Morgunblaðið - 06.07.1976, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1976
Kveðja:
Oskar A. Gísla-
son skipamiðlari
Fæddur 24. mar/. 1914.
Dáinn 28. júnl 1976.
Óskar er skyndilega horfinn frá
okkur eftir að hafa glaðzt með
fjölskyldunni, nær deginum áður
yfir tengdasyni sínum, sem var að
ljúka kandidatsprófi í viðskipta-
fræðum við Iláskóla Islands. Svo
skjótt ráðast örlög manna. Okkur
aðstandendum er harmur i huga,
en við eigum minninguna um góð-
an dreng, föður, tengdaföður og
afa, sem öllum var hjartfólginn.
Óskar Aðalsteinn Gíslason var
mikilhæfur maður og mörgum
kostum búinn, þótt honum léti
ekki að flíka hæfileikum sínum
né'-láta á sér bera. Honum samdi
bezt'að vinna störf sín i kyrrþey,
en af alúð og dugnaði, sem fáum
var leikið. Var unun að sjá til
verka hans, því snyrtimennska og
reglusemi var þar allsráðandi.
Með Öskari er horfinn á braut
einn af brautryðjendum islands i
farmskipaútgerð. Fáir aðrir hér á
landi bjuggu yfir þeirri þekkingu
og reynslu á rekstri farmskipa og
erlendri skipamiðlun sem Óskar,
en starfsævi hans var öll helguð
þessu sviðí.
Óskar var fæddur og alinn upp í
Hafnarfirði, sonur hjónanna
Maríu Guðmundsdóttur og Gisla
Björnssonar, verkamanns þar. Að
þeim hjónum stóðu þróttmiklar
bændaættir frá Snæfellsnesi og
úr Biskupstungum. Að loknu
námi i Flensborgarskóla stundaði
Óskar nám í Verzlunarskóla Ís-
lands og lauk þaðan burtfarar-
prófi 1933. Þar naut hann hæfi-
leika sinna i ríkum mæli því hann
átti hæstu einkunn á prófinu, en
um 20 ár liðu unz þvi meti var
hnekkt. 1 Verzlunarskólanum var
þá kominn vísir að framhalds-
deild, og hélt Óskar áfram námi
enn einn vetur og nam þá meðal
annars spænsku sem valgrein.
Var hann einn af fáum Íslending-
um, sem var vel mælandi á þá
tungu.
Óskar kvæntist ungur eftirlif-
andi konu sinni Láru Guðmunds-
dóttur, en þau hjónin héldu strax
til Flateyrar, þar sem Óskar hóf
störf við togaraútgerð hjá Skúla
Pálssyni, seinna fiskiræktar-
bónda á Laxalóni. Áður hafði
Oskar starfað stuttarr tíma hjá
Faaberg og Jakobsson skipamiðl-
urum í Reykjavík. Ekki leið á
löngu þar til Óskar kom til þeirra
aftur eftir skamma dvöl á Flat-
eyri.
Hjá Haraldi Faaberg kynntist
Oskar hinum flókna en heillandi
þætti skipaútgerðar, sem lýtur að
vöruflutningum landa í milli. Var
þannig lagður grundvöllur að
löngu ævistarfi, sem var helgað
skipunum og sjónum, þótt hann
sjálfur væri landkrabbi eins og
hann orðaði það.
1 tengslum við skipamiðlun
Haralds P'aabergs var Eimskipa-
félag Reykjavíkur h.f., og kom
það ekki sízt í hlut Óskars að sjá
um rekstur þess þegar fram liðu
stundir. Katla og Askja Eimskipa-
félags Reykjavíkur voru öllum
kunnar, og Oskar átti mikinn þátt
í þvi að þessi skip voru meðal
glæsilegri farkosta í íslenzkum
skipastól, svo annt lét hann sér um
þau. Hér naut hann fulltingis og
liðveizlu skipstjórans á Kötlu,
Rafns Sigurðssonar, sem var einn-
ig meðeigandi í Eimskipafélag-
inu. Óskar mat vináttu og sam-
starfið við Rafn mikils, en þeir
voru samhentir um að gera hag
skipanna sem beztan.
Með Haraldi Faaberg og Óskari
tókst einnig gott samstarf og góð-
ur kunningsskapur, sem stóð með-
an báðir lifðu. Á árunum um og
eftir heimsstyrjöldina voru um-
svif þeirra félaga hvað mest og
Fóstra mín
INGIBJORG GUNNLAUGSDÓTTIR,
Skólavörðustíg 44,
lést að morgni 5 júlí á Hjúkrunarheimilinu Grund
Þórdís Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín,
ODDBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR,
andaðist að Landakotsspítala að morgm 4 júlí
Gunnar Vigfússon.
Útför
€STHER B. HELGADÓTTUR,
Álfhólsvegi 26
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8 júli kl 1 3 30
Foreldrar,
systkin, eiginmaður, börn.
t
Eíginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
VILHJÁLMUR ÁRNASON
skipstjóri
Flókagotu 53
andaðist aðfararnótt sunnudagsins 4 júli á Landakotsspitala
Guðriður Sigurðardóttir
Sigríður Vflhjálmsdóttir Vilhjálmur K. Sígurðsson
Kristin Vilhjálmsdóttir Ásgeir Bjarnason
Árni Vilhjálmsson Ingibjörg Björnsdóttir
og barnabörn
sigldi fjöldinn allur af erlendum
leiguskipum á þeirra vegum til og
frá landinu. Katla og Askja voru
einnig i stöðugum flutningum og
oft með erlendan farm milli er-
lendra hafna. Var því um að ræða
merkt brautryðjendastarf á þessu
sviði. Óskar gerðist á þessum ár-
um meðeigandi bæði í skipamiðl-
un Faabergs og Eimskipafélagi
Reykjavíkur.
Árið 1961 skildu leiðir þeirra,
en þá varð breyting á rekstri Eim-
skipafélags Reykjavíkur. Óskar
varð aðalframkvæmdastjóri þess,
en Harald Faaberg hélt áfram
skipamiðlun sinni þótt væri kom-
inn maður á efri ár.
Óskar annaðist rekstur skipa fé-
lagsins af atorku og dugnaði fram
til ársins 1966. Katlan var seld til
útlanda það ár, og munu menn
lengi minnast hversu hagstætt
verð fékkst fyrir skipið fyrir at-
beina Óskars. Sama ár yfirtók
Eimskipafélag islands félagið
samkvæmt ósk hluthafa Eim-
skipafélags Reykjavíkur. Askjan
fylgdi með i kaupunum og má
segja að Óskar hafi fylgt á eftir
skipinu, enda gat hann vart hugs-
að sér að skilja skiptur við skipin.
Eimskipafélagi Islands bættist
þannig óvænt við nýr og dugandi
starfsmaður, og starfaði Óskar
hjá Eimskip til dauðadags. Munu
margir í röðum innflytjenda hér
í borg sakna þess að geta ekki
lengur leitað til Óskars í flutn-
ingadeildinni, því engum manni
var ljúfara að gefa greið og góð
svör við öllum fyrirspurnum eftir
því sem hægt var.
Þau hjónin Óskar og Lára
bjuggu sér fallegt heimili hér i
Reykjavík. Þar getur að lfta
margt fágætra og fallegra muna,
sem komið hafa með skipunum
frá fjarlægum löndum og falla vel
inn í ramma þeirrar snyrti-
mennsku og smekkvísi, sem ein-
kenndi heimili þeirra. Þau hjónin
eignuðust tvær dætur, Sigríði
Maríu og Sjöfn, en jafnframt tóku
þau að sér frænku sína, Sigríði
Jörundsdóttur, systurdóttur
Láru, sem ólst upp á heimili
þeirra til jafns við hinar dæt-
urnar.
Sigríður María giftist undirrit-
uðum um 1960, og kynntist ég
þannig Óskari og fjölskyldu hans.
Sjöfn er gift Árna Gunnarssyni,
viðskiptafræðing, og Sigríður Jör-
undsdóttir er gift Hafsteini
Júlíussyni, bifvélavirkja. Óskar
naut því síðustu áranna í hópi
stæ^kkandi fjölskyldu og meðal
barnabarna sinna, sem nú eru
orðin fjögur talsins.
Það kann að vera nokkur kald-
hæðni örlaganna, að maður jafn
léttur á sér og teinréttur sem
Óskar var skuli hverfa frá okkur
svo fljótt. Alit fram á síðasta dag
fór hann á nær hverjum morgni I
laugarnar og taldi ekki eftir sér
sporin við ýmsar athafnir. Mig
grunar þó að hann hafi fundið
fyrir sjúkleika sínum, sem háði
honum síðustu árin, en aldrei
kveinkaði hann sér og vildi sem
minnst úr þvi gera í hópi fjöl-
skyldunnar.
Fyrir hönd aðstandenda kveð
ég tengdaföður minn með miklum
söknuði. Okkur er huggun í ljúfri
minningu um góðan heimilisfaðir
i blíðu og stríðu.
Júlíus Sólnes.
Mánudaginn 28. júní lézt i
Reykjavík Óskar A. Gíslason,
skipamiðlari, á 63. aldursári.
Hann hafði farið að heiman heill
heilsu, að því er virtist, en var
allur áður en hann komst á vinnu-
stað. Hann var fæddur í Hafnar-
firði hinn 24. marz 1914.
Hér verða eigi rakin æviatriði
Óskars A. Gíslasonar, það munu
aðrir gera, en aðeins flutt kveðja
og þakkir til hans frá starfsfélög-
um á skrifstofum Eimskipafélags-
ins, þar sem hann starfaði í
flutningadeild frá árinu 1967 til
dánardægurs.
Óskar var einkar hugljúfur öllu
samstarfsfólki sínu og fjölmörg-
+
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
frá Blönduósi,
sem andaðist á Elliheimilinu
Grund 30 júnl, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 7. júlí kl 3
Björn og barnabörn.
t
GUNNAR GÍSLASON,
kaupmaður,
frá Seyðisfirði,
andaðist aðfararnótt 2. júlí.
Sólveig Gísladóttir,
Pálína Gunnarsdóttir,
+
Útför sonar mlns, föður, tengdaföður, bróður okkar og afa
ELÍASAR ÞORVALDSSONAR
Vesturgötu 56
er lést þann 29 júni s I. af slysförum, verður gerð frá Dómkirkjunni,
þriðjudaginn 6 júli kl 10 30 f.h. Blóm og kransar vinsamlegast
afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknar-
stofnanir
Súsanna Eliasdóttir
Ásgeir Eliasson Soffía Guðmundsdóttir
Þorvaldur Ásgeirsson
Helgi Þorvaldsson Hrafnhildur Bjarnadóttir
Birgir Þorvaldsson Helga Ásgeirsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir Bjarni Gfslason
Vegna jarðarfarar
verður Sparisjóður Hafnarfjarðar iokaður
fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí
Sparisjóður Hafnarfjarðar
um öðrum, sem hann átti sam-
skipti við vegna starfs síns. Hann
var eftirtektarvert snyrtimenni,
glaðlyndur og góðviljaður, og
jafnan reiðubúinn að leggja
hverjum þeim lið sitt, er leitaði til
hans. Hann var gæddur góðri
greind og vann af alúð og sam-
vizkusemi þau störf, sem hann
tókst á hendur. Vildi hann fylgja
hverju máli, sem hann vissi sann-
ast og bezt. Óskar átti gott bóka-
safn, var víðlesinn og fróður um
marga hluti, meira en almennt
gerist. Hann var víðförull og fór
margar ferðir tíl útlanda, einkum
fyrr á árum, þegar til tíðinda gat
talizt að sigla, eins og þá var sagt.
Veitti það honum náin kynni af
öðrum þjóðum og víðan sjón-
deildarhring.
Störf Óskars vörðuðu miklu
fyrir Eimskipafélagið sökum stað-
góðrar þekkingar hans á skipaaf-
greiðslu og siglingum, og góður
liðsmaður var hann allt frá því er
hann réðst í þjónustu félagsins
fyrir hartnær áratug. Er fráfall
hans því Eimskipafélaginu mikill
missir.
Nú þegar Óskar A. Gíslason er
lagður til hinztu hvílu, kveðjum
við starfsfélagar hans hann með
djúpum söknuði og einlægri þökk
fyrir samveruna. Við vottum
eiginkonu hans, börnum og öðr-
um aðstandendum innilega
samúð okkar. Megi minningin um
góðan dreng vera þeim huggun I
sorg og söknuði.
Starfsfélagar
Unnur Krist-
mundsdóttir
— Minning
F. 1. apríl 1924
D.22. jan. 1975
Unnur var nett og frið stúlka og
fékk hvarvetna ágætt orð fyrir
dugnað, prúðmennsku og heiðar-
leik. Hún var því vinmörg.
Guð blessi minningu elsku-
legrar stúlku. Við vinir hennar
geymum minningu hennar í hjört-
um okkar sem helgan grip.
Öll él stytta upp um siðir. Ver-
um því glöð guðs börn — þá gleðj-
um við horfinn vin.
Sigurður J. Guðmundsson.
útfaraskreytingar
Groðurhúsið v/Sigtun simi 3677C/
S. Helgason hf. STEINIOJA
llnholtl 4 Slmai 24677 og 14254