Morgunblaðið - 13.05.1976, Page 13

Morgunblaðið - 13.05.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 13 Jón Kristvin Margeirsson: Aðferð og árangur í Morgunblaöinu 23. marz sl. birst grein eftir Gisla Gunnars- son sagnfræöing undir fyrirsögn- inni ,,Að sjá skóginn fyrir trján- um“, og er þessari grein ætlað að vera svar við grein eftir mig, sem" birtist i Morgunblaðinu 24. des. sl. undir fyrirsögninni „Mjöl- og skreiðar-aðferðin“. í grein minni hafði ég farið þess á leit við Gisla, að hann gerði nánari grein fyrir aðferð sinni við að reikna út gróðann af einokun- arverzluninni (sem ég hef nefnt mjöl- og skreiðar-aðferðina). Ár- angurinn af þeirri umleitan er magur, en mér þykir þó eftir at- vikum tímabært að setja fram nokkrar athuganir á því, hvort þessi aðferð standist, hvort hún muni koma heim við veruleikann. 1 Þjóðviljanum 10. ág. síðastlið- ið sumar birtist viðtal við Gísla og minnist hann þar á aðferð sina. í þessu viðtali spyr blaðamaðurinn Gísla, hvort hann hafi með rann- sóknum sínum komizt að ein- hverju áður ókunnu varðandi ein- okunarverzlunina, og Gísli svarar m.a., að það hljóti að hafa verið geysilegar sveiflur í þessari verzl- un og „tímabilið 1760 — 1775 gat varla verið annað en taptímabil'*. í Morgunblaðinu 18. sept. sl. sum- ar benti ég reyndar á það, að hér væri ekki um nýja skoðun að ræða, þar eð þetta kom einnig fram í ritverkum Jóns Aðils, en á hinn bóginn er það fjarri mér að væna Gísla um, að hann vilji eigna sér árangur af starfi Jóns Aðils eða annarra sagnfræðinga. Gísli hefur að sjálfsögðu komizt að niðurstöðu sinni varðandi tímabilið 1760 — 75 með því að beita aðferð sinni, mjöl- og skreið- araðferðinni, en honum hefur láðst að kynna sér, hvað áður hafði verið ritað um einokunar- verzlunina. En þegar heimildir um afkomu verzlunarinnar á þessu timabili eru skoðaðar, kemur í ljós, að mjöl- og skreiðaraðferðin er hér ekki í samræmi við veruleikann. í grein minni, „Almenna verzlunar- félagið og afkoma Islandsverzlun- ar 1764 — 72“, sem birtist í Les- bók Morgunblaðsins 18. jan. sl., sýndi ég fram á, að íslandsverzl- unin hlýtur að hafa verið rekin með hagnaði timabilið 1764 — 72, og hvað þessi ár snertir, hefur árangur Gísla af beitingu mjöl- og skreiðaraðferðinnar orðið sá einn, að hann kemst að rangri niður- stöðu. II Ekki tel ég heldur geta leikið neinn vafa á þvi, að mjöl- og skreiðaraðferðin hafi líka brugð- izt fyrir árin 1760 — 63. Þeir eru hér sammála, Gísli og Jón Aðils, og álíta, að verzlunin hafi verið rekin með tapi á þessu tímabili, sem kennt er við Konungsverzl- unina fyrri. En fyrir rúmum ára- tug gaf danskur sagnfræðingur, Áage Rasch að nafni, út ævisögu Niels Rybergs, sem veitti kon- ungsverzluninni fyrri forstöðu i fjögur ár, 1760 — 63, og hér legg- ur hann fram nýjar upplýsingar varðandi afkomu þessarar verzl- unar. (Aage Rasch: Niels Ryberg. Khöfn, 1964. Bls. 75.). Þessar upplýsingar komaframibréfi frá Ryberg til rentukammersins 15. sept. 1764. Ryberg segir hér, að Konungsverzlunin fyrri hafi skil- að hágnaði, er nam 50.000 ríkis- dölum, en það er ekki ljóst af ummælum Rasch, hvort Ryberg á hér við þau fjögur ár eingöngu, sem hann stjórnaði þessari verzl- un, eða hvort hann á við Öll árin fimm. Mér virðist þó einna senni- legast, að átt sé við öll árin en ekki aðeins forstjóratíð Rybergs, en hins vegar hef ég ekki átt þess • kost að sjá þetta bréf, þar eð J^tirru.; <deiki->»<Ríkisskjalasafns ÓllltlM > ft ft. ft.v ft I >111,11»] Dana, sem hýsti þetta bréf, hefur verið raðað upp að nýju eftir að Rasch skrifaði bók sína, og bréfið virðist hafa lent á vergangi og hefur ekki komið fram þrátt fyrir talsverða leit. Hins vegar hef ég fundið annað bréf í Rikisskjalasafni Dana frá Ryberg með upplýsingum um af- komu Konungsverzlunarinnar fyrri. Þetta bréf er dagsett 11. marz 1763 og er skrifað til rentu- kammersins, sem rak íslands- og Finnmerkurverzlunina í nafni konungs. (Nr. í skjalaskrá Ríkis- skjalasafns: Rtk. 372.60). Kamm- erið virðist hafa skrifað Ryberg og óskað eftir upplýsingum um afkomu verzlunarinnar og Ryberg kveðst fyrir löngu hafa sent Ahle- feldt greifa yfirlit yfir afkomu verzlunarinnar. Þessi Ahlefeldt var reyndar yfirmaður rentu- kammersins og um þetta leyti var hann einnig forseti Almenna verzlunarfélagsins, sem tók við Is- lands- og Finnmerkurverzluninni árið 1764. Afkoma verzlunarinnar árið 1760, segir Ryberg í þessu bréfi sínu, var sú, að gróðinn á íslandsverzluninni hafði orðið 11.836 rd. 14 sk„ og Finnmerkur- verzlunin hafði einnig skilað hagnaði þetta ár, sem nam 13.240 rd. 39 sk. Með bréfi sinu sendir Ryberg yfirlit um afkomuna árið 1761, og samkvæmt því hefur ágóðinn af Finnmerkurverzluninni þetta ár numið 13.210 rd. 84 sk„ en hins vegar hefur Islandsverzlunin ekki skilað hagnaði þetta ár og tapið á henni nemur 6.886 rd. 91 sk. Ryberg segir í þessu bréfi sinu, að uppgjöri fyrir árið 1762 sé enn ekki lokið að fullu og geti h'ann ; því ekki sent lokatölur. Hins veg- ar segir hann einnig, að hægt sé að áætla það, hver útkoman verði fyrir árið 1762 með samanburði við undanfarandi ár. Fyrir árið 1762 sé kostnaður vegna skipa- leigu 10.000 rd. lægri en árið 1761. Farmar frá þöfnunum hafi verið stærri 1762 en 1761 og megi áætla, að tekjur af þeim 1762 verði 7.000 rd. hærri en árið áður. Ennfremur sé kostnaður vegna kaupa á vörum til hafnanna minni árið 1762 en 1761 og nemi mismunurinn 7.000 rd. Ennfrem- ur hafi ekkert skip farizt 1762 og metur hann þetta þannig, að af- koma ársins 1762 verði af þessum sökum 7.300 rd. betri en árið áð- ur. Fleiri atriði úr þessu mati tel ég ekki ástæðu til að telja hér upp, en það er áætlun Rybergs, að hagnaður af íslands- og Finn- merkurverzluninni árið 1762 muni verða yfir 33.000 rd„ eða eins og hann orðar þetta: „saa vorder vunden for Aaret 1762 33.643 rd. lmk. 13 sk.“ Það er að vísu erfitt að gízka á það, hve mikið af þessum ágóða komi frá Islandsverzluninni, en það gæti verið 20.000— 30.000 rd. A þeim tima, sem Hörmangarafé- lagið rak Finnmerkurverzlunina (1746 — 58) var afkoma hennar talsvert misjöfn. (Sjá grein mína í Morgunblaðinu 18. sept. 1975.). En meðaltekjur á ári hafa verið 8.000 — 10.000 rd. Árin 1761 — 62 hafa því verið óvenjugóð að því er virðist og er ólíklegt, að það hafi enzt mörg ár í röð. Upplýsingar þær, sem fram koma í þessum tveimur bréfum Rybergs, sýna, að íslandsverzlun- in hefur ekki verið rekin með tapi á dögum Konungsverzlunarinnar fyrri. Ef reiknað er með þvi, að Ryberg eigi við öll árin (1759 — 63), er hann segir gróðann hafa orðið 50.000 rd„ hafa meðalárs- tekjur af íslandsverzluninni num- ið 10.000 rd. á þessu rímabili. Þetta er ekki óeðlilega mikið mið- að við meðalárstekjur af íslands- verzluninni næstu áratugi á und- an (sjá greinar minar í Morgun- blaðinu 18. sept. og 24. des. 1975) og sizt af öllu er ástæða til að leggja trúnað á, að íslandsverzl- unin hafi verið rekin með tapi á þessum tíma, eins og þeir Jón Aðils og Gísli Gunnarsson ætla. En raunar er þá eftir að nefna eitt, sem miklu máli skiptir í þessu sambandi. A árinu 1763, nokkrum mánuðum eftir að Ry- berg hafði skrifað áðurnefnt bréf til rentukammersins, var gefin út konungsúrskurður um það, að is- lands- og Finnmerkurverzlunin skyldi fengin Almenna verzlunar- félaginu fyrir 7.000 rd. ársleigu. Yfirmaður rentukammersins, Ahlefeidt greifi, hefur vafalaust ráðið þessu, en hann var, eins og áður hefur verið nefnt, einnig for- seti Almenna verzlunarfélagsins. Sú hugsun hlýtur að vera ákaf- lega áleitin, að ástæðan til þess, að Ahlefeldt afhendir Almenna verzlunarfélaginu Íslandsverzlun- ina, hafi verið sú, að hann hafi talið hana verið búna að ná sér eftir harðindin á islandi 1751 — 58, og að hún mundi nú líkleg til að skila sæmilegum arði á ný. Hér er ekki vettvangur til að gera þessu full skil, en ég mun síðar setja saman grein um þetta og senda timaritinu Sögu. Það er þannig Ijóst, að aðferö Gísla, mjöl- og skreiðaraðferðin, Framhald á bis. 24 Innköllun hlutabréfa í Flugfélagi íslands og Loftleiðum Afhending hlutabréfa i Flugleiöum hf. hefst föstudag- inn 14. mai n.k. Hluthafar fá afhent hlutabréf í Flug- leidum gegn framsali á hlutabréfum í Flugfélagi íslands og Loftleiðum. Hlutabréfaskipti fara fram í aðalskrifstofu Flugleiða, Reykjavikurflugvelli alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma og einnig laugar- daginn 15. maí kl. 13-17. FLUGLEIHIVK HF ■ iiWiiiiiii ■ ■ ■■■ l l.l * 99' W *-M * » » I f II M tl 9 mjt m « tf-m t n iif m *. *; • * mm 9 ■*■—!— mmm * » »» ».-«*« »*-*» i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.