Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 161. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1976 Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur hér í Reykjavík muna sumir hverjir frá bernskuárum sfnum hanann að reigja sig jafnvel í næsta húsi — jafnvel við Túngötuna þar sem Þjóðverjinn og Rússinn trónar nú andspænis hvor öðrum f sendiráðsbygg- ingum sínum. Þá hélt myndarleg húsmóðir hænsni steinsnar frá Herkastalanum. — Þessi á myndinni eru raunar búsett hér í Reykjavík enn í dag. Rax tók myndina hér inni í Laugardal núna fyrir skemmstu. Hana nú! Samkomulag um vopnahlé í Beirút Beirút 24. júlí. Reuter. DEILUAÐILAK f Lfbanon hafa gert vopnahléssamkomulag, sem felur f sér að gæzlusveitir rfkja Arababandalagsins taka sér stöðu á svæðum milli sveita hægri og vinstri manna. Talsmaður vinstri manna sagði að vopnahlé þetta ætti að taka gildi kl. 05.00 f fyrramálið, sunnudag. Er sagt að samkomulag þetta hafi verið undirritað f gærkvöldi af fulltrú- um hægri manna, Falangista, og Palestfnumanna og að það nái til allra deiluaðila. Sagt er að það hafi verið dr. Hassan Sabri Al-kholi, sérlegur sendimaður Arababandalagsins, sem hafi verið í forsæti fundar- ins, þar sem fjallað var um sam- komulagið. Skv. samkomulaginu munu sveitir Arabahandalagsins verða á svæði, sem nær frá mið- stöð viðskiptahverfisins í borg- inni suður til Þjóðminjasafnsins, en um þá lfnu skiptast yfirráða- svæði hægri og vinstri manna í borginni. Hlutlausa svæðið við Þjóðminjasafnið, þar sem sveitir Arababandalagsins tóku sér stöðu á miðvikudag verðut> stækkað og aukið við gæzluliðið þar. Næsta skref skv. samkomulaginu verður brottflutningur sveita hægri manna, sem sitja um Tel al-Zaatar flóttamannabúðirnar og þeirra sveita vinstri manna, sem í grenndinni eru, þannig að hægt verði að hefjast handa um brott- flutning um 1000 særðra úr búð- unum. Því næst munu gæzlusveit- irnar taka við stjórn Beirútflug- vallar og hafnarinnar og þessir staðir opnaðir eðlilegri og frjálsri umferð. Áður en fréttir bárust af þessu samkomulagi höfðu stórskotaliðs- árásir vinstri manna á stöðvar hægri manna í gærkvöldi bent til þess að bardagar væru enn að harðna. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Einn handtekinn fyrir barnsránið Oakland, 24. júli. Reuter. EINN þriggja manna sem lýst var eftir vegna barnsránanna í Kali- fornfu f sfðustu viku gaf sig fram við lögregluna f Oakland f dag. Hinna er leitað um öll Bandarík- in. Richard Schoenfeld, 22 ára, gaf sig fram skömmu áður en dömari undirritaði handtökutilskipun, þar sem hann, bróðir hans James, 24 ára, og Frederick Newhall Woods, 34 ára voru ákærðir fyrir barnsrán í því skyni að fá greitt lausnargjald. Fréttir herma að fundizt hafi miði með kröfu um fimm miiljón doilara lausnargjald. Yngri Schoenfeld-bróðirinn verður að- eins látinn laus gegn einnar millj- ón doliara tryggingu. Ford hefur vinninginn Washington, 24. júlí. Reuter. BÆÐI Ford forseti og keppinaut- ur hans, Ronald Reagan, segjast hafa tryggt sér fleiri atkvæði á flokksþingi repúblikana en þau 1.330 sem þeir þurfa til þess að hljóta útnefninguna í forseta- framboð. Þó telja flestir að Ford hafi Framhald á bls. 39 Dómarinn innsiglaði skjöl sem styðja ákæruna. Þar á meðal mun .vera uppkast að kröfu um fimm milljón dollara lausnargjald fyrir 26 skólabörn og bifreiðastjóra Framhald á bls. 39 Ráðlagt að flýja frá eitursvæði Mílanó, 24. júli. Reuter. EITURSKÝ sem hefur legið yfir þorpinu Sevesoa norður af Monza á Norður-Italíu og ná- grenni þess hefur sigið til jarðar eftir rigningu og verið getur að flytja verði um 1500 manns burtu af svæðinu að ráði sérfræðinga. Gasið likist efnum sem voru notuð til að eyða gróðri i Viet- nam-striðinu og rúmlega 30 manns hafa verið flutt í sjúkrahús, þar af helmingur- inn börn, vegna brunasára og lifra-og nýrnverkja. Tugir kan- ína og húsdýra hafa drepizt og skemmdir hafa orðið á upp- skeru. Hættan hefur aukizt vegna rigningarinnar að sögn sér- fræðinga. Lögfræðingur sviss- nesku Icmesa-efnaverksmiðj- unnar sem gasið lak úr, Framhald á bls. 39 Yehudi Menuhin skor-; ar á Rússa að sleppa konu af geðveikranæli Lundúnum — 24. júii —-AP. FIÐLUSNILLINGARNIR Ve- hudi Menhuin og Pinchas Zuk- erman, ásamt sex öðrum lista- mönnum, hafa beint þeirri áskorun til sovézkra yfirvalda að þau sleppi Meitu Lekina úr haldi, en hún er nú á geðveikra- hæli f Moskvu. Meita Lekina var handtekin eftir að hún sendi dóttur sinni fiðlu, en Anna dóttir iiennar fékk á áinum tíma leyfi til að flytjast frá Sovétrikjunum og býr nú í ísrael. Á sinum tima var henni meinað að taka hljóð- færið með sér, en þegar vinur Önnu heimsótti Sovétrikin i fyrra bað Meika hann fyrir fiðl- una. Skömmu síðar var hún Yehudi Menuhin. handtekin og ákærð fyrir að hafa smyglað fiðlunni út úr Sovétrikjunum. Hún sat um tima i Lúbjankafangelsinu, en var síðan flutt alheilbrigð i Serbsky geðveikrahæjið i Moskvu. í októbermánuði s.l. voru haldin réttarhöld í máli Meiku Lekina. Sjáif var hún ekki viðstödd, en niðurstaða réttarhaldanna varð sú, að hún væri ekki sakhæf. Að loknum „réttarhöldunum" var hún sið- an send á Kazan-geð- sjúkrahúsið, þar sem hún er nú. Siðustu átta mánuði hafa ættingjar hennar ekki fengið leyfi tii að heimsækja hana, að því er fram kemur i bréfi lista- mannanna, sem birtist í Lund- únablaðinu The Times. Pinchas Zukerman. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.