Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976
19
i - ftV*'6i--MíW
ákvörðun um þau virðist ein-
mitt hafa staðið málinu fyrir
þrifum fyrstu árin. Hafa bæði
Thodal og aðrir embættismenn
óttazt, að væntanlegar póst-
göngur yrðu óhæfilega kostn
aðarsamar. Þá ber heimildum
I saman um það, að stiftamt-
maður hafi í raun verið and-
vígur því, að teknar yrðu upp
póstgöngur um landið. Ekki
vita menn ástæðuna fyrir því,
en honum tókst að draga fram-
kvæmd máisins á langinn um
sex ár. Má og segja með sanni,
að póstsamgöngur samkv.
tilskipuninni frá 1776 kæmust
ekki í eðlilegt horf fyrr en með
eftirmanni hans, von Levetzow
stiftamtmanni (1785—1790)
Eftir nokkrar bréfagerðir
milli rentukammersins og stift-
amtmanns og eins við Ólaf
Stephensen amtmann á næstu
tveimur árum var loks hinn 8.
júlí 1779 gefin út reglugerð um
póstburðargjöld. Var ákveðið,
að greiða skyldi 2 sk. fyrir að
flytja bréf úr einni sýslu i aðra,
og fór gjaldið því hækkandi
eftir fjarlægð frá Bessastöðum.
Sem »dæmi má taka, að 2 sk.
kostaði undir bréf úr Suður-
Múlasýslu til Austur-
Skaftafellssýslu og svo 4 sk. I
Vestur-Skaftafellssýslu. Þannig
kostaði þessa leið 10 sk. undir
bréf til Bessastaða.
í beinu framhaldi af reglu-
gerðinni frá 1779 hefði svo mátt
ætla, að rentukammerið hefði
ákveðið gjald fyrir flutning
bréfa með skipum milli Islands
og Danmerkur og svo áfram
þaðan eftir dönskum og
norskum póstleiðum. Þetta var
ekki gert, og er ástæðan fyrir
því ókunn. Verður ekki annað
séð en þau bréf, sem fóru milli
íslands og Kaupmannahafnar,
hafi verið fl,utt ókeypis, svo
sem verið hafði oftast nær
áður. Mun svo einnig hafa verið
i reynd allar götur til 1870,
þegar breyting var gerð á fyrir-
komulagi póstferða milli
landanna.
Menn hafa að vonum furðað
sig á því, að hin íslenzka póst-
stofnun skyldi ekki þegar I upp-
hafi hafa verið sett undir stórn
aðalpóststjórnarinnar dönsku á
sama hátt og norska póststjórn-
in hafði verið síðan 1719. Engin
skýring er tiltæk á þessari ráða-
breytni dönsku stjórnarinnar.
Hún ákvað hins vegar skipulag-
ið á þann veg, að stiftamtmaður
varð eins konar póstmeistari og
hafði aðalafgreiðslu póstsins á
sinni hendi. Var það vitanlega I
samræmi við það, að allar póst-
leiðir voru bundnar við Bessa-
staði, bæði að og frá. Gegndi
stiftamtmaður þessu starfi til
ársins 1803, en þá tók bæjar-
fógetinn I Reykjavík við því.
Landfógeti hafði aftur á móti
frá upphafi á hendi gjaldkera-
störf og reikningshald stofn-
unarinnar. Hélzt þessi skipan
svo óbreytt til 1870.
Samkv. tilskipúmnni 1776
urðu sýslumenn bréfhirðingar-
menn, hver I sinni sýslu. Sá
galli var á þessu fyrirkomulagi
að bréfhirðingarstaður fluttist
til með sýslumönnum, því að
þeir höfðu ekki fasta búsetu I
sýslum sínum. Gat þetta þvi
valdið allmiklu róti á bref-
hirðingarstöðum. í upphafi
urðu þeir 18 og svo hinn 19. á
Bessastöðum. Þeir embættis-
menn, sem annast áttu póst-
þjónustuna, fengu enga þókn-
un fyrir störf sín.
Margnefnd tilskipun um
póstgöngur á islandi frá 1776
var ekki birt á Alþingi fyrr en
1782. Afsakaði stiftamtmaður
þennan drátt við dönsku stjórn-
ina m.a. vegna veikinda sinna
sumarið 1776. Til þess að bæta
úr þessari vanrækslu sinni lét
hann prenta tilskipunina sér-
staklega I Hrappsey 1782 i jafn-
mörgum eintökum og Alþingis-
bókin var prentuð I, svo að
leggja mætti hana með henni.
Geta lesendur virt fyrir sér
titilsíðuna af mynd þéirri, sem
birt er með þessari grein.
Reglulegt póstskip mun hafa
byrjað siglingar milli íslands
og Kaupmannahafnar árið
1778. Var varin ein ferð á ári að
vori til, en aðrar póstferðir
urðu með skipum kaupmanna,
svo sem tiðkazt hafði fram að
þessu. Hélzt þetta fyrirkomulag
óbreytt til 1851, er póstskipa-
ferðum var fjölgað i þrjár á ári,
en auk þess var þá'bætt við
einni ferð milli Reykjavíkur og
Liverpool I Englandi. Seglskip
voru notuð I þessum ferðum.
Haustið 1857 fórst póstskipið
Sölöven undir Svörtuloftum á
Snæfellsnesi með rá og reiða.
Varð það til þess, að árið eftir,
1858, voru teknar upp póst-
ferðir með gufuskipúm milli
landanna. Jafnframt urðu
ferðirnar sex á ári frá apríl til
nóvember.
Fyrsta póstferð innanlands
samkv. tilskipuninni 1776 var
ekki farin fyrr en 1782 eða
sama ár og hún var auglýst á
Alþingi. Sú ferð hófst frá
Reykjafirði við ísafjarðardjúp
10. febrúar 1782, og hét póstur-
inn Ari Guðmundsson. Fór
hann um Ögur til ísafjarðar og
þaðan suður um firði til Haga á
Barðaströnd. Má það heita
skemmtileg tilviljun, að fyrsta
póstferð hér á landi skyldi
hefjast á Vestfjörðum, því að
höfundur þessara lína telur
gild rök hníga að því, að fyrsta
notkun íslenzkra frímerkja í
febrúar 1873 hafi einnig orðið á
póstferð um svipaðar slóðir á
Vestfjörðum. Ekki hélt Ari
póstur alla leið til Bessastaða,
því að sýslumaðurinn í Haga
ákvað til sparnaðar að senda
þau fáu bréf, sem pósturinn
flutti, með „skotspónapósti"
eða tækifærispósti suður til
Bessastaða, en slíkt var heimilt,
ef þannig stóð á. Kostnaðurinn
við þessa fyrstu póstferð á
íslandi reyndist 5 rd. og 76 sk.,
en tekjurnar einungis 84 sk.
Snemma reyndist því svo, að
póstburðargjöld hrukku
skammt fyrir kostnaði.
Árið 1870 urðu þáttaskil í
sögu íslenzku póstþjónustunn-
ar. Það ár tók danska aðalpóst-
stjórnin loks við póstflutning-
um milli Islands og Danmerkur
og einnig innanlands. Voru þá
settar á stofn sérstakar póst-
stöðvar í Reykjavík og á Seyðis-
firði og skipaður póstmeistari,
ÖIi Finsen. Um leið var ákveðið
gjald fyrir póstflutning milli
landanna og það greitt með
dönskum frímerkjum. Aftur á
móti voru þau ekki notuð á póst
innanlands, heldur giltu þar
áfram reglurnar frá 1779. Þetta
fyrirkomulag hélzt svo til árs-
loka 1872, en þá varð gerbreyt-
ing á allri póstþjónustu hér á
landi samkv. Tilskipun um
póstmál á Islandi frá 26. febrú-
ar 1872 og reglugerð um sama
efni frá 3. maí s.á. Var þá sett á
fót embætti sérstaks póstmeist-
ara, og var Öli Finsen ráðinn í
það starf. Um leið voru stofnað-
ar 15 póstafgreiðslur víðs vegar
um landið og 54 bréfhirðingar.
Hafði hinn nýi póstmeistari yf-
irstjórn allra þessara póst-
stöðva á sinni hendi, en hann
laut aftur stiftamtmanni og svo
landshöfðingja frá 1. apríl 1873.
Segja má, að með tilskipun-
inni frá 1872 hafi verið komið á
póstþjónustu með nútímasniði.
Settar voru reglur og samin
gjaldskrá í samræmi við það,
sem tíðkaðist í öðrum löndum.
Þá voru og gefin út sérstök
frímerki, skildingafrimerki,hin
fyrstu hér á landi. Voru þau
tekin í notkun eftir áramót
1873. Eftir það varð fast gjald, 4
sk., undir einfalt bréf, og skipti
fjarlægð engu máli. Aftur á
móti kostaði 2 sk. undir bréf,
sem sent var innansveitar, þ.e.
staða, sem voru á milli póstaf-
greiðslna. Þá kostaði 8 sk. undir
einfalt bréf til Danmerkur, eins
og verið hafði frá 1870, en nú
féllu dönsk frímerki úr gildi til
burðargjalds og hin íslenzku
komu i staðinn.
Árið 1875 var gerð breyting á
myntkerfi hér á landi og teknir
upp aurar og krónur í stað
skildinga og ríkisdala áður. 1
samræmi við það varð að breyta
um frímerki. Komu þau út 1.
ágúst 1876. Þau voru eins að
útliti og skildingamerkin að
öðru leyti en því, að aurar
komu i stað skildinga. Þvi hlutu
þau nafnið aurafrímerki. Á
þessu sumri eru þannig liðin
100 ár frá útkomu þeirra, og
minnist póststjórnin þessa af-
mælis með sérstakri frímerkja-
útgáfu síðar á árinu.
Ekki er unnt að rekja hér
nákvæmlega þróun islenzkra
póstmála síðustu 100 árin, en
rétt er að drepa á nokkur atriði.
Smám saman fjölgaði póst-
stöðvum, og voru póstafgreiðsl-
ur um síðustu aldamót orðnar
25 og bréfhirðingar 182. Á þess-
ari öld hafa orðið miklar breyt-
ingar á allri póstþjónustu með
stórbættum samgöngum. Um
200 póststöðvar eru nú i land-
inu, og er helmingur þeirra
með fastráðnu starfsfólki. Póst-
ferðir um landið og til útlanda
eru næstum daglega og að
mestu leytu með flugvélum.
Enda þótt ýmsir telji póstþjón-
ustuna á stundum nokkuð sein-
virka, er markmið hennar það,
að landsmenn fái póst sinn
næsta virkan dag, eftir að hon-
um hefur verið skilað til flutn-
ings.
Svo sem áður er getið, varð
Óli Finsen fyrsti póstmeistari
hér á landi árið 1873, en hann
hafði áður verið i þjónustu
dönsku póststjórnarinnar frá
1870. Gegndi hann embætti til
dauðadags 1897. Eftirmaður
hans varð Sigurður Briem, sem
lengst allra hefur setið í þessu
embætti. Hann beitti sér fyrir
ýmsum nýjungum á fyrstu ár-
um i embætti, m.a. útburði
bréfa I Reykjavik. Áður varð
hver ibúi að sækja póst sinn á
pósthúsið við lcomu póstanna í
bæinn. Þá lét Sigurður Briem
setja upp pósthólf i pósthúsinu,
en þau varð hann að leigja
mönnum og reka fyrir eigin
reikning — eða þangað til yfir-
menn hans sannfærðust um
ágæti þeirra og hagræði fyrir
bæjarbúa. Þá tók sjálf póst-
stjórmn við rekstri þeirra.
Við fullveldistöku íslendinga
1. des. 1918 varð breyting á
stjórn póstmála, og tóku íslend-
ingar eftir það mestum hluta
þeirra til sín úr höndum
dönsku póststjórnarinnar. Um
leið varð Sigurður Briem aðal-
póstmeistari og svo póstmála-
stjóri 1930. Hann lét af embætti
1935 fyrir aldurs sakir. Þá tóku
gildi lög um sameiningu pósts
og sima. Varð Guðmundur J.
Hh'ðdal fyrsti póst- og síma-
málastjóri, en hann hafði verið
landsímastjóri frá 1931. Gegndi
hann embætti til ársins 1956, er
hann varð sjötugur. Þá tók við
Gunnlaugur Briem, sonur Sig-
urðar Briem, og sat hann i emb-
ætti til 1971, er hann varð að
Framhald á bls. 20
íslenzk póstlest
Titílsíoa af pósttílskipuninm 1776
(prentuð 1C782)