Morgunblaðið - 04.07.1976, Síða 18

Morgunblaðið - 04.07.1976, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JULt 1976 VER' 2LD BRENNIVÍNSBÖLIÐi Vínsalinn orð- inn bötaskyld- ur vestur par MJÖG er nú kreppt að eigendum vmveitingahúsa í Bandaríkjunum. Er svo komið að þeir geta ekki lengur selt mönnum brennivín áhyggjulaus- ir, en eiga á hættu að sæta þungum fjársektum fyrir það. Árið 1971 lýsti hæstiréttur í Kali- forníu þvi yfir i dómsorði, að sækja mætti eigendur vinveitingahúsa til saka, ef þeir veittu manni fullmikið vín og hann yrði svo sjálfum sér eða öðrum að meini. | Upp frá þessu j hafa fjölmörg l svipuð mál verið I höfðuð og fer ] þeim æ fjölgandi Skaðabóta kröfurnar hækka líka jafnt og þétt. Til dæmis voru tvær milljónir dollara (u.þ.b 340 millj. ísl. kr.) dæmdar leikara nokkrum nýlega Hafði hann verið á ferð á vélhjóli og drukkinn öku- maður slasað hann svo að taka varð af honum vinstri handlegg og fót- legg. Hinn ölvaði ökumaður hafði setið að drykkju á bar einum og fengið meira en nóg. / Eigendur vínveitingahúsanna bera sig illa. segja þeir nú svipað komið fyrir sér og læknum, sem alltaf eiga yfir höfði sér ákærur og sektir fyrir „mistök f starfi". Veitingahúsaeig endur segja líka að tryggingagjöld muni brátt reynast þeim um megn, ef svo haldi áfram sem horfir og verði áreiðanlega margir gjaldþrota. Þá segja þeir og, að sfzt muni það verða til að auka einlægni og vin- semd með veitingamönnum og við- skiptavinum þeirra, ef veitingamenn verði að grannskoða hvern gest og vega og meta það, hvort óhætt sé að selja honum sjúss. Veitingamenn í Kaliforníu hafa orðið verst úti til þessa. En annars hafa dómstólar í 25 rfkjum dæmt vínveitingamenn til skaðabóta fyrir það að veita vfn manni, sem fór svQ út og skaddaði sjálfan sig eða aðra. Sumir veitingamenn telja jafnvel að barir og krár verði úr sögunni áður langt Ifði. Þvf miður séu fæstir veit- ingamenn læknisfróðir og muni þeim veitast erfitt að mæla það nákvæm lega með augunum, hvort gestur þeirra sé ,,of drukkinn" eða ekki. Og Ijóst er að veitingamenn hafa nokkuð til sfns máls. Það þarf ekki til, að maður drekki yfir sig á bar og aki því næst af stað i bfl sínum og drepi einhvern. Ekki er langt frá því að kona ein brá sér út í krá, drakk þar offylli sfna og datt niður af Framhald á bls. 47. ÖREIGABRELLURl Frávik frá hugsjóninni I Sovétríkjunum eru allar auð- lindir, verksmiðjur, stórbú, flutningatæki og verzlanir ríkis- eign. Einkaframtak er til þrátt fyrir þetta. Er það sumt löglegt, en sumt varðar við lög. í stjórnarskrá Sovétríkjanna er gert ráð fyrir því að einstakir bændur og iðnaðarmenn megi framleiða og selja vöru fyrir sjálfa sig í smáum stíl. En þeir verða auðvitað að vinna hana sjálfir að öllu leyti og mega ekki „hagnýta sé vinnu annarra í auðgunarskyni”. Auk þess mega læknar, tannlæknar, rakarar, pípulagningamenn og ýmsir fleiri þjónusta fólk fyrir hæfilega þókn- un í frítíma sínum; kaupa þeir þá leyfi til þess af ríkinu. En svo háir skattar eru lagðir á þess háttar einkaþjónustu, að það ætti að verða flestum að kenningu. Svo er þó ekki. Menn láta bara hjá Iíða að fá sér leyfi, en starfa leyfislausir. ÞOLINMÆÐI! Barizt ta þrautar — þótt stríðið sé löngu búið LEIFAR japanska hersins eru enn i heimsstyrjöldinni seinni. Árið 1972 kom japanskur hermað- ur i leitir á Guam. Það hafði farið fram hjá honum, er heimsfriði var lýst yfir árið 1945. 1974 varð kunnugt um annan japanskan hermann á Lubangeyju. Hann vissi, að striðinu var lokið. Aftur á móti hafði hann enga skipun fengið um það að gefast upp og leggja niður vopn og gerði það ekki heldur fyrr en yfirmaður hans fyrrverandi kom g vettvang. Talið var, að þessir þrautseigu hermenn tveir ættu sér ekki líka, en nú er komið á daginn, að fleiri eru enn í Kyrrahafsstyrjöldinni, og er Japansstjórn búin að senda Þyki fólki lög fullströng fer þaðl í kringum þau eftir mætti og svo er í Sovétríkjunum. Fara margar sögur af hugvitssamlegu svindil- braski þar. Á verkstæði einu í Tbilisi í Georgiu smíðuðu menn skó i leyfisleysi. Til þess að ekki bæri á neinu fölsuðu þeir löggilta stimpla og settu á skóna. í málm- verksmiðju í þessari sömu borg smíðuðu starfsmenn rúmstæði, hillur og skápa. Létu þeir hjá líða að geta þessi í framleiðsluskýrsl- um verksmiðjunnar, en seldu vörurnar á svörtum markaði. Kunna Georgíumenn margar aðr- ar sögur af vatnsblönduðu víni, Ný-Sjálenzkar skyttur reyna að þurkka úr Japana á Guameyju I slðari heimsstyrjöldinni. Það tókst ekki betur en raun ber vitni um ... leitarflokka út af örkinni til að hafa uppi á þeim. Á Salómonseyjum hafa lengi gengið sögur um undarlega ná- unga, sem leyndust í skóginum á eynni Vella Lavella; brá þeim fyr- ir öðru hverju og voru þá í matar- leit. Voru þeir illa til reika og hinir villimannlegustu ásýndum. Hefur tveggja orðið vart það sem af er þessu ári, og er þeirra leitað sviknu brauði og plastvörum, svo að eitthvað sé nefnt. Samyrkjubændur i Sovét- ríkjunum mega yrkja smábletti fyrir sig, þegar lýkur vinnu þeirra á stórbúunum ríkisins. Mega þeir halda fáeinar kýr og kindur og selja afurðirnar á „einkamarkaði". Telja ýmsir vesturlenzkir sérfræðingar um Sovétríkin, að samyrkjubændur hyllist til að vinna sjálfum sér betur en samyrkjubúunum og má renna staðtölum undir þessa skoð- un. Nokkuð er það að um þessar mundir eru „einkamarkaðir" í Tiblisi fullir með stórar og girni- legar hreðkur, salöd agúrkur, tómata og alls kyns kryddjurtir. Kjúklingar fást ekki í rikisbúð, unum nema endrum ög eins, en nóg er af þeim á einkamörkuðun- um. Svo er og um grísi, og þannig mætti telja lengi. Að vísu er þessi varningur talsverðu dýrari á einkamarkaði en í ríkisbúðum. Meinið er að hann er sjaldan á boðstólum í ríkisverzlununum. Stundum verður nefnilega mis- brestur í áætlunarbúskapnum. Og þá kemur einkaframtakið til sögunnar. . . — DAVlÐ K. SHIPLER. nú. Á þeim slóðum á Kyrrahafi þar sem þessi saga gerist hófu bandamenn gagnsókn sína gegn Japönum og unnu bug á þeim áður langt leið, eins og kunnugt er. Þarna urðu viða harðir bar- dagar og mörg óvænt tiðindi og fór leikurinn svo hratt fram sums staðar, að einstakar herdeildir fylgdust ekki með og urðu eftir, og hlutu þær ýmiss konar örlög. En sums staðar var herlið ekki flutt brott frá vígstöðvum fyrr en nokkru eftir stríðslok. Flestir japanskir hermenn féllu í bardaga ellegar komust til skila innan skamms. Einhverjir brugðu hins vegar á það ráð að fara í felur. Hafa þeir eflaust hugsað sem svo, að þeir hefðu brugðist keisaranum, er þeim tókst ekki að koma í veg fyrir ósigur, og skammazt sín fyrir það, að kjar'k- urinn entist þeim ekki til sjálfs- morðs. Var þá ekki annar kostur en fara í leyni. Á Nýja-Bretlandi var japanskt virki í stríðinu. Þar er nu leitað tveggja eftirleguhermanaa, sem sáust ekki alls fyrir löngu. Þeir verða líklega ekki auðfundnir, þvi að þarna er frumskógur um allar jarðir. Nokkrar menjar hafa þó fundizt um hermennina. Dálít- ið rjóður var rutt í skóginn og komu þá i Ijós gögn, ' em innrásar- lið hafði farið um á sínum tíma. I göngunum fundust japönsk mataráhöld og aðrir nauðsynja- munir og hafði þetta greinilega verið notað fyrir skömmu., Eigendurnir gáfu sig hins vegar ekki fram. Þeim voru líka ýmsir aðrir vegir færir, því að 23 göng alls munu liggja frá virkinu og umhverfis það. En hermennirnir tveir eru sennilega einir eftir af hópi manna úr 38. herdeild keisaralega • hersins japanska; þessi hópur varð viðskila við deildina og féll allur að heita mátti, þegar Ástralíumenn gengu á land á Nýja-Bretlandi í marz- mánuði 1945. Nú á svo að heita, að Japanir hafi haft frið við alla menn í rúm 30 ár. Og stríðinu lauk þannig, að þeir minnast þess með engum fögnuði. Það var því skiljanlegt, að kæmi á þá, þegar fóru að finn- ast þessir galvösku stríðsmenn búinnar styrjaldar. Japansstjórn brá skjótt við og sendi menn í göngur. Nú skal striðinu lokið! — MARK MURRAY IBARBARA Walters heitir bandariskur fréttamaður. SHún hefur lengi unnið i NBC sjónvarpsstoðinni Var hún svo vel metin þar, að hún fékk hálfa milljón dollara i árslaun (það eru svo sem 92 milljónir isl.kr) En fyrir skömmu bauð ABC- útvarpsstöðin enn betur og vann Barböru á sitt band. Nú fær hún milljón dollara árslaun (184 millj. kr.) Barbara sá lengi um sjón- varpsþátt, sem „Today" hét og var geysivinsæll; hann var fluttur frá 7—9 á morgnana og voru þetta fréttir, frásagnir, veður- fregnir og viðtól. Barbara sá um þennan þátt i 15 ár. Vakti hun margar milljónir Bandarikjamanna og upp- fræddi þá á tveimur timum svo, að entist þeiipo dag- langt Siðasta þáttinn flutti hún fyrir mánuði og fór keðjuathöfn fram með kossum og blómum, tárum, gjófum og lofræðum á alla bóga. Barböru Walters er lýst svo, að hún sé fluggáfuð metnaðargjörn, frek og starfssöm. Hún mun og hafa þurft á öllu þessu að halda til þess að komast i fremstu röð sjónvarps- fréttamanna. En henni tókst það. og raunar er hún orðin fremst þeirra. — að peningamáli að minnsta kosti. Walters þykir sérlega skæður viðmælandi. Hún er einkar fundvis á það. sem Milljón dollara stúlkan áheyrendur vilja vita og auk þess þorir hún að spyrja spurninga, sem flestir aðrir dirfðust ekki að bera upp. Til dæmis má nefna það að skömmu áður en Gerald Ford varð forseti spurði Walters hann hvað honum þætti um einkunnina, sem Lyndon Johnson gaf honum, að hann „gæti ekki gengið og tuggið i senn" Öðru sinni spurði hún konu Johnsons um kvenhollustu hans og einu sinni spurði hún konu Eisenhowers, um drykkjuskap hennar, og íranskeisara um harðstjórn hans. Það má marka af þessum lista, að viðmæl- endur Barböru Walters eru flestir nafnkunnir menn og margir voldugir. Þó eru fáir þeirra frægari og voldugri en hún sjálf nú orðið. Eins og áður var sagt fékk Walters 500 þúsund dollara árslaun hjá NBC- sjónvarpsstöðinni, en ABC stöðin bauð tvöfalt betur og það í fimm ár. Fyrir þetta á Walters að stýra kvöld- fréttaþætti I félagi við annan mann og koma einnig fram í nokkrum við- talsþáttum. Stærstu sjón- varpsstöðvarnar « Banda- ríkjunum, NBC, CBS, og ABC byrja allar hálftíma fréttaþætti klukkan sjö á kvöldin. Stýra þessum þáttum ollum frægir frétta- menn, harðskeyttir náungar, John Chancellor í NBC, Walter Cronkite f CBS og Harry Reasoner í ABC. Eru þeir hver öðrum duglegri og harðvítugri í fréttamennskunni. Það fær þeim því nokkurrar beiskju, að þeir eru ekki hálf- drættingar á við Barböru Walters í kaupi. Walters á að taka til starfa með Harry Reasoner í september og munu þau bæði flytja fréttaþátt ABC- stöðvarinnar. Þetta verður Walters sennilega erfitt og er ekki að vita hversu fer. Walters varð stórstjarna, er hún fékk launahækkunina miklu. Það er kominn á hana talsverður glans, eins og stafar af því fólki sem stundar sjóbissnis og mun mörgum starfsfélögum hennar til efs, að henni takist að hafa hugann allan við fréttirnar. Walters lætur slfkar efasemdir sem vind um eyru þjóta; segist hún vera þaulæfður fréttamaður og ætli sizt að bregða á kvikmyndaleik i fréttaþátt- um, en auk þess sé fráleitt að æt.'ast til þess, að maður slái hendinni á móti 500 þúsund dollara launa- hækkun! Alltaf komum við aftur að laununum, enda munu þau flestum hugstæðust. Walters fær ekki aðeins hærri laun en starfsbræður hennar. Hún fær og hærri laun en flestallir háttsettir, bandariskir kaupsýslu- menn. Stjórnarformaður ITT simafélagsins, eins stærsta fyrirtækis i Banda rikjunum, fékk ekki nema 776 þúsund dollara árslaun í fyrra (143 millj. kr.). Þó varð stjórnarformaður General Motors að lúta að enn minna. Hann fékk að- eins 540 þúsund dollara (rúmlega 99 millj. kr.). Raunar hafa svonefndar stórstjörnur jafnan verið kauphærri en yfirmenn bandariskra auðhringa. Þetta er sumpart af þvi, að flestar stjörnur eiga styttri starfsævi en kaupsýslu- menn, en þó mun aðal- ástæðan sú að vinsælar stjörnur eru meiri auðsupp- spretta en aðrir menn. Þær hafa líka ágætt tímakaup sumar hverjar. Robert Red- ford er einn vinsælastur leikara um þessar mundir. Hann er nú að leika í kvik- mynd, sem heitir „A Bridge Too Far" og verður hann þrjár vikur eða mánuð að því. Fyrir það fær hann tvær milljónir dollara (368 millj. kr.). Johnny Carson, sjónvarpsstjarna, samdi ný- verið við NBC- sjónvarpsstöðina um þnggja milljóna dollara árs- laun (552 millj. kr.) í þrjú ár. Pele, knattspyrnukappi, á í vændum fjórar milljónir dollara (736 millj. kr.) i þrjú ár og Múhammed Alí vann sér inn hálfa nfunda milljón dollara (1564 millj. kr.) f fyrra, (enda hefur hann sjálfur sagt oftar en ekki, að hann verði manna fremstur í öllu, sem hann taki sér fyrir hendur). Nú er Barbara Walters komin í flokk með þessum mönnum. Vart mun þurfa að efa það, að hún vinni fyrir kaupinu sfnu. Trúlega stórfjölgar áhorfendum að þáttum ABC-stöðvarinnar og verða auglýsendur þá jafnframt mildari á fé. Aftur á móti er það sumum til efs, að fréttamennsku stafi nokkuð gott af því. Laun Barböru Walters og frægðarljóminn eru skýr dæmi þess, hver áhrif sjón- varpsfréttir hafa f Banda ríkjunum. Talið er, að 53 milljónir manna fylgist með kvoldf réttaþáttum þriggja stærstu stöðvanna. Saman- burður verður dagblöðum ekki hagstæður. Talið er, að 100 milljónir Bandaríkja manna líti í dagblað á degi hverjum. En fæstir lesa þau gaumgæfilega, flestir mjög flausturslega, og þau hafa líklega furðu Iftil áhrif á les- endur. Sjónvarpsfréttir eiga miklum mun greiðari að- gang að fólki. Eru þær þó yfirleitt ekki stórmerkileg- ar. Farið er fljótt yfir marg- ar mikilsverðar sögur, en aðrar eru alls ekki sagðar. Hafa menn lengi óttazt, að sjónvarpsfréttir yrðu æ lak- ari og þótti mörgum ills viti, þegar fréttist um laun Bar- böru Walters. Uggir þá, að ráðamenn sjónvarpsstöðva ærist, er þeim bætast áhorfendur fleiri en nokk- urn tíma áður, og muni þeir blanda fréttir æ meira unz þær leysist upp í frægðar- Ijóma, tannasýningum og almennum trúðlátum, sem er sjóbissnis. Slæmt væri, ef svo færi: Almenningur yrði þá smám saman ófróð- ari, er tfmar liðu — og al- menningur f Bandarfkjun- um er ekki orðinn svo upp- lýstur, að ástæða sé til að fara að draga úr þvi strax. — JANE ROSEN. VANGASVIPUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.