Morgunblaðið - 13.05.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976
17
Pósturinn fann
enga viðtakendur
Udine, 12. maí. Reuter. NTB.
í MORGUN urðu enn jarðskjálft-
ar á Norður-ítalíu, en engar frétt-
ir höfðu borizt um manntjón. Þó
segir NTB-fréttastofan að fjög-
urra manna sé saknað. A.m.k. 10
manns slösuðust þegar húsveggir
hrundu I skjálftunum, sem mæld-
ust 3,2 og 4,8 stig á Richter-
kvarða. Tvö sveitaþorp eru ein-
angruð af völdum aur- og grjót-
skriðna, sem stöðvuðust I aðeins
fárra metra fjarlægð frá tjöldum
sem hinir húsnæðislausu fbúar
þorpsins Praulins hafast nú við f.
Hjálparsveitir gripu til nvrra að-
gerða eftir sfðustu skjálftahrin-
urnar, en ekki vitað hversu mikið
tjón var í þeim. Lffið á jarð-
skjálftasvæðunum var þó að
komast f eðlilegt horf í dag, og
t.d. hófu nokkrar óskemmdar eða
lfttskemmdar verksmiðjur starf-
semi að nýju.
stjórnin sendi í dag 400 hermenn
til að aðstoða við hjálparstarfið.
„Bretar krefjast 50 mflna landhelgi" hljóðar fyrirsögn f blaði sem
sjóliðar á „HMS Codpeace" lesa á þessari skopmvnd úr Daily
Mirror. Textinn með myndinni var svohljóðandi: „Franskir fall-
byssubátar, hollenzkir fallbyssubátar, þvzkir, belgfskir og írskir...
vonandi fara ekki allir að dæmi okkar.“
Frakki grunaður um
morð sendiherrans
París, 12. maí. Reuter.
HLJÖÐRITUN með orðsendingu
manns, sem sagði að samtök sem
hann væri f, bæru ábyrgð á morði
bólivfska sendiherrans f Parfs,
bendir til þess að morðingjarnir
hafi verið Frakkar, bæði vegna
orðavalsins og hreimsins, að sögn
frönsku lögreglunnar f dag.
Lögreglan telur að alltaf séu til
Frakkar sem séu reiðubúnir til að
ryðja mönnum úr vegi og fremja
önnur hermdarverk í þágu
erlendra samtaka. Lögreglan
leitar að um 35 ára gömlum
manni sem sjónarvottar hafa lést
og segja að myrt hafi sendiherr-
ann.
Franska lögreglan yfirheyrði i
dag marga vinstrisinna úr hópi
12.000 Suður-Ameríkumanna sem
búsettir eru f París en ekkert nýtt
kom fram sem gæti leitt til hand-
töku morðingja sendiherrans,
Joaquin Zentone Anaya hershöfð-
ingja.
Hert var á öryggisráðstöfunum
í Bólívíu í dag til verndar
mönnum sem tóku þátt í barátt-
Framhald á bls. 21
Hægriárás á
stjórn Arias
Madrid. 12. maí. NTB.
HÓPUR 126 hægrisinnaðra þingmanna á Spáni veittist harkalega að
Carlos Arias Navarro forsætisráðherra f dag og sökuðu hann um að
valda ringulreið með pólitfskum umbótum sem hann hefur boðað.
Þingmennirnir eru fjórðungur
fulltrúa á spænska þinginu og í
hópnum eru sjö fyrrverandi ráð-
herrar og margir fyrrverandi ráð-
herrar frá valdatíma Francos
hershöfðingja.
Þeir krefjast þess í bréfi sem
þeir hafa undirritað að stjórnin
gefi afdráttarlausa yfirlýsingu
um hvaða umbætur hún vilji. Þeir
segja að nú sé svo komið að ráð-
herrar stjórnarinnar sendi frá sér
yfirlýsingar sem stangist á og
erfitt sé að fá úr þvi skoríð hvað
stjórnin raunverulega vilji.
Stjórnin er ennfremur sökuð
um að troða á rétti þingmanna
með því að knýja fram viss laga-
frumvörp án þess að þingið fái að
fjalla nægilega um þau.
Bréf þingmannanna birtist í
kjölfar harðra umræðna á þingi
þar sem þingforseti, Torcuato
Fernandes Miranda, hvatti þing-
heim hvað eftir annað til þess að
fella umbótatillögur stjórnar-
innar.
Jarðskjálftasvæðin á N-Ítalíu:
Mchigankosníngamar
taldar ráða úrslitum
— fyrir baráttu Fords við Reagan
Og í þorpinu Majano, þar sem
meir en 80 manns fórust í skjálft-
anum s.l. fimmtudag, fór póstur
bæjarins að bera út póstinn að
nýju. En eftir fyrstu umferð varð
hann að gefast upp. „Því miður
verð ég að fara með næstum því
öll brefin aftur á pósthúsið,"
sagði hann. „Hús eru horfin, og
íbúar þeirra húsa sem enn standa
uppi eru farnir á brott.“ Rann-
sóknarnefnd ríkisins sem kannar
tjónið sagði í dag, að 90% húsa á
svæðinu væru annað hvort eyði-
lögð eða óibúðarhæf. Ríkisstjórn-
in átti að koma saman síðar í
kvöld til að fjalla um á hvern hátt
þeim 200 milljörðum líra sem
veitt hefur verið i viðlagasjóðinn
verði bezt varið. Vestur-þýzka
Washington, Detrot. 12. maí.
AP — Reuter — Ntb.
RONALD Reagan hrósaði enn
einum sigrinum f dag yfir Ford
Bandarikjaforseta í forkosn-
ingunum í Nebraska í gær, og
undirbjó sig undir að rétta
baráttu forsetans banahögg f for-
kosningum í heimarfki Fords,
Michigan, á þriðjudag. Reagan
hefur nú á bak við sig 427
fulltrúa á landsþingi repúblíkana
f ágúst, en Ford hefur 362, en
stjórnmálaskýrendur telja þó, að
meirihluti þeirra 395 fulltrúa
sem óskuldbundnir eru enn,
styðji forsetann. Atkvæði 1.130
fulltrúa þarf til að hljóta útnefn-
ingu repúblfkana. Ford, sem fékk
45% atkvæða f Nebraska en
Reagan 55%, reyndi að láta sem
ekkert hefði f skorizt f dag og
kvað Reagan „ekki endilega"
hafa tekið forvstuna. En von-
brigðin voru augljós í herbúðum
forsetans, og er talið einsýnt að
kosningarnar í Michigan muni
ráða úrslitum um stöðu Fords á
landsþinginu. Sigur forsetans í
forkosningunum f West-Virginia
f gær er ekki talinn vega upp
ósigurinn í Nebraska. Þar voru
hlutföllin 56%:44%.
Jimmv Carter, sem tapaði
öllum á óvart fyrir Frank Church
Framhald á bls. 21
Enn ein
skrá frá
Las Vegas, 12. mai. NTB. Reuter.
ENN EIN erfðaskrá sem staðhæft
er að auðkýfingurinn Howard
Hughes hafi skrifað hefur skotið
upp kollinum í Las Vegas en sam-
starfsmenn hans segja að hún sé
fölsuð.
Níu menn sem eru ekki nafn-
greindir en auðkenndir með ,
nafnnúmerum eiga að fá einn
sjötta auðæfanna samkvæmt
erfðaskránni, einn sjötti á að
renna til læknisfræðistofnunar
Vinsæll innan
flokks og utan
JO Grimond, sem hefur
fallizt á að taka við for-
ystu Frjálslynda flokks-
ins á nýjan leik og verð-
ur leiðtogi hans til bráða-
birgða — að minnsta
kosti fram yfir næstu
þingkosningar — er einn
virtasti stjórnmálamað-
ur Bretlands. Vinsældir
hans ná langt út fyrir
raðir flokksins.
Talið er að ein af
ástæðunum til þess að
hann er valinn sé sú að
hann er einn af fáum
leiðtogum Frjálslynda
flokksins sem eru þjóð-
kunnir.
Grimond er fæddur í St.
Andrews í Skotlandi og lauk
prófi í lögfræði frá Balliol
College i Oxford. Hann barðist í
landhernum í síðari heims-
styrjöldinni og náði majórstign.
Hann var fyrst kjörinn á þing
árið 1950 fyrir Orkneyjar og
Hjaltland og hefur verið þing-
maður þess kjördæmis síðan.
Sem þingmaður þess kjör-
dæmis hefur hann haft mikinn
áhuga á sjávarútvegsmálum og
oft tekið þátt í umræðum um
landhelgisdeilur íslendinga og
Breta.
Jo Grimond
Grimond hefur haft orð fyrir
að vera dugandi og greindur
þingmaður. Hann þykir hafa
sýnt ágæta forystu- og stjórn-
sýsluhæfileika. Jafnframt
þykir hann þægilegur í fram-
komu, rólegur og kurteis.
Árið 1956 var Grimond kjör-
Framhald á bls. 21
Chile rekið
úr PEN
Haag, 12. maí. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN PEN-
samtakanna hefur rekið
Chile-deildina þar til næsti
fundur hennar verður haldinn á
næsta ári. Stjórnin sagði að Chile-
deildin vildi ekki hjálpa
fangelsuðum félagsmönnum og
neitaði því að þeir sætu I fangelsi.
Tillagan var samþykkt með 21
atkvæði gegn einu en fjórir sátu
hjá. Hún var borin fram af full-
trúum Bandaríkjanna, Ungverja-
lands, Austur-Þýzkalands, Vestur-
Þýzkalands og Hollands.
Áður en tillagan var samþykkt
sagði fulltrúi Chile, Jorge Callo,
að engir rithöfundar sætu í fang-
elsi í Chile vegna skoðana sinna
þótt nokkrir kynnu að hafa verið
handteknir fyrir undirróðurs-
starfsemi.
Patty kveðst
andlega óhæf
Los Angeles, 12. triai. Reuter.
PATRICIA Hearst neitaði í dag
að taka afstöðu til sakargifta í
réttarhöldunum um aðild hennar
að mannráni, ráni og árás i Los
Angeles á þeim forsendum að hún
væri andlega óhæf til að koma
fyrir dóm. Er hinn 22 ára gamli
milljónaerfingi var leidd inn i
réttarsalinn sagði Albert
Johnson, einn af lögfræðingum
hennar, að hún myndi ekkert
segja að svo stöddu. Sú staðreynd
að hún gengist nú undir geð-
rannsókn samkvæmt fyrirmælum
dómarans í máli þvi sem höfðað
var á hendur henni i San
Fransisco, undirstrikaði að hún
væri andlega óhæf. í réttarsaln-
um í dag stóð Patricia Hearst í
fyrsta sinn augliti til auglitis til
fyrrum félaga sina i
Symbíónesiska frelsishernum,
Emily og William Harris, frá því
þau voru handtekin í september
s.l. Hún forðaðist að horfa á þau.
Öll þrjú eru ákærð um 11 ákæru-
atriði fyrir glæpi framda í Los
Angeles 16. maí 1974.
Sfðasta myndin sem vitað er til að
hafi verið tekin af Howard
Hughes. Myndin var tekin við
kappaksturskeppni I Watkins
Glen 1961 og samstarfsmenn
Hughes staðfestu siðar að hún
væri af honum.
erfða-
Hughes
Hughes, einn sjötti til skyld-
menna og afgangurinn til háskóla
í Kaliforníu, Nevada, Texas og
Mexíkó og „blindra og heimilis-
lausra barna í Ameriku".
Erfðaskráin var send i pósti til
dómhússins i Las Vegas og er
dagsett 22. júní 1969. Önnur
erfðaskrá fannst í aðalstöðvum
mormóna í Salt Lake City fyrir
nokkrum vikum, en hún var dag-
sett 19. marz 1968. Enn hefur ekki
fengizt úr þvi skorið hvort fyrri
erfðaskráin er ófölsuð.