Morgunblaðið - 06.07.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976
23
Mynd þessi er tekin nýlega úr lofti af Olympfusvæðinu I Kanada. og undraði menn hversu gffurlega
mikið var þar ógert. Þar er nú unnið daga og nætur, og segja forráðamenn leikanna að þrátt fyrir allt eigi
svæðið að verða tilbúið þegar ieikarnir eiga að hef jast þar 17. júlf n.k.
ALLT Á AFTURFÓTUNUM í MONTREAL
- nema öryggiseftirlit með keppendum
EFTIR tæpan hálfan mánuð eiga
■ Ólympfuleikarnir I Montreal að
hefjast og hefur nótt verið lögð
við dag að undanförnu við undir-
búning íþróttamannvirkja, en
sem kunnugt er hefur allt gengið
á afturfótunum frá upphafi við
gerð þeirra. Iþróttafólk er þegar
farið að koma til Montreal, og
búizt er við að því f jölgi þar mjög
mikið um næstu helgi, en þá
koma f jölmennir flokkar, m.a. frá
Eþíópíu og Ástralfu.
Farið er að reyna nýju Iþrótta-
mannvirkin og hefur komið í ljós
að þar er ekki allt sem sýnist.
Eftir mikla rigningu sem gerði í
Kanada um síðustu helgi er t.d.
knattspyrnuvöllurinn þar sem
úrslitaleikurinn á að fara fram,
ákaflega illa farinn, og þykir ótrú-
legt að unnt verði að nota hann á
leikunum, jafnvel þótt sæmilega
þurrt haldist fram til þeirra.
Ástæðan fyrir því að völlurinn fór
svo illa af rigningunni er talin sú,
að mistök hafi orðið við undir-
byggingu hans, þannig að vatnið
nær ekki að síga lengra niður en
rétt niður fyrir grasrótina. Mun
þegar hafizt handa við að ræsa
völlinn betur fram.
Þá hefur einnig komið f ljós að
þak þaó sem reist var yfir hjól-
reiðabrautina lekur meira og
minna, og af þeim orsökum geta
brautirnar orðið glerhálar. Eftir
rigninguna var þegar hafizt
handa við að þétta þakið, og telja
forráðamenn leikanna, að því
verki verði örugglega lokið áður
en Ieikarnir hefjast.
Svo sem kunnugt er þá var hætt
við að reisa mikinn turn sem vera
átti við Ólympíusvæðió en það
sem búið var að byggja af turni
þessum þegar ákveðið var að
hætta við gerð hans, kostar stórfé.
Forráðamenn leikanna hafa til
þessa ekki viljað nefna neinar töl-
ur um kostnað við mannvirkja-
gerðina. en fyrir mun þó liggja að
hann er allt að 100% meiri en
áætlað var f fyrstu. Quebeck-
fylkið hefur nú tekið við því að
sjá um mannvirkjagerðina, en
upphaflega var það ætlunin að
Montreal-borg sæi að mestu um
hana, og eignaðist siðan
mannvirkin að leikunum loknum.
Það eina sem gengið hefur vel
með í Montreal er bygging
Ólympíuþorpsins. Smíði þess er
lokið fyrir nokkru, og þeir
Filbert Bayi, heimsmethafi f 1500 m hiaupi — keppir hann ekki á OL.
keppendur sem þegar eru komnir
til Montreal ljúka miklu lofsorði á
aðbúnaðinn í Ólympíuþorpinu.
Kvarta þeir helzt yfir öryggis-
gæzlunni, og segjast ekkert geta
hreyft sig án þess að lögreglu- eða
hermenn séu á eftir þeim. Kana-
damenn hafa geysilega mikinn
viðbúnað til þess að tryggja
öryggi keppenda og ætia ekki að
láta söguna frá MUnchen 1972
endurtaka sig. Vitna þeir til þess
að Þjóðverjar hafi sett mjög
strangar reglur um umgang í
Ólympíuþorpinu og hafi þær ver-
ið haldnar fyrstu dagana. Síðan
hafi verið slakað á allri aðgætni
með hinum hörmulegustu af-
leiðingum.
— Það getur vel verið að
íþróttamannvirkin hjá okkur
verði ekki eins glæsileg eða góð
og þau voru f MUnchen, en við
munum örugglega gera allt sem i
okkar valdi stendur til þess að
keppendunum líði vel, og öryggi
þeirra verði ekki ógnað, er haft
eftir talsmönnum framkvæmda-
nefndar leikanna.
ÓLYMPÍU-
BÚNINGURINN
ÍSLENZKI Ólympíubún-
ingurinn mun verða mjög
svipaður á leikunum í
Montreal og hann var í
Miinchen 1972, þ.e. blár
jakki, hvftar buxur og rauð
skyrta. Að þessu sinni
munu þátttakendurnir
ekki verða með bindi. Við
litaval á búningunum var
m.a. höfð hliðsjón af því
hvað kæmi bezt út í sjón-
varpi, en bein útsending í
lit verður frá leikunum um
víða veröld. tslenzku
Ólympíuþátttakendurnir
munu æfa göngu áður en
þeir halda utan og mun
Þorsteinn Einarson,
íþróttafulltrúi ríkisins sjá
um þær æfingar.
Afríkubúar setja Ólympíunefnd kosti
tÞRÓTTAFÓLK frá nokkrum
Afrfkuþjóðum hefur hótað þvf að
taka ekki þátt f Ólympfuleikun-
um f Montreal, ef þar verða
keppendur frá Nýja-Sjálandi.
Ástæðan er sú að Ný-
Sjálendingar létu nýlega sig hafa
það að keppa við Suður-
Afrfkubúa f „rúbbf“. Talsmaður
ný-sjálenzku Ólympfunefndar-
innar hefur sagt að nefndin hafi
ekkert haft með keppni þessa að
gera, og hún geti ekki séð hvað
mál þetta komi Ólympfuleikun-
um við. Lance Cros$, formaður
nefndarinnar, sagði/'að það væri
staðreynd að á sfðasta ári hefðu
fþróttamenn frá 26 þjóðum keppt
f Suður-Afrfku og 22 af þessum
þjóðum sendu nú þátttakendur til
Montreal. — Við skiljum ekki
hvað þessi mótmæli Afrfkuþjóða
eiga að þýða, sagði Cross, — hvers
vegna er það verra að Ný-
Sjálendingar keppi f Suður-
Áfrfku en aðrir?
Anders Gárderud — fiestir spá honum sigri á Olympfuleikunum.
Garderad er sá sem
flestir spá sigri
MARGIR spá þvf að sænski
hlauparinn Anders Gárderud
verði einn öruggasti sigurveg-
arinn á Ólympfuleikunum f
Montreal f sumar. 1 fyrra bætti
hann tvfvegis heimsmetið f
3000 metra hindrunarhlaupi og
hljóp bezt á 8:09,8 mfn. á móti f
Stokkhólmi, en slfkur tfmi þyk-
ir mjög bærilegur f 3000 metra
hlaupi, þótt engar hindranír
séu á veginum. 1 fyrsta hlaupi
sfnu á þessu keppnistfmabili
sýndi Gárderud að hann er i I
mjög góðu formi, þar sem tfmi '
hans var 8:15,6 mfn., og er það
jafnframt bezti tfminn sem
náðst hefur f 3000 metra hindr-
unarhlaupi f heiminum f ár.
Anders Gárderud er stundum
kallaður „gullna spíkin" í
heimalandi sfnu og hefur hann
fengið þá nafngift vegna þess |
hve tággrannur hann er. Hefur
Gárderud löngum verið vinsælt
viðfangsefni sænskra blaða-
manna, og er hann lítt hrifinn
af því sjálfur, og segir að það sé
rétt einstaka blaðamaður sem
sé sæmilega heiðarlegur í skrif-
um sfnum og talandi sé við.
Fyrir þessi ummæli hefur
hann sætt ákúrum i sænsku
pressunni.
Anders Gárderud er 29 ára að
aldri og menntaður sem íþrótta-
kennari, en hefur hins vegar
lftið gert síðustu ár annað en að
hlaupa eins og aðrir hlauparar
sem eru á toppnum. Hann hef-
ur aldrei haft þjálfara og jafn-
an farið eigin leiðir við æfingar
sínar. Sjálfur viðurkennir hann
að slfkt hafi galla eigi að síður
en kosti, en það sé þannig, að
hann kunni bezt við sig þegar
hann er einn á hlaupunum.
Gárderud varð fyrir miklum
vonbrigðum á Ólympíuleiíúin-
um i Mlinchen 1972, þar sem
hann komst ekki í úrslit í hindr-
unarhlaupinu. Nokkrum vikum
síðar setti hann heimsmet í
greininni f keppni sem fram fór
í Helsinki.
Á Evrópumeistaramótinu í
Róm virtist sigurinn hins vegar
blasa við Gárderud. Hann var í
fararbroddi þegar skammt var
eftir í markið, en á sfðustu
metrunum tókst pólska hlaup-
aranum Malinowski að skjótast
fram úr honum.
Löngu síðar kom i ljós að
nóttina fyrir úrslitahlaupið
hafði Garderud að mestu dvalið
á salerninu, illa haldinn af gíf-
urlegum taugaspenning. Mun
hann ekki hafa sofið nema
röska klukkustund og kunni
það auðvitað ekki góðri lukku
að stýra.
En nú telur Gárderud sig bet-
ur búinn undir stórátök en
montreol7Ó
nokkru sinni fyrr. — Ég hef
öðlazt meira sjálfstraust en ég
hef nokkru sinni haft áður,
sagði Gárderud nýlega, — og ég
veit að ég get hlaupið hraðara
en nokkur hinna ellefu and-
stæðinga minna sem mæta mér
I úrslitum hindrunarhlaupsins
á Ólympíuleikunum í Montreal.
Menn verða að gera sér grein
fyrir þvi hversu fáir það eru
sem eiga möguleika á verðlaun-
um. Það er í mesta lagi fimm,
sex menn.
Anders Gárderud hljóp í þrjú
ár milli 200 og 250 kílómetra
vikulega á æfingum sinum, og
hann telur að það komi sér nú
mjög til góða. — I vetur breytti
ég æfingum mínum þannig að
ég hljóp aldrei meira en 160
kilómetra á viku, og hef lagt
aðaláherzlu að undanförnu á að
æfa tækni við hindranirnar og
ná upp snerpunni.
Þegar Gárderud var að því
spurður hverja hann teldi lík-
legustu keppinauta sína á
Ólympíuleikunum í Montreal
vildi hann lítið um það segja,
en þó kvaðst hann búast við að
Afríkubúar tefldu fram harð-
snúnum hindrunarhlaupurum.
— Þótt ég sé nokkuð sigurviss,
sagði hann, — þá geri ég mér
grein fyrir því að allt bendir til
þess að sigurvegarinn i 3000
metra hindrunarhlaupi á Ólym-
píuleikunum í Montreal þurfi
að setja heimsmet til þess að
komast á efsta þrep verðlauna-
pallsins.
Sigurvegari i 3000 metra
hindrunarhlaupi á Ólympíu-
leikunum i MUnchen 1972 varð
Keniabúinn Kipchoge Keino
sem hljóp þá á 8:23,6 min. og
landi hans Benjamin Jipcho
varð í öðru sæti á 8:24,6 min.
Þriðji maður varð Finninn
Tapio Kantanen á 8:24,8 mín.
en Kantanen verður sennilega
meðal keppenda á leikunum í
Monreal og hann er jafnan
harður i horn að taka á stórmót-
um. Þá eiga Bandarikjamenn
nú kornungan hindrunarhlaup-
ara, sem líklegur er til þess að
koma á óvart á leikunum, og
eins tefla Sovétmenn fram
tveimur mjög góðum hindrun-
arhlaupurum, sem sagðir eru í
mikilli framför.