Morgunblaðið - 04.07.1976, Page 2

Morgunblaðið - 04.07.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976 GÚMMÍTUÐRUR — Litlir gúmbátar sem gjarnan eru nefndir „tuÓrur“, eru vinsælt leikfang ungra sem aldinna. Það er þó full ástæða til að sýna varkárni í meðferð slíkra leiktækja því ekki má mikið út af bera til að „tuðrunum" hvolfi eða þær sporðreisist, eins og sést á meðfylgjandi mynd(um), sem Brynjólfur Helgason tók á dögunum. Jón úr Vör: Fjárskortur í stofnlánadeild landbúnaðarins: Nauðsynlegustu um- sóknir að upphæð 350 til 400 milljónir STOFNLÁNADEILD landbúnaðarins skortir nú 350 til 400 milljónir króna til þcss að unnt sé að sinna lánabeiðnum, sem bráðnauðsyniegar eru og þegar hefur verið frestað vegna fjárskorts í eitt til tvö ár. Hefur rikisstjórnin boðizt til þess að útvega erlent lánsfé til útlána úr stofnlánadeildinni, en með þeim kjörum þá að útlánin verði að hluta verðtryggð, svo og gengistryggð. Að dómi stjórnar stofnlánadeildar- innar var hér um ófullnægjandi úrlausn að ræða. Standa því enn yfir viðræður um það, hvernig þessi lánavandamál landbúnaðarins verða leyst. Sálmurinn um blóm ið og þrjár kiljur Rússneska goðið Eldur í Loft- leiðaskrif- stofu í Kuwait I FRÉTTASKEYTI frá Reuter kemur fram, að maður hafi verið handtekinn í Kuwait f fyrrakvöld eftir að eldsvoði eyðilagði hluta af skrifstofuhúsnæði sýrlenzka flugfélagsins og Loftleiða í Ku- wait. Yfirvöld þar segja, að grun- ur leiki á að um íkveikju hafi verið að ræða en rannsókn sé ekki lokið. Eldurinn kom upp í skrif- stofu sýrlenzka flugfélagsins, breiddist þaðan yfir I skrifstofu Loftleiða eins og segir í fréttinni. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Flug- leiðum, er flugfélagið ekki með eigin skrifstofu í Kuwait og þess vegna hljóti að vera átt við skrif- stofu umboðsaðila félagsins í Kuwait. Hort aft- ur efstur EFTIR 15 umferðir á svæðismót- inu í Manila er Hort frá Tékkó- slóvakíu efstur með 11 vinninga, Mecking, Brasilíu, er annar með 9,5 vinninga og eina biðskák, Ribli, Ungverjalandi, hefur 9 vinninga, Czeskovsky, Sovét, hef- ur 8 vinninga, og 2 biðskákir, Gheorghiu, Rúmeníu, er sjötti með 8 vinninga, Pannó hefur 7,5 vinning og tvær biðskákir en Lju- bojevic, Júgóslavíu, og Balashov, Sovét, eru báðir með 7,5 vinninga og eina biðskák hvor.t HÉR á eftir fer svar Jóns úr Vör við athugasemd í Reykja- vfkurbréfi við ummæli hans á rithöfundaþingi um Solshenitsyn. Svar Jóns hefur misfarizt og er hann beðinn af- sökunar á þeim drætti sem orð- ið hefur á birtingu þess. ★ Það er undarlega sterkt eiri- kenni ótrúlega margra þeirra, er rita í ísl. blöð um stjórnmál og félagsleg málefni, — að ég nú ekki tali um atvinnupólitíkusana —, að þeir byrji skrif sín og ræð- ur á því að rangfæra skoðanir andstæðinga sinna, og mistúlki með vilja eða óviljandi, það sem aðrir hafa sagt. Flestir þreytast á því að leiérétta slíkt. Áratugum saman heyrir maður vitnað í um- mæli nafnkunnra manna, sem andstæðingar þeirra fölsuðu. Leiðréttingar I smáblöðum drukknuðu og gleymdust, en vit- leysan hélt velli. Þetta rita ég í tilefni síðari hluta Reykjavíkurbréfs Morgun- blaðsins 20. þ.m. Ég verð að eigna Matthíasí Johannessen þau skrif, uns annar gengst við þeim, vona ég þó að margt annað, sem hann hefur skrifað, verði langlífara. Það er ekki sama hvar og hvers- vegna orð eru látin falia. Það sem Jóhann Hjálmarsson og Matthías hafa eftir mér um striðsæsingu Solsénitsíns, var sagt á aðalfundi Rithöfundasambandsins, þar sem ég var að gagnrýna Rithöfunda- ráð m.a. fyrir að taka sér heimild til þess að bjóða hinu rússneska útlagaskáldi hingað. Ég benti á þá hættu, sem ópólitísku félagi staf- aði af slíku fordæmi. Ég vildi forðast stjórnmáladeilur í röðum rithöfunda, koma í veg fyrir að stofnanir sambandsins misnotuðu meirihlutaaðstöðu sina á hverjum tíma. Um þetta þagði Jóhann í frásögn sinni í Morgunblaðinu. Ég leiðrétti. Þá fer Matthías af stað f Reykjavíkurbréfi — og þeg- ir líka um tilefni orða minna. Svona málflutningi gef ég ekki háa einkunn. Satt að segja hefði ég helst vilj- að að þessi Solsénitsínummæli mín, — sem kastað var fram í tiltölulega þröngum hópi —, hefðu ekki verið útbásúneruð meír en þegar var orðið hjá okkur Jóhanni Hjálmarssyni. En ég tek ekki orð mín aftur á meðan Solsénitsín talar með þeim hætti, sem hann gerir. Eftir að ég sagði það sem ég sagði, — og ætla að standa við —, á rithöfundafundin- Jón úr Vör um, rakst ég á frásögn í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Þar segir frá því, hvernig Olof Lagercrantz, sem nýlega er hætt- ur ritstjórn blaðsins, tók þátt í því á meðan Solsénitsín var enn i Rússlandi, að koma boðskap hans og gagnrýni til fjölmiðla á vestur- löndum. En þá, segir blaðið, var afstaða skáldsins önnur til stjórn- mála i landi hans en nú, ekki eins afturhaldssöm og hún varð eftir að hann varð landflótta. Það eru því fleiri en ég, sem leyfa sér að gera athugasemdir við atferli og ummæli þessa mikla dýrlings Morgunblaðsritstjóranna. Og þegar ég hafði þetta ritað skrapp ég í sunnudagsblíðunni í Norræna húsið. Þar fann ég nýtt eint. af þessu sama háborgaralega sænska dagblaði. Þar er grein eft- ir einn af frægustu útlagarithöf- undum Spánar, Alfonso Sastre heitir hann. Með miklum sárs- auka harmar hann ummæli hins rússneska skáldbróður í spænsk- um sjónvarpsþætti sem fluttur yar nú í mars. Þar hafði S. farið viðurkenningarorðum um stjórnarfarið á Spáni og varað við of skjótum breytingum þar. Ég ætla ekki að rekja efni þessarar greinar. Sastre hefur oft setið í fangelsi, heimili hans hefur verið lagt í rústir, handrit hans eyði- lögð, bækur hans bannaðar, konu hans er haldið í fangelsi, án þess að felldur sé yfir henni dómur. Ég ætla ekki að svara hug- leiðingum Matthíasar í Reykja- víkurbréfinu frekar að þessu sinni. Hann víkur að afstöðu minni til utanríkisstefnu Is- lendinga og ræðir um skoðanir mínar á hlutleysi íslands. Það mun vera óbeint svar við orðum mínum í Þjóðviljanum 17. júní s.l., en blaðamaður þess blaðs lagði fyrir mig spurningu um sjálfstæðismál okkar. — En ef Jóhann eða Matthias óska eftir frekari skýringum frá minni hendi skal ekki á mér standa að láta þær í té. Ég vil svo að lokum varpa fram einni spurningu: Er það rétt að fjársterkur aðili — eða aðilar — hafi boðist til að standa straum af kostnaði, eða réttara sagt af halla þeim sem verða kynni af heim- boði Rithöfundaráðs til Solsénitsíns, því gert mun hafa verið ráð fyrir tekjuliðum í því sambandi? Hver skyldi geta svar- að þessu? Hugsjónaþjónusta getur eins og við vitum, kostað peninga. En það skiptir ætlð nokkru máli við mat stefnunnar hverjir það eru, sem vilja leggjafé sitt í hættu Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að umræða stæði nú yfir um breytingu á lánakjörum til bænda. Hann kvað vanta viðbót- arlánsfé og sagði að ríkisstjórnin hefði gefið kost á viðbótarlánsfé, erlent fé að upphæð 150 milljónir króna með því skilyrði að breytt yrði lánakjörum og tekin upp 40% verðtrygging á öll útlán stofnlánanna, þ.e. að 40% nafn- verðs almennra lána yrðu verð- tryggð, en önnur lán yrðu ýmist með 50% gengistryggingu eða i 100%. Gunnar sagði: ,,Þetta var að dómi stjórnar stofnlánadeild- arinnar bæði ófullnægjandi úr- Mál og menning: BÓKAÉTGÁFA Máls og menn- ingar hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur í pappfrskilju- flokknum. Eru þá komnar út alls 17 bækur I þeim bókaflokki, en hann hefur einkum að geyma bækur um þjóðfélagsleg efni og fræðibækur. Einnig er komið út nýtt bindi í ritsafni Þórbergs Þórðarsonar, bókin „Sálmurinn um blómið" f einu bindi. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, en hún var fyrst gefin út árið 1956 og hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Pappírskiljurnar nýju eru „Þættir úr sögu rómönsku Ameríku“ eftir Sigurð Hjartar- son, „Jarðneskar eigur, saga auðs SÁLMURINN UM BLÓMIÐ og stétta“ eftir Leo Huberman og „Summerhillskólinn“ eftir A.S. Neill. Summerhill'skólinn fjallar um „frjálsan skóla“, sem A.S. Neill stofnsetti í Englandi árið 1921 og sem enn er starfandi. I bókinni rekur Neill sögu skólans, segir frá reynslu sinni af starfinu þar og fjallar um kenningar sínar varðandi uppeldis- og skólamál. Kjörorð þeirra kenninga eru frelsi til handa börnunum og af- nám óskoraðs valds fullorðinna yfir þeim. Tillitssemi og trúnaðar- traust eiga að vera forsenda mannlegra samskipta, án tillits til áldurs, segir A.S.Neill og Summ- erhillskólinn er rekinn á þeirri forsendu. Þar er engin vinnu- skylda og próf þekkjast alls ekki, tímasókn er algjörlega frjáls. Kenningar Neills og skóli hans lausn og líka hæpið að skella á slíkri verðtryggingu fyrirvara- laust, þar sem meginhluti lánslof- orðanna, sem í gangi eru, eru 2ja til 3ja ára gömul og kemur slíkt í bakið á mönnum, að verðtrygging sé sett á slík lán. Taldi stjórnin ekki fært að verða við þessu með þessum hætti.“ Var þá óskað eftir því að stjórn stofnlánadeildarinnar gerði til- lögur um lausn þessara mála til ríkisstjórnarinnar og hafa þær til- lögur enn ekki verið sendar. Er fundur á miðvikudag um þessi mál. Gunnar Guðbjartsson sagði að hann þyrði ekki að spá neitt um væntanlega niðurstöðu þessa Framhald á bls. 47. hafa- ævinlega vakið athygli þeirra, sem áhuga hafa á uppeld- isfræðum og skólamálum enda talin með markverðari framlög- um til þeirra fræða á tuttugusu öld. Þættir úr sögu rómönsku Ameríku eftir Sigurð Hjartarson fjalla um stjórnmálasögu ein- stakra rikja Suður-Ameríku, frá innrás Evrópumanna til nútím- ans. I bókinni er eftirmáli um viðburði síðustu missera I Argen- tinu, Chile og Kúbu. Jarðneskar eigur, saga auðs og stétta eftir Leo Huberman mun vera eitt grundvallarrit marxískr- ar hagfræði. Hún er, eins og segir í formála, „tilraun til að skýra söguna með hagfræðikenningum og að skýra hagfræðikenningar út frá sögunni". Á blaðamannafundi, er Mál og menning hélt í tilefni af útkomu þessara bóka kom ennfremur fram, að tvær aðrar bækur munu væntanlegar, þegar líður að hausti. Önnur þessara er skáld- saga frá Lithaugalandi, sem Jörundur Hilmarsson hefur þýtt, Myllan á Barði eftir Kazys Boruta. Verður sú bók fyrsta kynning okkar Islendinga á bók- menntum Lithauga. Forsvarsmenn Máls og menningar sögðu blaðamönnun- um, að bókaútgáfan gerði sér far um að dreifa útkomu bóka á árið, frekar en að gefa flestar bækur út rétt fyrir jól, eins og oftast tíðkast hér á landi. Af u.þ.b. 15 bókum, sem út koma á árinu frá bókaút- gáfunni, kemur aðeins um '4 út á „jólavertíð." Þá voru á blaða- mannafundinum nokkuð rætt um þá erfiðleika, sem bókaút- gefendur eiga við að striða, svo sem tolla á pappír, sem gera þa'ð að verkum að illmögulegt er að stilla verði bóka í hóf. Stökk fram af svölum MAÐUR stökk fram af svölum húss við Vörðufell í fyrrinótt. Ekki kom fram i dagbók lögregl- unnar hversu hátt fallið var en maðurinn skaddaðist á hrygg og var í fyrstu fluttur í slysadeildina en síðan í Landakotsspítala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.