Morgunblaðið - 06.07.1976, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
LOFTLEIDIR
H 2 1190 2 11 88
/^BILALEIGAN—
felEYSIR l
LAUGAVEGI 66 ^
24460 ^
28810 n
Utvarpog stereo,.kasettutæki
CAR
RENTAL
FERÐABILAR hf.
Bílaleiga, sími 81260.
Fólksbilar, stationbílar, sendibíl-
ar, hópferðabilar og jeppar.
Fa
/7 «//.! I l lt. l \
ALUR"
22*0-22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
ORÐ
í EYRA
Félagsleg
könnun
GAT nú skeð að hlypi á snæriS
hjá mörlandanum sem hann er á
bólakafi f þorska-stríSinu. Fflefld
ur hópur sálspekinga og félags
fræðinga og annarra dáindis
manna danskra heiSrar nú út-
skersfólk þetta með heimsókn
sinni og gerir aukinheldur vfs-
indalega könnun á Iffsviðhorfum
9 ára aldursflokks (ekki barna,
það er ekki grunnskólamál) !
grunnskólum, svona holt og bolt,
en þó aðallega bolt, að sögn
stjórnanda könnunarinnar, dr.
Fjols frá sálfræði- og félagsvfs-
indastofnun háskólans í Wlols.
Jakob er náttúrlega einsog
hundur f hverri hofferð þegar
mennfng og vfsindi eru annars
vegar og þessvegna tókst honum
að króa dr. Fjols af útí horni f
einum grunnskólanum. Að vfsu
voru efnislegir og stórgáfaðir erf
fngjar landsins að nærast um-
hverfis okkur, svo og grunnskóta-
kennarar. og svokölluð popp-
mússík eða grunnmússfk lamdi
hlustir okkar vægðarlaust.
Hvurninn datt ukkur i Mols
eiginlega f hug að koma hfngað
tilað gera könnun (alsekki kanna,
það er ekki vfsindamál) á grunn-
skólanemendum, doktor Fjols?
argaði ég uppf illa þvegið eyrað á
þeim danska.
— Okkur dettur nú ýmislegt f
hug i Mols, sagði doktorinn.
— At hvurju völduð þið 9 ára
aldursflokkinn?
— Af hvurju ekki? Þeir eru
sumir læsir enn. <•
— Að hvurju beinist svo rann-
sóknin eða könnunin?
Í fyrsta lagi verða nemend
ur að gefa upp kynferði sitt und-
anbragðalaust, það er að segja
hvort þeir eru drengir eða stúlkur
eða hvorugt. j öðru lagi hvaða
Iffsviðhorf þeir hafa tamið sér
bæði í heimahúsum og kvik-
myndahúsum með sérstöku tilliti
til landfræðilegrar staðsetnfngar,
félagslegrar lagkökuskiptingar og
launaf lokkunar foreldra á árs-
grundvelli. Svo eru tilaðmynda
nákvæmar persónulegar upplýs-
ingar, eins og varðandi ilmvatna
tegundir, tóbaksreykfngar, jafn-
réttismál kynjanna. kynferðis-
fræðsfu, samskipti við hitt kynið
og svo. . .
Ekki er kyn þótt keraldið
leki Er þetta nú ekki nokkuð
Framhald á bls. 29
Útvarp Reykjavík
V
ÞRIÐJUDAGUR
6. júlf
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigrún Valbergsdóttir
heldur áfram sögunni
„Leynigarðinum" eftir
Francis Hodgson Burnett
(14).
Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Stuyvesant strengjakvartett-
inn leikur Sjakonnu í
g—moll eftir Henry
Purcell/Kathleen Ferrier
syngur arlur úr óratóríunni
Elía eftir Mendelssohn og
aríu úr óperunni Orfeus og
Evredíke eftir Gluck; Bovd
Neel hljómsveitin leikur
með /Pierre Fournier leikur
á selló og Ernest Lush leikur
á pfanó Italska svítu eftir
Igor Stravinskf við stef eftir
Giovanni Pergolesi/Gwydion
Brook leikur með Konung-
legu Fflharmoníusveitinni í
Lundúnum Konsert f B—dúr
(K191) fyrir fagott og hljóm-
sveit eftir Mozart; Sir Thom-
as Beecham stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkv nningar.
SÍÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Farðu
burt, skuggi" eftir Steinar
Sigurjónsson Karl Guð-
mundsson leikari les (4).
15.00 Miðdegistónleikar
Jean Fournier, Antonio
Janigro og Paul Badura-
Skoda leika Trfó nr. 2 f g-
moll op. 26 fyrir fiðlu, selló
og píanó eftir Antónfn
Dvorák.
Pro Arte pfanókvartettinn
leikur Kvartett f c-moll op.
60 fyrir pfanó og strengi eftir
Johannes Brahms.
16.00 Fréttir. Tilky nningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Sagan: „Ljónið, nornin
og skápurinn" eftir C.S.
Lewis
Rögnvaldur Finngogason les
(2).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
Kvöldsins.
KVÓLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Aidarminning Hall-
grfms Kristinssonar for-
stjóra
Páll H. Jónsson frá Laugum
flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins
Asta R. Jóhannesdóttir kynn-
ir.
21.00 Bjargvættur Skaftfell-
inga f tvo áratugi
Brot úr sögu Vélskipsins
Skaftfellings frá 1918—1963.
Gísli Helgason tekur saman.
Lesari með honum: Jón Múli
Arnason.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Litli dýrling-
urinn“ eftir Georges
Simenon
Asmundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr les (5).
22.40 Harmonikulög
Andrés Nibstad og félagar
leika.
23.00 A hljóðbergi
Mannsröddin: Mónódrama
eftir Jean Cocteau.
Ingrid Bergman flytur.
23.50 Réttir. Dagskrárlok.
A1IÐMIKUDAGUR
7. júlf
MORGUNNINN________________
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Sigrún Valbergsdóttir
endar lestur sögunnar
„Leynigarðsins" eftir
Francis Hodgson Burnett;
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi
og bjó til útvarpsflutnings
(15).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Kirkjutónlist kl. 10.25: Kant-
ata nr. 80, „Vor Guð er borg á
bjargi traust eftir Bach.
Flytjendur: Agnes Giebel,
Wilhelmine Matthés,
Richard Lewis, Heinz Rehf-
uss, Bachkórinn og Fflharm-
onfusveitin f Amsterdam.
Stjórnandi: André van der
Noot.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Yehudi Menuhin og Konung-
lega Fflharmoníusveitin f
Lundúnum leika Konsert nr.
1 f D-dúr op. 6 fyrir fiðlu og
hljómsveit eftir Niccolo
Paganini; Alberto Erede
stjórnar / Fflharmonfusveit-
in í New York leikur Sinfón-
fu nr. 1 í C-dúr eftir Georges
Bizct; Harold Gomberg leik-
ur einleik á óbó. Leonard
Bernstein stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
SIÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Farðu
burt, skuggi“ eftir Steinar
Sigurjónsson
Karl Guðmundsson leikari
les (5).
15.00 Miðdegistónleikar.
Samson Francois og hljóm-
sveitin Fflharmonfa leika
Píanókonsert nr. 2 f A-dúr
eftir Franz Liszt; Constantin
Silvestri stjórnar.
Fflharmoníusveit Berlfnar
leikur Sinfónfu nr. 2 f C-dúr
op. 61 eftir Robert Schu-
mann; Rafael Kubelik
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar
17.00 Lagið mitt
Anne Marie Markan kynnir
óskalög barna innan tólf ára
aldurs.
17.30 Bækur, sem breyttu
heiminum — III
„Afstæðiskenningin“ eftir
Albert Einstein.
Bárður Jakobsson lögfræð-
ingur tekur saman og flytur.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÓLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Loftslag og gróður
Hörður Kristinsson grasa-
fræðingur flytur erindi.
20.00 Einsöngur f útvarpssal
Asta Thorstensen og Jónas
Ingimundarson flytja laga-
flokkinn „Undanhald sam-
kvæmt áætlun“ fyrir altrödd
og pfanó eftir Gunnar Reyni
Sveinsson við ljóð eftir Stein
Steinarr.
20.20 Sumarvaka
a. Eftirminnilegur fjárrekst-
ur
Frásöguþáttur eftir Játvarð
Jökul Júlfusson á Miðjanesi.
Pétur Pétursson les.
b. Kvæðalög frá Kvæða-
mannafélagi Hafnarfjarðar
Fimm kvæðamenn, Kjartan
Hjálmarsson, Aslaug Magn-
úsdóttir, Magnús Jóhanns-
son, Magnús Jónsson og
Skúli Kristjánsson, kveða
bundið mál eftir Sigurð
Breiðfjörð, Ólaf Jóhann Sig-
urðsson og Stephan G. Steph-
ansson.
c. Endurminningar frá
Miklabæ,
eftir Þorstein Björnsson.
Hjörtur Pálsson les.
d. Kórsöngur
Kór Rangæingafélagsins f
Reykjavfk syngur; Njáll Sig-
urðsson stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Æru-
missir Katrínar Blum“ eftir
Heinrich Böll
Franz Gfslason les þýðingu
sfna (5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Litli dýrling-
urinn“ eftir Georges Simen-
on,
Kristinn Reyr les þýðingu
Asmundar Jónssonar (6).
22.40 Djassþáttur
f umsjá Jóns Múla Arnason-
ar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
Kirkjan
í Snóks-
dal kallar
áhjálp
Endurreisn
Snóksdalskirkju
Fyrir liðlega einni öld var
vigð í Snóksdal kirkja, mikið
hús og veglegt á þess tíma
mælikvarða. Vel var til þessa
húss vandað á sinni tíð, enda
tekur sókn þess yfir heilan
hrepp og meira til.
En heil öld er langur tími í
sögu timburhúss í hinni marg-
breytilegu og mislyndu
veðráttu þessa lands. Og á
þessu langa tímabili hefur
Snóksdalskirkja mjög látið á
sjá sem von er, og þess þó
heldur þar sem viðhald og end-
urbætur hefur skort síðustu
áratugi. Það á vissulega sínar
eðlilegu orsakir eins og þær,
að þótt víðátta sóknarinnar
hafi ekki minnkað, hefur sál-
um safnaðarins fækkað stór-
um. Þá Snóksdalskirkja var
reist voru í sókninni 264 íbúar
á 35 bæjum, en nú munu íbúar
vera innan við 70.
En þess ber að minnast, að í
starfi og afköstum er ekki allt
komið undir fjöldanum, sem
að verki gengur, heldur miklu
fremur áhuga þeirra og atorku
sem leggja hönd á plóginn.
Með það í huga hóf Snóksdals-
söfnuður að hrinda í fram-
kvæmd allsherjar viðgerð á
sinni gömlu kirkju. Leitazt er
við að hún haldi sem mest sínu
upphaflega, sérstæða formi.
Meðal annars er prédikunar-
stóllinn yfir altarinu og gluggi
að baki hans hátt á kórgafli.
Nú er þessum framkvæmd-
um vel á veg komið og stefnt er
að því að endurvígja kirkjuna
nú í haust. Þær áætlanir byggj-
ast þó að verulegu leyti á að-
stoð utan safnaðarins sjálfs.
Margir burtfluttir Dalamenn
búa nú í þéttbýlinu á Suðvest-
urlandi og sjálfsagt víðar um
land. Ekki er að efa að margir
hugsa hlýlega til sinnar gömlu
sóknarkirkju og verða henni
nú hjálplegir með framlögum
og fyrirbænum, þegar hún
þarf þess mest með. Söfnuður
Snóksdalskirkju biður því alla
Dalamenn og aðra velunnara
kirkjunnar um fjárhagsstuðn-
ing nú, svo áætlanir standist.
Formaður byggingarnefndar,
frú Ragnhildur Helgadóttir,
Hörðubóli, Dalasýslu mun
veita fjárframlögum fúslega
viðtöku. Einnig má koma
greiðslum á afgreiðslu blaðs-
ins. En tíminn er naumur til
stefnu og öll aðstoó þyrfti að
koma sem fyrst. Munum að
margt smátt gerir eitt stórt.
(Frá Byggingarnefnd
Snóksdalskirkju.)