Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 36
{’ :\ S :\ ()¥:\ Bankasfrœh 9 sími 11811 mgmiHbitoife VEÐRIÐ ?pAð er suðvestlægri átt um landið f dag og á morgun með þurru veðri á austan- verðu landinu og léttskýjuðu á köflum á þeim hluta landsins. Um vestanvert landið er spáð smáskúrum eða súld. FÖSTUDAGUR 6. ÁGÍJST 1976 Islenzkum kvikmyndatöku- mönnum bannað að mynda laxveiðar við SVO SEM kunnugt er af fréttum Mbl., er kvikmyndafélagið ÍS- film að vinna kvikmynd um ís- lenzka laxinn. Einn þáttur mynd- arinnar átti að vera um ferðir hans um höfin, og var m.a. ætlun- in að mynda veiðar á laxi við Grænland, en það er eina landið þar sem laxveiði f sjó er leyfð. Var sótt um leyfi til Grænlend- Grænland inga, en þeir hafa gefið algert afsvar, svo ekki er sýnna en það verði alveg að sleppa þessum þætti f myndinni, nema þá að takist að bjarga málunum á ein- hvern annan hátt. Aðstandendur ÍS-film eru þeir Indriði G. Þorsteinsson og Jón Hermannsson kvikmyndagerðar- Framhald á bls. 22 HUSAVÍK — Myndin var tekin í fyrradag, en þá voru þrjú flutningaskip í höfninni, Laxá, Skaftafell og hollenzkt flutningaskip sem losaði efni til Kröflu- virkjunar. Mikill fjöldi af trillum og minni bátum er á Húsavík eins og sjá má á myndinni. Laxá í S-Þing.: Illuti af Iaxastigan- um byggður í ár Mjólkurbúðum verð- ur lokað 1. febrúar Kaupmenn taka við mjólkursölunni og hafa tryggt kaupendur að húsnæði 40 mjólkurbúða „LÖGIN, sem Alþingi samþykkti á sfðasta vetri gera ótvírætt ráð fvrir því að öll mjólkursala fari yfir f hendur kaupmanna og að yfirtökunni skuli vera lokið fyrir 1. febrúar 1977,“ sagði Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, í samtali við Mbl. f gær. Stefán sagði að lögin gerðu ráð fyrir því, að allir kaupmenn, sem hefðu vottorð heilbrigðisyfir- valda gætu selt mjólk. „Með þessu er algjörlega kippt stoðunum und- an rekstri mjólkurbúðanna og þær munu leggjast niður. Fólkið mun auóvitað kaupa sína mjólk hjá kaupmanninum en engum heilvita manni dettur í hug að reka mjólkurbúð við hliðina á verzlun, sem hefur mjólk á boð- Maður hrapar í gjá á Þingvöllum 75 ÁRA gamall þýzkur ferðamað- ur hrapaði í gærdag niður í sprungu rétt ofan við Almannagjá á Þingvöllum og slasaðist nokkuð. Maðurinn var á ferð með hópi þýzkra ferðamanna, sem kom við hjá útsýnisskífunni við gjána. Mun hann hafa gengið eitthvað frá félögum sínum og ekki gætt að sér og fallið um 10 metra niður i sprungu sem þar er í hrauninu. Fra/nhald á bls. 22 stólurn," sagði Stefán. Að sögn Stefáns hafa kaupmenn tryggt kaupendur að húsnæði 40 af 52 mjólkurbúða, auk þess sem þeir munu kaupa hluta af innbúi, en í þessu húsnæði verður einhver annar rekstur en rekstur mjólk- urbúða. Samkvæmt þessu munu mjólk- urbúðirnar leggjast niður hinn í. febrúar n.k. og þá vaknar sú spurning, hvað taki við hjá þeim fjölmörgu stúlkum, yem hafa unnið f mjólkurbúðunum. „Þetta er vandamál, sem við sáum strax að myndi koma upp," sagði Stef- án. „í samkomulaginu við kaup- menn lofa þeir að greiða götu þessara stúlkna. Við höfum m'ikla samúð með stúlkunum en getum lítið gert, þar sem sett hafa verið lög um þetta. Við óskum stúlkun- um hins bezta og vonum auðvitað að þær fái allar atvinnu við sitt hæfi.“ STJÓRN Landeigendafélags Mý- vatns og Laxár samþykkti á fundi með fulltrúa frá landbúnaðar- ráðuneytinu sl. þriðjudag samn- ing um framkvæmdir við laxa- stigann f Laxá. Samningur þessi er gerður f framhaldi af samningi þeim, sem rfkisstjórnin gerði við ' Landeigendafélagið um lausn Laxárdeilunnar 1973, en f þeim samningi var kveðið á um að rfkið skyldi kosta gerð laxastiga upp fyrir virkjanirnar f Laxá. I sam- tali við Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra f gær, kom fram að hefja á framkvæmdir við laxastigann nú f sumar og verður varið til þessa 30 milljónum króna. í þeim áfanga, sem áformað er að ljúka f ár, á að byggja laxastiga upp fyrir neðri stífluna. Ætlunin er að nota rafmagnsgirðingar til að beina laxinum meðfram lónun- um. Halldór E. Sigurðsson sagði að miklar vonir væru bundnar við þessa tilraun með rafmagnsgirð- ingarnar þvi ef tilraunin heppn- aðist kæmu girðingar af þessu Ekkert fiskiskip yfir 200 lestir á söluskrá L.Í.Ú. UM þessar mundir er mjög lítið um að ísk-nzk fiski- til sölu skip séu til söfu og eftir- spurn eftir skipum er mik- il. Fyrir nokkrum mánuð- um leit dæmið þannig út að fjöldi skipa var til sölu og sum af betri fiskiskip- um íslendinga voru þáseld úr landi. Hefur þvf orðið algjör kúvending í útgerð fiskiskipa að því er virðist ásfðustu mánuðum. Jónas Haraldsson, skrifstofu- stjóri Landssambands íslenzkra útvegsmanna, tjáði Morgunblað- inu i gær, að ekkert skip yfir 200 brúttólestir að stærð væri nú á söluskrá skipasölu L.l.tJ. og væri það f fyrsta skipti sem slíkt hefði komið fyrir í þau þrjú ár, sem skipasalan hefði starfað. Þá væri farið að minnka mikið að góð minni skip væru til sölu, og mikil eftirspurn væri eftir skipum yfir 200 brúttólestir að stærð og af stærðinni 80—105 brúttólestir. Sagði Jónas, að menn sem ekki gætu fengið skip yfir 200 lestir hér innan lands hugleiddu, að kaupa skip erlendis frá, ef leyfi fengist. tagi einnig til góða á fleiri stöð- um. Eins og áður sagði er áformað að framkvæma i ár fyrir 30 milljónir króna en það er um helmingur af heildarkostnaði við laxastigann og er þá miðað við að ekki þurfi að gera rennur með- fram lónunum. Verði hins vegar að gera rennurnar má gera ráð fyrir að kostnaður við stigann verði um 100 milljónir króna. Hlaupið yfirstaðið HLAUPIÐ í Súlu er nú sem næst yfirstaðið og hafa menn frá vega- gerðinni athugað ástand mann- virkjanna á vestanverðum Skeið- arársandi og hefur komið 1 Ijós að þau hafa staðið af sér hlaupið án nokkurra skakkafalla. Sigurjón Rist vatnamælingamaður sagði Mbl. í gær að vatnsmagnið f Súlu í þessu hlaupi hefði orðið um 3000 teningsmetrar á sekúndu, sem er 1000 teningsmetrum meira en varð f hlaupinu 1973, og mun meira en f hlaupinu f fyrrasumar. Sagði Sigurjón að vitað hefði verið að von væri á hlaupi í Súlu vegna þess hve mikið vatn var orðið í Grænalóni. Sagði hann að við lónið væru merki, sem gæfu til kynna hve hátt vatnsborðið þar væri orðið og væri með þvi unnt að segja til um hvenær von væri á hlaupi. Sigurjón sagði þó að ekki væri nægilega vel fylgzt með lón- Framhald á bls. 22 VELTA A SNORRABRAUT — Jeppi valt á Snorrabraut í Reykjavík í gangstétt. Ekki urðu slys á fólki. Eins og sjá má var jeppinn, sem er veltuna og farangur í bflnum hentist úr honum f veltunni. gærdag og fór á hliðina uppi á með blæjum, illa útlítandi eftir Ljósm. Þórir Guðmundsson Karl prins búinn að fá 22 laxa KARLI Bretaprinsi hefur geng- ið vel við laxveiðarnar í Hofsá i Vopnafirði, að sögn Gunnars Valdimarssonar bónda á Teigi. Bezt gekk honum á miðviku- daginn, en þá fékk hann 12 laxa 4—9 punda stóra. Á þriðjudag- inn fékk hann 4 laxa og 6 á mánudaginn og alls var hann búinn að fá 22 laxa fyrstu þrjá dagana. Ekki vissi Gunnar um veiðina í gær. Prinsinn mun veiða i dag og á morgun. Að sögn Gunnars hefur prinsinn fengið algjöran frið við veið- arnar og hefur hann látíð mjög vel af dvölinni hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.