strákanna og voru því vakin upp um kvöldið. Síðan var haldið niður í skála Ferðafélagsins til 'gistingar. — Skálinn var í mjög slæmu standi. Var allur hiti farinn af honum enda er honum litið haldið við þar sem í ráði er að byggja nýjan. Þó vonuðumst við til að iaugin vsferi í lagi. Sú von brást hins vegar illilega. — Um morguninn kom svo Páll ásamt hundinum Lubba og bauð okkur í mat. Fengum við þar veizlufæði og frábært heima- bakað brauð. — Lubbi, hundurinn á Hvera- völlum, er þeim hæfileikum bú- inn að geta sungið. Fylgir hann alveg lagi og ef fólk er að raula þá fer hann að syngja með. Einnig fylgír hann alveg eftir ef leikið er á hljóðfæri. Seinnipartinn var hafizt handa við að moka laugina. Héldu menn enn í þá von að komast í bað. Var unnið í 6 stundir að moka og hreinsa laugina i þeirri von að fá í hana volgt vatn með morgnin- um. Það tókst þó ekki og varð því ekkert úr baðinu. Eftir að hafa drukkið morgunkaffi í verður- athugunarstöðinni á Hveravöllum var haldið af stað í átt að Þjófa- dölum. Þangað var komið undir kvöld. Var skálinn þar í afleitu ástandi og var jafnvel hugsað um að tjalda fyrir utan skálann til að sofa. Það var þó ekki gert, enda tekur það mikinn tíma að tjalda og eins að taka saman að morgni. LAGT Á LANGJÖKUL — Við vöknuðum milli kl. 3 og 4 um nóttina og ætluðum af stað. Þá var aftur komið vonzkuveður, blindþoka og hvassviðri á móti. Við ákváðum því að bíða af okkur veðrið. Þennan dag var farið að ganga nokkuð á matarbirgðir og þvi var litið borðað þann daginn. — Þeir sem ekki vinna fá ekki að éta og þeir sem ekki ganga fá ekki heldur að éta, sagði Steini. Þetta gerir heldur ekki svo mikið til þar sem við brennum ekki svo miklu þegar legið er fyrir. Það fór þó ekki hjá því að menn yrðu sársvangir og töluðu mikið um mat. Fæðið þann daginn var heldur ekki nema 4 hrökkbrauð- sneiðar á hvern okkar. í Þjófadölum eru eftir um 70 km að Kalmanstungu þar sem ferðin átti að enda. Þann 21. april var svo lagt af staó frá Þjófadölum, gengið inn með Fögruhlíð og lagt á Lang- jökul. A jöklinum var svartaþoka og segist Rúnar ekki hafa lent í annarri eins þoku áður. — Þokan var svo svört að maður greindi varla mann í 3 m fjarlægð sögðu ferðalangarnir. í slíkri þoku er erfitt að halda stefnunni og einnig er birtan mjög óþægileg. Verða allir að taka stefnuna með áttavita jafnt og þétt. Uþphaflega var ætlunin að ganga eftir endilöngum jöklinum. Þegar aftur fór að hvessa á móti og eins sökum þess hve þokan var blind var ákveðið að halda niður í Jökulkrók. '— Þegar við töldum okkur vera nálægt Þursaborgum slógum við okkur niður skriðjökulinn. Hann var síðasta virkilega torfæran á leiðinni. Þegar við vorum á Ieið niður skriðjökulsporðinn urðum við varir við jökulsprungur og urðum þá að fara í bönd. Þetta tafði okkur en þannig er litil hætta á að einhver fari langt ofan í sprungu. Það var svo ekki fyrr en á jafnsléttu að einn okkar datt og tók nærri fleiri með sér í fall- inu þar sem við vorum enn í bönd- um. — Við vorum ofsakátir þegar við komumst niður af jöklinum og út úr þokunni. Hjalti var t.d. svo kátur að þegar hann loks sá dökka þúst, sem reyndist vera grjót, hljóp hann að henni og þrammaði á grjótinu æpandi af kæti. Rúnar og Elli fóru aftur upp á jökulinn og pissuðú á hann. — Við vorum nú búnir að ganga í 12 stundir samfleitt og vorum farnir að sjá fyrir endann á ferðinni. — Við löbbuðum nú norður og vestur með Eiriksjökli en um kl. 10.30 fórum við að leita að skjóli. Þá var komið svo slæmt veður að ekki var hægt að hlaða varnar- garða og því ekki hægt að slá upp tjöldum. Snjórinn var líka orðinn blautur, nánast krap, svo varla var hægt að gera varnargarða. — Við gengum nú um Hall- mundarhraun í klukkutíma til að leita að skjóli. Fundum við fljótt gjótu sem hægt var að notast við. Þó töldum við betra að reyna að finna betra skjól en það tókst ekki. Var orðið svo hvasst að varla var stætt í hrauninu. Við fórum þvf niður í gjótuna og reyndum að loka henni vindmegin með snjó. vorum við allir orðnir kaldir og blautir og ekki bætti úr skák að súgur var í gjótunni. Okkur tókst þó að elda súpu í gjótunni og borða svolitið kjöt. — Kjötið var orðið úldið. a.m.k. yzta lagið. Það má segja að það hafi verið úldið en samt gott vegna þess hve svangir við vor- um. i sprungunni hírðust félagarnir fram undir 4 um nóttina og skulfu sér til hita. Með birtingu lygndi nokkuð og þegar nægilega bjart var orðið var haldið af stað. Nú var hins vegar ekki hægt að ganga á skíðunum og urðu þvi strákarn- ir að taka allt draslið á bakið. Var nú paufast áfram gegnum drullu, snjó og hraun. Var sandbleyta á leiðinni og gangurinn þungur. Þegar komið var út í hraunið var ákveðið að létta á birgðunum. Var þá borðaður sá matur sem eftir var. Þá var gengið áfram i áföng- um og stuttar hvíldir á milli. — Klyfjarnar voru þungar og vindurinn tók i þoturnar. Helvitis „Gamla rörið“ jók alltaf spölinn sem genginn var á milli hvílda, sagði Addi. Ég var oft farinn að halda að hann ætlaði að ganga þetta í einum áfanga. — Það var um 5,30 sem við loks komum i Kalmanstungu og voru þá liðnir um 34 tímar frá því að við fórum úr Þjófadölum. — í Kalmanstungu fengum við frábærar viðtökur hjá þeim hjón- um Kalmani Stefánssyni bónda og Bryndísi Jónsdóttur húsfreyju. Eldaði húsfreyja heil býsn af mat sem við borðuðum allan. Félagar okkar úr Flugbjörgunarsveitinni komu síðan og sóttu okkur upp í Kalmanstungu og vorum við komnir i bæinn kl. 3 um nóttina. EFTIRÞANKAR Það kemur eflaust margt upp í hugann þegar hugsað er til baka eftir slíka ferð. Flugbjörgunar- sveitin var stofnuð eftir Geysis- slysið 1950 með það fyrir augum að geta bjargað mönnum úr lífs- háska á hálendinu. Reynsla og æfing í að ferðast um hálendið er því nauðsynleg. — Það getur enginn bjargað öðrum á hálendinu sem ekki get- ur sjálfur lifað þar, segir Rúnar Norquist fararstjóri ferðarinnar. — Menn verða líka að eiga bún- að og þekkja hann bæta félagarn- ir við. Það er nauðsynlegt að fara slíkar ferðir til þess að reyna út- búnaðinn. Það kom t.d. í ljós í þessum leiðangri að tjöldin voru ekki nógu góð og er allt of lengi verið að setja þau upp. þá er eitt mikilvægasta atriðið að kynnast hver öðrum — Það hefur mjög mikið að segja fyrir Flugbjörgunarsveitina að slik reynsla fáist. Félagarnir i sveitinni hjálpuðu okkur líka á allan mögulegan hátt og hvöttu okkur til fararinnar. — Þá nutum við þess einnig að nota Ferðafélagsskálana og er frábært að þessi aðstaða sé fyrir hendi. Væri að vonum mikill fengur í fleiri slíkum skálum, einkum litlum gönguskálum. Var ákaflega gott að komast í skálana til að þurrka útbúnaðinn. — Maður er mjög andlega hvíldur eftir svona ferð, segir Arngrímur. Þessum tima var tvi- mælalaust vel varið. Þetta byggir mann sjálfan virkilega upp. — Þegar svona þröngur hópur er að ferðast saman þá gildir ekki að vera með neina taugaveiklun. segja þeir félagar. Það var öllum ljóst að það mátti ekki láta mót- byr (í eiginlegri og óeiginlegri merkingu) á sig fá, heldur varð maður að taka upp létta skapið. Menn bæta hver annan upp hvað það snertir. Allir eru háðir hver öðrum og þetta byggir allt á sam- vinnu. Menn hafa mismunandi þekkingu til brunns að bera og þegar hún er lögð saman þá geng- ur vel. — Við striddum hver öðrum eftir fremsta megni enda var and- inn í hópnum frábær. — Það er ekkert ákveðið með aðra ferð. Nú er að hvíla sig og hafa það gott. Þó er aldrei að vita. A.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.