Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1976 33 Grund- vallar- breyting í ís- lenzka poppinn • Lesandi góður. Næst þegar þú heyrir leikið lag af nýrri íslenzkri poppplötu, skaltu reyna að telja f huganum alla þá menn sem hafa lagt hönd á plóg við gerð þessarar plötu — á einn eða annan hátt. Fingur beggja handa duga skammt í þeirri talningu og allar tærnar í viðbót nægja engan veginn. Þú verður að leita á náðir vina og vandamanna um fleiri fingur og tær áður en sæmilega ná- kvæm útkoma fæst. Eigum við kannski að reyna að telja f sameiningu upp alla þá aðila sem eiga hlut að dæmi- gerðri stórri hljómplötu: Höfundar laga og texta eru mismargir, stundum einn, stundum tíu. Flytjendur tón- listarinnar eru sjaldnast færri en fimm og oftast mun fleiri. 'Hljómsveitir og söngflokkar fá gjarnan til liðs við sig úrvals hljóðfæraleikara við upptökur tónlistarinnar, enda skal vanda það sem lengi á að standa. Upp- tökum stjórna 1—2 menn, og 1—2 rótarar annast uppsetn- ingu og annan undirbúning hljóðfæra ( sem á sfnum tíma voru keypt í hljóðfæraverzlun þar sem starfa fimm manns o.s.frv. — Þessa hlið má rekja allt til útlanda, þar sem hljóð- færin voru framleidd, en þvf verður sleppt hér, enda væri annars alveg eins mikil ástæða til að rekja ættir hljómlistar- mannanna, sem allir voru „framleiddir" á einn eða annan (?) hátt áður fyrr.). Eftir að upptöku er lokið, er komið að fjöldaframleióslu hljómplötunnar, en á þeim ferli leggja tugir manna hönd á plóg, einkum útlendingar. En hér á landi er líka ýmislegt óunnið: hanna þarf plötuumslag og plötumiða með tilheyrandi ljós- myndun, teikni- og prentvinnu, pakka þarf plötunum inn og dreifa í nokkra tugi verzlana um allt land og nokkur hundr- Framhald á bls. 38 Cleo var frto... ÞOTT nokkuð hafi verið skrifað og skrafað um hina frába>ru tónleika Cleo Laine og hljómsveitar John Dankworth getur Slagbrandur ekki stillt sig um að leggja orð I belg enda varla ennþá búinn að ná sér eftir hrifninguna. Raddsviði Cleo Laine virðast engin takmörk sett og allt yfirbragð hljómleikanna bar vott um fagmennsku í sérflokki. Johnnv Dankworth er auk þess frába>r tónlistarmaður og meðlimir hljómsveitarinnar hver öðrum betri, — Paul Hart á pfanóog fiðlu, Daryl Runswiek á bassa og trommarÍHn Kenny Clare. Framlag þessa fólks til Listahátfðar var með slíkum glæsfbrag að orcV á prenti verða harla léttvæg og fá með engu móti tjáð það sem fvrir augu og eyru bar. Revndar hafði Slagbrandur hitt þau hjónakornin Cleo og John að máli kvöldið fvrir hljómleikana og þar sem lesendum leikur eflaust forvitni á að heyra sitthvað um þeirra Hagi verða hér hirtar glefsur úr því sem fram kom í samtalinu: — Þar til fvrir nokkrum árum voru þau Cleo Og John svo til óþekkt utan heimalands síns, Englands. Þar voru þau hins vegar vel þekkt. bæði úr sjónvarpi og tónleikasöium svo og af hljómplötum. 1 þarlendum blöðum voru þau oft nefnd „Britain's bestknown musical couple" sem þýða má „þekktasta tónlistapar Bretlands". John var auk þess þekktur fvrir tónsmfðar sínar í kvikmyndum k.s. The Servant, Morgan. Darling Modesty Blaise. og Saturday Night and Sunday Morning. Það var ekki fyrr en árið 1972 að orðstír þeirra fór að berast út fyrir strendur Bretlands og hjólið fór að snúast fyrir alvöru er þau ákváðu að halda upp í hljýmleikaför til Bandaríkjanna það sama ár. Sfðan þá hafa nöfn þeirra birst með sífellt stærra letri á Ijósaskiltum heimsborganna og framundan liggur Broadwa.v í New York. — Rómaborg skemmtiiðnaðarins. (’leo ólst upp í London, faðirinn var Vestur-Indfumaður en móðirin ensk. Hún hóf söngferil sinn á sjötta áratugnum og gekk fljótlega f lið með John Dankworth og hljómsveit hans sem þá naut mikilla vinsælda í Bretlandi. I kjölfarið kom svo hjónahand þeirra Dankworths og árið 1961 komu þau fvrst fram með metsöluplötu í Englandi. Þau eiga tvö börn, Alec 16 ára og Jackie 13 ára. Þau hjónin sögðu Slagbrandi að líf þeirra hefði tekið verulegum brevtingum nú seinustu árin eftir að hilla tók undir heimsfrægðina. Hefði það breyst úr fremur kyrrlátu fjölskyIdulífi f ferðalög og hótelgistingar sem einatt fylgir eftirsóttum skemmtikröftum. Á móti væri þó, að þau hefðu nautn af starfi sfnu og ekki sakaði að starfið gefur dágóða peninga f aðra hónd. Ronar Jnlíusson: „Hvað dreymdi sveininn?” — L.P. — 65. 099. ÞEGAR bftlaœSið svonefnda flæddi yfir heiminn ruddi þa8 braut nýrri stefnu 1 dægurlagatón- list og nýjum viðhorfum meðal æskufólks um allan heim. Hljómar frá Keflavlk urðu fljótlega merkis- berar þessarar nýju stefnu hér á landi og má segja aS þeir hafi verið eins konar æðstuprestar fs- lenskrar popptónlistar um árabil. Áhrifa þessara manna á fslenska popptónlist gætir enn I dag og telst það ávallt til meiriháttar tfS- inda I poppheiminum þegar þeir aSafast eitthvaSá þessum vett- vangi, hvort sem þaS er gert undir réttu nafni eSur dulnefni s.s. „8e lónlí blu bojs". Útkoma hljómplötu meS Rúnari Júlfussyni hlýtur þvf aS vekja at- hygli en hann hefur nú nýlega sent frá sér sfna fyrstu breiSskffu undireigin nafni. Útgefandi er Gimsteinn, nýstofnaS hljómplötu- fyrirtæki Rúnars sjálfs, en plötuna nefnir hann „HvaS dreymdi svein- inn? — draumur nr. 999." Platan er hljóSrituS f New York og Munchen og á henni nýtur Rúnar aSstoSar Harold Wheeler á raf- magnspíanó, Þóris Baldurssonar á clavinett, moog, strengi, pfanó og orgel auk bakradda og Marfu Baldursdóttur meS raddir og hand- klapp eins og segir á plötuum- slagi. Sjálfur leikur Rúnar á gftar og sex strengja bassa auk þess sem hann sér um sönginn. ViS fyrstu áheyrn fannst mér platan f heild fremur bragSdauf og lagaval kom mér nokkuS á óvart. VirSist þaS byggjast upp af ein- kennilegri blöndu áhrifa, sem Rúnar hefur orSiS fyrir á bernsku- skeiSi rokksins og amerfskri blá- mannatónlist sem nú tröllrfSur diskótekum vfSa um heim. Blá- mannaáhrifin koma einkum fram f undirleik, — ákveðnu bassaspili og clavinett-notkun. Undirleikur- inn er reyndar betri hluti plötunn- ar, prýSilega unninq og af mikilli Franíhald á bls. 38 Um hljóm- plötu- gaprýni Því hofur stundum verið fleygt, að plötugagnrýni á popptónlistar sviðinu sé óraunhæf með öllu þar sem smekkur manna sé misjafn og viðmiðun eingöngu bundin við persónulegar tilfinningar einstaklinga. Þetta má vissulega til sanns vegar færa, því það sem einum þykir gott kann öðrum að þykja slæmt þótt báðir hafi fylli lega rétt fyrir sér, — a.m k. frá eigin bæjardyrum séð enda um persónulegt mat að ræða og mönnum hlýtur að vera í sjálfs vald sett hvað þeim þykir slæmt og hvað gott. Hitt er þó öllu verra, að meðal lesenda pistla um popptónlist leynast oft sálir, ístöðulitlar og reikular í skoðun um, sem taka hlutina gjarnan of bókstaflega, einkum það sem stendur á prenti og gera þá skoðanir poppskrifarans að sín um þótt þeir i hjarta sinu séu ósammála, — ,,þarna stendur það, svart á hvitu, og þá hlýtur það að vera satt???" Þetta út af fyrir sig geriralla popptónlistar- gagnrýni mjög svo varhugaverða. — Á hinn bóginn eru popptón- listarmennirnir sjálfir manna við- kvæmastir fyrir gagnrýni og sé hún neikvæð er það oftast flokkað undir persónulegar árás- ir, sprottnar af illvilja og skepnu skap þess er á pennanum heldur. Hér með er eindregið varað við slikum viðbrögðum í þessum þætti verður að vísu fjallað um íslenskar hljómplötur, en tilgang- urinn er ekki sá að móta skoðanir lesenda á gæðum þeirra heldur er hér um að ræða kynningu fyrst og fremst, — og þá eðlilega eingöngu út frá sjónarhóli þeirra sem um plöturnar fjalla hverju BrimUó: „Rock’n Roll” - öll mín beztu L. P. stereo — GS. 100 Þá hefur Geimsteinn I Keflavlk einnig sent frá sér breiSsklfu með Brimkló sálugu en um þá útgáfu mætti segja eins og skáldiS forð- um: „seint koma sumir en koma þó". Á þessari plötu koma fram flestir gömlu félaganna úr hljóm- sveitinni, — þ.e. Arnar Sigur- bjömsson, Björgvin Halldórsson, Hannes Jón Hannesson, Jónas R. Jónsson, Ragnar Sigurjónsson og Sigurjón Sighvatsson en auk þeirra koma einnig viS sögu Magnús Kjartansson og Gordon nokkur Huntley. Upptakan fór fram ! HljóSrita h.f. undir stjórn Rúnars Júliussonar en meS vél- stjóm fóru þeir Jónas R. Jónsson og Böðvar GuSmundsson. Plata þessi er á margan hátt ágætlega unnin og bregður oft fyrir skemmtilegum köflum ! hljóSf æraleik og samsöng. Arnar Sigurbjörnsson á þarna tvö lög, ágæta rokkara undir sterkum Stonesáhrifum eins og hans var von og visa. Önnur lög á plötunni eru erlend. mismunandi vel þekkt og misjöfn að gæSum. Textarnir eru flestir eftir Þorstein Eggerts- son og eru þeir ívið bitastæSari en textarnirá plötu Rúnars Július sonar enda ekki úr háum söðli aS detta. j heild höf&ar þessi plata ekki til min og raunar á ég erfitt með aS átta mig á tilganginum með útgáfu hennar, — nema hvaS hún getur talist þokkalegur minnisvarði um góSa hljómsveit, sem þó vará blómaskeiði slnu mun betri en þessi plata gefur til kynna. PlötuumslagiS, sem unnið er af Prisma ! Hafnarf irði, er með þvi betra sem hér hefur sést af innlendri framleiSslu af þessu tagi. sv.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.