Morgunblaðið - 13.05.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976
35
Þrátt fyrir glæsilega tilburði tókst Ivan Curkovic ekki að verja þrumuskot Roths
og Bayern hafði tekið forystuna 1 lO. SfmamyndAP
Roth sá um aöBayern
sigraði íþriðja skipti
Bayern Munchen vann St. Etienne 1:0 í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða
f Glasgow f gærkvöldi. Hefur Bayern Miinchen sigrað í þessari keppni þrjú ár f röð
og hefur þvf jafnað met Real Madrid og Ajax frá Hollandi, en þessi félög unnu
þessa keppni þrisvar f röð á sfnum tfma. Það var Franz Roth, sem skoraði eina
mark leiksins á 57. mfnútu eftir aukaspyrnu við vítateig. (sjá mynd). Hefur
Bayern Múnchen aldrei tapað úrslitaleik f bikarkeppni, hvorki heima fyrir né á
alþjóðavettvangi.
Það var fyrirliði Bayern MUn-
chen Franz „keisari" Becken-
bauer sem framkvæmdi auka-
spyrnuna við vitateigslinuna og
renndi knettinum út á Roth,
sem sendi knöttinn viðstöðu-
laust í gegnum varnarvegg
Frakkanna og í netið. Auka-
spyrnan var dæmd er brotið var
á Gerd MUller, þeim mikla
markaskorara og þó hann skor-
Framhald á bls. 20
ÍSÍog UMFÍ
gera samning
við Ferða-
miðstöðina:
Möguleikar á allt að
50% ódýrari ferðum
Guðmundur og Símon
ngliðar í landsliðinu
ÞEIR Guðmundur Þorbjörnsson Val og Símon Kristjáns-
son Fram voru í gær valdir í 16 manna landsliðshóp í
knattspyrnu en hvorugur þessara pilta hefur áður verið
valinn til að leika landsleik. Guðmundur er 19 ára
gamall og vakti mikla athygli í leikjum Vals í fvrra og
þó enn meiri í nýafstöðnu Reykjavíkurmóti. Símon er 22
ára gamall og var valinn til að leika með pressuliðinu
gegn landsliðinu í fyrrakvöld. Þar stóð hann sig svo vel
að Tony Knapp landsliðsþjálfara fannst ekki stætt á öðru
en að velja hann í landsliðshópinn.
Annars er landsliðshópurinn að
öðru leyti skipaður reynslumikl-
um Ieikmönnum,-sem flestir hafa
leikið með liðinu meira eða minna
undanfarin 2 síðustu velgengnis-
ár landsliðsins. Þó er Ásgeir
Elíasson nú að nýju kominn f
landsliðshópinn, en Ásgeir kom
ekki nálægt landsliðinu í fyrra-
sumar, en þá dvaldi hann á Ölafs-
vík við þjálfun Víkings. Sá lands-
liðshópur, sem fer til Noregs í
næstu viku og leikur á Ullevál i
Osló á miðvikudag, er skipaður
eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Árni Stefánsson Fram
Sigurður Dagsson Val
Aðrir leikmenn:
Jón Pétursson Fram
Ölafur Sigurvinsson IBV
Jóhannes Eðvaldsson Celtic
Marteinn Geirsson Fram
Símon Kristjánsson Fram
Ásgeir Elíasson Fram
Ásgeir Sigurvinsson Standard
Liege
Gísli Torfason IBK
Ólafur Júlíusson ÍBK
Árni Sveinsson tA
Guðgeir Leifsson Charleroi
Teitur Þórðarson IA
Matthias Hallgrímsson ÍA
Guðmundur Þorbjörnsson Val.
Með landsliðinu til Noregs fer
landsliðsnefndin, en hana skipa
Tony Knapp, Árni Þorgrímsson
og Jens Sumarliðason og auk
þeirra Hilmar Svavarsson
stjórnarmaður í KSI.
I viðtali við Tony Knapp í gær
sagði hann að ekki væri enn
ákveðið hverjir 11 hæfu leikinn í
Noregi, en hann sagði að likur
væru á að báðir nýliðarnir fengju
að spreyta sig í leiknum. Þá sagði
Knapp að Víkingurinn Stefán
Halldórsson hefði örugglega verið
í þessum hópi ef hann hefði ekki
átt við meiðsli að stríða. Um
Skagamanninn Jón Gunnlaugsson
sagði Knapp að hann hefði ekki
fundið pláss fyrir hann í þessum
16 manna hópi, ef valdir hefðu
verið 17 leikmenn hefði Jón hins
vegar verið inni. — Jón fær
örugglega tækifæri með landslið-
inu áður en sumarið er allt sagði
Knapp.
Guðmundur Þorbjörnsson, hinn
19 ára gamli nýliði í landsliðs-
hópnum, sagði að það væri sér
vissulega mikið ánægjuefni að
vera kominn í landsliðshópinn. —
Nú er næsta skrefið að komast í
liðið sjálft, sagði Guðmundur. —
Annars bjóst ég ekki við að verða
valinn svo fljótt í landsliðshóp-
inn, en að sjálfsögðu hefur maður
stefnt að þessu, sagði
Guðmundur, sem hafði ærna
ástæðu til að vera ánægður í gær,
því hann lauk nýlega prófum úr 5.
bekk MR með mjög góðri
einkunn.
Aðspurður sagði Guðmundur að
það væri mjög gaman að æfa með
landsliðinu, andinn innan liðsins
væri góður og honum hefði strax
verið tekið eins og einum úr
hópnum.
tÞRÓTTASAMBAND Islands og
Ungmennafélag tslands hafa ný-
lega gert samning við Ferðamið-
stöðina um vikulegar hópferðir
félagsmanna til höfuðborga
Norðurlandanna. Samkvæmt
samningnum er gert ráð fyrir allt
að 50% afslætti frá gildandi far-
gjöldum á hverjum tíma, miðað
við 70 manna hóp.
ISI og UMFl hafa undanfarið
kannað leiðir til að lækka þann
mikla ferðakostnað, sem meðlimir
þessara samtaka þurfa árlega að
greiða. Á grundvelli þeirra athug-
ana var fyrrnefndur samningur
við Ferðamiðstöðina gerður og
nær hann yfir alla félaga innan
íþrótta- og ungmennafélaganna,
ekki aðeins keppnishópa. Enda
Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFl, Sigurður Magnússon,
skrifstofustjóri Isl, og Friðjón Sx-mundsson frá Ferðamiðstöðinni á
blaðamannafundinum f gær.
Víkingar bjóða
Bobby Charlton
í stutta heimsókn
Vfkingar hafa nýlega ritað knattspyrnukappanum heimsfræga
Bobby Charlton og boðið honum að koma hingað til lands f stutta
heintsókn f sumar. Billy Haydock, þjálfari Vfkinga, er góðvinur
Charltons og er það hans hugmynd að bjóða Charlton hingað til lands f
sumar. Ef af komu kappans verður mun hann dvelja hér f 3—4 daga,
ræða við yngri sem eldri leikmenn, halda fundi með þjálfurum og
jafnvel stjórna æfingum.
Bobby Charlton starfar nú við eigin ferðaskrifstofu og þess má geta
að er Bill Haydock og Charlton ræddu saman um fyrirhugaða Islands-
ferð þess fyrrnefnda, þá ráðlagði Charlton honum að fá sér jeppa er til
Islands kæmi og ferðast á honum um landið. A þann hátt gæti hann
bezt kynnst hinni stórbrotnu náttúru þessa lands, en Charlton kom
hingað til lands fyrir nokkrum árum og afhenti verðlaun f samkeppni
ungra knattspyrnumanna.
þótt þessar ferðir séu bundnar við
höfuðborgir Norðurlandanna
geta ódýrar hópferðir einnig náð
til annarra landa.
Þá er að geta þess að skv. samn-
ingnum býður Ferðamiðstöðin
nokkur sæti í vorferðum til sólar-
landa á vægu verði. Var bent á
það á blaðamannafundi er þessi
mál voru kynnt í gær að upplagt
væri fyrir íþrótta- og ungmenna-
félög að nota þessar ferðir sem
vinninga á t.d. bingó-kvöldum.
Sigurður Magnússon, skrif-
stofustjóri ISl, sagði á blaða-
mannafundinum f gær að þetta
væri aðeins fyrsta skrefið i þá átt
að auðvelda ferðalög hinna fjöl-
mennu hópa á vegum íþrótta- og
ungmennafélaga. Næsta skrefið
yrði að gera ferðir innanlands
ódýrari.
Guðmundur Þorbjörnsson Val og Sfmon Kristjánsson Fram (t.h.) eru
nýliðar f landsliðshópnum, en báðir stóðu þeir sig vel f pressuleiknum
í Kaplakrika í fvrrakvöld.
íslandsmet hjá
Sigfúsi og Lilju
TVÖ ný íslandsmet í frjálsum íþróttum litu dagsins ljós á geysisterku móti í
Sochji vid Svartahg.f í gær og í fyrradag. Sigfús Jónsson bætti eldra met sitt í
10.000 metra hlaupi er hann hljóp þessa vegalengd á 30:10.0 og Lilja bætti metið í
1500 metra hlaupi er hún hljóp á 4:31,6. Sjálf átti Lilja eldra metið en það var
4:34.0.
Er Morgunblaðið ræddi við
Svavar Markússon, fararstjóra
íslenzka hópsins, á keppnisstað
í gærkvöldi, sagði hann að þó
íslenzku keppendurnir Sigfús,
Lilja og Ágúst Ásgeirsson
hefðu staðið sig mjög vel miðað
við árstíma þá hefði verið við
algjört ofurefli að etja og
ekkert þeirra hefði komist í
milliriðla á mótinu.
Ágúst Ásgeirsson keppti í
3000 metra hindrunarhlaupi á
þriðjudaginn og hljóp vega-
lengdina á 9:15.4, en aðstæður
voru ekki sem beztar og
árangurinn því ef til vill ekki
eins góður og vænta hefði mátt.
1 gær keppti Ágúst síðan i 1500
m hlaupi og fékk timann 3:50.2,
en bezt á hann á þessari vega-
lengd 3:49,4.
Lilja setti íslandsmet í 1500
metra hlaupi eins og áður er
nefnt, en auk þess keppti hún í
800 metra hlaupi og reyndi þar
við Ölympíulágmarkið i grein-
inni. Hljóp hún á 2:12.5 min og
verður ekki annað sagt en það
sé allgott miðað við árstíma og
lofi góðu fyrir sumarið, þó
henni tækist ekki að ná lág-
markinu að þessu sinni.
Islenzku keppendurnir liáðu
fyrir kveðjur heim. I.U.ia
heldur til Svíþjóðar i dag. cn
Ágúst og-Sigfús til Englands