Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULl 1976 3 Hvað kostár eggið í mínútum? Brezkur hagfræðingur, Keith Bush, hefur nýlega gert saman- burð á kaupmætti í Rússlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýzkalandi og Bretlandi. I samanburðinum styðst Bush ekki við beinharðar peningagjaldmiðil, eins og venjan er, heldur metur hann vörutegundirnar í þeim vinnutíma, sem nauðsynlegur er til að geta keypt vöruna. Miðað er við venjulega verkamannavinnu. O fi c C9 > s 4> JS s o C/i taa * ic u, u ■o C/5 CÚ c/5 s ■a S s fce Vöruteg. Kg £ o s o J s, Brauð 3.0 64 61 67 29 54 Egg 12 stk 21 156 39 28 56 Nautakjöt 1.0 66 144 115 147 166 Hakkað kjöt 0.5 17 104 29 38 50 Þorskur 1.0 49 56 52 98 113 Smjör 0.5 23 71 31 29 39 Mjólk(l) 10.0 66 213 92 108 81 Kartöflur 7.0 58 49 53 160 94 Kaffi 0.5 32 163 75 69 43 Gin/Vodka 0.2 1 19 168 18 59 42 Samkvæmt útreikningum Bush, er kostnaður við vikuleg inn- kaup til heimilis, mældur í vinnutímum: Litasjónvarp 17.2 64.6 22.4 28.2 25.7 Mælt í mánuðum 85.6 780.0 191.5 221.6 327.3 Á skýrslum Bush kemur ljós- lega fram munurinn á lífsaf- komu fólks í þessum borgum. Samanburðurinn er ekki sízt fróðlegur þeim, sem segja öreiga vestantjaldslandanna búa við kúgun auðvaldsins ólíkt starfsbræðrunum í Austur- Myndin sýnir tvo Rússa velta vöngum yfir nýjum jakkaföt- um. Evrópu. Vert er að hafa í huga nokkur atriði. T.d. eru margar vörutegundir, svo sem brauð, fiskur og kartöflur oft með öllu ófáanlegar í ríkisverzlunum í Moskvu, en eru þá til sölu á mörkuðum á mikiu hærra Framhald á bls. 39 Neytendasamtökin hvetja til lagasetningar um neytendavemd AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna var haldinn á Hótel Esju 12. apríl sl. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur Neytendasamtak- anna haldinn á Hótel Esju þann 12. apríl 1976 beinir þeim tilmæl- um til viðskiptaráðuneytisins að draga ekki lengur frágang á frumvarpi til laga um neytenda- vernd.“ Til skýringar á ályktun þessari vilja Neytendasamtökin benda á eftirfarandi atriði: A undanförn- um árum hefur komið æ skýrar í ljós nauðsyn þess að tryggja rétt hins almenna neytenda. Neyt- endasamtökin hafa með þjónustu við neytendur kynnzt náið þeim vandamálum sem þeir eiga við að etja. Mikið vantar á að neytendur hérlendis búi við hliðstætt öryggi og neytendur í nágrannalöndum okkar, þar sem neytendalöggjöf hefur verið komið á. Neytenda- löggjöf sem tryggði rétt neytenda væri stórt spor í rétta átt. Ályktun þessi var send viðskiptaráðherra. Núverandi aðalstjórn Neyt- endasamtakanna skipa: Reynir Caracas — 23. júlí. — Reuter. 50 þúsund manns eru nú heim- ilislausir vegna gifurlegra flóða, sem geisað hafa í suður- hluta Venezuela að undan- Ármannsson formaður, Jónas Bjarnason varaformaður, Anna Gísladóttir ritari, Eirika A. Frið- riksdóttir gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Árni B. Eiriksson, Guð- mundur Einarsson og Gunnlaug- ur Pálsson. (Fréltatilkynningfrá Neytendasamtökunum, dagsett 20. Júlf). förnu. Tjón af völdum flóðanna er metið á sex og hálfan millj- arð íslenzkra króna. Þetta eru mestu flóð í landinu í þrjá ára- tugi. 50 þús. heimilislausir vegna flóða í Venezuela Nýtt leikfélag í bígerð í Reykjavík? ORÐRÓMUR um stofnun nýs ieikfélags í Reykjavfk rak tfðindamann Morgunblaðsins á fund Þorgeirs Þorgeirssonar kvikmyndagerðarmanns, en hann er samkvæmt orðrómnum, einn aðila nýja félagsins. Þorgeir sagði að þetta væri enn á algjöru umræðustigi. „Nýtt leikfélag hef- ur verið mikið rætt af þeim nemendum Leiklistarskóla ríkis- íns, sem útskrifuðust nú í vor og fleirum, sem kothið hafa við sögu Nemendaieikhússins f vetur, svo sem Sigurðar Pálssonar og Gunn- ars Reynis Sveinssonar,“ sagði Þorgeir. „Þó nokkur hugur er f fólkinu." Ekki kæmi til greina samkeppni við eldri leikfélögin f Reykjavík, heldur yrði væntan- lega um að ræða féiagsform, er yrði opið bæði áhugafóiki og at- vinnufólki. „Er eitthvað hæft í því, að þið hafið falazt eftir Fjalakettinum í þessu sambanda?“ „Það hefur líka verið rætt. Kostnaður við að gera húsið upp yrði þó eflaust ofviða þessum hópi fólks, þetta eru mest blankir krakkar. En óneitanlega væri gaman, ef Fjalakötturinn gæti aftur tekið upp leikhússtarfsemi — að ég nú ekki tali um hversu mikið það myndi gera fyrir Grjótaþorpið," sagði Þorgeir að lokum. 20 nemendur luku burtfarar- prófi úr Tónlistarskólanum TÖNLISTARSKÓLANUM i Reykjavik var sagt upp föstu- daginn 28. maí sl. I vetur stunduðu 270 nemendur nám við skólann og kennarar voru 45 auk skólastjóra. 12 opinberir tónleikar voru haldnir á vetrin- um, þar kom m.a. fram hjóm- sveit skólans og kór auk fjölda einleikara. I vor tóKu 20 nem- endur burtfararpróf og skipt- ust þannig eftir deildum: 5 tóku einleikarapróf, 4 fiðlu- kennarapróf, 2 píanókennara- próf, 1 blásarakennarapróf, 1 organistapróf og 8 tónmenntar- kennarapróf. Þetta er stærsti hópur, sem útskrifazt hefur í einu frá skólanum þau 46 ár, sem hann hefur starfað. Nemendur sem luku burtfararprófi úr Tónlistarskólanum á siðast- liðnu vori. London Vikuferoir til London. Næsta brottför 25. júlí. r Flugferðir með gistingu og morgunverði frá kr. 44.600. Einn glaðværasti baðstaður Evrópu. Næsta frottför 30. júlí Fáein sæti laus. AUSTURSTRÆTI 17 Ferðaskrifstofan Costa Brava fejÖ^Costa del Solfe FUENGIROLA Næsta brottför 26. júli — 3 vikur. Ein ódýrasta ferð sumarsins. Fáein sæti laus. VerSfrá kr. 59.200. TORREMOLINOS Næsta brottför 1. ágúst. Vegna forfalla fáein sæti laus jr SIMI26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.