Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 26
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ — 60 ÁRA Tölvudeild KÓS hefur á boðstólum stórar og litlar tölvur frá Digital. Myndin sýnir PDP-11T34. þrir menn, sem höfðu náð þessum starfsaldri, svo að þeir voru hlutgengir til að hljóta slík bréf. Sá fyrsti, sem tók við slikum hlut í fyrirtækinu, var Ingi Jónsson sölustjóri, sem gekk í þjónustu KÓS árið 1 954 og er elsti starfsmaður þess. Nú er svo komið. að 44 af starfsmönnunum eru jafnframt hluthafar, og eiga þeir samtals 62% af hlutafénu, sem nemur nú 20 milljónum króna. Hefur það verið aukið hvað eftir ann- að á undanförnum árum og ákveðið hefur verið, að það skuli enn aukið verulega innan skamms. Svo fór eins og hinir bjart- sýnu trúðu — og nær áður en varði — að fyrirtækið hafði aukið svo umsvif sín, að Hamarshúsið gamla rúmaði það ekki lengur. Voru þá að- eins fáein ár, síðan flutt hafði verið þangað. En það varð þó að nægja enn um sinn, meðan svipast var um eftir heppilegra aðsetri. Það hafði raunar gerst árið 1958 að nokkrir hluthafa KÓS stofnuðu annað fyrirtæki — Steinavör hf. Var því m.a. ætl- að að flytja inn japönsk veiðar- færi, sem voru þá að koma á markaðinn en KÓS gat ekki sinnt, svo sem að mun verða vikið hér á eftir Þá var það og tilgangurinn, að hið nýja fyrir- tæki hefði með höndum ýmsan útflutning. Aðalstofnendur og stjórnendur Steinvarar hf. hafa verið þeir Haraldur Ágústsson, Jón Guðbjartsson og Margeir Sigurjónsson Steinavör hefur einnig dafn- að vel. en ekki er ætlunin að rekja þá sögu hér. Þó má nefna, að það fyrirtæki eignað- ist bráðlega Hamarshúsið gamla, þegar það varð falt fyrir allmörgum árum. Bjami Gtslason sölustjóri I veiðarfæradeild Fyrir 9 árum festi KÓS kaup á húseigninni á Hólmsgötu 4 i Örfirisey, þegar hún var boðin upp. Hafði húsið verið í eigu Fiskmiðstöðvarinnar hf. — samtaka fisksala hér í borg — en það fyrirtæki reisti sér hurðarás um öxl með því að ráðast í það mannvirki og gat ekki haldið því. KÓS flutti þó ekki strax i þetta hús sitt, þvi að það var leigt öðrum í nokkur ár, en þegar það losnaði, höfðu eigendur fyrst vörugeymslu sina þar. Siðan var ráðist í að byggja hæð ofan á — sem tók aðeins tvo mánuði, þegar hafist var handa — og þangað voru skrifstofurnar fluttar 1 desember 1 973. En svo hefur þróunin orðið ör á þessum fáu árum, að nú fyllir starfsemi KÓS eins rækilega út i þetta nýja hús og hún fyllti Hamarshúsið gamla undir lokin þar. Það er þó mjög til bóta, að fyrirtækinu tókst að tryggjá sér næstu lóð fyrir norðan, og þar eru byggingarframkvæmdir hafnar. Þar á með tímanum að fást annað eins húsnæði og það, sem er þegar í notkun. Þegar Kristján Ó. Skagfjörð hóf starf í öndverðu, voru það DANCOM talstöðvar „Þeir fiska sem róa meö veiðarfærin frá Skagfjörö” Randers Reb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.