Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JULl 1976 19 Kees Visser GALERIE SÚM hefur aftur opnað borgarbúum sali sína og i þetta skipti með sýningu á hug- myndafræðilegri list Hol- lendingsins Kees Visser. Ekki svo að skilja að salirnir hafi gengizt undir gagngerðar breyt- ingar, heldur eru sýningar í galleriinu orðnar svo fátíðar að þær teljast til viðburðar, Það hefur vissulega verið hljótt um SUM-hópinn i seinni tíð og hefur lekið út að liðið hafi riðiazt, — ýmsir eldri fél- agar hafi horfið á brott og virð- ist um ieið hafa myndazt tóma- rúm sem enn hefur ekki tekizt að fylla. Þótt ýmsir þeir sem hér eiga i hlut teljist ekki lengur af yngstu kynslóð, hvaö aldur snertir, tel ég rangt af þeim að hverfa á braut án þess að hasla sér völl í nýjum félagsskap (listhóp), sem væri i lifahdi tengslum við yngri hópinn. Eins og ég hef áður bent á er til félagsskapur I Svíþjóð er nefnist „Hinir ungu" (De Unga) og var stofnaður á þriðja eða fjórða tug aldarinnar og starfar ennþá undir sama nafni og á sinn eigin sýningarsal á hentugum stað i Stokkhólmi. Meðalaldur félagsmanna þar mun nú vera um sextugt! Vona ég að nýju lífi verði fljótlega blásið f félagsskap SUM-félaga og að sýningarhald- ið verði fjörmikið á komandi árum. Hin hugmyndafræðilega, „conceptual" list ræður ennþá ríkjum í þessum húsakynnum, eftir sýningu Kees Visser að dæma, en hann er ungur að aldri og hefur einungis fjögurra ára listræna athafna- semi að baki, en ekkert skipu- lagt skólanám, eða svo skilst mér. Kees stendur þannig í upphafi listferils síns og ber sýningin þess ljósan vott, en keimlík sýningum íslenzkra listnema á sama stað. Kees er mjög upptekinn af sjálfi sínu, tiltækjum og leikjum. Hér er t.d. myndaröð af honum sjálf- um þar sem hann raðar saman trjábolum á sjávarströnd og Mvndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON myndar skúlptúr-heild með þeim, — allt samvizkusamlega tíundað. Leikurinn telst ekki nýr né frumlegur og það skal viðurkennast, að þessar sýningar keimlíkra hluta eru farnar að einangrast sem þunn- ur þrettándi. Það er frekar tómlegt um að litast í sýningarhúsnæðinu, en eitt augnablik lífga nokkrar hugmyndafræðilegar geómet- riskar myndir upp sviðið, en standast þó ekki nánari skoðun, — eru of léttvægar og átaka- lausar. Ekki er gerlegt að spá um framtið þessa unga Hol- lendings, en hann virðist mjög velta fyrir sér tilgangi listar- innar og úr slíkri rýni getur eitt og annað komið. Staðarval höggmynd- ar Ólafar Pálsdóttur ÉG las í blaði, að til standi, að höggmynd Ólafar Pálsdóttur af hinum víðkunna hljómlistar- manniErling Blöndal Bengtson, „Tónlistarmaðurinn“, verði sett upp fyrir framan Kjarvals- staði og að beðið sé eftir úrskurði hússtjórnar. Utan allrar vangaveltu um listgæði þessarar höggmyndar (undirritaður hefur einungis séð ljósmynd af henni) þykir mér harla fráleit hugsun að stytta af tónlistarmanni eigi ein sér að vísa til aðalinngangs Kjarvalsstaóa og prýða hann, en Kjarvalsstaðir eru fyrst og fremst myndlistarhús, mál- verka, höggmynda og annarra greina sjónlista. Að sjálfsögðu á tónlistarstarfsemi einnig að fara fram innan veggja hússins, upplestur ljóða og skáldverka ásamt hvers konar athafnasemi og þinghöldum ólíkustu list- greina. Yfirleitt sem fjölbreyti- legust menningarstarfsemi er að listum lýtur. Það myndi t.d. einnig þykja fráleitt ef tónlistahöll risi af grunni, að við aðalinngang þeirrar hallar væri höggmynd af málara við trönur sfnar, — og þó eru slíkar hallir víða prýddar myndlistarverkum bak og fyrir. En þvi ekki að hafa styttu þessa fyrir framan Háskólabíó, t.d. á grasblettinum á Haga- torgi? Hér er um sjónrænt tómarúm að ræða, og fáir staðir í bænum eru betri fyrir högg- myndir, auk þess að táknrænt væri fyrir tónlistarstarfsemi þá er fram fer innan þeirra veggja. En fari svo að styttan verði sett við aðalinngang Kjarvals- staða, kallar eðlilegt lýðræði á fleiri styttur þar, svo að fram komi rétt mynd af hinni list- rænu athafnasemi og að ókunnugir villist síður á því er fram fer innan veggja hússins. íslenzkum listamönnum virðist hugleikið að villa á sér heimildir, — hér starfa t.d. tvö rithöfundafélög sem heita ná- lega sama nafni, tvö mynd- listarfélög og tveir myndlistar- skólar, — og í flestum tilfellum er t.d. Myndlista- og handíða- skóli íslands rangnefndur i fjölmiðlum undir nafni Mynd- listarskólans. Er ekki gengið um skör fram ef á sama hátt á hér að fara að rugla táknum fyrir framan Myndlistarhús, Leikhús, Hljómleikahallir o.s.frv.? Hér . skiptir að sjálfsögðu mestu máli, að viðkomandi listaverk njóti sfn sem bezt, þjóni hlutlægum og táknræn- um tilgangi sinum, og að mér sækir efi um að þarna sé þess rétti staður í einangraðri mynd, meður þvi að þá er þar villt um höfuðtilgang hússins fyrir öll- um ókunnugum. Unglínga- hátíð að úlfIjótsvatni um verslunar- mannahelgi Glæsi/egasta dagskrá sem um getur: Föstudagur: Mótssetning. Kvöld: Dansleikir við 2 palla Hljómsveitirnar Experiment — Cabarett. Laugardagur: # Bátaleiga opin Eftirmiðdagur: frá 10.00—16.00 # Skipulagðar gönguferðir um ná- grennið. # Tívolí og hæfileikakeppni starf- rækt. # Ýmsar íþróttir: m.a. blak, hand- bolti, víðavangshlaup. # Skemmtidagskrá með Randver og Halla og Ladda. # Maraþondanskeppni. Kvöld: # Ávarp hátíðargests, Flosa Ólafs'- sonar. # Paradís leikur fyrir dansi. # Galdrakarlar leika fyrir dansi. # Diskótekið Áslákur og Halli og Laddi skemmta í pásum. # Varðeldur í umsjón Galdrakarla. # Flugeldasýning. Sunnudagur: # Bátaleiga opin Eftirmiðdagur: frá kl. 10.00—16.00. # Hugleiðing um landvernd. # Skipulagðar gönguferðir um ná- grennið. # Tívolí og hæfileikakeppni starf- rækt. # Skemmtidagskrá með Gísla og Baldri, Randver og Þokkabót. # Sýnt fallhlífastökk. # Uppákoma. # Maraþonkossakeppni. Kvöld: # Dansleikir við tvo palla. # Paradís leikur fyrir dansi. # Cabarett leikur fyrir dansi. # Diskótekið Áslákur og Gísli Rún- ar og Baldur skemmta í pásum. # Varðeldur í umsjá Þokkabótar. Mánudagur: # Bátaleiga kl. 10.00—13.00. # Mótsslit. # Þá mun Holberg Másson bjóða upp á loftbelgsferð á laugardag og sunnudag. # Athugið að um marga dagskrár- liði er að velja samtímis. # Aðgöngumiði gildir sem happ- drættismiði, kr. 3.500.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.