Morgunblaðið - 06.07.1976, Síða 40
AUGLÝSINGASIMINN ER:
22480
Ittorgim&fobto
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
IHerðunblafciÍt
ÞRIÐJUDAGUR 6. JULÍ 1976
Náttfari rænir
sofandi fólk
TVÆR fjölskyldur f Háaleitishverfi fengu heldur óhugnanlega heim-
sókn í fyrrinótt, þar sem óboðinn gestur brauzt inn á heimili þeirra,
læddist inn f svefnherbergi hjónanna og rændi peningaveski heimilis-
feðranna. Þjófnaðarins varð ekki vart fyrr en heimilisfólkið var komið
á ról í gærmorgun. Bæði þessi innbrot voru með nákvæmlega sama
hætti og innbrot sem voru framin á svipuðum slóðum fyrir um mánuði,
og telur rannsóknarlögreglan engan vafa á að þarna hafi sami maður
eða menn verið að verki.
í öllum þessum innbrotum hef-
ur þjófurinn haft þann háttinn á,
að hann fer upp á svalir íbúð-
anna, en i öllum tilfellunum hef-
ur húnninn á svalahurðinni verið
Skalf í Siglu-
fírði - glamr-
aði í Grímsey
LAUST fyrir miðnætti á sunnu
dag fundu Siglfirðingar alisnarp-
an jarðskjálfta og að sögn frétta-
ritara Morgunblaðsins á Siglu-
firði hristust innanstokksmunir
og skulfu meðan skjálftinn gekk
yfir. í Grimsey var lýsingin hins
vegar sú að glamraði í glösum. Að
sögn Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings mældist jarð-
skjálftinn 4.0 stig á Richter-
kvarða og upptök hans voru 15 til
20 km norð-norðaustur af Sigu-
firði.
brotinn upp með snöggu átaki, og
þar sem engar krækjur hafa verið
á hurðinni fyrir innan hefur inn-
brotsþjófurinn átt greiða leið inn
í íbúðina.
I fyrrinótt hafði þjófurinn um
75 þúsund krónur upp úr krafs-
inu, því að i annarri íbúðinni náði
hann 55 þúsund krónum og 20
þúsund krónum i hinni.
Rannsóknarlögreglan vill ein-
dregið ráða eigendum íbúða, þar
sem ekki er traustari læsing á
svalarhurðum en húnninn einn,
að verða sér einnig úti um krækju
á hurðina til að geta sofið ótta-
lausir við að fá næturheimsókn af
þessu tagi.
Yfir 20
árekstrar
í Rvík í gær
ÞRÁTT fyrir ágætt skyggni og
góðar akstursaðstæður urðu yfir
20 árekstrar í Reykjavík í gærdag.
Voru miklar annir hjá slysarann-
sóknardeild lögreglunnar af þess-
um sökum, svo að helzt minnti á
skammdegisdag. Lögreglan kunni
engar skýringar á því hvernig
stæði á öllum þessum árekstrum,
en einhver gat sér þess þó til að
langvarandi sólarleysi væru nú
farið að leggjast á sálina á reyk-
vískum ökumönnum.
Heitt
áfram
Hiti varð mest-
ur 18 stig I
Reykjavík I
gær, en mestur
hiti á landinu
varð 22 stig á
Grfmsstöðum.
Að sögn Veð-
urstofunnar er
líklegt að veðr-
ið verði mer
svipuðum
hætti næstu
daga og það
var í gær,
þ.e.a.s. hiti, en
mistur og skýj-
að víðast hvar.
Það sem veld-
ur hitunum
þessa dagana
er heitt loft frá
Evrópu, sem
berst hingað j
með sunnan- |
áttinni.
: 4m■■■v-MKW *
'rt * í
SC SO ;
uo 40 f
k 30 30 1
> 20 ;
10 ið
1. 0 o i
íO i 1 10 *
20 ao
*30 30*
■> 40 , 1 4 f fis 1 i
'. I ■ I
Trygve Bratteli fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og kona hans Randi hafa verið f einkaheimsókn á
íslandi undanfarna daga. Þau hjón hafa m.a. ferðazt nokkuð um landið, en einnig hefur Bratteli átt
fundi með fslenzkum ráðamönnum. A myndinni eru Brattelihjónin ásamt Geir Hallgrfmssyni
forsætisráðherra og konu hans, Ernu Finnsdóttur, og Gylfa Þ. Gfslasyni alþingismanni og konu hans,
Guðrúnu Vilmundardóttur. (Á bls 12 í blaðinu í dag er birt viðtal við Trygve Bratteli).
Fiskverðshækkun
vestra á næstmmi
Mikil eftirspurn eftir fiski á Bandaríkjamarkaði
MARKAÐSAÐSTÆÐUR á banda-
rfska fiskmarkaðinum virðast
mjög hagstæðar um þessar mund-
ir, og forráðamenn sölusamtaka
fslenzka hraðfrystiiðnaðarins
gera ráð fyrir fiskverðshækkun
þar vestra á næstunni. Hins vegar
vilja þeir engum getum leiða að
þvf hversu mikil sú hækkun kann
að verða.
Að því er Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði
Morgunblaðinu í gær hefur fisk-
verðshækkun ekki komið fram
ennþá en menn eru að vonast
eftir henni, enda markaðsaðstæð-
ur þar vestra mjög hagstæðar
núna. Eyjólfur var einnig spurðui
Ný bráðabirgðalög:
Enginn eignarskattur
af fyrstu 2,7 miUión kr.
FJARMALARAÐHERRA hefur
með útgáfu bráðabirgðalaga
ákveðið að hækka fjárhæðir f
skattstiga eignarskatts, þannig að
af fyrstu 2.700.000 kr. skatt jgalds-
eignar greiðist enginn skattur, af
næstu 1.500.000 kr. greiðist 0,6%
og af þeirri skattgjaldseign, sem
þar er fram yfir, greiðist 1 %.
í fréttatilkynningu um útgáfu
bráðabírgðalaganna kemur fram,
að vegna breytinga á virði fast-
eigna til eignarskatts, sem gerð
var meó lögum nr. 97/1975, hafi
mátt vænta þess að framteljend-
ur, er ekki hafi borið eignarskatta
af ibúðarhúsnæði til þess, niundu
nú bætast í hóp gjaldenda eignar-
skatts.
Ennfremur kemur fram, að þar
sem undirbúningi að álagningu
gjalda fyrir skattárið 1975 sé um
það bil að ljúka hjá skattstjórum
beri brýna nauðsyn til að gera nú
þegar ráðstafanir til þess að unnt
sé að breyta álagningu eignar-
skatts þannig, aó þeir framtelj-
endur sem ekki hafi átt meiri
eignir en svo að þeir hafi verið
eignarskattsfrjálsir, verði nú ekki
skattlagðir af þeim eignum. Af
þessum ástæðum séu sett bráða-
birgðalög, sem eru svohljóðandi:
1. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í 1. gr.
laganna orðist svo:
Ákvæði til bráðabirgðalaga
Við eignarskattsálagningu fyrir
skattárið 1975 skal verðmæti fast-
eigna til eignarskatts reiknað á
2,7-földu gildandi fasteignamats-
verði, þrátt fyrir ákvæði ATiðar
22. gr. laga nr. 68/1971. Ákvæði
þessi hafa eigi áhrif á heildar-
fyrningarverð fasteigna, sbr.
lokamálsgrein B-liðar 15. gr. laga
nr. 68/1971, sbr. 3. gr. laga nr.
60/1973.
Fjárhæðir í skattstiga í 1. tl. 26.
Framhald á bls. 39
að því hvernig hraðfrystum karfa
vegnaði á Bandarikjamarkaði en
islenzku sölusamtökin hafa nú
beint verulegu magni þessarar
fisktegundar frá Sovétríkjunum
yfir á Bandaríkjamarkað í von um
að karfinn hasli sér völl þar að
einhverju marki. Svaraði Eyjólf-
ur þvi til, að viðbrögð markaðar-
ins við þessari fisktegund væru
enn ekki fyllilega komin fram
enda mætti búast við að það tæki
um mánaðartíma frá því karfinn
færi þar fyrst á boðstóla þangað
til á það reyndi hvernig hann
líkaði. Þá kom það fram hjá
Eyjólfi, að töluverð framleiðsla er
nú á fiski fyrir Bandaríkja-
markað þar sem eftirspurn er
mjög mikil.
Þá hafði Morgunblaðið einnig
samband við Sigurð Markússon,
framkvæmdastjóra sjávarafurða-
deildar SÍS, sem tók mjög í sama
streng og Eyjólfur. Sigurður
kvaðst ekki hafa neinar nýfengn-
ar upplýsingar um Bandaríkja-
markað núna, enda hefðu ekki
verið send nein skip vestur um
haf frá þvi um miðjan júni 'en
annað skip væri að hlaða hér
heima rétt í þessu og færi væntan-
lega með fuHfermi vestur seinni-
partinn í næstu viku. Sigurður
kvað alveg ljóst, að einhver hækk-
un yrði milli þessara tveggja
farma en hann kvaðst hins vegar
ekki treysta sér til þess á þessu
stigi til að segja til um hversu
mikil hún yrði.
Sigurður kvað markaðinn mjög
traustan um þessar mundir, og
ekki hefðu neinar fregnir borizt
af því að fisktegund hefði farið
niður á við í verði. Sigurður var
spurður um karfann og hann kvað
ekki vera mikið farið að reyna á
hann enn sem komið væri. Hann
kvað Sambandið vera að þreifa
sig áfram með nýjar umbúðir um
karfann, og yrðu þær um borð í
skipi því sem nú væri að fara
vestur. Hins vegar liðu væntan-
lega 2—3 vikur þar til fyrstu við-
brögð við þeim bærust. Sagði Sig-
urður, að veruleg breyting væri á
karfaumbúðunum samfara því að
verulegt magn af honum sveiflað-
ist af Rússlandsmarkaði yfir á
Bandaríkin.
Sigurður kvað skort á fiski
valda mestum erfiðleikum nú.
Sigurður sagði, að I fiskflökum og
þá sérstaklega þorskflökum væri
hægt að selja núna mun meira en
tök væru á að ná í. Birgðir væru í
algjöru lágmarki og bæði væri
hægt að selja og þá sérstaklega
nýta i eigin þágu vestra miklu
meira af fiskblokkum en Sam-
bandið sæi fram á að það myndi
fá.
Engin í gæzlu
vegna hassmála
BÁÐIR mennirnir, sem sátu f
gæzluvarðhaldi hjá ffkniefna-
dómsstólnum, grunaðir um að
hafa átt þátt f að reyna að
smygla hassi til landsins,
földu f stól, voru látnir lausir
sl. laugardag. Situr þvf enginn
f gæzluvarðhaldi á vegum
dómstólsins nú út af hinum
umfangsmiklu hassmálum,
sem unnið hefur verið að rann-
sókn á undanfarið. Eru þessi
mál nú talin það langt komin f
rannsókn að ekki þótti ástæða
til að halda mönnunum lengur
inni, enda þótt gæzluvarðhald
þeirra væri hvergi nærri út-
runnið.