Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976
— Batnandi efnahagshorfur en varúðar þörf
Fram hald af bls. 17
Sú efnahagsstefna sem fylgt hef-
ur verió krefst þess í reynd aö
almenningur og stjórnmálamenn
haldí í sér andanum á meðan
verið er að minnka skuidakúíinn.
Til þess að iangvarandi árangur
náist verður einnig að ráða betur
við uppsveifluna, en öflug
sveiflujöfnunarstefna hefur átt
sér furðu erfitt uppdráttar hingað
til Hvernig væri nú að vinna
okkar þrjátíu ára strfð við verð-
bólguna?
jAn Sifjurðsson. forsljöri
hjj'KÍhagsslofnunar:
Vel horfir
en óvarlegt
á að treysta
ÞRÓUN efnahagsmáia í umheim-
inum að undanförnu sýnir ótví-
rætt, að heimsbúskapurinn ernú
óðum að vinna sig upp úr lægð
síðustu tveggja ára. Atvinnuleysi
er þó enn verulegt i ýmsum lönd-
um og i sumum þeirra er batinn
afar hægur.
Vaxandi framleiðslu og tekjum
fylgir vaxtarkippur í millirikja-
viðskiptum. Þjóðarbúskapur okk-
ar er farinn að njóta batans i
greiðari útflulningi 'og batn;..,di
viðskiptakjörum.
Undanfarin tvö ár hefur
islenzka þjóðarbúið á ýmsan hátt
borið merki þeirra óhagstæðu ytri
skilyrða, sem fylgdu efnahags-
samdrættinum í heiminum. Kftir
fjögurra ára velgengniskeið,
1969—1973, snarsnerust við-
skiptakjör Islendingum í óhag ár-
in 1974 og 1975, og sölutregðu
gættí á útflutningsmarkaði. Við
þessum vanda var snúizt með
ýmsum hætti, en með nokkurri
töf.
A árinu 1975 minnkuðu þjóðar-
útgjöldin um 9%, en höfðu aukizt
um náiægt 10% árið áður, þótt
þjóðartekjurnar stæðu þá næst-
um í stað. Jafnvel þessi stórfelldu
umskipti reyndust þó hvergi
nærri fullnægjandi til þess að ná
jafnvægi i þjóðarbúskapnum, því
að þjóðartekjurnar drógust sam-
an um nær sama hundraðshluta
og útgjöldin á .árinu 1975, bæói
vegna nokkurs framleiðslusam-
dráttar, og vegna þess, að við-
skiptakjörin versnuðu enn. Af
þessum sökum varð viðskiptahall-
inn sem næst sama hlutfall af
þjóðarframleiðslu árið 1975 og
hann var árið 1974, eða
þótt vöruinnflutningur drægist
saman um 14%. Nú eru hins
vegar horfur á, að á þessu árí miði
verulega í jafnvægisátt. Utlit er
fyrir, að viðskiptahallinn lækki
úr 23 í 11 eða 12 milljarða króna,
eða úr 11H% í 5—6% af þjóðar-
framleíðslunni. Þessi lækkun
næst með samdrætti þjóðarút-
gjalda um 5—6%, en einntg
vegna hækkunar útflutningsverðs
umfram innflutningsverð. Þetta
er mikilvægur árangur, en má þó
ekki minni vera því viðskiptahall-
inn, sem fyrirsjáanlegur er á
þessu ári, þyngir vitaskuld enn
skuldabyrðina. En það er einmitt
þetta nauðsynlega aðhald að
þjóðarútgjöldum, sem veldur því,
að við getum ekki vænzt aukn-
ingar þjóðarframleiðslu og tekna
á þessu ári.
Það er þakkarvert, að þrátt fyr-
ir margvislega efnahagsörðug-
leika hefur hér ekki gætt atvinnu-
leysis. En þessi mikilsverði
árangur er ekki einhlítur; honum
fylgir skuggi, sem grúfir yfir
þjóðarhag í ár og næstu ár. Gjald-
eyrisvarasjóði þjóðarinnar hefur
verið eytt og stofnað til mikilla
erlendra skulda. Ör verðbólga
hefur geisað. Þótt verðbólgan sé
nú nokkuð tekin að réna vantar
mikið á, að viðunandi árangur
hafi náðst í þessum efnum. Þessar
aðstæður setja þróun þjóðarút-
gjalda á næstunni þröngar
skorður, Á næstu tveimur til
þremur árum verðum við að 1
stefna að því að eyða viðskipta-
hallanum með öllu og snúa hon-
um í afgang. Þessi róður verður
þungur, þar sem svo horfir með
helztu fiskstofna við landið, að
vart má buast við auknum út-
flutningi sjávarafurða allra
næstu ár, heldur fremur hið gagn-
stæða. Vissulega horfir nú vel um
þróun viðskiptakjara á árinu
1976, en sé litið til nokkurra ára
fram í tímann er óvarlegt að
treysta á árvissan ávinning af þvi
tagi. Reyndar gæti verið nokkur
hætta á, að hækkun hráefnisverðs
á heimsmarkaði verði nú svo
snögg, að valdið gæti óþægilegu
bakslagi síðar. Undir þetta þurf-
um við að vera búnir
Ástæða virðist til að ætla að
framundan sé nokkurt skeið hag-
stæðari ytri skilyrða og á innlend-
um vettvangi rikir nú meiri vissa
um tekjuþróun næsta árið en
lengi hefur verið til að dreifa. Viö
þessar aðstæður ætti að gefast
tækrfæri — jafnt fyrir stjórnvöld
og einkaaðila — til þess að vinna
að skipulags- og framfaraverkeín-
um, sem þokazt hafa til hliðar í
glímunní við þráláta efnahags-
örðugleika i umróti síðustu ára.
Þau skref, sem stigin voru í fyrra
og stigín verða í ár til þess að fella
útgjöld þjöðarinnar að fram-
leiðslugetu, verður að skoða sem
áfanga i aðlögun, sem hlýtur að
vara nokkur ár.
Kull atvinna er vissulega eitt
mikilvægasta markmið stefnunn-
ar í efnahagsmálum, og að undan-
förnu hefur sú áherzla, sem á
þetta markmið er lögð, valdið
miklum viðskiptahaila og verð-
bólgu. En eigi okkur að takast að
halda fullri atvinnu ti! fram-
búðar, er mikilvægt að ná jafn-
vægi í utanríkisviðskiptum, þar
sem langvinnur viðskiptahalli
þrengir smám saman svigrúmið
til þess að reka sjálfstæða efna-
hagsstefnu. Reynslan sýnir
reyndar ótvírætt, að þau ríki, sem
húið hafa við verulegan viðskipta-
halla langtimum saman, hafa orð-
ið að gripa tíl svo róttækra að-
haldsaðgeröa, að leitt hefur til
atvinnuleysis. Af þessum sökum
og einmitt vegna þess, hve at-
vinnumarkmiðið er mikilvægt,
verður efnahagsstefna næstu
missera að miða að því að koma í
veg fyrir óheillaþróun af þessu
tagi hér á landi. Starfsorku og
fjármagni þarf að beina að verk-
efnum, er tryggja endurheimt
jafnvægis í utanríkisviðskiptum,
sem er forsenda framfara i efna-
hagsmálum. Eitt meginskilyrði
árangurs í þessum efnum er að
draga verulega úr hraða verðbólg-
unnar. Markmiðið hlýtur að vera,
að verðbólgan verði hér ekki
meiri en gerist í samkeppnis- og
viðskiptalöndum okkar.
Við rikjandi aðstæður er þörf á
að meta þjóðhagshorfur nokkur
ár fram í timann svo unnt sé að
skoða í eðlilegu samhengi þær
efnahagsákvarðanir, sem teknar
eru frá ári til árs eða til skemmri
tima. Könnun á þjóðhagshorfum
af þessu tagi ætti alls ekki aó
skoða sem bindandi áætlun eða
fyrirætlun stjórnvalda, heldur
sem undirstöðu stefnuákvarðana
i efnahagsmálum hverju sinni,
ekki sízt ákvarðana i tekjumálum.
Raunhæft mat á útflutnings- og
framleiðslugetu þjóðarbúsins á
næstu árum er einkar brýnt um
þessar mundir, vegna þess tvi-
þætta vanda, sem við okkur blasir
f mynd vaxandi byrðar erlendra
skulda og þverrandi þorskgengd-
ar. Meginþættir þessa verks eru
annars vegar mat á útflutnings-
getu sjávarútvegs og annarra
greina og hins vegar mat á út-
gjaldaáformum og þegar ákveðn-
um útgjöldum helztu ákvörðunar-
aðila i hagkerfinu á næstu árum.
Utflutningsáætlun sjávarút-
vegs og stjórn fiskveiða verður
vitaskuld meðal annars að byggja
á áliti fiskifræðinga á veiðiþoli
fiskstofna. Fiskveiðisamningar,
sem gerðir hafa verið við aðrar
þjóðir, gera aðstöðu okkar miklu
skýrari en áður og ættu að auð-
velda mat á efnahagsáhrifum mis-
munandi verndarleiða, en slíkt
mat hlýtur að vera forsenda skyn-
samlegra ákvarðana um friðun og
nýtingu íiskimiðanna við landíð.
Fréttir af batnandi viðskipta-
kjörum eru vissulega gleðitíð-
indi, en sjaldan hefur verið rfkari
ástæða en nú til þess að ganga
hægt um gleðinnar dyr. Fyrstu
ávöxtum efnahagsbatans þarf að
verja til þess að sinna tveimur
forgangskröfum: Að þurrka út
viðskiptahallann við útlönd og að
takmarka sókn í ofveidda fisk-
stofna.
J6nas Haralz, bankastjóri:
Erfið
verkefni
framundan
EFNAHAGSÞROUN i heiminum
hefúr á þessu ári reynzt mun hag-
stæðari en menn hofðu-þorað að
vona. Hagvöxtur er tiltölulega
mikill, en þó hóflegur, og verð-
bólga víðast hvar i mikilli rénun.
Flest bendir til þess, að batinn
eftir kreppu undanfarinna ára
geti orðið með eðlilegu móti án
þess að til nýrrar ofþenslu og
verðbólgu þurfi að koma. Þetta
hefur í för með sér margvisleg
hagstæð áhrif fyrir okkur Islend-
inga. Verðlag útflutníngs hefur
batnað verulega, án þess að um sé
að ræða sprengingu, er leiði til
nýs verðfalls; verðlag innflutn-
ings hækkar mun minna en áður;
vextir hafa lækkað og fjármagns-
markaðir orðið greiðari.
Hér innanlands hefur einnig
ýmislegt gengið í haginn. Tiltölu-
lega hóflegir launasamningar á
síðastliðnu ári ásamt miklu minni
aukningu í útlánum banka en áð-
ur stuðlaði að verulegri minnkun
verðbólgu siðari hluta ársins. A
móti þessu vóg hins vegar áfram-
haldandi aukning opinberra út-
gjalda, halli hjá rikissjóði og mik-
il útlánaaukning fjárfestingar-
lánasjóða. Halli á viðskiptajöfn-
uði varð þvi enn mikill á árinu
1975. Nú eru horfur á, að styrkari
stjórn fjármála og lánamála yfir-
leitt ásamt þeim bata, sem orðið
hefur í utanríkisviðskiptum muni
leiða til verulegrar lækkunar við-
skiptahallans, og er það mikils-
verður árangur. Því miður leiddu
iaunasamningarnir í febrúar hins
vegar til nýrrar aukningar verð-
bólgu, sem þó mun aftur réna
siðari hluta ársins.
Sé litið fram á við til næstu
mánaða virðist mér eftirtalin at-
riði einkum vera áhyggjuefni: 1.
Þrátt fyrir það, að mikill bati hafi
orðið í fjármálum ríkisins, hefur
enn ekki tekizt að laga útgjalda-
stefnuna að nýjum og þrengri
kjörum þjóðarinnar. 2. Bönkun-
um veitist nú mun erfiðara að
halda útlánum sínum í skefjum
en á síðastliðnu ári. 3. Þrátt fyrir
þá aðlögun til raunhæfs verðlags,
sem orðið hefur, eru enn reistar
skorður við eðlilegri verðmyndun
og tímaniegum verðbreytingum.
4. Mikil óvissa er um launasamn-
inga á næsta ári og hætta á, að of
mikil þensla eftirspurnar á næstu
mánuðum stuðli að því, að enn
verði gerðir óraunsæir samning-
ar, er marki nýjan verðbólguferil.
Sé hins vegar litið nokkur ár
fram í timann beinist athyglin
fyrst og fremst að ástandi fisk-
stofna og mikilli skuldabyrði
landsins. Brýna nauðsyn ber til að
móta stefnu í sjávarútvegsmálum,
er miði að hæfilegri nýtingu fisk-
stofna samfara sem eðlilegustum
rekstri útvegsins. Jafnframt er
nú enn mikilvægara en fyrr að
stuðla að þróun annarra atvinnu-
greina en þeirra, sem hefðbundn-
ar eru. Óhjákvæmilegt er að
stefna að þvi, að viðskiptahallinn
hverfi á næstu árum og hin þunga
byrði erlendra skulda fari minnk-
andi. Þetta eru erfið verkefni,
sem munu krefjast mikils skiin-
ings og stjórnvizku og þeirrar
samheldni þjóðarinnar, sem er
annað og meira en orðaglamur.
En um nýjan bata lifskjara og
nýja sókn til raunhæfra félags-
legra umbóta getur ekki orðið að
ræða fyrr en tökum hefur verið
náð á þessum verkefnum.
Olafur Björnsson, prófessor:
Vara ber
viðof mikilli
bjartsýni
EKKI skal hér reynt að gera
neina þjóöhagsspá, hvorki fyrir
lengri né skemmri tíma. Öllum
tölum verður sleppt, en látið
nægja að draga fram nokkur atr-
iði, sem mér finnst að ekki sé
nægilegur gaumur gefinn i þvi
sem rætt hefur verið og ritað um
efnahagsmál þau rúm tvö ár, sem
liðin eru síðan syrta tók í álinn i
efnahagsmálum, eftir nær óslitið
hagstætt verzlunarárferði árin
1970—73.
Það er ekkert álitamái að verzl-
unarárferði hefur farið verulega
batnandi frá sl. áramótum. Við-
skiptahalli á þessu ári verður til
muna minni en árin 1974—75.
Kemur þar til talsverð verðhækk-
un á mörgum útflutningsafurð-
um, nokkur aukning á útfluttu
magni og samdráttur í innflutn-
ingi, einkum fjárfestingarvöru.
Góðar horfur eru á áframhald-
andi hagstæðri þróun í þessum
efnum.
Þó ber að vara við of mikilli
bjartsýni. Arfurinn frá erfiðleika-
tímabilinu er enn svo þungur á
metum, að ótímabært er að hækka
neyzlustig þjóðarinnar frá þvf
sem nú er. Auðvitað eru til hópar
sem dregizt hafa aftur úr í kapp-
hlaupinu um hærrí tekjur, en
sanngjarnar kjarabætur þeim til
handa mega ekki hafa i för með
sér að allir aðrir heimti það sama.
Af vandamálum þeim sem við
er að etja ber hæst verðbólguna,
hailann á viðskiptum við útlönd
og ástand fiskstofnanna. Milli
tveggja fyrstu atriðanna er náið
samhengi, þvi að meiri verðbólga
innanlands en í helztu viðskipta-
löndunum leiðir til hallareksturs
og samdráttar i útflutningsat-
vinnuvegunum, en örvar inn-
flutning, því að vara framleidd
innanlands verður ekkí lengur
samkeppnisfær við þá innfluttu.
Hvaða tækjum er þá hægt að
beita til þess að halda þessum
tveim vágestum i skefjum? Enn
er verðbólgan hér á landi til
muna meiri en í helztu viðskipta-
löndum okkar og öllum ætti að
vera ljóst að slík skuldasöfnun
sem átti sér stað árin 1974—75
getur ekki haldið áfram. „Klass-
ísku" ráðin til þess að stöðva verð-
bólgu og ráða bót á viðskiptahalla
eru aðhald i fjármálum hins opin-
bera og peningamálum auk þess
sem reynt verði að halda hækkun-
um kaupgjaldsins innan þeirra
marka semh vöxtur þjóðarfram-
leiðslunnar setur. Gengislækk-
unarleiðarinnar læt ég hér að
engu getið, því að ég tel að hún sé
a.m.k. fyrst um sinn búin að
ganga sér svo til húðar að hún sé
óraunhæf. Stefnan i fjármálum
og peningamálum er auðvitað
mörkuð af ríkisstjórninni og á
ábyrgð hennar. Verulegur halli
hefur sem kunnugt er verið á
fjárlögum áranna 1974—75 en
væntanlega verður hann minni á
yfirstandandi ári. Halli á fjárlög-
um hefur vissulega óhagstæð
áhrif bæði á verðbólguþróun og
viðskiptahalla gagnvart útlönd-
um. Hitt er annað mál, að hægara
er sagt en gert að koma í veg fyrir
halla á fjáriögum þegar þjóðar-
tekjur minnka. Tekjur ríkissjóðs,
bæði beinir og óbeinir skattar,
dragast sjálfkrafa saman þegar
kaupgeta rýrnar, en ríkisútgjöld
minnka ekki sjálfkrafa. Sé þessu
svo mætt með því að draga úr
rikisútgjöldum, þá minnka tekjur
almennings enn og skattheimtan
rýrnar á nýjan leik. Ég tel, að
dómarnir um fjúrmálastjórnina
undanfarin tvö ár hafi verið of
harðir ef á allt er litið, en ekki ber
að draga þá ályktun af því, að
aðhald í fjármálum hins opinbera
sé ekki nauðsynlegur liður i við-
námi gegn verðbólgu og erlendri
skuldasöfnun.
Peningamálin eru öflugt hag-
stjórnartæki, sem að mínu áliti
hefði mátt beita í ríkara mæli til
að vinna gegn verðbólgu og vió-
skiptahalla heldur en gert hefur
verið. Vissulega hefur Seðlabank-
inn beitt sér fyrir takmörkunum
útlána og finnst sjálfsagt mörgum
sem á lánsfé þurfa aó halda, að
þar hafi nóg verið að gert og
meira en það. Nafnvextir eru lika
háir hér á landi samanborið við
nágrannalöndum. En raunvextir
hafa þrátt fyrir það verið mjög
neikvæðir vegna verðbólgunn-
ar og það eru þeir sem skipta
máli. Neikvæðir raunvextir hafa
örvandi áhrif á alla eyðslu og
magna þannig verðbólgu og auka
viðskiptahalla. Rökin gegn því að
hækka vexti eða taka upp veró-
tryggingu sparifjár hafa verið
helzt þau, aó á erfiðleikatimum
eins og þeim sem yfir hafa gengið
megi atvinnuvegirnir ekki míssa
þá búbót að öðlast verðbólgu-
gróða á kostnað sparifjáreigenda.
Víst er það búbót, sem líka hefur
þann kost að vera skattfrjáis. En
hún getur aldrei orðið nema
skammgóður vermir, því að fljót-
lega uppgötvar almenningur að
það er ekki skynsamleg fjárráð-
stöfun að eiga sparifé og kýs þá
heldur að eyða peningunum eða
festa þá í einhverjum raunverö-
mætum. Þar sem spariféð er
grundvöllur útlána viðskipta-
bankanna minnkar geta þeirra til
þess að sjá atvinnuvegunum fyrir
lánsfé að sama skapi og sparifé
rýrnar. Þess fór mjög að gæta
seinni hluta ársins sem leið að
ótrú manna á sparifé fór vaxandi
og hélt sú þróun áfram fyrstu
mánuói þessa árs. Að vísu lækk-
uðu sparifjárinnstæður ekki að
krónutölu en verulega miðað við
veltu þjóðarbúsins og það er það
sem máli skiptir. Vaxtabreytingin
í maí var spor i rétta átt og hefði
átt aó gera hliðstæða ráðstöfun
fyrir löngu, slíkt hefði dregið
bæði úr vexti verðbólgunnar og
úr viðskiptahallanum.
Þá skal i stuttu máli vikið að
vinnumarkaðnum. Kaupgjalds-
málin eru mjög mikilvægur þátt-
ur verðlagsmálanna, en á hann
getur rikisvaldið, miðað við okkar
stjórnarhætti, aðeins óbeint haft
áhrif. Hér á landi — og raunar
mjög viða annars staðar — hefur
löngum verið tilhneiging til þess
að kaupgjaldsstrengurinn er þan-
inn meira en skynsamlegt er,
jafnvel frá þröngu hagsmuna-
sjónarmiði launþega séð. I sjálfu
sér er þetta viðurkennt af forystu
launþegasamtakanna, en afsakað
með þvi að kröfur launþega um
kjarabætur í annarri mynd fái svo
litlar undirtektir að þau eigi ekki
annars úrkosta. Þaó er vafalaust
mannlegt að hugsa sem svo aó
betra sé illt að gera en ekkert, en
ekki leiðir slíkt til neins jákvæðs
árangurs. Að minum dómi ættu
launþegasamtökin að snúa sér
meira að endurbótum í skattamál-
um en þau hafa gert hingað til.