Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976
21
t»etta gerdist líka ....
Solzhenitsyn hrýtur umferðarlög
Vegalögreglumaður I Bandaríkjunum, Keith Denchfield, stöðvaði dag
einn bíl á 125 km hraða og ætlaði að hafa tal af bilstjóranum.
Bilstjórinn var kona og talaði hún mjög litla ensku. „Hún sýndi mór
vegabréf sitt og landvistarleyfi,
sem var á rússnesku", sagði
Denchfield. Þegar konan gat eng-
um spurningum svarað kynnti
maður hennar sig og var nafn
hans Solzhenitsyn.
Þau voru á leið frá Kaliforniu til
að heimsækja bróður konunnar i
Vermont. Ég skýrði út fyrir Solzh-
enitsyn, sem kann nokkra ensku,
dálitið umferðarlög og starfsað-
ferðir vegalögregtunnar og skildi
hann það sem ég sagði. en þegar
ég fór að tala um hraðamælingar
skildi hann ekki alveg. Hann hélt
að ökumenn væru færðir rakleiðis
í fangelsi, en ég sagði honum þá
að við ynnum öðruvisi hér og lét
þau fara.
„A puttanum ” í
Norðmenn hafa veitt nokkrum víetnömskum flóttamönnum landvist-
arleyfi, sem fundust nýlega. Norskt flutningaskip fann þá á siglingu úti
fyrir Suður Vietnam nýlega þar sem þeir voru á reki 19 saman. í maí
fyrir rúmu ári tók annað norskt skip 83 flóttamenn um borð og búa
flestir þeirra í Noregi nú
Norðmenn drekka stíft
Þótt vindrykkja hafi aukist mjög i Noregi á síðustu 10 árum eru
Norðmenn einna minnst vinhneigðir Norðurlandabúa að þvi er segir i
nýlegum skýrslum. Fullorðinn Norðamður svalar þorsta sinum að
meðaltali með um 5.43 litrum af alkóhóli, sem kosta hann 1.334,-
norskar krónur og er það miklu minna en Danir, Finnar og Sviar drekka.
Alls var eytt um 4.000 milljónum króna i vindrykkju á sfðasta ári og er
það nærri 20% aukning frá fyrra ári. en það stafar að miklu leyti frá
verðhækkunum, magnið jókst ekki eins mikið, enda hefur verið rekinn
nokkur áróður gegn vinneyzlu undanfarið. Hlutfallið milli sterkra og
léttra vina og bjórs hefur breyzt mikið og er þáttur sterku vfnanna að
verða sifellt meiri.
Nú er talið að einstaklingur eyði að meðaltali um 5.1% tekna sinna i
áfengi en var 4.5% fyrir 10 árum.
Sitt lítið af hverju
fbúar Lousiana hafa farið fram á það við yfirvöld í Bretlandi og
Frakklandi að þau hefji reglulegar áætlunarferðir til einhvers flugvallar
i fylkinu með hljóðfráum Concorde-þotum. Þetta var nýlega samþykkt i
fulltrúadeildinni með leynilegri atkvæðagreiðslu og þvi er greinilegt að
ekki eru allir á móti Concorde . . . Það eru fleiri en Solzhenitsynhjónin
sem brjóta umferðarreglur, þvi nýlega var George Foreman hnefaleika-
kappi ákærður fyrir kæruleysi við akstur er hann lenti i árekstri við
lögreglubil i útkalli . . . Fataframleiðendur i Bretlandi kvarta nú stórum
yfir innflutningi á ódýrum fötum frá Taiwan úr gerviefnum. Þau eru
handunnin og kosta aðeins tvö sterlingspund. og segja þeir það ógna
tilveru brezks fataiðnaðar . . . Fjöldi stúdenta í háskólum í Noregi og
öðrum æðri skólum hefur tvöfaldazt eða rúmlega það á siðustu 10
árum. Voru samtals 40.300 stúdentar við nám skólaárið 1975—76 og
fer nú minnkandi fjöldi þeirra sem leitar erlendis til náms í háskólum.
Konur virðast vera að sækja i sig veðrið á þessu sviði þvi haustið 1974
voru 42.7% stúdenta konur en 43.6 haustið 1 975.
Entebbe-björgunin tekjulind
Björgun gislanna frá Entebbe flugvelli i
Uganda er strax orðin að féþúfu fyrir
kvikmyndafélögin, og eru nú I undirbún-
ingi kvikmyndir af atburðinum. Universal
Pictures er ásamt stjórnandanum og fram-
leiðandanum George Roy Hill að undirbúa
mynd sem á að heita „Björgunin á Ent-
ebbe" Elliott Kastner hefur einnig til-
kynnt að frá honum komi kvikmynd undir
heitinu „Árásin á Entebbe". Þá hefur
Merv Griffin Productions auglýst að for-
seti félagsins, Murray Schwarz, sem var
einn gislanna, muni greina frá þessum
atburði i kvikmynd sem heiti „Odyssey
139".
Akœrður fyrir ímyndunarveiki
Bruno Tinari verksmiðjueiganda I Milanó leiddist að sjá hversu
margir af starfsmönnum hans voru frá vinnu, vegna alls kyns ímyndun-
arveiki, að hans áliti. Hann ætlaði að sanna hversu auðvelt væri að
verða sér úti um einhvern krankleika eða innanskömm og þar með fri
frá vinnu út á læknisvottorð. Hann kom á spítala með kvörtun um
fingurmein, hélt kannski að hann væri brotinn. Eftir að hafa fengið
gibsumbúðir og læknisvottorð yfirgaf hann spitalann, en stjórn spital-
ans stefndi honum fyrir ímyndun og svik.
hafinu
KVIKMYNDIR
ítalski kvikmyndaleikstjórinn
Dino de Laurentiis stjórnaði ný-
lega kvikmynd um þá heiðurs- og
sómaskepnu King Kong, hinn
hugljúfa, ofvaxna apa, sem varð
ástfanginn af ljóshærðri stúlku á
Kyrrahafseyju, var fangaður af
vondum mönnum og fluttur til
New York og hlaut þar sorglegan
endi. í kvikmynd þessari gerast
margir voveiflegir atburðir. Þó
má segja að válegustu tiðindin
hafi orðið í bókhaldinu, því að
myndin átti að kosta 10 milljónir
dollara fullgerð en varð tvöfalt
dýrari.
Það gekk á ýmsu áður en mynd-
in var tekin. Þrjú kvikmyndafé-
lög vildu öll gera mynd um King
Kong og stóð i málaferlum lengi.
Komust dómararloksaðþeirri nið
urstöðu, að de Laurentis og félög-
um hans bæri mestur réttur til
þess að segja sögu frægðarapans.
Næst gerðist það, að augiýst var
eftir þeldökkum mönnum til kvik-
myndagerðarinnar og þeim sagt
að láta sem þeir væru heima hjá
sér og hoppa bara og urra eins og
apar. Sumir, sem buðu sig fram til
Fer apinn
meðþáá
hausinn?
starfans reyndust úrkynjaðir, þ.e.
þeir voru ekki nógu apalegir í
framan (einn var lika of hand-
leggjastuttur), en flestir þóttu
hinir eðlilegustu. Varð uppi fótur
og fit i Bandarikjunum, er þetta
fréttist og svall andstæðingum
kynþáttastefnu móður. Alltaf
jókst kostnaðurinn við myndina;
varð hann brátt hálfu meiri en
ætlað hafði verið og enn ekki búið
að teikna King Kong, hvað þá
sauma feldinn og troða hann út.
En áfram var haldið og þar kom
að búið var að skapa handleggina
á Kong. Reyndust þeir þá báðir
hægri handleggir, en um það leyti
voru kvikmyndagerðarmennirnir
hættir að sinna smáatriðum og
létu þetta gott heita. Var nú aug-
lýst eftir feldi á Kong og sama-
skapurinn boðinn út. En tilboðin
Framhald á bls. 38
FRAMTÍÐIN
Spámennska hefur jafnan þótt
erfið og ótrygg atvinnugrein.
Þetta er nákvæmnisvinna og jafn-
vel hættuleg; hér áður fyrr voru
spámenn ósjaldan liflátnir fyrir
vitlausa spádóma. Sá siður er nú
aflagður, enda eru líklega fleiri
spámenn f heiminum núna en
nokkurn tíma áður. Ekki alls fyrir
löngu reis upp einn í viðbót. Hann
tók saman spádóma sina og gaf út
í bók; maðurinn heitir Stephen
Rosen en bókin „Framtíðarstað-
reyndir". Minnir titillinn á það,
að mönnum þýðir ekki að leggja
fyrir sig spámennsku nema þeir
hafi sæmilegt sjálfstraust.
Höfundurinn er óvanalegur
spámaður að því leyti, að hann er
vísindamaður. 1 bók sinni spáir
hann fyrir um fleiri en 300
óorðna hluti og veit fyrir víst, að
þeir koma fram. Sumir eru reynd-
ar komnir fram þegar og vekur
það heldur traust á spámanninum
Þessi „axlabönd" fyllast lofti ef
barnanginn sem ber þau hrekkur i
vatn eSa sjó (v-þýsk uppfinning).
Þetta er
)að sem
vonia skal
en hitt. Hann spáði til dæmis fyrir
um tölvusetningu dagblaða og
notkun sólarljóss til raforkufram-
leiðslu. Ef hinir spádómarnir
koma jafnvel fram og þessir verð-
ur lífið á jörðinni nokkuð breytt
um aldamótin. Þá ganga járn-
brautarlestir yfir þver Bandarík-
in á 21 klukkustund, eggjahvítu-
efni verður framleitt úr mykju,
sorpi, skolpi og gömlum hjólbörð-
um og mönnum verða kennd
tungumál á svipstundu með lyfja-
gjöf.
Ég verð að játa það, að ég er
mishrifinn af „framtíðarstað-
reyndum'* Rosens. Hann spáir
þvi, að fundnir vérði upp sérstak-
ir sporar á skíði, svo að skíða-
menn geti klifið brekkur örugg-
lega. Saumuð verði axlabönd með
hólfum, sem dragi í sig loft, ef
eigandinn dettur í sjóinn (skyldu
þau virka þótt eigandinn gleymdi
þeim heima?). Framleiddar verði
sígarettur, sem „kveiki i sér sjálf-
ar“, þrívítt sjónvarp og plast-
bréfsefni, sem þolir tár og skít,
Framhald á bls. 38
FJÖLKVÆNI
Eina vitið segir sá sem gerst veit
Fjölkvæni stríðir gegn lögum í
Bandaríkjunum, eins og viðast
hvar, og Mormónar, sem eru fræg-
astir fjölkvænismahna bönnuðu
fjölkvæni í söfnuðinum árið 1890.
Samt er það enn furðu aigengt í
Bandarikjunum. Er talið, að ein
30 þúsund fjölkvænismanna séu
þar i landi. Er þetta látið vera og
fjölkvænismenn sjaldan dregnir
fyrir dóm, þótt þeir festi sér fleiri
konur en þeim ber lögum sam-
kvæmt.
Nýlega hitti ég að máli einn
fjölkvænismann; sá heitir Alex
Joseph og býr i Utah. Hann á
hvorki fleiri né færri en 12 eigin-
konur. Joseph hefur svo sem
reynt einkvæni og það tvisvar. En
hann segir það bæði „ómögulegt
og óeðlilegt" og er búinn að fá sig
fullsaddan af því. Eiginkonur
hans eru honum allar sammála.
„Hverjir eru eiginlega kostir ein-
kvænis?" spurði ein þeirra mig og
svaraði sjálf: „Það eru hjóna-
skilnaðir, framhjáhald, lausaleik-
ur og alls kyns annað ólán.“
Joseph og konurnar og börn
þeirra sjö virðast sæl og ánægð,
þótt þau eigi erfitt uppdráttar að
sumu ieyti. Þvi er nefnilega ekki
að neita, að almenningur litur
þau hornauga. Menn hafa fundið
upp ýmsar sakir til að klekkja á
Joseph; hann hefur verið sakaður
um mannrán, veiðiþjöfnað og
bankarán, svo að nokkuð sé nefnt.
Hann hefur verið handtekinn sex
sinnum, en látinn laus jafnóðum
„vegna skorts á sönnunum*'.
Endrum og eins er honum hótað
dauða. Hann ber þess vegna byssu
i beltinu. Kveður hann fólk mun
kurteisara og tillitssamara við
vopnaða menn en óvopnaða.
Joseph og fjölskylda hans búa
Framhald á bls. 13
bjó þar í æsku. Hún er ennþá
hláturmild eins og forðum. Og
einkum hlær hún, þegar hún
minnist gamalla elskhuga, bæði
þeirra, sem hún giftist (þeir voru
tveir), og hinna (þeir voru fleiri
og meðal þeirra Howard Hughes,
John Huston og Edward Heath).
Errol heitinn Flynn var fyrsti
maðurinn, sem hún festi ást á og
enn minnist hún hans með sökn-
uði. „Ég grét í sólarhring, þegar
ég frétti lát hans,“ segir hún. Hún
var aðeins 19 ára, þegar þau
Flynn léku fyrst saman f kvik-
mynd. Þau léku saman f átta
myndum alls. „Ég var ákaflega
ástfangin af honum," segir hún.
„Og hann varð ástfanginn af mér
áður en lauk. Allar konur hlutu
að verða ástfangnar af Errol.
Hann var sannarlega heillandi
maður. En hann lifði mjög hátt og
það varð aldrei af þvf, að við
tækjum saman." Olivia giftist svo
Marcus nokkrum Goodrieh árið
1948, en skildi við hann fjórum
árum seinna. Árið 1955 giftist
hún Pierre Galante, ritstjóra
Paris-Match og föður (jisele. Þau
skildu að börði og sæng fyrir tfu
árum.
Ég spurði Oliviu, hvort hún
hefði ekki hug á þvf að byrja
kvikmyndaleik aftur. Hún kvaðst
fegin vilja það — ef sé byðist
sómasamlegt hlutverk. Ég spurði
þá, hvort hún væri tilleiðanleg að
leika f kvikmynd, ef hún þyrfti að
fækka þar fötum. Hún kvað nei
við og lagði þunga áherzlu á hvert
orð. „Menn kunna ekki lengur að
gera kynsæandi kvikmyndir,**
sagði hún. „Það er ekkert varið í
þessar nýju kynlffsmvndir. Það
var miklu fremur k.vnæsandi en
þær, atriðið f „Gone with the
Wind“, þegar Rhett bar Scarlett
upp f svefnherbergið, og Ifka at-
riðið í svefnherberginu um morg-
uninn eftir. Nú orðið hefur eng-
inn vit á þessum hlutum. ..“
Og þar með kvaddi ég, enda
þurfti Olivia að fara að anza í
sfmann. Hún svarar náttúrulega á
frönsku. Hefur henni verið sagt,
að hún tali frönskuna prýðilega
— með svolitlum júgóslavneskum
hreimi...
— ANGELA TAYLOR.
OLIVIA DE HAVILLAND