Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 25

Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976 25 4. júlí í Bandaríkjunum: HÁTÍOAHÖLDIN í Bandarlkjunum s.l. sunnudag I tilefni þess að þá voru liðnar tvær aldir frá þvl að 13 brezkar nýlendur lýstu yfir sam- bandsslitum við Breta, fóru hið bezta fram. Hvarvetna safnaðist saman mikill mannfjöldi, og munu flestir hafa verið samankomnir í New York. Þar telur lögreglan að um sjö milljónir hafi verið við- staddar þegar fylking 225 skipa frá 35 löndum sigldi eftir Hudson- fljóti. Auk skipanna, sem þátt tóku i þessari skipulögðu siglingu. voru um 10 þúsund bátar og minni skip á þessum slóðum, en öll þessi umferð gekk þó áfallalit ið. Ekki leikur vafi á því, að sigl- ingin var stórfenglegasti þáttur hátiðahaldanna, enda mun stærri floti aldrei hafa verið samankom- inn á siglingu. Mesta athygli vöktu 16 skip með himinháum möstrum þegar þau sigldu seglurn þöndum eftir fljótinu, en fyrir skipalestinni fór bandariskt strandgæzluskip. Liður I hátiðahöldunum var, að 50 herskip frí 22 löndum skutu 21 fallbyssuskoti i heiðursskyni, og glumdu skothvellirnir um gjör- valla stórborgina. Til að fylgjast með siglingunni, sem fram fór i bliðskaparveðri safnaðist gifurlegur mannfjöldi saman á bökkum Hudson-árinnar og við höfnina i New York. Svo mikil varð mannþröngin á einum stað, að gatan svignaði undan þunganum, og varð að rýma svæð- ið, en margir höfðu staðið þar klukkustundum saman til að tryggja sér sem bezt útsýni. Engin slys urðu þó á mönnum. Sigling- unni lauk um fjögur-leytið siðdeg- is. en sum skipanna liggja nú við festar i höfninni i New York. Af seglskipunum 16 voru 14almenn- ingi til sýnis i gær. en mánudagur var opinber fridagur i Bandaríkjun- um, þar sem 4. júli bar upp á sunnudag. Almenningur fékk þó ekki aðgang að tveimur rússnesk- um seglskipum, eins og ráðgert hafði verið, og var það samkvæmt ákvörðun sovézka sendiráðsins. Þegar kvölda tók var efnt til mikillar flugeldasýningar og Ijósa- gangs i New York sem viða annars staðar I landinu. 13 risastórum kastljósum var beint að Frelsis- styttunni i hafnarmynninu, og mynduðu Ijósin kórónu yfir stytt- unni. Það tók 5 ér að undirbúa sigl- inguna miklu I New York og nem- ur áætlaður kostnaður við hana nærri 1.5 milljón dala. Það er mál manna, að ekki hafi stærri floti verið undir seglum slðan samein- aður floti Breta. Frakka og Rússa réð niðurlögum flota Tyrkja og Egypta i orrustunni við Navarino árið 1827 Talið er. að i Washington hafi um ein milljón manna tekið þátt i hátíðahöldunum, sem voru sam- bland af virðulegum athöfnum, fagnaðarlátum og mótmælum og lauk þeim með þvi, að skotið var á loft 22 tonnum af flugeldum Há- tíðahöldin fóru fram samkvæmt áætlun, og lítið varð um óhöpp og slys. i Washington voru 15 manns handteknir fyrir óspektir meðan á hátiðahöldunum stóð, og þykir jrað furðu fátt, miðað við þann gifurlega mannfjölda, sem þar var saman kominn. Samtök, sem hafa það á stefnu- skrá sinni að berjast gegn auð- valdi og viðteknum viðskiptahátt- um i Bandarikjunum, efndu til mótmælafundar við þinghúsið i Washington. Höfðu samtökin fengið heimild til að safna samanj 250 þúsund manns, en þegar til átti að taka komu einungis um 5 Gerald Ford forseti Bandarlkjanna hringir skipsklukkunni um borð I Forrestal 13 sinnum — einu sinni fyrir hverja þeirra nýlendna, sem upphaflega mynduðu Bandariki Norður-Ameriku Þar með hringdi forsetinn inn þriðju öldma og lýsti þvi yfir um leið, að framtiðin yrði Bandarikjunum hliðhotl Sambland virðuleika, ljósa- dýrðar, fagnaðar mótmæla þúsund til fundarins. sem fram fór í skugga mjög fjölmennrar athafn- ar við þjóðskjalasafnið, sem er á næstu grösum. en þar verður sýn- ing á sjálfstæðisyfirlýsingarskjal- inu, stjómarskránni og mannrétt- indaskránni í þrjá daga. Þegar há- tiðinni t Washington lauk um kvöldið varð mikið umferðaröng- þveiti og lentu 35 börn i reiðileysi, en öll fundu þau þó foreldra sina að lokum. Starfslið Hvita hússins hélt dag- inn hátiðlegan ásamt fjölskyldum sinum á grasflötinni við bygging- una, og tóku Ford forseti og Rockefeller varaforseti þátt i gleð- inni. Ford forseti átti að vonum annrikan dag, sem hófst með þvi að hann hringdi skipsklukkunni um borð i flugvélamóðurskipinu Forrestal 13 sinnum — einu sinni til heiðurs hverri af nýlendunum, sem upphaflega mynduðu Banda- rfki Norður-Ameriku, og hófst þar með samhringing klukkna um gjörvöll Bandarikin. Siðustu ræðu dagsins hélt forsetinn við heimili Thomas Jeffersons forseta að Monticello I Virginiuriki. þar sem sérstök athöfn fór fram vegna þess að 100 manns fengu banda- riskan rikisborgararétt. Viða i Bandaríkjunum fóru fram slikar athafnir, og i Chicago fengu 1776 manns rikisborgararétt, en jafn- margir urðu þar bandariskir rikis- borgarar árið 1 776. Bandarikjamenn gerðu sér ýmislegt til hátiðarbrigða á sunnu- daginn. I snyrtistofu einni fékkst þjóðleg þjónusta. Lysthafar gátu látið mála bandaríska fánan á neglur sinar fyrir einn dal á stykk- ið. i Los Angeles hafði verið búið til 10 metra langt „bana-split", sem er þjóðarréttur úr rjómais. og voru skólaböm ekki sein á sér að sporðrenna góðgætinu. Fjölmargir klæddust fötum I fánalitunum i tilefni dagsins, og maður nokkur i 'Siglt þöndum seglum niður Hudson-fljótið á sunnudaginn var. Myndin er tekin frá George Washington-brúnni New York lýsti lífsreynslu sinni með þessum orðum: „Ég sá ekkert nema rautt, hvitt og blátt, og svo fólk, fólk og aftur fólk." i Indiana voru brúðhjón nokkur gefin saman þar sem brúðurin var að sjálf- sögðu i skrúða með fánalitunum og brúðarmarsinn var „Stars and stripes forever". Fyrir utan hús eitt frá nýlendu- timanum á Long Island hafði verið hengt upp skilti sem á stóð: „Á þessum stað fyrir 200 árum. 4. júli 1776. gerðist nákvæmlega ekkert." Georg þriðji Bretakon- ungur hefur greinilega verið sama sinnis á þessum merkisdegi, þvi að 4. júli 1776 ritar sá mæti maður i dagbók sina: „Ekkert markvert gerðist I dag." Mikið var um ferðalög innan Bandarikjanna vegna hátiðarhald- anna, og komst Callupstofnunin að þeirri niðurstöðu, að um 85% þjóðarinnar ætlaði að verja degin- um i fæðingarbæjum sinum. Bandarisku þjóðinni barst fjöldi heillaóska viðsvegar að úr veröld- inni i tilefni dagsins. Þó fengu Bandarikjamenn það óþvegið hjá Pravda á afmælisdaginn. Blaðið lýsti þvi m.a. yfir, að Bandarikin væru „land hörmunga og þján- inga", og lytu yfirráðum manna, sem hefðu svikið hugsjón þeirra, sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýs- ingunni árið 1776, en verðugir arftakar þeirra væru ameriskir kommúnistar. Elisabet Bretadrottning kemur til Bandarikjanna i dag. þriðjudag, siglandi á snekkju sinni, Britannicu. Heimsókn hennar er i tilefni sjálfstæðisafmælisins, en ekki þótti hæfa, að hún tæki þátt i hátiðahöldunum á sjálfan þjóðhá- tiðardaginn. enda þótt löngu sé gróið um heilt milli hins gamla heimsveldis og þjóðarinnar sem sleit sambandi við það fyrir tveim- ur öldum. Drottning verður i Bandarikjunum ásamt manni sin- um og Anthony Crosland utanrik- isráðherra, en heldur þá til Kanada, þar sem hún kemur m.a. á Olympíuleikana. Hún færir bandarisku þjóðinni að gjöf ná- kvæma eftirlikingu hinnar brotnu frelsisklukku i Filadelfiu. en henni hefur ekki verið hringt siðan hún boðaði lok heimstyrjaldarinnar siðari árið 1945.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.