Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.07.1976, Qupperneq 48
A1’(iLVSIN(;AS!MINN ER: 22480 AUGLÝSINGASLMINN ER: 22480 JWor0unbI«biíi SUNNUDAGUR 4. JULt 1976 1 Blóðflokkaskráning sjó- manna ekki brýn nauðsyn — segir Ólafur Jensson, forstöðumaður Blóðbankans RANNSÓKNANEFND sjóslysa gerði á síðasta ári tillögu um blóðflokkun allra íslenzkra sjó- manna og að í skipshafnarskrá yrði skráður blóðflokkur hvers og cins. Tilgangurinn með þessu var að yrði stórslys um borð f skipi, yrði unnt að senda blóð með þyrlu og gefa slös- uðum. Segir nefndin að það geti haft úrslitaþýðingu að vita blóðflokk manna f slfkum tilfellum. Morgunblaðið hafði af þessu tilefni samband við Ólaf Jens- son yfirlækni og forstöðumann Blóðbankans, og spurðist fyrir um framkvæmd þessa máls. Óiafur sagði, að þegar menn hefðu farið að kanna hugsan- lega framkvæmd þessa máls hefðu komið í ljós ýmsir tækni- legir örðugleikar. Hefur komið til tals að gera skýrslu um blóð- flokk að skilyrði fyrir munstrun á skip. Sagði Ólafur að oft vildi það brenna við að menn hefðu ekki gögn um slíkar upplýsingar um sjálfa sig handbær þegar til ætti að taka. Þá kvað Ólafur einnig erfið- leika í því sambandi að margir Framhald á bls. 47. Óvenju fá- ir brezkir ferðamenn BREZKUM ferðamönnum hefur fækkað mjög hér á landi og að sögn Geirs Zoéga þá mun ástæðan vera landhelgisdeila Islendinga og Breta. — Við fengum í vetur margar fyrirspurnir frá brezku fólki sem hafði hug á að koma til íslands, en þorði hreinlega ekki út af þorskastríðinu, sagði Geir er Morgunblaðið ræddi við hann ( gær. — Fólk vissi ekki hvað var að gerast og hélt að það yrði jafnvel barið ef það kæmi hingað. Ég er þó sannfærður um að brezku ferðafólki fjölgar strax næsta sumar, en þar sem Bretar skipu- leggja sumarleyfi sín gjarnan langt fram í tímann þá koma ekki margir Bretar' hingað i sumar. Ég get t.d. nefnt að áætlað hafði ver- ið að brezkt skemmtiferðarskip með 1200 farþega kæmi hingað í sumar en hætt var við það á síðasta vetri vegna landhelgisdeil- unnar, sagði Geir Zoega. FERÐAMANNATÍMINN er hafinn og allar horfur eru á þvf að margir útlendingar muni leggja leið slna hingað í ár. Sunnlenzkir bændur bíða eftir þurrki l.juMli. fer.ri. GRASSPRETTA er yfirleitt góð vfðast hvar á landinu og sláttur hófst vfða fyrir nokkru. Hefur talsvert verið heyjað f Eyjafirði og á norðausturhorni landsins. Hér syðra hefur lftið verið slegið enn vegna óþurra, þótt sumir, sem aðstöðu hafa til votheysverk- unar, hafi slegið. Það litur yfirleitt vel út með gras — sagði Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda í gær, er Morgunblaðið spurði hann um ástand og horfur í landbúnaði í sumar. Hann sagði að á nokkrum stöðum hefði orðið vart við kal, en víðast hvar um landið kvað hann grassprettu mjög góöa og gras liti mjög vel út. Menn sunnanlands bíða aðeins eftir þurrki. Heldur fór illa með garðávexti í Rangárvallasýslu í næstsíðustu viku, en þar hvessti þá mjög mikið og fauk moldin. Var heldur sáð í fyrra lagi, en fyrir ein- hverjum búsifjum munu menn hafa orðið í þessu hvassviðri, einkum í Þykkvabæ. Sagði Gunnar að búizt hefði verið við að árið í ár yrði gott kartöfluár, en hann kvað þetta hafa spillt mjög miklu. Er ekki enn séð, hvernig úr því rætist — sagði Gunnar Guðbjartsson. ís kemur í veg fyrir loðnu- veiðar en eykur afla togara IS HEFUR undanfarna daga rek- ið inn yfir þau svæði úti af Vest- fjörðum þar sem loðnulóðningar fundust á dögunum og hefur því enn ekki tekizt að veiða neina loðnu. Loðnan, sem ekki er komin undir fsinn, er dreifð og óveiðan- leg. Isinn hefur hins vegar gert það að verkum að þorskur og ufsi hafa þétzt mjög og hafa togararn- Eyjaferjan kemur í dag Aðstaða enn ekki klár VESTMANNEYJAFERJAN nýja er væntanleg til Eyja klukkan 15 f dag og verður komu skipsins fagnað með hátfðlegri athöfn. Samkór Vestmannaeyja mun sýngja við komu skipsins og Lúðrasveit leika. Þá munu Einar Eiríksson forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og Guðlaugur Gfslason alþingismaður flytja ávörp. Ferjan fór frá Noregi aðfarar- nótt föstudags og siglingin hingað hefur gengið vel. Verður skipið til sýnis fyrir almenning í dag, en fyrsta ferðin á milli Þorlákshafn- ar og Eyja verður farin á miðviku- daginn. Aðstaða fyrir ferjuna í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn er enn ekki tilbúin þannig að fyrst um sinn verður ekki hægt að Framhald á bls. 47. ir veitt sérlega vel að undanförnu úti af Vestfjörðum og aflinn verið góður fiskur. Að sögn Hjálmars Vilhjálms- sonar fiskifræðings um borð í Bjarna Sæmundssyni er ísinn nú 45—50 mílur vestur af landinu og er kominn yfir það svæði þar sem Reykjavíkurskipin Sigurður og Guðmundur fundu loðnulóðning- ar á dögunum. Skipin hafa því fært sig af þessu svæði og hafa verið við leit síðustu tvo daga norður af landinu, eða úti af Grímsey og Kolbeinsey. Enn hafa þau ekki fundið loðnu, en leitinni mun verða haldið áfram. Súlan frá Akureyri var væntanleg á miðin í gær og i fyrradag lagði Gullberg frá Vestmannaeyjum einnig af stað á miðin. Jón Páll Halldórsson á Isafirði tjáði Morgunblaðinu í gær að allir Vestfjarðatogararnir og einhver fleiri skip hefðu veitt mjög vel á Kögurgrunni, Djúpál og Grunn- hala síðustu viku. Hefðu togar- arnir fengið 150—180 tonn á viku og aflinn ýmist verið fallegur ufsi eða þorskur. Fram að síðustu viku hefði afli verið tregur úti af Vest- fjörðum og ufsi hreinlega ekki sézt Framhald á bls. 47. VeikindiumboriJ í Kungsholm 5 farþegar skildir eftir ALLS koma hingað 9 skemmti- ferðaskip f sumar á vegum ferðaskrifstofu Geirs Zoéga en nokkur skip munu einnig koma á vegum Fcrðaskrif- stofunnar Úrvals í sumar. Skemmtiferðaskipið Kungs- holm var f Reykjavfk á föstu- daginn, en með þvf skipi voru um 400 farþegar. Kungsholm kom hingað frá New York, en hélt sfðan til Noregs. Fimm af farþegum Kungsholm fóru þó ekki með skipinu þangað vegna veikinda og liggja þeir á Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.