Morgunblaðið - 13.05.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976
3
Fyrrverandi flugmenn Vængja:
Orðnir atvinnulausir
vegna þvermóðsku og
óbilgimi hluthafaklíku
„Fullyrðingar stjórnar Vængja
hf. um að rekstur félagsins geti
með engu móti staðið undir samn-
ingum við núverandi aðstæður
koma flugmönnum æði spánskt
fyrir sjónir, þar sem fargjöld fé-
lagsins hafa nýverið hækkað um
14% og leiguflug um 20% og með
tilliti til þess að rekstur félagsins
hefur alla t(ð gengið mjög vel,“
segir f greinargerð sem Morgun-
blaðinu hefur borizt frá fyrrver-
andi flugmönnum Vængja.
I greinargerðinni eru gerðar at-
hugasemdir við ýmis þau atriði
sem koma fram í greinargerð
stjórnar Vængja á dögunum og
rakið hvernig samningaumleitan-
ir milli aðila gengu fyrir sig. I
greinargerðinni segir ennfremur,
að laun þau sem flugmenn
Vængja fóru fram á og voru sam-
þykkt af Vængjum séu mun lak-
ari en laun annarra flugmanna í
innanlandsflugi. Fram kemur að
flugmenn hafi gert það að skilyrði
í tilboði sínu 2. maí að viðþáværi
samið sem félaga innan Félags ísl.
atvinnuflugmanna en þó með
tveimur varnöglum sém aðilar
höfðu komið sér saman um. 1
svari sinu hafi stjórn Vængja hins
vegar ekki viljað viðurkenna FlA
sem viðsemjanda fyrr en FÍA
hefði stofnað sérdeild innan
sinna vébanda, þar sem flugmenn
Vængja hefðu einir atkvæðisrétt
um sín mál, en stjórn FÍA hefði
ekki getað á neinn hátt skuld-
bundið sig til svo mikilla skipu-
lagsbreytinga á félaginu.
„Framkoma stjórnar Vængja
hf. I þessari deilu er þess eðlis að
ástæða getur verið til að huga
betur hvað að baki býr,“ segir i
greinargerðinni. „Alitið er að
hagur félagsins sé það góður að
Framhald á bls. 21
r
Frá Olympíumótinu í Monte Carlo:
Islendingar 1 25. sæti
eftir 13 umferðir
MonteCarlo 12. maí.
Frá Jakobi R. Möller.
t NtUNDU umferð spilaði fs-
lenska sveitin við Kanada og tap-
aði naumlega með 8 stigum gegn
12. Ásmundur, Hjalti, Sfmon og
Stefán spiluðu leikinn. Eftir
þessa umferð var sveitin f 15.
sæti.
í dag hefir hallað undan fæti. I
morgun spilaði sveitin við Júgó-
slavíu og tapaði 2—18. Það virðast
vera álög á islenskum bridgespil-
urum að spila illa á móti Júgóslöv-
um og leikurinn í dag var engin
undantekning. Guðmundur, Karl,
Ásmundur og Hjalti spiluðu leik-
inn.
I elleftu umferðinni var spilað
við kvennasveit mótsins og vannst
sá leikur með 12 gegn 8. Þá voru
Kólombíumenn næstir í röðinni.
Ásmundur, Hjalti, Simon og
Stefán spiluðu leikinn og varð
afraksturinn úr þeim leik aðeins
tvö stig gegn 18.
í kvöld á að spila við Thailand,
en á morgun verður erfitt að
sækja á brattann því þá verður
spilað við þjóðir í efstu sætunum,
m.a. Svíþjóð og Sviss.
Það sem af er mótinu hefir ís-
lenska sveitin spilað nokkuð
gloppótt og ekki náð að sýna þann
styrk sem hún á að búa yfir.
ísland er nú í 25. sæti með 114
stig.
„Rógskrif”
— segir stjórn FÍA um greinar-
gerð Vængjastjórnar
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
athugasemdir frá stjórn Félags
fsl. atvinnuflugmanna vegna
greinargerðar stjórnar Vængja á
dögunum út af Vængjadeilunni.
Eru þar staðhæfingar Vængja-
stjórnar varðandi FÍA bornar til
baka og kallaðar rógskrif. Meðal
annars segir f greinargerð FÍA:
„Þar er því haldið fram að flug-
menn hafi farið fram á æviráðn-
ingu. Þetta er alrangt, slíkt hefir
aldrei verið gert, hvorki gagnvart
Vængjum né núverandi viðsemj
endum FÍA. Það er borið á FÍA að
hafa beitt Fl og LL kverkatökum
og komið i veg fyrir vöxt og við-
gang félaganna og muni síðar-
meir beita Vængi sömu tökum. Ef
litið er til þess að um 30 ára skeið
hafa Fí, LL og FÍA búið saman og
í dag eru Flugleiðir eitt öflugasta
fyrirtæki landsins þá virðast slík
„kverkatök" ekki vera óheilla-
vænleg vexti og viðgangi fyrir-
tækja. Því er haldið fram að FÍA
hafi til skamms tíma verið lok-
aður klúbbur flugmanna Fi og
LL. Þetta er í samræmi við aðrar
staðhæfingar stjórnar Vængja
h/f. FÍA hefir frá stofnun verið
opið öllum, sem hafa réttindi til
atvinnuflugs á islandi.
Samninganefnd skipuð flug-
mönnum, sem störfuðu hjá
Vængjum h/f hefir annast við-
ræður við Vængi h/f og munu
þeir sjálfir gera grein fyrir þeim
viðræðum, sem fram hafa farið.“
Ber er hver að baki nema . . .
Ljósm.: Friðþjófur.
Ljósprentun á tilskipun
um póststofnun á Islandi
i DAG, 13. maí, eru liðin 200 ár
frá útgáfu tilskipunar um póst-
stofnun á islandi. i tilefni þessa
hefur póst- og símamálastjórnin
látið Ijósprenta tilskipunina, sem
prentuð var í Hrappseyjarprent-
smiðju 1782. Dr. Bjarni Vil-
hjálmsson, þjóðskjalavörður, að-
stoðaði við undirbúning l jósprent-
unarinnar.
Tilskipunin var á dönsku en
póst- og símamálastjórn hefur
einnig gt-fið út sérprentun á þýð-
ingu hennar á íslenzku og ensku,
sem birtist i ritinu Póststofnun á
íslandi 175 ára, sem gefið var út
1951.
Cfl
£>l eifftlií Lauritz Andreas 'fhodal
tti etiftamtmairtowt 3«lairt,famt ?Cmt<
manb o»rt ©otitet> 09 Sf5efiet?lmtet fant=
meflehé; 03 GIíTtUg OlcStephen-
fen æottá amtmanh ontt
fijtetamtet;
onjMeitö* *t
n n l « ð til cit
tyoffcxrjtos ^nbreímiið
ínti i IRobtf* 17«*.
Fáséð málverk á upp-
boði hjá Klausturhólum
KLAUSTURHÓLAR, listmuna-
uppboð Guðmundar Axelssonar,
halda 18. uppboð sitt að Hótel
Sögu n.k. sunnudag kl. 15. Að
þessu sinrii verða seld málverk
eftir fslenzka listamenn. Og eru
meóal málverkanna ýmsir fágæt-
ir og merkilegir hlutir, og þar á
meðal málverk eftir listamenn,
sem mjög er sjaldgæft að séu á
boðstólum.
Meðal málverka eftir látna
listamenn er gamalt olíumálverk
Framhald á bls. 20
Stórbingó
í Sigtúni
á vegum sjálf-
stæðisfélaga
I KVÖLD klukkan 20.30 efna
sjálfstæðisfélögin f Nes- og Mela-
hverfi og Vestur- og Miðbæjar-
hverfi til stórbingós f Sigtúni.
Margt veglegra vinninga verður
á boðstólum, m.a. utanlandsferð-
ir, heimilistæki og margt fleira.
Eru borgarbúar hvattir til að
fjölmenna og freista gæfunnar í
þessu glæsilega stórbingói, segir í
tilkynningu frá félögunum. Allir
eru velkomnir.
Humarvertíð-
in byrjar á
sunnudaginn
UMSÓKNARFRESTUR um
humarveiðilevfi í sumar rennur
út á morgun. Að sögn Þórðar
Evþórssonar fulitrúa f sjávarút-
vegsráðuneytinu hafa borizt milli
140 og 150 umsóknir og þar af
hafa 138 bátar uppfvllt skilvrði
um levfisveitingu. 1 fyrra voru
veitt 139 humarveiðilevfi þannig
að meiri ásókn virðist ætla að
verða f humarveiðarnar nú en f
fvrra. Humarveiðarnar hefjast á
sunnudaginn og er búist við því
að allmargir bátar byrji
veiðarnar strax þann sama dag.
Þórður Eyþórsson sagði að leyft
yrði að veiða á svæði frá Beru-
fjarðarál að Snæfellsnesi.
Kvótinn í ár er 2800 tonn en var í
fyrra 2000 tonn. Að sögn Þórðar
verður bátum ekki úthlutað sér-
stökum kvóta heldur verða
veiðarnar stöðvaðar þegar búið er
að veiða upp í heildarkvótann.
Að sögn Þórðar má búast við
fleiri umsóknum tvo sfðustu dag-
ana þannig að væntanlega verða
nokkru fleiri leyfi veitt í ár en í
fyrra. Leyfin eru bundin við 100
tonna hámarksstærð eða 400
hestafla hámarksorku vélar.
50 félagsmenn í
Æ ttfr æðifélaginu
Ættfræðifélagið hélt aðalfund
27.4 s.l. Stjórnin var endurkosin
og skipa hana nú: Ölafur Þ.
Kristjánsson formaður, Bjarni
Vilhjálmsson varaformaður,
Pétur Haraldsson gjaldker, Jó-
hann Gunnar Ólafsson ritari,
Jakobina Pétursdóttir meðstjórn-
andi.
Að tillögu stjórnarinnar var
Einar Bjarnason prófessor gerður
heiðursfélagi i viðurkenningar-
skyni fyrir rannsóknir og ritstörf
um ættfræði.
Þá var samþykkt að láta prenta
i samlögum við þjóðskjalasafn
manntalió frá 1801.
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörður flutti erindi um ættrakn-
ingar samkv. dómsmálabókum og
öðrum gögnum í þjóðskjalasafni.
Allmiklar birgðir eru enn til af
manntalinu frá 1816, að undan-
skildu 1. hefti, sem er uppselt.
Félagsmenn eru nú 50.
sjóvatfrétfir
Sjávarfréttir er fjórum sinnum útbreiddara en nokkuð annað blað á sviði I Sjávarfrétta, Laugavegi 178 pósthólf 1 193.
sjávarútvegsins. Sjávarfréttir fjalia um útgerð, fiskiðnað, markaðsmál, rann- , Rvík. Óska eftir áskrift.
sóknir vísindi, tækni og nýjungar, skipasmiðar og fl. I ^ ^
Gerist áskrifendur að Sjávarfréttum.
Sjávarfréttir kosta kr. 330 og eru eingöngur seldar í áskrift.
Áskriftarsíminn er 82300
Heimilisfang
Sími
sjávarfréttir'