Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 7 þarna eraðfróðra manna dómi verið að ráðast gegn misbeitingu á kenningum Páls postula, þá er hér ekki um neinar villukenningar að ræða hjá höfundi Jakobs- bréfsins. Hann vill fyrst og fremst benda á, að það er ekki nóg að segjast hafa trú Trú- mannsiris verður að sannast á einhvern hátt i lífi hans. Annars er hún dauð trú Og sú trú, sem eingöngu hugsar um eigin hag, hún er heldur ekki sönn. Kærleikurinn er því prófsteinn trúarinnar. Þess vegna skulum við ekki deila um, hvort sé áhrifarík- ara fyrir farsæld mannsins trú eða verk. Hann þarf á hvoru tveggja að halda, trú og verkum. Hinn réttláti mun lifa fyrir trú, en aðeins fyrir lifandi trú og trú hans er dauð, vanti hana verkin, beri hún ekki ávöxt i kærleiksríku lífi. Maður nokkur sagði: Það er gott að vera frelsaður og vita það. Vinur hans svaraði honum vel og mælti: Vel má þaðvera, en hlýturekki hitt að vera sælla, að fera frelsað- ur, eins og þú orðar það, og sýna það í verki. Jesús Kristur lagði sjálfur aðaláherzlurnar á hvatirnar, tilfinningarnar, sem verknað- ur mannsins grundvallast á. Kenning hans var sú, að góð verk gerðu engan að góðum manni, en að góður maður gerði góð verk. Þetta er i samræmi við það, sem hér hefur sagt verið, að góð verk skapa ekki þá trú, sem hverj- um manni er nauðsynleg, en slík sönn trú skapar aftur hin góðu verk. Og þá verður það líka svo auðskilið, af hverju kærleikur af öllu hjarta, allri sál, öllum huga og mætti verður grundvallarboðorð Krists. Einn af bestu mönnum miðaldakirkjunnar var Franz frá Assisí. Margt má enn af honum læra. Mig langar til Trú °g verk að birta hér að lokum eina af bænum hans: ,,Guð minn, lát mig vera verkfæri i hendi þinni friðnum til eflingar Lát mig sá kærleika i hatur, trú i efa, von i örvæntingu, Ijósi i myrkur, gleði í sorg.” Tileinkum okkur trúarþel- ið, sem að baki slíkri bæn býr og biðjum svo í einlægni í þessum anda. Þá vildi ég mega vona, að trú og verk fengju að haldast i hendur í lífi okkar. Jakobsbréfið er eitt af þeim ritum Nýja testamentis- ins, sem mér þykir vænst um. Við vitum ekki, hver hef- ur skrifað það, en þar kemur margt athyglisvert fram, sem menn hafa reyndarekki get- að orðið sammála um. Það eru sérstaklega orð Jakobsbréfsins um, að trú mannsins sé dauð, ónýt, vanti hana verkin, sem hafa valdið erfiðleikum i heimi guðfræðinnar Menn hafa bent á orð Páls Postula sem andstæð þessu: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú." Þeir hafa einnig vitnað i Martein Lúth- er, sem trúna á fyrirgefningu syndanna, sem honum er veitt óverðskuldað, þ.e. fyrir náð Guðs, fyrir kærleika föð- urins einan Þess vegna hafa margir viljað telja orð Jakobs- bréfsins ósönn, þau er ég vitnaði til. En að mínum dómi er það ekki rétt íhug- um þessa hluti litiðeitt. Páll flutti fyrstur áður nefnda kenningu um, aðtrú mannsins ein gæti gert hann hólpinn, en ekki verk hans. Svo virðist sem þessari kenn- ingu hafi verið misbeitt og það hafi leitt til hræsni og yfirborðsmennsku. Jakobs- bréfið er talið allmiklu yngra en bréf þau er Páll ritaði um þetta efni, og ýmsir guðfræð- ingar telja, að það sé beinlin- is skrifað til þess að berjast af alefli mót þessari misbeitingu kenningar Páls. Hinar öfgarnir eru líka til að leggja einhliða áherzlu á verkin, en gleyma að mestu trúarþelinu að baki þeim. í þá freistni féll rómversk- kaþólska kirkjan á síðmiðöld- um og siðbót Lúthers var fyrst og fremst uppreisn gegn verkaréttlæti hennar. Þess vegna er ofur eðlilegt, að Lúther leggi, ! þeirri aðstöðu sem hann var, mjög rika áherzlu á réttlætingu af trú en ekki af verkum Hins vegar varð ekki sam- staða um þá kenningu með lútherskum mönnum, er Lúther var sjálfur fallinn frá. Filippus Melanchton, helsti samstarfsmaður hans, sem var yfirleitt miklu rólegri maður og gætnari en Lúther, hann vildi ekki viðurkenna, að maðurinn sjálfur kæmi hvergi við sögu i hjálpræðis- verki Guðs. Hann áleit, að maðurinn yrði sjálfur að taka ' móti náð Guðs og gæti það. Hann vildi heldurekki neita öllu sjálfstæðu gildi góðra verka mannsins. Að minu viti fer Melanchton þarna meðal- veg, forðast allar öfgar og vill nýta þaðjákvæða úr báðum áttum, og slíkt er yfirleitt far- sælast, er á reynir i lífinu. Og ef við lítum slikum aug- um á boðskap Jakobsbréfs- ins og höfum i huga, að Einangrunarplast fyrirliggjandi í öllum þykktum. Kynnið ykkur verð. Þakpappaverksmiðjan h.f. Garðabæ sími 42101. I kvöld, sunnudag, a Laugardalsvelli kl. 20: KR — BREIÐABLIK Ýsunet Eigum fyrirliggjandi ýsu- net úr girni og hálfgirni. Tryggvagata 10 Simi 21915-21286 P 0 Box 5030 Reykjavik Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs: Ár-flokkur 1965 2. flokkur 1966 2. flokkur 1967 2. flokkur 1968 1. flokkur 1970 2. flokkur 1972 1. flokkur Kaupg. pr. kr. 100.- 1513.84 1290.22 1206 41 1057.55 506 43 423.44 Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs: Kaupg. pr. kr. 100.- 1974 E 172.76 Veðskuldabréf: 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs: Sölugengi pr. kr. 100.- 744.44 152.00 1 14.23 1969 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2 flokkur Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs: 1973 B 1974 D Sölugengi pr. kr. 100.- 333.30 254.00 NÁRPUTIOCARPÉMG ÍSIAODS Verðbréfamarkaður Lækjargötu 12, R (iðnaðarbankahúsinu) Sími20580 Opiðfrá kl. 13.00—16.00 alla virka daga. Vélbundið hey til sölu að Þórustöðum í Ölfusi. Pantanir í síma 99-1174. alltaf i hádegiitu OFSAGOTT GLÓÐARSTEIKT L4MR4LÆRI MEÐ OFNBAKAÐRI KARTÖFLU HRÁSALATI OG BÉARNAISSÓSU KRAIN VID HLEMM Eigum til á lager 2 öxla. Emmg stk. Cavalier 490 GTS MONZA 1000 verð: 695.000 MONZA 1400 verð. 880.000 MONZA 1 200 verð: 790.000 MONZA 1600 verð: 970.000 Gísli Jónsson & Co. Hf Sundaborg, Klettagarðar 11 simi 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.