Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 Loðnubræðslan gengur treglega á Raufarhöfn LOÐNUBRÆÐSLA hófst á Raufarhöfn sl. mánudagskvöld, en þá höfðu þrjú loðnuskip nýlandað þar um 1100 tonnum. Brætt er á vöktum allan sólar- hringinn, en að sögn Eirfks Ágústssonar verksmiðjustjóra 1 Síldarverksmiðjum rfkisins á Raufarhöfn hefur gengið erfið- lega að bræða hráefnið sem barst vegna þess hve mikil áta var 1 loðnunni. Afköstin eru um 300 tonn á sólarhring sem er talsvert minna en verið hef- ur á loðnuvertfðum að vetrin- um. Eirfkur sagði að vélarnar f verksmiðjunni væru ekki gerð- ar fyrir þetta hráefni, sem væri miklu maukkenndara en loðn- an almennt væri á veturna og því væri nýtíngin á hráefninu ekki nógu góð. Eðlileg nýting að vetrarlagi hefur verið um 15%, en að sögn Eirfks tapast nú meira af hráefninu. Eirfkur sagði einnig að mjölið sem fengist úr loðnunni, væri feit- ara en almennt gerðist. t loðnubræðslu hjá Sfldar- verksmiðjunum á Raufarhöfn vinna nú 20—30 manns, en þar sem ekki er unnið með fullum afköstum f vcrksmiðjunni, er færra fólk f vinnu þar en ann- ars væri. Loðna f þróm á Raufarhöfn. Norræni biskupafundurinn: Samvinna Norðurlanda- kirkna Á NORRÆNA biskupafundinum var f gærmorgun rætt um helgi- siði kirknanna á Norðurlöndum. Óslóarbiskup Kaare Stöylen hafði framsögu um málið ög var fjallað um það hvort um frekari sam- vinnu lúthersku kirknanna á þessu sviði gæti orðið að ræða. Eftir hádegisverð hjá borgar- stjóra var efnt til blaðamanna- fundar þar sem nokkrir biskupar frá hverju landi sátu fyrir svör- um. Þar kom fram að tilgangur þess- ara biskupafunda er fyrst og fremst sá, að þar geti biskuparnir hitzt og rætt um ýmis mál sem þeir eru að fjalla um og borið saman bækur sínar. Fundurinn, sem nú er haldinn í 18. sinn, hefur ekki neina ákveðna stjórn eða vald og þar eru engar ákvarð- anir teknar. Það sem fram kemur Nokkir norrænu biskupanna á blaðamannafundinum. hefði aðallega verið tekið þar fyr- ir. Því var svarað að gömul venja væri að í upphafi biskupafund- anna gæfi einn biskup frá hverju landi stutt yfirlit yfir það sem er helzt að gerast I hans landi, hans kirkju. Þar fengu þeir tækifæri til að kynnast aðstæðum hver hjá öðrum og þeim vandamálum sem hver og einn hefði við að gllma. Stærsta vandamál kirkjunnar 1 dag er með hvaða hætti hún á að koma á framfæri þeim boðskap sem hún hefur að flytja í þjóðfé- lagi nútímans. Inn I það fléttast öll kirkjuleg starfsemi, með hvaða hætti uppfræðsla eigi að fara fram, hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin o.s.frv. Það kom fram á fundinum að erlendu biskuparnir hafa haft mikið gagn af för sinni hingað og kynnst af eigin raun íslenzku þjóðkirkjunni, en flestir höfðu haft litla vitneskju um starfsemi hennar áður. Þá tóku þeir fram að þeir hefðu mætt mikilli gestrisni og voru mjög ánægðir með alla framkvæmd ráðstefnunnar hér. ELLIÐÁÁR Nú munu vera komnir um 850 laxar upp úr Elliðaánum, en á sama tíma í fyrra voru 1150 laxar komnir á land. Framan af sumri var veiði í Elliðaám mjög treg, en að und- anförnu hefur hún batnað mjög mikið, þótt tregt hafi verið síð- ustu þrjá- fjóra dagana. Á tíma- bilinu frá 18. júlí til 1. ágúst fengus. yfirleitt 20—40 laxar á dag, sem verður að teljast skín- andi veiði, en 5 stengur eru leyfðar í ánum á dag. LEIRVOGSÁ Að sögn Friðriks Stefánsson- ar hjá Stangveiðifélagi Reykja- víkur efu komnir um 200 laxar á land úr Leirvogsá og er það svipað og í fyrra. Frá þvJ að áin var opnuð fram til 16. júll voru aðeins leyfðar tvær stengur á dag í ánni, en frá þeim tíma til ágústloka eru leyfðar3 stengur. LAGARFLJÓTSSVÆÐIÐ Þá fékk þátturinn þær upp- lýsingar hjá Friðriki Stefáns- syni, að eitthvað væri farið að veiðast á vatnasvæði Lagar- fljóts, en þangað gengi laxinn seint. Vitað er að fyrir nokkru fékkst einn lax I Grímsá, en sú á gengur út í Lagarfljót fyrir utan Vallanes. Ennfremur hef- ur verið þó nokkur laxveiði í Breiðdalsá, en þá á hefur Stangveiðifélag Reykjavíkur ennfremur á leigu. um helgisiði? á þessum fundum er því aðallega ráðgefandi eða hugmyndir sem kirkjustjórnir í hverju landi ráða hvort athuga beri nánar. Ýmis þau mál sem hafa verið rædd á fundunum fara biskuparnir með til umræðu í sfnu heimalandi. Eitt af umræðuefnunum hét: Vandamál líðandi stundar í kirkju minni og var spurt hvað Landeigendafélag Mývatns og Laxár: Sendir Útvarps- ráði kæru vegna þátta um orkumál LANDEIGENDAFÉLAG Mý- vatns og Laxár hefur sent út- varpsráði bréf, þar sem borin er fram kæra á hendur stjórnanda þáttarins „Þrjátfu þúsund milljónir", Páli Heiðari Jónssyni. Telja forsvarsmenn félagsins að stjórnandinn hafi ekki virt þau ákvæði útvarpslaga, er kveða á um að gæta skuli fyllstu óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og stefnum I efni útvarpsins. t bréfinu, sem Jónas Jónsson rit- stjóri hefur sent útvarpsráði að beiðniLandeigendafélagsins kem- ur m.a. fram að þeir telja að f nefndum þáttum hafi hlutleysis- reglur útvarpsins ekki verið haldnar og þá einkum f fjórða þættinum, er fluttur var 3. ágúst. Bréf Landeigendafélagsins til útvarpsráðs fer hér á eftir í heild sinni: „Að beiðni forsvarsmanna Landeigendafélags Mývatns og Laxár ber ég fram kæru á hendur stjórnanda þáttarins „Þrjátíu þúsund milljónir“, Páli Heiðari Jónssyni, fréttamanni, fyrir að Framhald á bls. 22 Snaggaralegt sjúkraflug VARNARLIÐIÐ fór f snaggara- legt sjúkraflug f lok fyrri viku, þegar sóttur var fyrirburður uppá Akranes, drengur sem hafði fæðst 2'/2 mánuði fyrir tfmann. Gekk allt eins og f sögu og leið drengnum vel þegar Mbl. spurðist fyrir um Ifðan hans f gær. Hringt var í Slysavarnarfélag Islands s.l. föstudagskvöld frá Landspítalanum og beðið um að- stoð við að flytja litla drenginn frá Akranesi til Reykjavíkur. Var haft samband við varnarliðið og sendi það björgunarþyrlu strax af stað. Millilenti hún I Reykjavík og tók þar lækni. Gekk allt eins og í sögu og var komið með barnið til Reykjavíkur tæpum klukkutíma eftir að beiðnin barst S.V.F.Í. Sér- stakur hitakassi var í þyrlunni og var barnið haft í honum meðan á ferðinni stóð. þaðan til Skotlands, Englands og Svíþjóðar, en ekki væri enn vitað með vissu hvað ylli veikinni, þrátt fyrir miklar rannsóknir. Hann sagði að töluverður laxadauði hefði orðið á trlandi þegar veikin kom fyrst upp, og m.a. þess vegna hefði verið byrjað fyrir nær 10 árum að sótthreinsa öll veiðitæki sem veiðimenn kæmu með hingað til lands. Væru nú sótthreinsuð öll veiðitæki á Keflavlkurflug- velli, nema með þeim kæmi vott- orð dýralæknis um að þau hefðu verið sótthreinsuð erlendis áður en þau kæmu hingað. Sagði veiði- málastjóri að notuð væru sótt- hreinsiefni sem væru nægilega sterk til að vinna bug á öllum fisksjúkdómum og kvaðst hann vona að með þessum aðgerðum mundi áfram takast að halda ís- lenzka laxastofninum heilbrigð- um. Nýr tollbát- ur í janúar Laxapest í Svíþjóð VlRUSSJUKDÓMUR einn hefur breiðzt nokkuð út f laxveiðiám f Svfþjóð og segir f fréttum þaðan að orðið hafi vart nokkurs laxa- dauða af völdum þessarar pestar. Veikin, sem kölluð er UDN, lýsir sér f sárum sem koma á haus fisksins, sem sfðan vaxa gjarnan sveppir f. Mbl. sneri sér til Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra til að fá frekari fréttir af þessum sjúkdómi. Þór sagði að þessi veiki, sem almennt hefði verið kölluð Irska laxapestin, vegna þess að hennar hefði orðið fyrst vart á Irlandi fyrir um 10 árum, hefði borizt FYRIR skömmu var samið um smfði á 45 feta fiberglassbát f Felixtove f Bretlandi fyrir toll- gæzluna f Reykjavfk. Að sögn Björns Hermannssonar tollstjóra þá er nýi báturinn væntanlegur hingað til lands f janúarmánuði n.k. og á að koma 1 stað þess báts, sem tollgæzlan notar nú og er orðinn 40 ára gamall. Björn sagði að leitað hefði verið eftir tilboðum I bátinn og það tilboð tekið sem hagstæðast þótti, en gert er ráð fyrir að nýi bátur- inn kosti um 25.5 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Kvað hann ástæðuna fyrir þvl að nýr bátur væri keyptur vera, að gamli báturinn væri orðinn úr sér genginn og þarfnaðist mikilla endurbóta, auk þess sem engir varahlutir fengjust orðið I vél hans. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-Gró, að lyfta gas- hylkjum í vita á Vestf jörðum fyrir nokkru. Varðskip og þyrla hafa undanfarið verið að flytja efni til vita á Vestur-, Norður- og Norðausturlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.