Morgunblaðið - 06.07.1976, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976
17
Þjálfari ÍBK leystur frá störfum
GUÐMUNDUR Sigurðs-
son, Á, var mjög nærri því
að setja nýtt íslandsmet í
lyftingum þungavigtar á
móti því sem íslenzka
Olympíunefndin gekkst
fyrir í Laugardalshöllinni
s.l, föstudagskvöld. Reyndi
Guðmundur við 203 kg í
jafnhöttun og var alveg við
að koma þeirri þyngd upp.
Guðmundur lyfti 147,5 kg í
snöruninni og jafnhattaði
195 kg þannig að saman-
SIGURÐUR
STÖRBÆTTI
METIÐ
SIGURÐUR Ólafsson, Ægi, stór-
bætti íslandsmetið I 1500 metra
skriðsundi í 25 metra braut á
móti sem fram fór I Hreppalaug f
Andakfl á 'sunnudaginn, en Ægis-
sundfólk ásamt fslenzku
Olympfuförunum dvaldi þar f æf-
ingabúðum um helgina. Synti
Sigurður á 17:09,3 mfn. en
gamla metið átti Friðrik Guð-
mundsson, KR, og var það
17:26,7 mfn.
— Sigurður hefur bætt sig
mjög verulega á þessari vega
lengd, sagði Guðmundur Þ. Harð-
arson. þjálfari hans, f viðtali við
Morgunblaðið f gær. — j vetur
synti Sigurður þessa vegalengd á
17:40,0 mfn. Árangur Sigurðar I
1500 metra skriðsundinu á
meistaramótinu á dögunum benti
til þess að hann ætti að ráða við
íslandsmetið, en of Iftill byrjunar-
hraði kom f veg fyrir að það félli
þá. Þess vegna ákváðum við að
gera tilraun á sundmótinu á
sunnudaginn, og verður ekki ann-
að sagt en að Sigurður hafi átt
næsta auðvelt með að bæta met-
ið.
lagður árangur hans var
342,5 kg.
Gústaf Agnarsson reyndi
við Norðurlandamet í snör-
un 170 kg, eftir að hann
hafði fyrst farið leikandi
létt upp með 157,5 kg. Fór
Gústaf upp með lóðin en
missti þau sfðan, þannig að
lyftan var ekki gild. Við
tilraun þessa meiddist
Gústaf lítillega og reyndi
því ekki jafnhöttunina.
Af þessum ágæta árangri
má sjá að íslenzku
Olympíufararnir virðast
nú í mjög góðu formi og
líklegir til þess að standa
sig vel f Montreal.
ISLENDINGAR mörðu sigur í sið-
asta leik sínum i þriggja liða
handknattleikskeppninni í
Bandaríkjunum, en þá kepptu
þeir við Kanadamenn. Urslit
leiksins urðu 22—19 fyrir ísland,
eftir að staðan hafði verið 11—7
fyrir Island í hálfleik. Er þetta til
muna naumari sigur en íslending-
ar hafa áður unnið í leikjum sín-
um við Kanadamenn. Með þessum
úrslitum hrepptu íslendingar
efsta sætið á mótinu, þar sem
Kanadamenn sigruðu Bandaríkja-
menn í síðasta leik mótsins. Öll
— EF ÞAÐ verður sæmilega
þurrt og gott veður þessa daga
fram að leiknum, þá tel ég Ifklegt
að hann fari fram á gamla Laug-
ardalsvellinum, sagði Bjaldur
Jónsson, vallarstjóri er Mbl. innti
hann eftir þvf I gær, hvort leikur
Vfkings og Vals f 1. deild yrði á
gamla Laugardalsvellinum, en
sem kunnugt er þá hefur hann
ekki verið notaður f sumar vegna
gagngerðra endurbóta sem unnið
hefur verið að. Leikur Víkings og
Vals á að fara fram n.k. fimmtu-
dag, og er búist við mjög mikilli
aðsókn að leik þessum, sem senni-
lega verður úrslitaleikur tslands-
mótsins að þessu sinni.
— Ég tel það mjög við hæfi að
það verði tvö Reykjavfkurfélög
— ÞAÐ var miklu meiri sigur-
stemmning hjá leikmönnunum
eftir að búið var að ákveða að láta
þjálfarann fara, heldur en eftir
að sigurinn gegn Þrótti var i höfn,
sagði Hjörtur Zakarfasson, for-
maður fþróttabandalags Keflavfk-
ur f viðtali við Morgunblaðið f
gær, en eftir leikinn við Þrótt á
sunnudagskvöldið héldu leik-
menn ÍBK fund þar sem þeir
ákváðu að óska eindregið eftir þvf
að James Graig, sem þjálfað
hefur liðið f sumar, léti af störf-
um.
Það mátti glögglega greina á
leikmönnum ÍBK er þeir héldu til
leiksins við Þrótt að ekki var allt
sem skyldi. Eftir á kom í ljós að
Graig hafði rætt við leikmennina
skömmu áður en þeir áttu að fara
út á völlinn og krafist svara af
þeim hvort þeir vildu að hann
yrði með liðið áfram eða ekki.
Vildu leikmennirnir ekki gefa
svör fyrir leikinn, en eftir hann
héldu þeir fund og tóku fyrr-
nefnda ákvörðun.
— Það er ekkert leyndarmál að
það hefur verið óánægja með
störf Graig lengi, sagði Hjörtur,
— leikmönnum hafa fundist
margar ákvarðanir hans ein-
kennilegar og óákveðnar, og þeim
hefur einnig gengið mjög illa að
rökræða við hann. Þetta hefur
orðió til þess að nokkrir leikmenn
hafa misst áhugann að mæta á
æfingar, en við vonum að þeir
komi nú aftur.
Hjörtur sagði ekki ákveðið hver
framvinda mála hjá Keflvíking-
liðin þrjú urðu því jöfn að stigum,
hlutu 4 stig, en markatala Islend-
inga var hins vegar hagstæðust.
Mörk Islands í landsleiknum
við Kanada skoruðu: Pálmi
Pálmason 6, Viðar Símonarson 6,
Agúst Svavarsson 4, Geir Hali-
steinsson 2, Pétur Jóhannesson 1,
Viggó Sigurðsson 1 og Þórarinn
Ragnarsson 1.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
tsland 4 2 0 2 89:85 4
Bandaríkin 4 2 0 2 73:74 4
Kanada 4 2 0 2 74:77 4
sem leiki „v(gsluleikinn“ á vellin-
um, sagði Baldur, — og þá ekki
slzt að það verði þau tvö félög sem
bezt eru Re.vkjavíkurfélaganna
um þessar mundir: Valur og Vík-
ingur.
Baldur kvaðst vera mjög
ánægður með hvernig grasið á
vellinum hefði komið til að und-
anförnu og mætti segja að völlur-
inn væru nú orðinn mjög góður.
— Það gjörbreytir ástandinu hjá
okkur að fá nýja grasvöllinn sem
leikið hefur verið á I sumar, sagði
Baldur, — það má segja að nú
höfum við yfir þremur—fjórum
völlum að ráða, og gamli Laugar-
dalsvöllurinn hefði aldrei eyði-
lagst svona, hefðum við fengið
nýja völlinn I gagnið svona fjór-
um árum fyrr.
um yrði. — Ætli við fáum ekki
einhvern gamlan leikmann úr lið-
inu til þess að stjórna því, sagði
hann, — og ég á líka von á því að
Guðni Kjartansson hjálpi okkur
við að skipuleggja æfingarnar. I
fyrra sáu þeir Jón Jóhannsson og
Guðni Kjartansson um æfingar
Keflavíkurliðsins um tíma, og
varð liðið m.a. bikarmeistari und-
ir þeirra stjórn.
James Graig er annar þjálfari 1.
deildar liðs sem lætur af störfum
á keppnistlmabilinu. Áður hafði
Sölvi Óskarsson, þjálfari Þróttar,
hætt.
Aðgangsharðir Valsmenn
Það var ekkert eftir gefið I leik
Vals og Breiðabliks á sunnudags
kvöldið. Á efstu myndinni má sjá
Ólaf Hákonarson, markvörð
Breiðabliks góma knöttinn örugg-
lega, en Valsmennirnir Ingi Björn
Albertsson og Atli Eðvaldsson
komu aðvífandi, og sækja að
Ólafi. Á myndinni hér til hliðar
má sjá Inga lenda I árekstri við
hann, og á myndunum að neðan
sést Ingi Bjöm fella Ólaf um koll
og detta sjálfan, en Atli skundar
frá við svo búið. Þrátt fyrir allan
gauraganginn heldur Ólafur alltaf
knettinum sem fjöreggi slnu.
Myndirnar tók Friðþjófur Helga
son, Ijósmyndari Morgunblaðs-
Naumur sigur yfir
Kanada og þar með
sigur í mótinu
Fer eftir veðri
- hvort leikið verður á „gamla" Laugardalsvellinum