Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULl 1976
Mmm
mSMKmmSm
Eyjólfsson, en hann var áður
stýrimaður á Herjólfi eldra. í
skipinu eru 17 klefar með 34 rúm-
um, en gert er ráð fyrir að það
taki um 400 farþega, sem rúmast
vel í tveim sölum, setustofu og
kaffiteríu.
Hægt er að taka um borð 40 bíla
og er þeim ekið um borð að aftan.
Sagði Friðrik að nú væri verið að
vinna við hafnaraðstöðu í Vest-
piannaeyjum og lyki því verki um
miðjan þennan mánuð. Verið er
einnig að útbúa aðstöðu í Þorláks-
höfn og verður hún tilbúin eitt-
hvað seinna.
Herjólfur hf. er útgerðarfélag
hinnar nýju ferju sem er í eigu
Vestmanneyinga, og lýkur þar
með þjónustu Skipaútgerðar rík-
isins með Herjólfi aldra, en
strandferðarskipin Hekla og Esja
munu halda áfram ferðum sínum.
Margir Vestmanneyingar sjá eftir
gamla Herjólfi, sem svo dyggilega
hefur þjónað undanfarin ár.
Þá sagði Friðrik Óskarsson að
samgöngur Vestmanneyinga
væru nú stórlega bættar, nú ætti
að hefja daglegar ferðir milli
Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,
en áður hefðu þær verið aðeins
fjórum sinnum í viku, tvær til
Þorlákshafnar og tvær til Reykja-
víkur.
Brotið blað í samgöngu-
málum Vestmanneyinga
Á SUNNUDAGINN tóku Vest-
manneyingar á móti hinum nýja
Herjólfi. Skipið kom til Vest-
mannaeyja eftir hádegið og kl.
12:30 sigldi gamli Herjólfur út úr
Vestmannaeyjahöfn til móts við
arftaka sinn. Heilsuðust skipin
með hefðbundnum hætti og
sigldu sfðan inn f höfnina.
Að sögn Friðriks Óskarssonar,
framkvæmdastjóra Herjólfs hf.
voru langflestir Vestmanneying-
ar komnir niður á höfn til að taka
á móti hinni nýju ferju sinni.
Við móttökuathöfnina lék lúðra-
sveit og forseti bæjarstjórnar,
Einar Haukur Eiríksson, kvaddi
eldra Herjólf og þakkaði góða og
dygga þjónustu og bauð hið nýja
skip velkomið. Þá flutti ávarp
Guðlaugur Gíslason, formaður
stjórnar Herjófs hf. af dekki
skipsins. Síðan var skipið sýnt
boðsgestum og á eftir var það til
sýnis öðrum fram á kvöld.
Friðrik Óskarsson sagði að
Herjólfur, sem væri hið vistleg-
asta skip, væri smíðað I Kristjáns-
sundi í Noregi og væri 1030 tonn.
Skipið er búið 2400 hestafla Vick-
mann vél og hefur 14 manna
áhöfn, sem er svipað og á gamla
Herjólfi. Skipstjóri er Jón
„Það var stór dagur í sögu Vest-
manneyinga i gær, víðast hvar
voru fánar dregnir að hún og
flestir bæjarbúar komu niður að
höfn til að fagna hinu nýja skipi,
þrátt fyrir leiðinlegt veður.
Ef við fáum ekki samgöngur
nú, fáum við þær aldrei og ég
vona að Vestmanneyingar noti sér
nú sina eigin ferju“, sagði Friðrik
Óskarsson að lokum.
Friðrik Öskarsson fram-
kvæmdastjóri Herjólfs h.f.
þakkar Guðlaugi Gfslasyni
stjórnarformanni fyrir ávarp
hans.
Fullkomnasta fiskiskip
Guðmundur Jónsson GK 475 á reynslusiglingu á Eyjarfirði sl. laugardag. Ljósm: Friðrik
Vestmann.
Akureyri. —
LAUGARDAGINN 3 júlí fór fyrsti skut-
togari, er Slippstöðin á Akureyri smíð-
ar í reynslusigiingu Nafn hans er Guð-
mundur Jónsson GK 475. og er stærð
hans 491 tonn
Veður var fagurt, logn og sólskin og
skartaði Eyjafjörður öllu sínu fegursta
Mættur var fjöldi boðsgesta Slipp-
stöðvarinnar, ma iðnaðarráðherra
Gunnar Thoroddsen, þingmenn kjör-
dæmisins, bæjarstjóri og bæjarstjórn,
sigiingamálastjóri Hjálmar Bárðarson,
fulltrúar lánastofnana o.fl. Vert er að
geta þess að þarna var mættur blaða-
maður frá breska fiskveiðitimaritinu
Interfish og var hann kominn hingað
gagngert til þess að segja lesendum
blaðs síns frá þessu skipi
Það kom fram í ræðum fram-
kvæmdastjóra Slippstöðvarinnar
Gunnars Ragnars, Jónasar Guðmunds-
sonar frarmkvæmdastjóra Rafns h f í
Sandgerði, sem á skipið. og einnig hjá
siglingamálastjóra. að þetta væri tví
mælalaust fullkomnasta fiskiskip sem
byggt hefðí verið fyrir islendinga Sé
það rétt ályktað, sem ekki er ástæða til
að draga i efa, er ekki fráleitt að láta sér
detta i hug, að þetta sé fullkomnasta
fiskiskip sem byggt hefur verið i heim-
inum, þvi Islendingar eru þekktir að
þvi að vera fljótir til að tileinka sér
nýjungar i gerð og smiði fiskiskipa.
Að óathuguðu máli taldi fréttamaður
Morgunbl sig allvel i stakk búinn að
iýsa togara eftir að hafa verið til sjós á
slíku skipi fyrir aðeins rúmum 20 ár-
um Hér hlaut margt gamalkunnugt að
mæta augum Enga hluti kannaðist
hann þó við á þilfari Gamla góða
trollspilið var horfið, trollið einnig.
engin uppstilling á dekki, engir pollar
né gálgar. allt var nýtt og framandi og
sjálfstraust fréttamannsins fór hrað-
mínnkandi
Vindukerfi skipsins er það fullkomn-
asta sem nokkru sinni hefur verið sett í
skip og eru vindur skipsins alls 18 og
leiðslur að þeim um 6 km Þær eru
allar af gerðinni Rap og háþrýstivökva-
drifnar Togvindur eru 2 og við þær
tengdur sérstakur útbúnaður er stjórn-
ar lengd útslökunar og átaki'á tog-
vindur, einnig jafnar hann sjálfvirkt
lengd togvira og gefur aðvörun um
frávik frá innstillingu t d festu ( botni
Gilsvindur eru 2, grandavindur 2,
hjálparvindur 2, flotvörpuvinda,
snurpuvíndur 2, akkerisvinda, kapal-
vinda, kraftblökk, færslublökk, 2 fisk-
dælur, löndunarkrani og krani fyrir
fiskdælu Aldrei þarf að setja vír á
kopp, enda enginn slikur til í skipinu
Hátt yfir sjó i annarlegum gálga
aftast á skipinu er tromla og á henni all
sver kapall. Við eftirgrennslan kemur I
Ijós að hann er I sambandi við svo-
nefndan höfuðlínumæli en þaðereins-
konar sjónvarpsauga sem sent er niður
með trollinu og ef siðasti þorskurinn
væri svo óheppinn að vera i nánd við
op trollsins sér skipstjórinn hann sam-
stundis og getur hremmt hann
Lengd skipsins er 49,95 metrar
breidd 9,50 íbúðir eru fyrir 1 6 menn,
sérstök ibúð er fyrir skipstjóra, auk
þess 5 eins manns klefar og 5 tveggja
manna klefar Þessar vistarverur eru
eins og herbergi á góðum hótelum
Lestar eru 3 og eru búnar til
geymslu og flutnings á loðnu eða fiski í
kössum, kælivélar eru fyrir lestarnar
Þá er sjóeimari I skipinu og afkastar 10
tonnum á 24 tímum
Aðalvél skipsins er Alpa 1 2 strokka
fjórgengisvél, 1740 hestöfl Skrúfan
er skiptiskrúfa 2400 mm i þvermál,
mesti snúningshraði 246 snúningar á
minútu Þá eru í skipinu þverskrúfur
drifnar með vökvadælum Stýrishring-
ur sem er sambyggður skrúfuhring og
stýri á að gera skipið sérlega liðugt I
öllum snúningum. Hjálparvélar eru 2
af gerðinni Volvo Penta Auk þess eru
smuroliuskilvinda og brennsluolíuskil-
vinda
Næst lá leiðin í stýrishúsið. Þar hlaut
þó að vera eitthvað gamalkunnugt t d.
stýrishjólið, en viti menn, það var horf-
ið og kominn takki í staðinn og um
hann stóð Stefán Hallgrimsson út-
varpsvirki vörð svo landkrabbar breyttu
ekki stefnu skipsins i fáfræði sinni
í aldarfjórðung hefur Stefán unnið
að niðursetningu hverskonar tækja I
fiskiskip og hefur Slippstöðin aldrei
sett slík tæki i skip svo Stefán hafi ekki
komið þar við sögu; og mun ekki
ofmælt að fáir íslendingar búi yfir
meiri þekkingu á slikun tækjum en
hann, í brúnni eru alls 23 tæki og
Stefán sýnir viðstöddum hvernig þau
starfa Þarna er örbylgjustöð, neyðar-
talstöð, 3 ratsjár, vegmælir, vindhraða-
mælir, sjóhitamælir, giróáttaviti, sjálf-
stýring, 2 Simrad dýptarmælar, Sim-
rad fisksjá, höfuðlínumælir sem áður
var getið. Auk þess er i skipinu sima-
kerfi, hátalarakerfi og sjónvarp í mat-
sal Margra nýjunga er ekki getið,
bæði vegna fáfræði og plássleysis
Ganghraði reyndist 1 3 Vá sjómlla
Gunnar Ragnars framkvstj Slipp-
stöðvarinnar afhenti skipið Hann bauð
gesti velkomna og þakkaði öllum sem
á einhvern hátt hefðu greitt fyrir þvi að
þetta glæsilega skip væri orðið að
raunveruleika. Þá sagði hann m a.
„Á svona degi er hvorki staður né
stund til þess að ræða vandamál ís-
lenzks skipasmíðaiðnaðar en þó get ég
ekki látið hjá líða að minnast á þýðingu
hans og hvílíkir möguleikar á nánast
stóriðju eru fyrir hendi í sambandi við
hana Lengi vel hefur verið rætt um
þennan iðnað sem unga og óreynda
atvinnugrein og hann meðhöndlaður