Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐÍÐ. SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1976 3 Norskir listamenn í Norræna húsinu Morgunblaðsmenn í sviðsljósinu í golfkeppni íþróttafréttamanna ÁRLEG golfkeppni íþrótta- fréttamanna fór fram á föstu- daginn á Golfvelli Ness á Sel- tjarnarnesi og að venju gaf SAAB-umboðið á íslandi verð- laun til keppninnar. Morgun- blaðsmenn voru mjög i sviðs- ljósinu að þessu sinni og hlutu þeir þrenn verðlaun auk siðasta sætisins. Ágúst I. Jónsson, — áij Morgunblaðsinsy sigraði, lék 9 holurnar á 48 höggum, en Sig- mundur Steinarsson, SOS á Tímanum, varð i öðru sæti á 53 höggum og tókst honum þvi ekki að verja titil sinn frá fyrra ári. I þriðja sæti varð síðan íþróttaljósmyndari Mbl., Frið- þjófur Helgason, og lék hann á 58 höggum og fékk auk þess sérstök verðlaun fyrir flest högg á eina braut, en Friðþjóf- ur lék 9. holuna á 13 höggum. I næstu sæti röðuðu þeir sér síðan Björn Blöndal, Sigtrygg- ur Sigtryggsson, Gunnar Steinn Pálsson og lestina rak Helgi Danielsson Mbl. á fleiri högg- um en svo að ástæða sé til að nefna. Gylfi Kristjánsson hætti keppninni og mun að sögn hafa gert það af hræðslu við kríurnar sem eru að unga út þessa dagana. N.K. mánudag, 5. júlí, munu tveir norskir tón- listamenn’ skemmta í sam- komusal Norræna hússins. Þetta eru þeir Geir E. Lar- sen, sem leikur aðallega á flautu og Hans W. Brimi, en hann er Noregsmeistari í leik á venjulega fiðlu. Koma þessara norsku lista- manna til íslands að þessu sinni er í sambandi við stjórnarfund hússins, sem haldnir eru tvisvar á ári, vor og haust. 1 tengslum við þessa fundi hafa verið haldnar kvöldvökur og hefur Norræna húsið séð um að fá norræna, að- komna skemmtikrafta til að koma þar fram. Nú á að stofna deild Norræna félagsins á Patreksfirði og munu norsku listamennirnir skemmta á stofnfundinum þar. SUNNUDAGINN 11. júnf verða prestskosningar í Mosfellspresta- kalli. Umsækjendur eru tveir, séra Birgir Ásgeirsson prestur í Siglufirði og séra Ingólfur Guðmundsson lektor við Kennaraháskólann og messar hann ( Lágafellskirkju í dag en séra Birgir messaði siðast liðinn sunnudag. Séra Ingólfur Guðmundsson er fæddur 22.11. 1930 á Laugarvatni, sonur Guðmundar Ólafssonar kennara þar og Ólafar Sigurðar- dóttur. Hann lauk stúdeijtsprófi frá Akureyri 1951, kennaraprófi 1955 og guðfræðiprófi frá Háskóla islands árið 1962. prófi í uppeldisfræðum sem aukagrein frá Óslóarháskóla 1959. sótti nám í kennimannlegri guðfræði í Þýzkalandi og stundaði einnig guðfræðinám i Safnaðarháskólan- um í Ósló. Hann hefur starfað sem lögregluþjónn og kennari í Geir E. Larsen. Reykjavík og verið sumarbúða- stjóri i Sumarbúðum Þjóð- kirkjunnar i nokkur ár. Hann var settur sóknarprestur í Húsavíkur- prestakalli 1962—63 og veitt Mosfell i Grímsnesi frá 1963 þar sem hann þjónaði í þrjú ár. Árið 1972 var hann settur kennari við Kennaraskóla Islands og hefur undanfarin ár verið leiktor i kristnum fræðum við Kennara- háskólann. Séra Ingólfur hefur átt sæti i Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar frá 1970—75 og í menntamála- nefnd þjóðkirkjunnar og verið formaður þeirra og sótt ráðstefn- ur á vegum þeirra erlendis. Þá hefur hann verið i stjórn Kristi- legs stúdentafélags. Stúdentaráðs H.i. og Bindindisfélags kennara, verið formaður Stúdentafélags Suðurlands og Kennarafélags K.H.I. Séra Ingólfur Guðmundsson er Ráðstefna um endur- væðingu lands og vatns RÁÐSTEFNA um endur- væðingu lands og vatns verður haldin á vegum At- lantshafsbandalagsins á Hótel Loftleiðum dagana 5. til 10. júlí og verður hún Séra Ingólfur Guðmundsson. kvæntur Áslaugu Eiriksdóttur, kennara og bókaverði frá Glit- stöðum í Norðurárdal og eiga þau f jögur börn. sett næstkomandi mánu- dag klukkan 09.15. Á ráð- stefnunni munu hinir ýmsu vísindamenn flytja erindi Fjölmargir vísinda- menn víðs vegar að munu sækja ráðstefnuna. i upphafi ráðstefnunnnar mun Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, ávarpa hana. Gert er ráð fyrir að þátttakendur noti tvo daga til kynnisferða. Hinn 7. júlí verður farið til Vestmannaeyja og ummerki gossins þ?r skoðuð og uppbyggingin eftir gos. Þá verður hinn 9. júli farið i kynnisferð I Gunnarsholt, í Þjórsárdal, að Gullfossi og Geysi og i heim- leiðinni verður komið við á Þing- vöUum, þar sem snæddur verður kvóldverður. Ráðstefnunni lýkur laugardaginn 10. júlí á hádegi. KOMIN er út á vegum Rann- sóknastofnunnar f norænum mál- vfsindum við Háskóla tslands bókin Old Icelandic heiti in Modern Icelandic, eftir Halldór Halldórsson prófessor. Þetta er þriðja bókin I ritröó þeirri, er málvfsindastofnunin hefur gefið út undanfarin ár. i fyrri hluta bókarinnar rann- sakar höfundur hugtakið heiti í fornum ritum, einkum Snorra- Eddu. 1 seinni hluta bókarinnar er fjallað um notkun heita eða skáldamálsorða í síðari tima íslenzku og sýnt fram á, að fjöldi þeirra lifir enn í lausu máli og á vörum alþýðu, t.d. í orðtökum og talsháttum. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar sér um dreifingu og sölu bókarinnar. Heilbrigðismálaráð; Hundabanni verði framfylgt NÝLEGA samþykkti heilbrigðis- málaráð Reykjavikurborgar sam- hljóða eftirfarandi bókun: „Heilbrigðismálaráð itrekar áskorun sina frá 30. maí 1975 til lögreglu og dómsvalds um, að banni við hundahaldi í borginni verði i reynd framfylgt. Jafnframt óskar ráðið eftir greinargerð frá ofangreindum aðilum um, hvað líði framkvæmd á umræddu banni." Halldór Halldórsson Mosfellsprestakall NÝ BÓK UM HEITI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.