Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULÍ 1976 HVAÐ ER Á MARS? LÍKURNAR á því ad líf fyrirfinnist á iVIars hafa aukizt nokkuð vió þær upplýsingar sem hafa borizt frá Víkingi I. Þær sanna að vísu ekki að nokkurt lífsmark sé á reikistjörnunni. En þær staðfesta að þar er köfnunar- efni, eitt f jögurra undirstöðuefna alls plöntu- og dýralífs sem þekkt er. Jörðin er eina viðmiðunin sem menn hafa til að álykta hvort líf er á öðrum hnöttum. Líf á öðrum hnöttum getur verið gerólíkt því lífi sem menn þekkja og hafió yfir mannlegan skilning, en iVIars er sú reikistjarna í sólkerfinu sem er líkust jörðinni. Ymsir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að ef líf er á iVIars geti það verið svipað því lífi sem menn þekkja en í frumstæðri mynd. Þess vegna er staðfestingin á því að kofnunarefni er á Mars, art vísu í mjög litlum.mæli, talin ein mikilvægasta vitneskjan sem bor- izt hefur frá Víkingi. Um það bil fjórir fimmtu andrúmslofts okkar eru köfnunarefni, sem er Iyktar- laus og ósýnileg gastegund. Fjög ur efni mynda allt form lífs á jiiröinni í iillum þeim' fjölbreyti- legu myndum sem þaó birtist í: Köfnunarefni, súrefni, vatnsefni og kolefni. Vísindamenn hafa vit- aó þó nokkuö lengi aö á Mars eru kolefni, vatnsefni og súrefni, en aðeins getaó gizkað á aö þar væri einnig kiifnunarefni. Nú hafa þeir fengiö þaó staöfest — fjöröi hlekkurinn er fundinn. Næst veröa vísindamennirnir aó svara þeirri spurningu hvort þessi fjögur líflausu efni hafa ein- hvern tíma myndaó líf á Mars eins og þau hljóta að hafa gert á jörðinni. Eitt af því fáa sem þeir hafa að styðjast viö er merkileg tilraun sem vísindamaöur í Chicago geröi 1953. Hann reyndi að mynda þau skil- yrði sem líf gæti hafa myndazt viö í sólkerfi okkar. Það geröi hann með þvi aö setja í flösku þau efni sem gætu hafa verið til á frum- skeiði sólkerfisins og láta rigna yfir þá neistum. Þeir gegndu hlut- verki eldingar því að þannig hugsaði hann sér að líf hefði get- að myndazt í fyrndinni. Arangur tilraunarinnar var sá að í flöskunni mynduðust svokall- aðar amino-sýrur, sem eru ein af frumeiningum lífsins. Ennþá hef- ur engin skýring fengizt á því hvernig þessar sýrur geta þróazt i frumstæðustu frumur. Hvað sem því líður hafði þessi vísindamað- ur stigið fyrsta skrefið í þá átt að svara þeirri spurningu hvernig líf varð til. Nokkrir vísindamenn eru þeirr- ar skoðunar að það köfnunarefni sem fundizt hefur á Mars geti verið leifar miklu þykkara and- rúmslofts sem hafði gufað upp fyrir löngu. Köfnunarefnismagn- ið sem Víkingur fann á Mars var sáralitið — aðéins þrír aif hundr- aði. Þrátt fyrir það segja vísinda- menn að stórt skref hafi verið stigið í þá átt að finna lif á Mars. Rannsóknir á ,,jarð“veginum á Mars gætu veitt fyllri upplýsingar og svarað fleiri spurningum. Og trúlegt þykir að feró Víkings II geti leitt meira í ljós en ferð Vík- ings I. Víkingur II á að lenda á norður- hluta Mars 4. september á svæði sem er talið miklu hættulegra til lendingar en lendingarstaður Víkings 1 er langtum athyglis: verðari frá vísindalegu sjónar- miði. Talið er að likurnar á þvi að líf sé að finna á Mars séu hvergi meiri en á iendingarstað Vikings II Lendingarsvæði Vikings I er langt fyrir norðan miðbaug plá- netunnar á geysistóru láglendi sem kallast Cydonia. Þar er talið að finna megi fimm til tíu sinnum meira vatn en á lengingarstað Víkings I sem er nálægt miðbaug og þar er einnig svalara. Hins vegar geta ratsjármerki ekki bor- izt frá þessum norðlægu slóðum á Mars og nota verður eingöngu ljósmyndir frá móðurskipinu. Skortur á vatni og gífurlegur kuldi mundu valda lifandi verum á Mars mestum erfiðleikum. Loft- ið á Mars er hundrað sinnum þurrara en á þurrustu svæðum jarðar og næturnar ískaldar. Tal- ið er að vatnið sé frosið undir yfirborðinu. Vísindamenn telja sig því vera að ieita að gerlum eóa skordýrum sem geta lifað frostið á nóttunni og þíðuna á daginn. Mosi eða sveppir sem geta sogið til sín vatn úr votum steinum er annar mögu- leiki. Margar fleiri kenningar eru uppi, sumar þeirra ævintýralegar. Sumir segja að finna megi verur Víkingur I á Mars. líkar ormum sem rísi upp úr yfir- borðinu, skili þangað úrgangsefn- um og nærist á ís undir yfirborð- inu. Aðrir tala um risastórar ver- ur, nokkurs konar krabba, með innbyggða „vítisvél" sem hiti þær og geri þeim kleift að komast að rakanum. Slíkar verur hefðu sennilega hlífðarskjöld til að vernda þær gegn útfjólubláum geislum. Tveir kunnir vísindamenn, Carl Sagan frá Cornell-háskóla og Nó- belsverðlaunahafinn Joshua Lederberg við California Insti- tute og Technology, telja að stórar lífverur geti verið á Mars, ef líf er þar að finna, þar sem stórar verur geti varðveitt meiri hita. En at- hyglin beinist ekki síður að þeim smáu lífverum sem kunna að leynast á plánetunni. Að vísu eru vísindamennirnar sem starfa við tilraunina ekki mjög trúaðir á að líf finnist á Mars. Þeir tala yfirleitt um lik- urnar 50 á móti einum. Sennilega eru þeir flestir sammála Nor- mann Horowitz, öðrum starfs- manni Californian Institute og Technology sem sagði nýlega: „Að finna lif á Mars er eins og að kaupa miða i happdrætti. Vinn- ingslíkurnar eru litiar en vinn- ingsupphæðin er há.“ En starfsmenn bandarísku geimvísindastöðvarinnar, NASA, hafa greinilega talið það þess virði að kanna hvort lif er á Mars þar sem til þess hefur verið varið einum milljarð dollara og við til- raunina starfa 800 visindamenn. Og ef líf finnst á reikistjörnunni getur það haft ófyrirsjáanleg áhrif á visindi og heimspeki. Menn hafa velt því fyrir sér síðan á dögum Forn-Grikkja hvort líf sé á Mars. Ef svo reynist vera eru heimspekingar og vísindamenn sannfærðir um að það geti haft róttæk áhrif á viðhorf mannsins til sjálfs sín og stöðu sinnar í alheiminum. Einangrun manns- ins í alheiminum yrði rofin. Ef líf finnst mun það styðja þá kenningu sem á vaxandi fylgi að fagna að lif hljóti að þróast ef réttar efnasamsetningar eru fyrir hendi. Og jafnvel þótt ekkert líf finnist á Mars yrði sú niðurstaða ekki siður merkileg að dómi vís- indamanna. Þeir segja að með samanburði á aðstæðum á jörð- inni og á Mars gæti reynzt unnt að komast að því hvers vegna líf varð til á annarri plánetunni en ekki hinni. Rannsóknir á plánetunni gætu veitt mönnum mikilsverða innsýn í það hlutverk sem líf gegnir í varðveizlu andrúmslofts jarðar ef ekkert líf finnst á Mars. Sam- kvæmt svokallaðri Gaia-kenningu stuðlar starfsemi lífvera að jafn- vægi í andrúmslofti og loftslagi jarðar. Ef þessi kenning reynist rétt getur haft skaðleg áhrif á jörðinni að útrýma skógum og líf- rænni starfsemi. Rannsóknir á Mars gætu orðið prófsteinn á þessa kenningu að dómi banda- rískra visindamanna. Þótt Vikingur I og Víkingur II séu búnir fullkomnustu tækjum er óliklegt að þeir færi endanlegt svar við spurningunni um iíf á Mars. „Niðurstöðurnar verða mikið hitamál hverjar þær sem verða,“ segir Harold Klein, yfirmaður líf- fræðitilraunanna. „Kannski leit- (*im við á röngum stað,“ segja aðr- ir visindamenn. ■ \ í Þótt athyglin beinist fyrst og fremst að leitinni að lífi á Mars eru margar aðrar mikilsverðar til- raunir gerðar í ferðum Víkings I og Víkings II. Mars er mikill ævintýraheimur. Þar er eldfjall á stærð við Sýrland og gljúfur sem mundi ná yfir þver og endilöng Bandaríkin. Þótt Mars sé einstaklega þurr pláneta er yfirborðið þakið þús- undum bugðóttra skurða sem ýmsir kunnir vísindamenn telja að hafi aðeins getað myndazt af völdum fljótandi vatns. En vatnið mundi alls staðar gufa upp nema í djýpstu gljúfrum nema það hafi frosið áður en ,,jarð“vegurinn hafi sogið það i sig. Líklegasta skýringin á skurðun- um ertalin sú að einhvern tíma i fyrndinni hafi fljótandi vatn ver- ið á Mars og þykkari lofthjúpur umlukið reikistjörnuna. Ef þetta er rétt getur verið að reikistjarn- an sé stödd á miðri „ísöld", sem sé miklu kaldari en nokkur þeirra ísalda sem um getur i sögu jarðar- innar. En isaldir líða undir lók. „Getur verið að okkur tákist einhvern tíma í framtíðinni að endurlifga fyrra umhverfi Mars — ef ekkert líf fyrirfinnst þar — og flytja þangað landnema frá jörðinni?" spyr dr. Sagan. Að vísu verður stöðugt vafasamara að menn verði sendir til Mars, aðal- lega vegna kostnaðarins. Kostnað- urinn við tilraunina er þegar orð- Hugmynd listamanns: Víkingur á braut og lendingarfarið ásamt geymhylki á vfirborðinu. i Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.