Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1976
5
Cabarett
leikur á
Mallorka
HLJÓMSVEITIN Cabarett fer
til Mallorka á Spáni nú í mán-
aðarlokin þar sem hljómsveitin
mun leika á vegum íslenzka
ferða- og skemmtiklúbbsins,
Klúbbs 32. Mun Cabarett leika
þrjú kvöld í viku á Hótel 33, en
s.l. sumar lék hljómsveitin
Judas þar einnig á vegum
Klúbbs 32. Klúbbur 32 ráðgerir
fleiri ferðir til Mallorka í
sumar og einnig er áætlað að
fleiri hijómsveitir ferðist með
klúbbnum og leiki á Hótel 33 í
sumar.
Tíu Eddu-hótel í
r
Eitt nýtt í Menntaskólanum á Isafirði
Hljómsveitin Cabarett.
í SUMAR starfrækir Ferðaskrif-
stofa rfkisins alls tfu Eddu-hótel á
nfu stöðum á landinu. Eitt þeirra
er nýtt, f heimavist Menntaskól-
ans á tsafirði. Fvrsta hótelið tek-
ur til starfa um hvftasunnuhelg-
ina, það er hótelið á Kirkjubæjar-
klaustri, en sfðan opna þau eitt af
öðru og starfa öll frá því um miðj-
an júnf til ágústloka.
Síðastliðið sumar tóku Eddu-
hótelin upp þá nvbreytni að veita
afsiátt þeim, er pöntuðu og
greiddu fyrirfram fyrir 7 nátta
gistingu. Nokkur hundruð manns
-notfærðu sér þetta tilboð,
velflestir til þess að fara i hring-
ferð um landið. Nú hafa Eddu-
hótelin auglýst nýtt sértilboð.
Veittur er 30% afsláttur af gist-
ingu og morgunverði þeim er
dvelja samfleytt í þrjár nætur eða
lengur á sama hóteli og þeir hinir
sömu fá einnig 15% afslátt af mat
í öllum veitingasölum meðan þeir
dveljast á hótelinu. Kostar þá
gisting í 3 nætur í tveggja manna
herbergí ásamt morgunverði
4.500 krónur á mann. Gisting í
Húsmæðraskólanum að Laugar-
vatni er þó nokkuð dýrari. Börn
fá afslátt af þessu sérverði eftir
sömu reglum og gilda um barna-
afslátt af almennu verðlagi á
Eddu-hótelum.
Til þess að njóta þessará kjara
verða menn að panta og greiða
fyrirfram fyrir gistingu og
sumar
morgunverð. Móttaka pantana
hófst 10. mai, en sértilboðið
stendur til 10. júní eða á meðan
hótelrými er fyrir hendi. Veitir
Ferðaskrifstofa ríkisins allar
upplýsingar þar um.
Almennt verð á gistingu er hið
sama á öllum hótelunum nema í
Húsmæðraskóianum á Laugar-
vatni, 3.200 kr. á nóttu fyrir
tveggja manna herbergi, en 2450
krónur fyrir eins manns herbergi.
Morgunverður kostar 550 krónur.
AL'CLVSINGASÍMINN KR:
22480
Nvkomið — Nýkomið
Teg. 600.
Litur brúnt leður með slitsterkum sólum
Stærðir Nr. 36—41
Póstsendum
Kirkjustræti við Austurvöll
HOOVER
Firmakeppni Sleipnis
haldin á laugardaginn
FIRMAKEPPNI hestamannafé-
lagsins Sleipnis fer fram laugar-
daginn 15. maí kl. 14 á Engjavegi
á Selfossi. 56 fyrirtæki taka þátt í
keppninni og er keppt um farand-
bikar, sem Landsbanki islands
gaf. Sérstök verðlaun, knapaverð-
laun, verða veitt 15 ára og yngri.
Hestarnir eru ekki skráðir til
keppni, en hverjum sem vill er
heimilt að koma með hesta til
þátttöku og eiga þeir að vera
mættir stundvislega klukkan
13.30 við félagshesthúsið.
Góð rækjuveiði Vest-
fjarðabáta frá áramótum
RÆKJUVERTÍÐ á Vestfjörðum
var um það bil að Ijúka í lok
aprílmánaðar, aðeins nokkrir
Iðnnemasamband
Islands:______________
Verkmenntun
verður að bæta
Á formannafundi aðiidarfélaga
Iðnnemasambands tslands sem
haldinn var fvrir helgi var lögð
áherzla á að átak verði að gera f
verk- og tæknimenntun þjóðar-
innar. Segir í fréttatilkvnningu
frá Iðnnemasambandinu að ráða-
menn þjóðarinnar verði að gera
sér ljóst, að verkmenntun verður
ekki bætt með því að koma á fót
mörgum skólum hér og þar á
landinu með litla sem enga að-
stöðu, heldur verður að koma upp
góðum rfkisreknum kjarnaskóla
á þeim stöðum sem þegar hafa
verið ákveðnir.
Þá bendir formannafundur Iðn-
nemasambandsins á að fram hafi
komið hjá ábyrgum aðilum að ef
verkmenntun fengi það fjármagn
sem hún þarf, gæti það aukið
framleiðni iðnaðarins um allt að
25% en aðeins 5% framleiðni-
aukning nægði til að fjármagna
allt fræðslukerfi þjóðarinnar.
Þá harmar fundurinn þann mis-
skilning, sem virðist hafa orðið
hjá forráðamönnum Iðnskólans í
Stykkishólmi, á niðurstöðu ráð-
stefnunnar á Neskaupstað. Með
þeim er ekki á neinn hátt ráðist á
skólastjóra eða kennara, heldur
að þeirri aðstöðu sem þeir búa
við. Fundurinn ftrekar að verk-
menntun getur aldrei orðið góð
með aðstöðu eins og henni er lýst
i skýrslu um Iðnskólann í Stykkis-
hólmi.
er heimilisprýði
HOOVER Tauþurrkarar.
Stærð:
Hæð 85 cm, breidd 59 cm, dýpt 55 cm.
Hleðsla: 3,5 kg, af þurrum þvotti.
Þurrkkerfi: Tvö, annað fyrir náttúrulegan
vefnað en hitt fyrir gerfiefni.
Hitastig: 55 C, 75 C.
Tímastillir: 0 til 110 mínútur.
Öryggi: Öryggislæsing á hurð,
1 3 A rafstraumsöryggi,
Taurþurrkarinn er á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan
HOOVER-
VERKSMIÐJURNAR
ÁBYRGJAST
VARAHLUTI
í 20 ÁR,
EFTIR AÐ
FRAMLEIÐSLU
SÉRHVERRA
TEGUNDA
ER HÆTT
bátar á Isafirði og f Súðavfk áttu
eftir að veiða hluta af leyfilegu
aflamagni. Rækjuvertíð lauk á
Bíldudal 9. aprfl, og var landað
þar f aprfl 22 lestum, en við tsa-
fjarðardjúp bárust á land 308
lestir f mánuðinum. Steingríms-
firðingar hættu rækjuveiðum í
iok marzmánaðar. Alls hafa þá
borizt á land 2.504 lestir af rækju
frá áramótum, en í fvrra var afl-
inn á vetrarvertfðinni 1.850 lestir.
Heildaraflinn á haustinu var
aðeins 881 lest á móti 1.921 lest
árið áður. Er vertíðaraflinn þá
3.385 lestir, en var 3.771 lest sama
tfmabil f fvrra.
Á Bíldudal bárust á land í vetur
218 lestir, en haustið gaf 82 lestir.
Er vertíðaraflinn því aðeins 300
lestir, en var 523 lestir i fyrra.
Við ísafjarðardjúp bárust á
land í vetur 1.651 lest, en haustið
gaf 585 lestir. Er vertfðaraflinn
því 2.236 lestir, en var 2.339 lestir
i fyrra. Þess ber þó að gæta, að i
vetur hafa 36 bátar stundað
þessar veiðar, en þeir voru í fyrra
55.
Við Steingrímsfjörð bárust á
land í vetur 635 lestir, en á haust-
vertiðinni 214 lestir. Er vertíðar-
aflinn því 849 lestir, en var 9Ö9
lestir i fyrra. Vertíðaraflinn er
því lakari á öllum stöðunum, en
aftur á móti skiptist aflinn nú á
60 báta, en 82 báta í fyrra.
Þrír bátar frá Bildudal voru
byrjaðir veiðar á hörpuskel, og
höfðu þeir aflað 42 lestir í
mánuðinum.
HOOVER þvottavélar
Stærð: HxBxD.85x59x55 sm.
Þvottamagn: 5 kg af þurrum þvotti.
Þvottakerfi:
1 2 til 16 algjörlega sjálfvirk þvottakerfi.
Vatnsinntak:
Heitt og kalt (blandar),
eða eingöngu kalt vatn.
Vatnshæðir:
Vélarnar velja á milli vatnshæða.
Sápuhólf: Skúffa sem skipt er í 3 hólf,
forþvottur, aðalþvottur og bætiefni.
Hitastig:
30 gr. C, 40 gr. C, og 60 gr. C, og 95 C
Oryggi: Öryggislæsing á hurð,
vatnsöryggi á sápuskúffu.
1 3 A rafstraumsöryggi.
Þvottatromla úr ryðfriu stáli.
Vélarnar eru á hjólum.
Allur stjórnbúnaður er staðsettur að framan.
Þær falla því vel í innréttingar eða undir
borð.
Einnig má sameina þvottavél og
tauþurrkara á þann hátt
að skorða þurrkarann ofan á vélina.
FÁLKIN N*
Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70