Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 27
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF — 60 ÁRA einkum mat- og hreinlætisvör- ur, sem hann verslaði með, en auk þess hafði hann umboð fyrir ýmsa breska veiðarfæra- framleiðendur Nú eru deildir KÓS hins veg- ar orðnar fjórar og skal aðeins vikið nánar að þeim. Matvörudeildin, sem selur að auki alls konar hreinlætis- vörur, er undir stjórn Inga Jónssonar og hefur verið t meira en tvo tugi ára í sambandi við matvöru- deildina verður og að geta um þær frystigeymslur, sem fyrir- tækið hefur yfir að ráða og gera þvi m a kleift að flytja inn fryst grænmeti Var KÓS brautryðj- andi í þeim innflutningi og til skamms tíma eini aðilinn, sem lagði stund á hann Er þar .um viðurkennda gæðavöru að ræða — Ross Frozen Foods — sem hefur rutt sér til rúms víða um lönd Þá gera frystigeymsl- urnar KÓS einnig kleift að hafa Magnúsar Péturssonar — hefr ur stækkað örast á undanförn- um árum Það var árið 1970, að stjórnendur KÓS fóru að gæla við þá hugmynd, að rétt mundi að stofna tæknideild, sem byði upp á fjarskiptatæki fyrir skip og báta — auk ann- ars. Að deildinni voru ráðnir færustu menn — eins og öðr- um deildum fyrirtækisins — og eru starfsmenn hennar nú orðnir um 20 talsins. Hefur hún ekki aðeins á boðstólum álls konar tæki fyrir skip — ratsjár o fl — heldur er þar og um tölvudeild að ræða, sérstök deild fyrir landbúnaðartæki, lyftara o.s.frv , auk deildar fyrir alls konar rannsóKnatæki fyrir sjúkrahús og aðrar stofnanir. Tæknideildin hefur að vigorði ..Sérfræðingar til sjós og lands", og er erfitt að bera brigður á sannleiksgildi þeirra orða Rétt er einnig að geta þess. Fryst grænmeti beint af grænmetismörkuðum Evrópu jafnan tiltækan varaforða af frystum flökum, sem fisksalar geta gripið tíl, þegar birgðir þrýtur hjá þeim. Löks skapar frystiaðstaðan ákjósanlegan grundvöll til viðskipta við kaup- félög og sláturleyfishafa víða um land Byggíngavörudeild, sem sel- ur einkum alls konar sérvarn- ing til bygginga, er stjórnað af Þórði Jónssyni Tæknideildin — undir stjórn að deildin sér um hvers konar þjónustu fyrir þau tæki, sem hún hefur á boðstólum Þá er loks að geta annarrar elstu deildanna tveggja — veiðarfæradeildar, sem er undir stjórn Bjarna Gislasonar. KÓS hafði lengi gagnkvæm- an samning við breskar veiðar- færaverksmiðjur, sem seldu engum öðrum hérlendis gegn því að KÓS hefði ekki á boð- stólum veiðarfæri frá öðrum. FENWICK Öruggir og röskir lyftarar, sem eru framleiddir til að hamast allan sólarhringinn Var þetta hagstætt á margan hátt um langt árabil, en við breyttar aðstæður féll þessi samningur úr gildi og KÓS tók þá upp náið samstarf við Hampiðjuna hf. Hún átti í erfíð- leikum vegna breyttrar tækni í framleiðslu veiðarfæra og harðrar samkeppni erlendra framleiðenda, en þegar sam- starf tókst með fyrirtækjunum, hætti KÓS innflutningi þeirra tegunda, sem Hampiðjan fram- leiddi og tók að sér sölu- mennsku fyrir hana. Hefur þetta samstarf reynst giftu- drjúgt. Þess má einnig geta, að KÓS er eigandi fyrirtækisins Haf- ver/Reykver. Var það áður tvö fyrirtæki, sem unnu að fisk- verkun og afurðasölu, en vegn- aði illa. Tók KÓS þá við rekstri þeirra, felldi þau saman og endurskipulagði og gengur starfsemin ncj vel. Starfsmannafjöldi KÓS er nú um 80 manns, en hjá fyrirtæk- inu voru aðeins 3—4 starfs- menn fyrir um það bil aldar- fjórðungi, þegar því var breytt í hlutafélag. Þegar Kristján Ó. Skagfjörð féll frá og íyrirtæki hans var endurskipulagt og breytt i hlutafélag, varð Haraldur Ág- ústsson framkvæmdastjóri þess. Jón Guðbjartsson réðst til fyrirtækisins árið 1954, sem fyrr er getið, og starfar þar enn sem forstjóri. Þórarinn Þ. Jóns- son starfaði þar sem fram- kvæmdastjóri í nokkur ár eða frá 1 962 til 1 970, þegar hann hvarf til annarra starfa, enda löggiltur endurskoðandi. Bragi Ragnarsson varð síðan fram- kvæmdastjóri í ársbyrjun 1971 og er enn. Stjórn Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. skipa nú þessir menn: Jón Guðbjartsson, formaður, og meðstjórnendur Haraldur Ág- ústsson, Margeir Sigurjónsson, Ingi Jónsson og Hannes Páls- son skipstjóri, en varamaður er Bjarni Gislason. ARCHITECTURAL SOIIGNUM FRAMLEITT í 15 LITUM, FLAGNAR EKKI OG ER AUÐVELT í VIÐHALDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.