Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 48
ffpntVbifetfe SUNNUDAGUR 25. JUlI 1976 FJÖLBREYTT GJAFAVARA Kirkjufell INGÓLf SSTfl/ETI '6. Eiginkonan með 56 þús. kr. —eigmmaðurinn með 54 þús. Siglufiröi — 24. júlí. KONUK þurfa ekki f öllum til- fellum art kvarta undan launa- misrétti, þar sem þær vinna sömu störf og karlmenn — nema síður sé. Sem dæmi má nefna, ad undanfarið hafa hjón unnið hér f síldarverksmiðju S.R. á vöktum, og þegar þau fengu launaumslagið sitt í gær kom i Ijós, að konan var með 56 þúsund krónur í laun eftir vik- una. en hann með 54 þúsund krónur. Var munurinn í þvf fólginn að meiri dagvinna var innan vakta hans en hennar. Þéssi hjón fóru að vinna hjá sildarbræðslunni vegna þess að þar vantaði tilfinnanlega mann- skap, en maðurinn starfar alia jafnan í verkamannavinnu hjá bænum, en konan á sauma- stofu. Loðnan hefur breytt bæj- arbragnum hér verulega, svo að segja má með sanni, að þessa dagana sé sannkölluð gullöld rikjandi i Siglufirði. Hefur það t.d. gerzt í fyrsta skipti i mörg ár, að orðið hefur að fá mann- afla frá öðrum stöðum, og slik er fólkséklan, að fjöldi krakka allt niður í 12—13 ára starfar nú hjá Siglósíld við að líma miða á dósirnar. Alls staðar vantar fólk, því að það er ekki aðeins mikil vinna í Framhald á bls. 39 Unnið á ný í Odds- skarðsgöngunum 160 metra langur munni steyptur Norðfjarðar megin Neskaupstað 24. júlí FRAMKVÆMDIR við Odds- skarðsgöngin eru nú aftur hafnar. Öllum greftri við göngin mun nú vera lokið og um þessar mundir er unnið að gerð 160 metra langs munna, sem stendur út frá göng- unum Norðfjarðar megin. Gert er ráð fyrir að f sumar verði lokið við að steypa 90 metra kafla af munn- anum. Áður er lokið við gerð samskonar munna við gangaopin Eksifjarðar megin, en sá er nokk- uð styttri. Þá er verið að Ijúka við að byggja upp nýjan og háan veg út frá göngunum f Oddsdal og er vegurinn upp Oddsdal allur ann- ar orðinn. Norðfirðingar biða nú spenntir eftir að göngin verðí tekin í notk- un, en nú er gert ráð fyrir að það verði á næsta ári. Upphaflega átti að vera búið að taka göngin i notkun fyrir tveimur árum, en vegna féleysis hafa framkvæmdir dregizt á langinn. Ljóst er að með tilkomu Oddsskarðsganganna verður gjörbylting i samgöngu- málum Norðfirðinga, sérstaklega þó yfir vetrartímann, en komið hefur fyrir að Oddsskarð hafi að mestu verið lokað 7—8 mánuði á ári. Fréttaritari. 30% aukning í ferðum Ferðaskrifstofu ríkisins 120 ferðir um landið í sumar UM 30% aukning hefur orðið í ferðum Ferðaskrifstofu ríkisins, sem hún skipuleggur fyrir er- lenda ferðamenn og einnig inn- lenda, en um er að ræða annars vegar hringferðir um landið og hins vegar vikuferð til Vestfjarða um Snæfellsnes. Morgunblaðið ra-ddi í ga‘r við Björn Vilmundar- son forstjóra Ferðaskrifstofu rfk- isins um þessi mál: „Starf Eddu-hótelanna", sagði hann, „hefur gengið ágætlega, nokkuð að vísu eftir landshlutum, en í heild erum við ángæð. Það hefur verið minni umferö um Suðurland en reiknað var með og spilar veðrið þar inn i, en t.d. í Reykholti hefur reksturinn geng- ið mjög vel og þar höfum við talsvert verið með innlenda hópa til dvalar. Eins er á Eiðum og þar hefur nýtingin verið allt upp í 140% þannig að þá eru gangar og afkimar nýttir vel fyrir svefn- pokapláss. Þá hefur t.d. hötelið á Isafirði gengið framar iillum von- um og það er bæði sótt af innlend- um sem erlendum og jaffivel Vestfirðingum. Staðgreiðsla skatta enn í athugun í ráðuneyti Varðandi ferðamannastraum- inri til landsins er það að segja að erlendar ferðaskrifstofur voru mjög bjartsýnar á að unnt myndi að selja Islandsferðir, en það hef- ur ekki gengið eins vel og þær reiknuðu með. Þá hafa einnig komið til gjaldeyriserfiðleikar og má nefna að ítalskur hópur fékk ekki gjaldeyrisyfirfærslu á Italíu fyrir ferð til Islands og varð því að hætta við. Alls eru þó farnir af stað hjá okkur í hringferðir um landið 70 hópar en yfirleitt eru um 30 I TILEKNI útkomu skattskránna leitaói Mbl. upplýsinga um hvað liði hugmyndum um að koma á staðgreiðslukerfi skatta hér á landi. Það mál er nú til meðferðar í fjármálaráðuneytinu, en í fyrra skilaði Sigurbjörn Þorb/örnsson ríkisskattstjóri greinargerð um málið, sem siðan hefur verið send ýmsum aðilum til umsagnar. Að sögn Höskuldar Jónssonar ráðu- neytisstjóra i fjármálaráðuneyt- inu er málið ekki komið á ákvörð- unarstig í ráðuneytinu og því ekki Ijóst hvort eða hvena-r stað- greiöslukerfi skatta verður inn- leitt hérlendis. I miðbænum f fyrradag og háll svona drungaleg á svipinn ... eins og veðrið. manns í hverjum hóp. Allt sumarið í fyrra voru farnar 95 ferðir, svo hér er um mikla aukn- ingu að ra*ða og ladur nærri aö hún sé 30%, enda reiknum við með um 120 ferðum i sumar. Flestir feróamannanna í hópferð- um okkar eru útiendingar, en heimamenn höfum við einnig tek- ið inn iVestfjarðatúrinn.Þá erum við byrjaóir með hringferðir fyrir Islendinga og er ein ferð farin og önnur fer 12. ágúst. Þá skipu- leggjum við einnig mikið fyrir einstaklinga, pöntum ferðír, hótel, biia og eitt og annað sem upp kemur." Ferðalangar fá sér kaffisopa í Laugardalnum. Ljósmynd Mbl. RAX. Skeiðarárhlaup 1 marz á næsta ári? GRÍMSVÖTNIN í Vatnajökli eru nú komin í 1430 metra hæð yfir sjó, samkva'mt mælingum sem gerðar voru í leiðangri á jökulinn nú nýlega, að þvi er Helgi Björns- son, jöklafræðingur tjáði Mbl. í viðtali á bls. 14.—15. Segir Helgi að sú vatnshæð hafi nægt til þess að hlaup yrði á árunum 1960 og 1965. Og f hlaupinu 1972 var vatnshæðin f vötnunum rúmlega 1435 m. Telur Helgi því að varla geti dregist að Grfmsvötn hlaupi fram yfir árið 1977. Margt bendi til þess að hlaupið komi í Skeið- ará fyrri hluta árs 1977. Og spáir hann þvf „að gamni sínu“, eins og hann orðar það, að hlaupið verði í marz 1977. Skeiðará rennur sem kunnugt er um Skeiðarársand og undir brýrnar miklu, sem gerðar voru á hringveginn fræga. Þau verða þegar vatnið í Grímsvötnum, þar sem vatn safnast undir ishelluna, fær framrás undir jökli Brýst þá þetta mikla vatnsmagn fram i Skeiðará, en íshellan á vötnunum hrynur með miklum fyrirgangi 70—100 m. Vatnavextirnir á sand- inum verða gífurlegir og vegir og brýr i hættu, sem kunnugt er. — Gullöld og launajöfnuður í Siglufirði: Skýjað VEÐURSTOFAN spáir hægri vestan og suðvestan átt um allt land f dag. Skýjað verður að mestu og búast má við ein- hverjum skúrum vestan til en að léttskýjað verði austan til. Hitinn á láglendi vestanlands verður um 10—12 stig en 15—18 stig f innsveitum austan lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.