Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 5
V2Era
F20K í
Viltu fjör í fríinu. Allt ungt fólk á þess kost
að gerast meðiimir í KJúbb 32, sem er ferða- og
skemmtiklúbbur ungs fólks. Starfar í samvinnu
við hliðstæðar stofnanir erlendis. Meðlimir fá af-
slátt í verslunum heima og erlendis, geta tekið
þátt í dansleikjum og hljómleikum fyrir meðlimi
á vetuma og fengið 10 þús. króna afslátt í sól-
arlandaferðum þar sem dvalið er á hótelum þar
sem eingöngu ungt fólk býr, eins og Hotel 33 á
Mallorca. Vinsælar íslenskar hljómsveitir eins og
Cabarett og Paradís skemmta á Mallorca. Sér-
stakar hópferðir 30. maí, 13. júní, 15 og 19. sept.
Einnig hægt að komast með í öllum öðrum
Sunnuflugum.
Aðeins fyrir þá sem vilja fjör í fríinu. Þér getið
gerst meðlimur með því að koma, hringja eða
skrifa Klúbb 32, c|o Ferðaskrifstofunni Sunnu
Lækjargötu 2, Reykjavík.
FERÐAKLUBBUR JJNGA FÓLKSINS
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976
Ur sænskum dómum
um bók Einars Braga
ekki að byrgja úti sjónvarps-
geislann.
Þetta veit Einar Bragi. Lesið
til dæmis Ættjarðarljóð... Þar
felst mikið að baki ljóðlinum,
sem óbrotnar virðast við fyrstu
sýn.. . Ég má ekki gleyma að
geta þess, að Pilar av ljus er
ríkulega myndskreytt bók...
3^*0 er náinn vinur Einars
BrBéja í listinni, Hörður Agústs-
son, sdfn»H?ert hefur hinar
mörgu óSv||ætu myndir.“
„Örvar að'vestan“ nefnist rit-
dómur eftir Gunars Irbe í
Göteborgs Handels- och
Sjöfartstidníng. Hann segir:
„Pilar av ljus heitir lítið
ljóðaval eftir íslendinginn
Einar Braga.. . Það er bók, sem
ég vildi óska að allir ljóðaunn
endur öfluðu sér, meðan hana
er enn að finna innan um allt
hitt á borðum bókabúðanna: ég
var búinn að hafa af henni
mikla gleði, áður en þetta var
ritað, og á eftir að gripa til
hennar aftur við og við... Hér
gefst ágætt færi á innsýn í
heim Islenzkrar ljóðlistar,
þegar hún er sem bezt og mest
einkennandi, að minnsta kosti
fyrir þau nýmæiaskáld af kyn-
slóð Einars Braga, sem brutust
undan fargi steinrunninnar
hefðar, án þess að leggja alla
ljóðaerfðagripi að jöfnu og
kasta þeim I glatkistuna." Rit-
dómarinn vitnar i ljóðið Dags-
komu, sem fjallar um lýðveldis-
tökuna, þegar „nóttin dó í
jökulinn" og ungar hendur
komu „fram úr skýjum, seild-
ust inn i brjóstið og drógu lokur
frá hurðum, svo dagsbirtan
fengi rekið myrkrið á flótta".
Siðan heldur hann áfram:
„Mörgum islenzkum mennta-
manni hefur þótt sem síðari
stundir þess morguns væru
ekki eins bjartar: erlend
herseta og ógnun frá erlendri
gervimenningu hafa gert þá
æfa, og Einar Bragi er meðal
þeirra sem mótmælt hafa fyllst-
um rómi — einnig í ljóðum
sinum. En hann hefur kunnað
með að fara og aldrei gert ljóð-
list sína að slagorðaskvaldri.
Um hvað sem hann yrkir, vakir
listrænn heiðarleiki hans ævin-
lega yfir, að hluttakan leiði
ekki til bandalags við hina
glamurkenndu yfirborðsmenn-
ingu. Það er til slíkrar staðfestu
sem lifandi menning sækir
mátt sinn, á slíkum grunni
byggist andspyrnan gegn því
sem ógnar með svipleysi og út-
rýmingu."
I Göteborgs-Posten skrifar
Eric S. Alexandersson um
ljóðabækur þeirra Einars
Braga og Ólafs Jóhanns Sig-
urðssonar undir sameiginlegri
fyrirsögn: „Islenzkar raddir“.
Hann segir: „Einar Bragi legg-
ur mesta rækt við prósaljóð;
stundum eru það löng og víð-
feðm ljóð, þar sem hann gefur
af örlæti á báðar hendur sam-
bland af náttúruskynjunum,
íhugunum, aðstæðulýsingum.
Haiin talar við náttúruna eins
og barn, lifir i henni, svo að
skilin milli þeirra þurrkast allt
að þvi út, ber fram spurnir
óbundnar tíma og er næmur á
hræringu hinnar minnstu líf-
veru. En einnig i smáljóðunum,
sem minna eins og sum af ljóð-
um Ólafs Jóhanns á gamla kin-
verska ljóðlist, er áþreifanlegt
lif og hreyfing...“ Sem dæmi
um það birtir ritdómarinn ljóð-
ið Eins og ævi manns, segir
síðan: „Hér er sem sagt hinn
sérkennandi angurværi eyði-
leiki, jafnt hið íshreina sem hið
upprunalega og fagurferska,
sem oft leikur um ljóðheim
Einars Braga og frá honum
stafar. í flestum hinna ljóðanna
genguf umkomulausa litla
manneskjan um hetminn með
spurnir sínar, hellabrot sin.
Framhald á bls. 33
Eins og getið hefur verið í
fréttum, gaf Bo Cavefors
Bokförlag I Svíþjóð nýlega út
ljóðabókina Pilar av Ijus (Ljós-
örvar) eftir Einar Braga I
sænskri þýðingu eftir Inge
Knutsson. Bókinni hefur verið
frábærlega vel tekið. Daginn
eftir útkomu hennar var i
sænska útvarpinu hálftíma dag-
skrá undir nafninu Pilar av
ljus, þar sem eingöngu var
fjallað um ljóðlist Einars Braga
og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar,
rætt við höfundana og lesið úr
ljóðum þeirra.
Fyrstu ritdómar sænskra
blaða um bók Einars Braga
hafa nú borizt til landsins.
I Arbetarbladet skrifar
Einar Bragi
Kenneth Jonsgárden undir
fyrirsögninni: „Island í hjört-
um vorum“. Hann ber í upphafi
mikið lof á þýðandann, segir
verk hans vera í háum gæða-
flokki, heldur síðan áfram:
„Nafn Einars Braga er vel
þekkt langt utan við storm-
barðar strendur lslands...
Sjálfur kveðst hann jafnan
hafa verið verkasmár við ljóða-
gerð: talið vel, ef sér auðnaðist
að yrkja eitt frambærilegt ljóð
fyrir hvert ár ævinnar. Þegar
að er gáð, er það allt annað en
lágt markmið. Bækurnar hafa
sem sagt hvorki komið ýkja
þétt né verið þykkar, en efni
þeirra er mikilsháttar og býr
yfir innri þrótti, sem gefur
skáldskap hans almennt gildi
langt utan tslands. Svo er
einnig um ljóð, sem bera þó
staðbundinn blæ, eins og þessi
litla fimmhenda:
Kvöldsnekkja snjóhvít.
Snortið oddrauðum vængjum
silfurfljót svefnhljótt.
Sytrandi dropum telur
eilífðin stundir okkar.
Maður les ljóðið á ný og sér
ljóslega, hvernig öldur þess
færast næstum ógreinanlega út
yfir æ stærri teig af veruleika
vorum, sem er einnig veruleiki
Einars- Braga. Þannig á ljóðlist
að vinna. Islendingar eru
fámenn þjóð með marga rithöf-
unda, sem þráfaldlega taka þátt
I átökum um málefni þjóðar-
innar. Þegar Einar Bragi varð
stúdent 1944, var ekki langt í
17. júni, daginn sem íslenzka
lýðveldið var endurvakið á
Þingvöllum. Það var dýrmæt
stund fyrir Einar Braga og alla
hina endurfæddu þjóð.
Einar Bragi hefur alla tíð
unnið tslandi. Hann er harð-
skeyttur andstæðingur her-
stöðvarinnar i Keflavík: virkis
bandarískrar hernaðarstefnu á
tslandi. Meðan herstöðin er í
landinu, njóta íslendingar ekki
,relsis I raun: hún er þeim
Sífelld ógnun. Önnur ógn stafar
frá amerískri menningu, sem
dreift er um landið með sjón-
varpi og útvarpi. Það nægir
Bamavagnar
og kerrur
bamavagnar, kerrur og kerruvagnar eru norsk gæðavara
gerð fyrir norðlægar slóðir.
Tvíburavagnar og — kerrur einnig jafnan fyrirliggjandi.
Mikið úrval — sanngjarnt verð
Sendum gegn póstkröfu — Fást einnig víða um land
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 — slmi 84670.