Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULI 1976 STÖKK 6,72 METRA ANGELA Voigt, 25 ára síma- tæknifrærtingur frá Magdphurg f Austur-Þýzkalandi, varrt f.vrst til art vinna gullverrtlaun I frjáls- íþróttakeppni Olympfuleikanna I iVIontreal. Hún stökk 6.72 metra f fyrstu tilraun sinni I úrslita- keppninni I langstökki, og þvf stökki hennar varrt aldrei ógnart. Þótti langstökkskeppni þessi heldur lítirt spennandi og af ein- hverjum ástærtum voru fiestar stúfkurnar alllangt frá sfnu hezta. Undankeppnin i langstökki fór fram fyrri hluta dags á föstudag- inn. Til þess að korr.ast í úrslit þurfti art stökkva 6.30 metra, en í LANGSTÖKKI því takmarki náöu aðeins sex stúlkur. Þurfti því að bæta þeim sex, sem náðu árangri, sem stóð næstur, við til þess að tólf tækju þátt í'úrslitakeppninni. Sem fyrr greinir náði Voigts sigurstökki sínu þegar í fyrstu umferö. Á ýmsu gekk i baráttu hinna stúlknanna, en í siðustu umferð náði 18 ára bandarisk stúlka, Kathy McMiilan, mjög góðu stökki, 6.66 metrum, og krækti hún þar með i silfurverð- launin. Átti enginn von á því fyr- irfram, art hún myndi blanda sér í haráttu Austur-Evrópu stúlkn- anna í þessari grein. Ganga hefur aldrei þótt neitt sérstaklega skemmtileg né spenn- andi grein á Ólympíuleikunum, en 20 km gangan í fyrrakvöld var þó spennandi barátta frá upphafi til enda. Þrír Austur-Þjóðverjar, sem allir álitu sigurstranglegasta, tóku snemma forystu í göngunni, en ekki leið þó á löngu unz Bautista og félagi hans gerðu áhlaup á raðir Þjóðverjanna. Hófst bráðlega gífurleg barátta og þar kom að einn Þjóðverjanna varð að gefast upp. — Ég vissi að ég myndi sigra þegar fyrsti Þjóð- verjinn varð að gefa eftir, sagði Bautista eftir keppnina, — þeir voru erfiðir. Mér fannst þeir vera allt um kring, stórir og þrekmikl- ir og það eina sem ég sá um tíma voru vaggandi herðar þeirra. Mexíkaninn grét af gleði er hann sigraði í göngu ÞEGAR Vlaxikaninn Daniel Bautista féll á kné og krossarti sig í bak og fyrir eftir sigur í 20 kílómetra göngunni í Vlontreal í fyrrakvöld hafrti hann margar ástærtur til þess art þakka. Fyrst og frenist stórt hann í þakkar- skuld virt félaga sinn f göngunni, sem hjálparti honum gífurlega mikirt, mert því art halda lengi uppi þeim hrarta sem Bautista hentaði og fórnarti hann eigin möguleikum til þess art Bautista gengi betur. Þá gat hann einnig Angela Voigt varð fyrsti sigurvegarinn þakkart sjálfum sér fyrir art ákveða að berjast til þrautar eftir art læknir I heimalandi hans hafrti sagt við hann fyrir þremur árum, art fætur hans væru ekki nógu sterkir og hann skvldi glevma íþróttunum. ' En fyrst og fremst átti þó Bautista eigin hæfni að þakka að hann hreppti gullverðlaunin, sem allir höfðu ætlað að annar myndi hljóta. Þessi lágvaxni 23 ára lög- reglumaður hafði lofað unnustu sinni að hann myndi verða búinn aÖ vinna gullverðlaun fyrir brúð- kaupsdag þeirra sem verður 4. ágúst, en þá á Bautista einnig 24 ára afmæli. Grýttu dómarann ÞAÐ saurt heldur hetur upp úr I knattspvrnukappleik Norrtur- Kóreu og Sovétríkjanna í Ólympíukeppninni I Montreal I fyrrakvöld. Reyndu Norrtur- Kóreuhúarnir art grýta dómara leiksins, Guruceta Muro, ruert vatnsflöskum sem þeir höfrtu haft mertferðis til leiksins, en misstu marks. Lögregla sem var þarna nærstödd brá þegar virt, kom dómaranum til hjálpar og fylgdi honum til húningsherhergisins. Leikurinn var nokkuð jafn lengi framan af, og þegar fyrri hálfleik var að Ijúka var staðan enn 0-0. Þá dæmdi dómarinn víta- spyrnu á Norður-Kóreu, sem leik- mönnum fannst ákaflega ósann- gjörn, og létu það óspart í Ijós við dómarann sem sendi þegar einn leikmannanna af velli fyrir mót- mælin. I seinni hálfleik sendi dómarinn svo annan Kóreubúa af velli fyrir mótmæli og endur- teknar aðfinnslur víð dómgæzl- una. Umrædd vítaspyrna olli þátta- skilum í leiknum. Eftir að Viktor Kolotov haföi s.korað úr henni. réðu Sovétmenn lögum og lofum á veltinum og í seinni hálfleik bættu þeir Vladimir Veremeev og Oleg Bolokhin mörkum við, þann- ig að úrslitin urðu 3—0 fyrir Sovétmennina. Þegar um 3 kílómetrar voru eft- ir af göngunni náði Mexikaninn forystunni. — Ég fylgdist með Þjóðverjunum fyrir aftan mig til að byrja með, en síðustu tvo kíló- metrana skynjaði ég ekkert — bara gekk og gekk, sagði Bautista. Allt frá því að keppni hófst í 20 kílómetra göngu á Ólympíuleik- unum hafa Evrópubúar sigrað í þeirri grein, unz Bautista kom fyrstur að marki í keppninni f fyrrakvöid. Adrianov — margar æfingar hans voru næstum fullkomnar og eink- unnagjöfin var eftir þvf. Andrianov varð fimleikakonungur OL Hlaut þrenn gullverðlaun í fyrrinótt SOVÉZKI fimleikamaður- inn Nikolai Andrianov varð sannkallaður konung- ur í fimleikakeppni karla á Ólympíuleikunum í iVIontreal í fyrrinótt. Þá hreppti hann þrenn gull- verðlaun og sýndi oft ótrú- lega hæfni í æfingum sín- um. Auk gullverðlaunanna hlaut hann ein silfurverð- laun og ein bronsverðlaun. Alls hefur því Andrianov hlotið sjö verðlaun í þeim átta greinum sem hann keppti í á leikunum í iVIontreal. Geri aðrir betur! Þegar í byrjun keppninnar i fyrrinótt sýndi Andrianov að hann myndi verða sigursæll. Æf- ingar hans voru næstum full- komnar, og dómararnir gáfu hon- um hærri einkunnir en oftast hafa verið gefnar áður í fimleika- keppni karla. Sawao Kato, 29 ára Japani, sem hlaut gullverðlaun í fjölþraut á Ólympíuleikunum 1968 og 1972, TVÍSÝN BARÁTTAI 1DEILD í FRJÁLSUM NÚ UM helgina fer fram á Kapla- krikavelli í Hafnarfirrti 2. deildar keppni Bikarkeppni Frjáls- fþróttasambands tslands. Sex lirt eiga þátttökurétt f móti þessu, og má búast við hörkukeppni þeirra á milli. — Ég á von á því að þetta verði jöfn og skemmtileg barátta, sagrti Haraldur Magnússon, formaður frjálsíþróttadeildar FH í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag, — sennilega verða það HSH, UMSB og UMSE sem berjast um 1. deild- ar sætíð, en við FH-ingar ætlum okkur að blanda okkur í þá bar- áttu. Haraldur sagði ennfremur að aðstaðan væri nú orðin góð á Kaplakrikavellinum til móts sem þessa og nægjanlegur búnaður. 2. deildar kepppnin sem hófst í gær verður fram haldirt kl. 14.00 í dag, og er óhætt að hvetja fólk til þess að leggja leið sína á völlinn og fylgjast með skemmtilegri bar- áttu frjálsíþróttafólksins. SjJPÍ Sawao Kato — hitti nú of jarl sinn. var i skugga Andrianov alla fim- ieikakeppnina í fyrrinótt, en samt sem áður stóð Kato vel fyrir sínu og var i fremstu röð í flestum greinum. Landi Kato, Mitsuo Tsukhara, vann ein gullverðlaun, i æfingum á slá, en það var eina greinin sem Andrianov komst ekki i sex manna úrslit í. Þá hlaut einn Ungverji, Zoltan Magyar gullverðlaun, á æfingum á hesta, en í þeirri grein er hann heims- meistari. Var sömu sögu að segja um hann og Andrianov — æfing- ar hans voru næstum fullkomnar, og áhorfendur voru agndofa af undrun, meðan hann lék listir sin- ar. Eftir keppnina í fyrrinótt kvaðst Andrianov vera í sjöunda himni með árangur sinn. Það eina sem hann væri ekki alveg sáttur við væri að framkvæmdanefnd Ólympiuleikanna hefði ekki vilj- að leyfa að æfingar á gólfi væru gerðar eftir hljómlist eins og hjá stúlkunum. — Ég er vanur slíku, sagði Andrianov, — og því varð ég að einbeita mér í keppninni að því að heyra með sjálfum mér þau lög sem ég hef notað við æfingar mínar. Kato virtist ekki taka það nærri sér að missa meistaratitil sinn í fimleikunum til Sovétmannsins, og sagði eftir keppnina að hann hefði nánast heillazt af hæfni Andrianovs, — hann væri tvi- mælalaust sá bezti í fimleikunum um þessar mundir, og því mættu aðrir teljast góðir að hreppa silf- ur- eða bronsverðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.