Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 36

Morgunblaðið - 13.05.1976, Síða 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 AUGLVSINGASÍMINN ER: 22480 JS*r0unl>Inbib FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976 íslenzkir tómatar á markað í næstu viku „ÞAÐ ER aðeins dagaspursmál hvenær nýir íslenzkir tðmatar koma á markaðinn. Þeir verða örugglega komnir I húðirnar f næstu viku,“ sagði Þorvaldur Þor- steinsson hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, þegar Mbl. ræddi við hann f gær. Þorvaldur sagði að tómatarnir kæmu nú heldur seinna á mark- aðinn en venjulega. Þeir þyrftu aðeins nokkra sólardaga til við- bótar til að þroskast og ná rauða litnum og þá væri hægt að setja þá á markaðinn. Sölufélagið mun fyrst um sinn fá tómata úr Biskupstungunum, Hreppunum og Borgarfirði. Agúrkur komu á markaðinn fyrir nokkru og sagði Þorvaldur að góð sala hefði verið á þeim að venju. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður: Hluti af fé sjóðsins á vaxtaauka- reikninga? STJÓRN Atvinnuleysistrvgg- ingasjóðs hélt fund f ga-r, þar sem rætt var um hugsanlega brevtingu á ávöxtun sjóðsins. Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar, formanns sjóðsstjórnar, var engin ákvörðun tekin á fundinum. Hjálmar sagði að til fundar- ins hefði verið boðað vegna þeirra breyttu viðhorfa, sem skapast hefðu við tilkynningu Seðlabankans um hækkaða vexti á svonefndum vaxtaauka- reikningum, en þeir bera sem kunnugt er 22% vexti. Sagði Hjálmar að til athugunar væri að setja hluta af fé Atvinnu- Ieysistryggingasjóðs inn á slíka reikninga. Fé sjóðsins mun nú nema tæpum 4 milijörðum króna og þar af er allstór hluti bundinn í verð- bréfum. Nimrod-þota sveimaði í allan gærdag yfir brezku togur- unum sem Ægir gerði sem mesta skráveifu á Vestfjarða- Var Nimrod-þotan vopnuð eða ekki: .. . . . .... . , Ljósmynd Ol.K.M. miðum t gær, og einnig varðskipinu sem fylgdi togurun- um eftir. Á myndinni sést Nimrod-þotan yfir Ægi. „Ábyrgðarhluti að sinna ekki hótun herflugvélar” segir forstjóri Landhelgisgæzlunnar Bretar gefa loðin svör um vopnabúnað þotunnar „NIMROD-flugvélin er hervél og getur borið ýmis tæki og búnað, svo og sprengjur, og það er þess vegna ábyrgðarhluti að verða fyrir hótun frá slfkri vél um skotárás án þess að sinna henni,“ sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunar, vegna atburðarins út af Vestfjörðum f gærmorgun. Varðskipið Ægir reyndi þar að taka togar- ann Primellu H-98 og skaut föstu aðvörunarskoti f nánd við togarann en flugmaður Nimrod-þotu skarst f leikinn með þvf að hóta að skjóta á varðskipið ef það léti ekki af aðgerðum sfnum. • Að sögn Péturs Sigurðssonar á Landhelgisgæzlan til á segul- bandi fjarskiptasamtal milli foringja þotunnar og skipstjórans á Primellu, þar sem foringinn gefur skipstjóranum fyrirmæli um að tilkynna varðskipinu, að „við mundum skjóta" á varð- Frumvarp um rannsóknarlögreglu: Dómsmálaráðherra snuprar þingnefnd fyrir seinagang ÓLAFUR Jóhannesson dóms- málaráðherra gagnrýndi störf þingnefnda harðlega í ræðu, sem hann flutti á Alþingi f gær og taldi að þingnefndir væru allt of seinvirkar við afgreiðslu mála. Mál þetta spannst vegna ásakana Sighvats Björgvinssonar f fyrra- dag þess efnis, að allsherjarnefnd neðri deildar kæmi ekki frá sér mikilvægum málum. Var m.a. rætt um frumvarp rfkisstjórn- arinnar um rannsóknarlögreglu og fram kom, að dómsmáiaráð- herra hafði óskað eftir að frum- varpið og fylgifrumvörp fengju fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi, en nefndin hafði ákveðið að af- greiða það í haust. Ellert Schram, formaður alls- herjarnefndar neðri deildar, svar- aði ásökunum og sagði að ekki væri gert ráð fyrir því að frum- varpið, er orðið væri að lögum, tæki gildi fyrr en 1. janúar 1977. Kvað hann erfitt að ganga frá frumvarpinu úr nefnd, nema skoða fyrst athugasemdir og ábendingar, sem komið hefðu frá ýmsum aðilum, sem fjallað hefðu um málið. Við umræðurnar í þinginu í gær kom fram, að þetta er í annað sinn, sem Ólafur Jóhannesson setur ofan í við þingnefndir fyrir slakleg störf í málum, sem snertu umbætur í dómsmálum og rann- sóknum sakamála og væru þess eðlis, að ekki mætti tefja þau í meðferð þingsins umfram það sem góðu hófi gegndi. Þá kom það einnig fram í máli þingmanna, sem stóðu upp til þess að verja störf þingnefnd- arinnar, að dómsmálaráðherra hefði sjálfur óskað eftir um- sögnum ýmissa og hefði málið nokkuð tafizt hjá þeim aðilum. Þá kvaðst einn þingmannanna, sem starfað hefur í fjárveitinganefnd hafa staðið að því í þeirri nefnd að fækka í starfsliði löggæzlunnar og kvaðst hann eiga erfitt með að standa að fjölgun í starfsliði lög- gæzlunnar í allsherjarnefnd. Þannig kvað hann frumvörpin stangast á. skipið, ef það hleypti af fleiri skotum á togarann. Varnarmála- ráðuneytið brezka hefur hins vegar í tilkynningum, sem það gaf út í gærkvöldi, neitað því að Nimrod-þotan sé vopnuð og að foringinn á henni hafi haft í hótunum um að skjóta á varð- skipið. Hann hafi fyrst og fremst verið að koma skilaboðum til skip- stjórans á Primellu þess efnis að skipstjórinn ætti að segja skip- herra varðskipsins að hætta áreitni við togarann ellegar myndum „við“ skjóta. Með því hafi hann átt við gagnaðgerðir brezka flotans hér við land en ekki átt við að hann myndi sjálfur skerast í leikinn. Foringi Nimrod- þotunnar hafi þannig fyrst og fremst verið fjarskiptalegur tengiliður milli togarans og verndarflotans. Síðar hins vegar í umræðum í brezka þinginu leiddi flotamálaráðherrann hjá sér að svara því hvort þotan hefði verið vopnuð. £ Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra hefur lýst því yfir að þessi síðasti atburður í land- helgisdeilu Islands og Bretlands sé alvarlegs eðlis og að hann eigi von á því að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. • Eftir þessar sviptingar úti af Vestfjörðum héldu togararnir sem voru í Víkurálnum fyrir Vestfjörðum ýmist aftur til Græn- lands, þaðan sem þau komu, eða héldu suður með vesturströnd- inni til móts við herskipið Lowes- toft og birgðaskipið Blue Rover, sem haldið höfðu af verndarsvæði brezka flotans fyrir Suðaustur- landi togurunum til aðstoðar. Þegar Morgunblaðið flaug yfir skipin f gærkvöldi rak varðskipið Ægir þar á undan sér togarann Volecus GY—188 og Primellu og var stöðugt með klippurnar úti en Nimrod-þotan sveimaði stöðugt yfir þeim. Var von á þriðju Nim- rod-þotunni þennan daginn til að taka við vaktinni af þeirri sem nú hélt vörðinn. Skipin voru þá stödd um 20 mflur suðvestur af Malarrifi en herskipið Lowestoft var komið út af Meðallandsbugt. Herskipið og togararnir áttu að hittast um miðnætti. Hér fer á eftir fréttatilkynning, sem Landhelgisgæzlan gaf út um atburðinn um miðjan dag í gær: Eins og fram hefur komið í fréttum varð vart við brezka tog- ara að ólöglegum veiðum í Víkur- Framhald á bls. 20 Stálu sam- skotabauk kirkjunnar RANNSÖKNARLÖGREGLAN hefur nú til rannsóknar nokkra bflþjófnaði, sem ungl- ingspiltar hafa framið á sfð- ustu dögum. Inn f þetta fléttast fleiri afbrot umræddra pilta. Meðal annars brutust þeir inn f Langholtskirkju f vikunni og höfðu á brott með sér samskotabauk kirkjunnar. Innihaldinu eyddu þeir f sígarettur, sælgæti og eitthvað fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.