Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI 1976 27 Eins og sjá má tók f jöldi Vestmannaeyinga á móti ferjunni og var skipið og höfnin skreytt. Hluti boðsgesta um borð í Herjólfi. í heimi? samkvæmt því Þetta á ekki við lengur íslenzkar skipasmíðar eru staðreynd og ég held að það sé fullkomlega Ijóst af þessu skipi að hér er um fullkomna alvöru að ræða og möguleikarnir fram- undan eru miklir ef rétt er á málum haldið Þannig er það fullljóst að ef stefnt verður að því að íslendingar smiði skip sin sjálfir, skapast mikil atvinnutækifæri, ekki aðeins hjá fyrir- tækjum sem starfa beintað smiðunum, heldur einnig ýmsum hliðargreinum, sem njóta góðs af Það er t d ómældur sá hagur, sem ýmis fyrirtæki og bæjar- félagið hér á Akureyri njóta af starf- semi Slippstöðvarinnar. Miðað við meðalendurnýjun fiski- skipastólksins á ári þe um 5000 rúmlestir, skapast bein atvinna fyrir um 850 manns en það væri aukning um 550 manns frá þvi sem nú er. Þá er þó ekki nema hálf saga sögð, þvi viðgerðir á ' fiskiskipaflota íslendinga svo og ýmsar breytingar og endurbæt- ur á skipum eru geysimiklar. Og það verða menn að hafa í huga að nýsmið- arnar eru algjör forsenda þess að hægt sé að halda uppi góðri viðgerðarþjón- ustu. Ef einnig væri stefnt að þvi að byggja skipaviðgerðirnar upp, mundu varlega áætlað skapast atvinnumögu- leikar fyrir 500 manns Þá má einnig geta þess hversu miklir iðnaðarmögu- leikar eru i sambandi við framleiðslu mismunandi tækjabúnaðar i skip, þvi enda þótt innanlandsmarkaður sé ef til vill ekki nægur til þess að byggja upp slikan iðnað ættum við alveg eins að geta byggt upp útflutning á slikum hlutum eins og aðrar þjóðir, og ef við Islendingar viljum byggja upp innlend- an iðnað og ef við höfum áhyggjur af atvinnu fyrir komandi kynslóðir, hvað er þá nærtækara en iðnaður á þvi sviði sem við þekkjum bezt og höfum á mörgum sviðum haft forgöngu um? Menn greinir á um tilvist erlendrar stóriðju, en ég held að allir ættu að geta verið sammála því að byggja upp innlenda stóriðju og tækifæri eru til þess á sviði innlendra skipasmiða Við ættum að hafa til þess allar forsendur Við höfum engin vandamál á sviði tækniþekkingar og verkkunnáttu, við erum fyllilega samkeppnisfærir við ná- grannaþjóðirnar i verði og stöndum þeim jafnvel framar að gæðum Á sviði fjármögnunar og þvi að marka okkur stefnu sem er undirstaða áætlana frami timann, stöndum við hinsvegar höllum fæti og stöð sem þarf að byggja sín skip upp I 20% vöxtum hlýtur alltaf að vera i erfiðri samkeppnisaðstöðu Okkur er það fyllilega Ijóst að ef einhver atvinnurekstur vill fá áheyrn hjá ráðamönnum verður hann að hafa sannað tilvist sina til þess að skapa þann áhuga sem þarf til þess að taka mál föstum tökum Við þykjumst hafa sýnt fram á það að hægt er að smlða skip á íslandi með góðum árangri og þess vegna komum við nú og förum fram á að fjármálalegar forsendur verði skapaðar til þess að hægt sé að þróa þessa atvinnugrein i þá átt sem ég minntist á áðan Við óskum eftir því að Framhald á bls. 39 Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra og Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rafns h.f. (t.h.). /-------------------------------------------\ Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar i síma 41311 og 21719 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, __________________________Þórunn H. Felixdóttir. ^ Teg. 1633 Litur brúnt leður Stærðir nr. 36—41 Kr 3.960 - Teg. 1623 Brúnt leður með hrágúmmísólum. Stærðir nr. 35—42. Verð kr. 3.980 Póstsendum Skóverzlun Þóröar Péturssonar, Kirkjustræti v/Austurvöll, sími 14181 vorumerki Nýkomiö T ramps Teg. 2634 Litur: brúnt leður Stærðir nr. 35—46 Kr 5.1 15 - Teg. 1620. Fáanlegir í Ijósu mjúku leðri og með þykkum hrágúmmisólum. Litur: Natur Stærðir 35—41 Kr. 4.425,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.