Morgunblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976
13
Þing Sambands ísl. barnakennara:
Ófremdarástand
í kennslumálum
vangefinna
SAMBAND fsl. barnakennara héft nýlega 24. fulltrúaþing sitt og var
þingið haldið f Reykjavík. Þingið sátu 72 fulltrúar frá 10 svæðafélög-
um SfB, en aðalmál þingsins voru uppeldis og skólamál, iauna- og
kjaramál, auk félags og skipulagsmála samtakanna. Sérstaklega var
fjallað um aðstöðu vangefinna f fræðslukerfinu. Ingi Kristinsson, sem
verið hefur formaður SÍB sl. 4 ár og setið f stjórn samtakanna samfellt
f 20 ár, baðst undan endurkjöri og var Valgeir Gestsson kjörinn
formaður f hans stað.
Á þinginu flutti Jóhann
Gunnarsson læknir erindi um
fræðslumál vangefinna og benti
hann m.a. á þeir neyttu ekki laga-
legs réttar síns til náms. Þingið
gerði samþykkt um málefni van-
gefinna og segir þar að þingið
vilji vekja athygli menntamála-
ráðuneytisins og Alþingis á því
ófremdarástandi, sem ríkir í
kennslumálum vangefinna hér á
landi.
I samþyktinni segir að á þessu
sviði hafi viðgengizt svo lang-
varandi misrétti að lengur verði
ekki við slíkt unað. Síðan segir:
„Þrátt fyrir skýlaus lagafyrir-
mæli er þessi minnihlutahópur
ennþá utangarðs í menntakerfi
þjóðarinnar, án skóla og náms-
skipulags — og engin sýnileg
merki þess, að úrbóta sé að
vænta.“
Þingið skoraði í samþykkt sinni
á menntamálaráðherra að gefa
þegar út reglugerð um sérkennslu
vangefinna og annarra afbrigði-
legra nemenda, en reglugerð
þessi hefur legið í drögum i ráðu-
neytinu i hartnær ár. Þá átaldi
þingið þá ráðstöfun menntamála-
ráðuneytisins að stöðva áform
Kennaraháskólans um framhalds-
nám fyrir kennana vangefinna og
annarra afbrigðilegra barna á
næsta starfsári.
ftrekaðar voru fyrri samþykktir
um einsetinn skóla og saipfellda
stundaskrá. Þingið harmaði deil-
ur um starfsetningarreglur, sem
áttu sér stað á síðasta Alþingi, og
skoraðað var á menntamálaráð-
herra að hlutast til um lausn þess-
ara mála hið bráðasta.
Vakin var athygli á launamál-
um kennara og í samþykkt um
þau mál er varað við lélegum
launakjörum kennara, sem leitt
geti til þess að fólk án kennara-
réttinda ráðist í vaxandi mæli til
kennarastarfa. Nefnt er sem
dæmi að á sl. hausti hafi um 40%
þeirra er réðust til kennslustarfa
við grunnskóla verið fólk án
uppeldislegrar menntunar og þar
með án kennararéttinda.
Formaður var kjörinn Valgeir
Gestsson og aðrir f aðalstjórn sam-
takanna eru: Páll Guðmundsson,
Bjarni Ansnes, Elín Ólafsdóttir,
Kristín H. Tryggvadóttir, Guðjón
B. Jónsson og Ragna Ólafsdóttir.
tJr einni vinsælustu sýningu Þjóðleikhússins s.l. vetur, óperunni
Carmen.
Aldrei fleiri áhorfendur
134.090 manns sáu leiksýníngar
Þjóðleikhússins á þessu starfsári,
sem lauk þ. 22 júlf s.l., og hafa
áhorfendur aldrei verið fleiri l
sögu leikhússins. Þetta kemur
fram f fréttatilkynningu frá leik-
húsinu, þar sem gert er grein
fyrir starfseminni sfðastliðinn
vetur. Eru þá taldir með
áhorfendur listahátfðar og
áhorfendaf jöldi f leikferðum.
Verkefni Þjóðleikhússins á ár-
inu voru 24 að frátöldum sýning-
um Lilla Teatern og söng- og leik-
kvöldi Giselu May á Listahátíð. Af
þessum 24 verkefnum voru 10
frumsýningar á Stóra sviðinu en 4
voru tekin upp frá fyrra ári. Alls
voru 295 sýningar á vegum Þjóð-
leikhússins að meðtöldum leik-
ferðum innan lands og utan.
Drýgstar voru leikferðir Inúks,
110 sýningar, þar af 60 erlendis
en leikritið var sýnt í 11 löndum á
árinu. Aðsókn var misjöfn en bezt
varð hún að óperunni Carmen,
sem sýnd var I 51 sinn fyrir fullu
húsi. Við Þjóðleikhúsið eru nú
fastráðnir 30 leikarar, í kór leik-
hússins 40 söngvarar og íslenzki
dansflokkurinn telur átta
dansara. Fjölmennasta sýningin
var Carmen, þar komu fram 125
söngvarar, dansarar, hljóðfæra-
leikarar og aukaleikarar.
Æfingar hefjast aftur i leik-
húsinu síðari hluta ágúst og
verður fyrsta verkefni næsta
leikárs frumflutningur á nýju
íslenzku leikriti, Sólarferð eftir
Guðmund Steinsson. Þar er
brugðið upp mynd 'áí landanum i
sólarlandaferð. Leikstjóri verðvr
Brynja Benediktsdóttir.
\ , ém , ■Laf
j f / » « jM. IM , JH •.
-
Fulltrúar reykvfskra kennara á 24. fulltrúaþingi StB
Sorp er ekkert
feimnismál!
SORPKASSAR — RUSLAKASSAR — BLÓMAKASSAR.
EFNI: ELITE VATNSÞOLNAR SPÓNAPLÖTUR
SAMSETNINGARJÁRN SINKHÚÐUÐ.
MEÐ OG ÁN HJÓLA.
SUMARHÚSAEIGENDUR, ATH. KASSARNIR
ERU ÓSAMSETTIR OG ÞVÍ AUÐVELDIR í FLUTNINGUM
INNIKASSI ÚTIKASSI (ELITE)
Dýpt: 40 sm, hæð: 75 sm, breidd: 82,5 sm Dýpt: 49 sm, hæð: 80 sm, breidd: 100 sm.
Fyrir 2 poka (stærð: 60 x 90 sm) Fyrir 2 poka (stærð. 75X115 sm)
INNIKASSI ÚTIKASSI (ELITE)
Dýpt: 40 sm, hæö: 75 sm, breidd: 42,5 sm Dýpt: 49 sm, hæð: 80 sm, breidd: 51,5 sm.
Fyrir 1 poka (stærö 60 x 90 sm) Fyrir 1 poka (stærð 75X115 sm)
FEGRIÐ UMHVERFIÐ MEÐ THOREX KÖSSUNUM.
SÖLUUMBOÐ:
P) Plastprent hf.
V HÖFÐABAKKA 9 SÍMI
■ Jy
HBF^E
85600 HVERAGERÐI