Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 7

Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULt 1976 7 Verðbólga á viðreisnar- og I vinstristjórn- arárum Pálmi Jónsson alþingis- maður ritar nýverið þjóð- málaþanka i Siglfirðing, málgagn siglfirzkra sjálf- stæðismanna. Þar segir m.a : „Verðbólga var al- geng 10 til 12% á við- reisnarárunum og þótti mikil. Á vinstri stjómar ár- um steig verðbólgan hröð- um skrefum og árið 1974 varð vöxturinn kominn í 53%. 1975 seig vöxtur- inn i 37% en erfitt er að segja fyrir um með vissu, hver niðurstaðan verður i ár, þótt likur séu taldar á 25 til 28% verðbólgu- vexti. Þetta gifurlega verðbólguflóð á sér fyrst og fremst tvenns konar uppruna. Í fyrsta lagi verðhækkanir af erlend-. um toga i kjölfar oliu- kreppunnar. í annan stað ákaflega verðbólguhvetj- andi ráðstafanir innan- lands, ekki sizt á fyrstu mánuðum vinstri stjómar, sem beinlinis hrundu skriðunni af stað, ásamt óraunhæfum kjarasamn- ingum, sbr. samningana 1974. . ." Halli á ríkis- b’úskapnum „Halli á rikisbúskapn- um nú siðustu árin hefur valdið verulegum erfið- leikum. Að minum dómi hefði mátt taka fjárlagaaf- greiðslu fyrir árið 1975 fastari tökum en gert var, fresta gildistöku nýrra út- gjaldaáforma meir en gerl var og fresta framkvæmd- um. Nú standa vonir til að greiðslujöfnuður náist hjá rikissjóði á þessu ári. Það er enda mikilvægur þáttur i því að lækna meinsemdir efnahagslifsins. Þótt erf- iðlega hafi gengið að ráða við efnahagsvandann það sem af er þessu kjörtima- bili, eru nú teikn. á lofti, sem benda til þess, að heldur þokist i rétta átt. Viðskiptakjörin virðast nú heldur fara batnandi, verðbólguvöxturinn er á undanhaldi og vonir standa til, að jöfnuður ná- ist I rikisfjármálum. Auð- vitað er á mörgum sviðum þungt fyrir fæti, svo sem kröpp greiðsluaðstaða fjárfestingarlánasjóða og erfiðleikar ýmissa at- vinnugreina, ekki sizt að þvi er varðar rekstrarfjár- magn. Þrátt fyrir það verða menn að hafa i huga að á meðan við er- um að komast upp úr öldudalnum verðum við að stilla kröfum i hóf, til þess að geta öðlast þeim mun meira, þegar fjár- hagslegt bolmagn vex. . ." Rafmagns- framkvæmdir 70% meiri — Hitaveitu- framkvæmdir 35% meiri Þá ræðir Pálmi um for- gangsverkefni núverandi rikisstjómar á sviði virkj- ‘ unarmála. vatnsafls og jarðvarma, og segir: „Við i þetta fyrirheit hefur verið ' staðið með þeim hætti. að I nú eru framkvæmdir i , orkumálum meiri en I nokkru sinni fyrr. Þannig I voru raforkuframkvæmdir > 70% meiri árið 1975 en I árið á undan, og hita- | veitu- og vatnsveitufram- . kvæmdir 35% meiri. | I Hluta af þessum fram- I kvæmdum er að finna meðal hagsmunamála | Siglfirðinga, þar sem er I viðbótarvirkjun við Skeiðsfoss f Fljótaá og | hitaveitan úr Skútudal." | Þá ræddi Pálmi um jarð- | varmaleit og boranir viða F i kjördæminu. sem nú ' standa yfir, og framkomið | stjórnarfrumvarp um > virkjun Blöndu. Um það ' efni sagði hann: „Það mál | þarf talsverðan aðdrag- • anda og vandlegan undir- l búning áður en fram- | kvæmdir hefjast. En að . minum dómi er þar um að I ræða mjög stórt hags- | munamál fyrir þetta kjör- . dæmi og raunar miklu I stærra landssvæði. Stór- | virkjun býður upp á marg- visleg tækifæri i atvinnu- I uppbyggingu, sem gætu. I ef rétt er á málum haldið, snúið gjörsamlega við | þeirri stöðnun, sem rikt | hefur i búsetuþróun og tekjuskiptingu i þessu kjördæmi um áratugi." VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK bl AlGi.VSIK I M ALI.T LAN’D ÞEGAR ÞÚ Al'G- LVSIr'i MORGl'NBL \DINl Lucky sett. Verð kr. 190.000.- Urval af húsgögnum Springdýnur í öllum stærðum og stífleikum. Viðgerð á notuðum springdýnum. Sendum í póstkröfu um land allt. Opið frá 9—7, laugardaga 10—1. Einsmannsrúm frá 49.000.- Hjónarúm frá 62.000.— WS Sptingdýnur Helluhrauni 20, Simi 53044. Hafnarfirði. afritar állt - alltaf bréf, bækur, teikningar... svart, blátt, rautt... allt ad stærd A3... tuttugu afrit á mínútu enginn undirbúningur... mjög audvelt: frumritirf á plötuna. vélina i gang... afritirf er tilbúid þarfnist þér Ijósprentunarvélar, þá þarfnist þér LJOSPRENTUNARVELAR SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 3 Simi 20560 - Pósthólf 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.