Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 39

Morgunblaðið - 04.07.1976, Side 39
MORGUNBLAÐIÐÍ SUNNUDAGUR 4. JULÍ 1976 39 — Minning Dagný Framhald af bls. 35 gamla Gullfossi, er hann dó 1932, aðeins 32 ára gamali. Ung að ár- um, 29. september 1916, giftist Dagný Karli Guðnasyni, verzlun- armanni við Tuliníusarverzlun á Akureyri. Hann kom með þeim Tuliníusarhjónum til Akureyrar um aldamótin frá Höfn í Horna firði. Sambúð þeirra varð því mið- ur stutt, Karl dó 18. des. 1921. Áttu þau tvö börn, Harald og Ragnheiði. Er Haraldur dáinn fyrir 7 árum frá konu og tveim ungum sonum. Var það mikið áfall fyrir blessaða Dagnýju. Eftir stutta sambúð hafði hún misst mann sinn og varð hún að sjá á bak syni sínum langt fyrir aldur fram. Vann Haraldur um árabil hjá B.S.A. Bót var í máli að Ragnheiður dóttir hennar hefur ávallt reynzt henni afburða vel. Hefur hún í mörg ár unnið hjá Sjúkrasamlagi Akureyrar. Bjuggu þær mæðgur alltaf að Spítalavegi 1 á gamla heimilinu sem Dagný unni öllu öðru fremur. Fór vel á því. Ekki hefði átt við vinkonu mina að þurfa oft að flytjast búferlum. Dagný var ákaflega vanaföst, strax sem barn og með afbrigðum trygglynd. Gestrisni hafði hún erft í ríkum mæli frá foreldrum sinum, var gott til hennar að leita. Þótt vík væri milii vina í tugi ára, vissi ég að vinátta hennar var sú sama, ég vissi að ég átti hauk í horni þar sem Dagný var. Og hvað er betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Dagný var þannig skapi farin að gott var að lynda við hana og þægileg návist hennar. Hún var rólynd og skipti sjaldan skapi, var ekki ein af þeim er stökkva upp á nef sér, hvað lítið sem út af ber. Til þess var hún of greind. Hún virtist taka lífinu með jafnaðargeði, samt var hún ákveðin í skoðunum og stóð fast á sínu mati, var einörð ef því var að skipta og var sýnt um góðan mál- flutning. Henni datt aldrei í hug að abbast upp á neinn að fyrra bragði, en ef einhver var órétti beittur, var henni að mæta. Ég vona að Dagný fyrirgefi mér þótt þessi kveðja sé síðbúin, oft hefur hugur minn leitað til henn- ar síðustu vikurnar þótt ekkert hafi heyrzt til mtn. Þakklát er ég Ragnheiði dóttur hennar er með lífi sínu hefur sýnt fagurt for- dæmi. Votta ég henni, systkinum Dagnýjar og öðrum nánum ætt- ingjum innilega samúð mína. Guð blessi, Dagnýju mína. Hulda Á Stefánsdóttir. AUGLÝSINGASÍMtNN ER: ^22480 J 3W»r0unbUbib Lóðir við Lindargötu Lóðirnar nr. 31, 35 og 37 við Lindargötu i Reykjavik. ásamt litlu timburhúsi á lóðinni nr. 37, eru til sölu. Lóðirnar eru samliggjandi, samtals 1 030 fermetrar að stærð. Nánari upplýsingar eru veittar i lögfræðideild bankans. Landsbanki íslands. Rafstöðvar Til leigu Höfum til leigu sérlega vel búnar dieselraf- stöðvar, 37 kVA og 12.5 kVA, 380/220 V. Orka h.f., Laugavegi 1 78, sími 38000 Verksmiðjuútsala Seljum á mánudaginn búta og afganga. Enn- fremur eldri lager af peysum. Pr/ónastofan Iðunn h. f. Skerjabraut 1, Seltjarnarnesi. Lokað vegna sumarleyfa frá 12. júlí—3. ágúst. HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN, Mula v/Suðurlandsbraut. 18714 Annar vinningurinn í vorhappdrætti Krabba- meinsfélagsins 1 976, sumarhús „Barona" kom á ofanskráð númer. Vinningsmiðinn var seldur í lausasölu, en eig- andi hans hefur ekki gefið sig fram. HAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS. Einbýlishús á Arnarnesi Vorum að fá í sölu gullfallegt hús að grunnfleti 193 fm með 70 fm kjallara og tvöföldum bílskúr. Á hæðinni eru stórar stofur, sjónvarps- skáli, 4 svefnherb. öll með skápum, eldhús baðherb. og gestasnyrting. Allar innréttingar sérlega vandaðar. Lóð fullfrágengin og skemmtilega ræktuð. Húseign í sérflokki.Uppl. aðeins í skrifstofunni (ekki í síma) Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4 a Simar 21870 og 20998 ertu hvít eins og næpa^ s LÁTTU EKKI ALLA FÁ OFBIRTU í AUGUN ÞEGAR ÞÚ BIRTIST Á STRÖNDINNI í SUM- AR EYDDU EKKI MÖRGUM DÖGUM AF DÝRRI SÓLARFERÐ i SKUGGANUM TIL ÞESS AÐ VENJAST SÓLINNI. ÞAÐ ER ÓÞARFI. FÁÐU ÞÉR PHILIPS SÓLARLAMPA OG HANN GERIR ÞIG BRÚNA ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ Á STRÖNDINA ÞANNIG FULLNÝTIR ÞÚ SÓLARLANDAFERÐINA SVO HJÁLPAR HANN ÞÉR AÐ HALDA LITNUM VIÐ ALLAN NÆSTA VETUR heimilistœki sf HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 SÆTUN 3 SIMI 15655 SÓLBIKINI sem segir SEX! Einn og sama brjostahaldarann má binda á sex vegu, svo lítið verður eftir sem sólin nær ei til! — Margir litir — stærðir s - m - I Póstsendum um allt land. Verð 3.950.- Ke Laugavegi sími 12650

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.