Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 Islendingar nú í 12. sæti l.undi, S. ágúst. Frá Páli Bergssyni. FIMMTA Evrópumeistaramóti ungra manna I bridge var haldið áfram f dag. Spilaðar voru þrjá umferðir, þ.e. 10., 11. og 12. um- ferð. 1 fyrsta leiknum spilaði ís- lenzka sveitin við Hollendinga og tapaðimeð fl gegn20stigumHol- lendinga. I annarri umferð var spilað við Itali og unnu ttalir með 19 stigum gegn 1. 1 sfðasta leikn- um var spilað við frland og unnu tslendingar þann leik með 20 stigum gegn +1, en trar eru nú neðstir f mótinu. Hollendingar eiga nú mjög sterku liði á að skipa í þessum aldursflokki og vakti það undrun er þeir töpuðu nú í síðustu um- feiðinni fyrir Póllandi með 20 gegn +1, Að loknum 12 umferðum í mótinu er röð efstu sveitanna þessi: 1) Svíþjóð 172 stig, 2) Aust- urríki 160 stig, 3) Hollendingar 159 stig. Islenzka sveitin er í 12. sæti af 18 með 102 stig. Á morgun verða spilaðar þrjár umferðir og þá spilar islenzka sveitin við Portúgal, Frakkland og Austur- ríki. — Maður hrapar Framhald af bls. .36 Maðurinn slasaðist ekki lífs- hættulega, en hlaut meiðsli á höfði og baki. Lögreglan á Sel- fossi kom á vettvang og tókst lög- reglumönnum ásamt félögum gamla mannsins að ná honum upp úr gjótunni um það leyti sem sjúkrabifreið úr Reykjavík kom á staðinn og flutti manninn á Slysa- deild Borgarspítalans. — Bannað að kvikmynda Framhald af bls. 36 maður. Morgunblaðið ræddi við Indriða í gær og spurði um mál þetta. Sagði Indriði að þeir félag- ar hefðu ritað samtökum græn- Ienzkra veiði- og fiskimanna (skammstafað KNAPP), sem að- setur hefur í Godtháb og óskað leyfis um að fá að fara f veiðitúr með grænlenzkum laxabát og mynda. Kom neikvætt svar og sagði þar m.a. að miklar umræður hefðu orðið um veiði á laxi við Grænland og andmæli komið fram, og vildi stjörn Knapp ekki taka áhættuna af því að þær um- ræður blossuðu upp að nýju. Laxakvótinn væri orðinn mjög lít- ill við Grænland og KNAPP vildi komast hjá öllum hlutum, sem gætu orðið til þess að draga enn meíra úr kvótanum. Auk þess myndi enginn fiskimaður vilja taka kvikmyndamenn um borð. Sagði Indriði að Grænlendingar hefðu bersýnilega misskilið er- indið, haldið að taka ætti ein- hverja áróðursmynd en ekki heimildarmynd um laxveiðar í sjó, en hann taldi ólíklegt að þeir félagar myndu gera aðra tilraun til að fá leyfi til að mynda veiðina. Laxamyndin er tekin í litum, og sagði Indriði að takan gengi vel. Verður myndatökunni haldið áfram til hausts og allt það mynd- að sem viðkemur íslenzka laxin- um, og kapp lagt á að sýna um- hyggju Islendinga fyrir laxinum, að sögn Indriða. — Hlaupið Framhald af bls. 36 inu og þyrfti að hafa gæzlu við lónið á þeim tima ársins, þegar helzt væri von á hlaupi, svo hægt væri að segja nákvæmlega fyrir um hvenær hlaup koma. Hlaup úr Súlu nær niður að veginum á Skeiðarársandi á nokkrum klukkustundum og sagði Sigurjón að ef stór hlaup kæmu gæti það verið mikið öryggisatriði að vakt- maður væri við lónið til þess að hægt væri að vara vegfarendur við. Sigurjón sagði að hlaup hefði komið í Súlu árlega um nokkurt skeið, en áður hefðu hlaupin ver- ið sjaldnar og þá vatnsmeiri. I kringum árið 1950 hefðu hlaupin t.d. verið um 5000 teningsmetrar á sekúndu, en seinna hefðu þau yfirleitt verið um 2000 tenings- metrar. Ástæðuna fyrir því að hlaupið í ár hefði verið þetta stórt, kvað Sigurjón vera þá að I fyrra hefði lónið ekki náð að hreinsa sig og því hefðí verið meira í lóninu nú en oft áður. — Eyjamenn Framhald af bls. 3 það er einmitt tþróttafélagið Þór sem sér um hátfðina að þessu sinni. Flugfélag íslands fer alls 36 ferðir til Eyja þjóðhátíðardagana og þar af eru 19 aukaferðir, en alls er reiknað með um 1500—2000 gestum flugleiðis um flugbrúna auk þeirra sem fara með Herjólfi, en hann mun verða f stöðugum ferðum milli Þorláks- hafnar og Eyja næstu daga og mynda þannig brú fyrir þá sem vilja fara sjóleiðina. Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1976 verður sett á Breiðabakka kl. 14 f dag eftir að Lúðrasveit Vest- mannaeyja leikur undir stjórn Björns Leifssonar. Þá mun Sigur- geir Ólafsson formaður Þórs setja hátíðina og sfðan mun séra Kjart- an örn Sigurbjörnsson prédika á Guðsþjónustu á Bakkanum og kirkjukór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar Guðjóns- sonar. Kl. 161eikur luðrasveitin. • Þá verður á Bakkanum lyft- ingamót, barnagaman með fjöl- BilAÍAlAn breyttri dagskrá og um kvöldið verður kvöldvakan Kátt er á Bakkanum. Þar mun lúðrasveitin leika, Stefán Runólfsson fram- kvæmdastjóri flytur hátíðarræðu, Leikfélag Vestmannaeyja sýnir, Þorvaldur Halldórsson skemmtir, Arni Johnsen, Hjálmar Guðnason trompettleikari og Spilverk Þjóð- anna. Um nóttina fram til morg- uns verða dansleikir á tveimur pöllum þar sem Logar úr Eyjum og Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar leika, en kl. 24 verð- ur kveikt i brennunni á Bakkan- um. Á laugardeginum heldur síðan áfram fjölþætt dagskrá, en hún hefst á grasvellinum við Hástein með leik Lúðrasveitarinnar. Þá leika ÍBV og Iþróttabandalag ísa- fjarðar i 2. deild islandsmótsins, en að leik loknum mun Óskar Svavarsson sýna bjargsig af Fisk- hellanefi. A Breiðabakka verður þó einnig dagskrá sem hefst kl. 14 og kl. 17 verður þar barna- skemmtun með þátttöku ýmissa skemmtikrafta, svo sem Halla og Ladda og um kvöldið koma fram fjölmargir aðilar á kvöldvökunni, en að henni lokinni hefst dansinn á báðum pöllum og kl. 12 á mið- nætti verður flugeldasýning í um- sjá skáta og varðeldur þar sem f jöldasöngur verður kyrjaður. Á sunnudag er síðan eitthvað um að vera, víðavangshlaup fyrir þá sem eru búnir að hita sig fyrri dagana, barnaball og dansleikur um kvöldið. — Kissinger Framhald af bls. 1 ekki staðfesta hvort Kissinger og Gallaghan hefðu rætt um stofnun sérstaks sjóðs til að bæta hvítum Rhódesíumönnum eignatjón sem þeir verða fyrir ef meirihluta- stjórn blökkumanna verður mynduð. Þeir ítrekuðu aðeins að það væri ekki stefna brezku stjórnar- innar að hvetja hvíta Rhódesíu- menn til að flytjast úr landi. — Skoðaði „Kiev" Framhald af bls. 1 að vestræn rfki hefu enga ástæðu til að óttast og neitaði því að sovézki flotinn stæði NATO framar í lofthernaði á sjó. Tveir eldflaugatundurspill- ar, birgðaskip og aðstoðarskip voru í fylgd með Kiev á sigl- ingu skipsins á Norður- Atlantshafi, Brezki eldflauga- tundurspillirinn Norfolk og bandarískur tundurspillir fylgdust með ferðum þeirra. Ferðinni er greinilega heitíð til aðalstöðva sovézka norður- flotans á Kola-skaga. Kiev kemur frá Miðjarðarhafi. Um það var deilt hvort skip af þessari tegund og stærð mætti sigla um tyrknesku sundin. íkcif unni 11 Simar 81502 81510 — Eiturskýið Framhald af bls. 1 sprengingu í svissnesku Icmesa-efnaverksmiðjunni f Seveso. Síðan hafa um 740 manns verið fluttir frá heimil- um sínum á eitursvæðinu, og 250 til viðbótar verið til rann- sóknar. Alls hafa um fjögur þúsund íbúar svæðisins verið í eitrunarhættu. Tung próf essor segir í viðtali við málgagn kommúmsta á ítalíu, blaðið l'Unita, að gas- eitrunin geti aukið ungbarna- dauða um 50%. Á svæðum, sem Bandarfkjamenn notuðu svipuð eiturefni í Vietnam, jókst ungbarnadauðinn úr 30 f 47 af hverjum 1.000 fæðingum. Að sögn Tung getur dioxin einnig valdið ófrjósemi og fóst- urláti. Hann sagði að dioxin ylli ekki mengun, heldur beinni eitrun, og að hætta væri á að eiturverkanir breiddust enn út. „Þegar það er einu sinni komið í jarðveginn, skol- ar því burt í rigningu, út í árnar og til sjávar, en þaðan getur það dreifzt á ný með fiskum og öðrum dýrum," sagði Tung. - Sendir Útvarps- ráði kæru .... Framhald af bls. 2 hafa i þáttunum undir þessu heiti, einkum þeim fjórða, sem fluttur var f útvarpið 3ja þ.m., ekki gætt þess að fylgja ákvæðum 3ju greinar Utvarpslaga, þar sem segir: „Það skal kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni, sem almenning varðar á þann hátt, að menn geti gert sér grein fyrir mismunandi skoðunum um þau". Og ennfrem- ur: „Það skal virða tjáningar- frelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefn- um i opinberum málum, stofnun- um, félögum og einstaklingum." Kæran á hendur fréttamannin- um er studd eftirfarandi rökum: I nefndum útvarpsþætti, sem að sögn stjórnanda átti að fjalla um mistök, sem gerð höfðu verið í raforkumálum, var að langmestu leyti fjallað um Laxárdeiluna svo- nefndu. Því réði augljóslega val manna i þáttinn.Þar komu fram þrír einsýnir fulltrúar annars deiluaðilans, þ.e. Laxárvirkjunar- stjórnar, formaður hennar, fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður. Auk þessa komu fram fimm aðil- ar, sem starfa sinna vegna og/eða fyrri afskipta af málinu hljóta að teljast einhliða túlkendur „virkj- unarsjónarmiða" f deilunni. Af þeim sjö þátttakendum, sem þá eru ónefndir, var enginn, sem hafði staðgóða þekkingu á Laxár- deilunni, orsökum hennar eða upphafi. Enda lagði enginn þeirra sig fram um að skýra sjónarmið þess deiluaðila, sem engan full- trúa átti í þættinum. Með þessu vali sfnu á þátttak- endum, þar sem engum fulltrúa annars deiluaðila þeirrar við- kvæmu deilu, sem var aðalefni þáttarins, var boðið að koma fram eða nokkur tilraun gerð til að skýra þeirra sjónarmið, þykir stjórnandinn hafa brotið gróflega fyrrnefnda meginreglu Utvarps- laganna um meðferð á slíkum málefnum í útvarpinu. Þessu til viðbótar skal Utvarps- ráði greint frá því, að forsvars- menn Landeigendafélags Mývatns og Laxár höfðu áður komið á framfæri við stjórnand- ann óánægju sinni yfir þvf að í þriðja þættinum undir þessu heiti var einnig vikið á óviðurkvæmi- legan hátt að Laxárdeilunni þann- ig, að á landeigendur var hallað og m.a. látið að því liggja, að þeir ættu sök á háu raforkuverði o.fl. án þess að þeim væri gefinn kost- ur á andsvörum. í því sambandi fullvissaði stjórnandinn undirrit- aðan um, að Laxárdeilan yrði ekki til meðferðar f þeim þáttum, sem þá voru eftir. önnur varð þó raun- in á. Fyrstu orð fjórða þáttarins, flutt án kynningar eða skýringar, voru um Laxármálið og reyndust þau vera viðeigandi sem kynning á þema þáttarins og uppbygging hans. Stjórnandi þáttarins vék síðan hvað eftir annað beint að deilunni en aldrei á þann hátt að í ljós kæmi, að hann teldi, að á málinu væru fleiri hliðar. Landeigendur vilja að sjálf- sögðu áskilja sér allan rétt í þessu máli, en fyrsta krafa þeirra er, að eftir að Utvarpsráð hefur kynnt sér efni nefndra þátta, geri það ráðstafanir til þess að bætt verði eftir því sem tök eru á, úr þeim rangindum, sem þeir og aðrir, sem barizt hafa fyrir verndun Laxár og Mývatns, hafa orðið að þola af hálfu nefnds stjórnanda þáttanna. Jafnframt þessu verði stjórnandanum veitt opinber áminnign, þannig að ljóst verði að slík vinnubrögð sem lýst hefur verið, séu Utvarpsráði ekki þókn- anleg. Að lokum er þess farið á leit fyrir hönd Landeigendafélagsins, að í té verði látið afrit af nefndum tveimur þáttum. Með virðingu, Jónas Jónsson." Utvarpsráð hefur fjallað um bréf þetta á fundi sínum og tók þá ákvörðun að óska eftir því við Pál Heiðar Jónsson, að fulltrúar Landeigendafélagsins fengju að koma á framfæri sjónarmiðum sfnum í næsta þætti hans um orkumál, en að öðrum kosti geri hann einhverja athugasemd við framkomna gagnrýni. — Súdan Framhald af bls. 1 dæmdir fyrir að berjast gegn Súdan eftir að hafa verið í þjálf- un erlendis. Var skýrt frá því í réttarhöldunum að Líbýa hafi stutt byltingartilraunina, en Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur harðlega mótmælt þeim ásökunum. Sadik al-Mahdi, fyrrum for- sætisráðherra Súdan, er nú í London, og ræddi hann á mið- vikudagskvöld við fréttamenn þar. Sagði hann að aftökurnar ættu eftir að leiða til enn grimm- úðlegri og ákveðnari aðgerða gegn ríkisstjórninni í Khartoum. Einnig viðurkenndi al-Mahdi að það hefði verið hann sjálfur, sem skipulagði byltingartilraunina, en hann er leiðtogi súdönsku þjóð- fylkingarinnar, sem stofnuð var eftir að Nemery núverandi forseti hrifsaði völdin i Súdan árið 1969. — Varla inflúensa Framhald af bls. 1 ur frá rannsóknarstofum ríkisins, sem benda til þess að það sé ekki inflúensuveira, sem veldur fyrr- um-hermanna veikinni. En á þessu stigi getum við ekki stað- hæft neitt." Þá sagði dr. David Spencer forstöðumaður heilbrigð- isstofnunar Bandaríkjanna í Georgíu að vaxandi líkur væru á því að sjúkdómurinn væri ekki smitandi. Sagði hann að ekki væri að greina nein merki þess að ætt- ingjar sjúklinga hefðu smitazt. — Grafíkmyndir Framhald af bls. 3 verður opin frá 16—22 virka daga og frá 14—22 um helgar. Auk sýníngarinnar á grafík- myndunum fer fram f öðrum sal Kjarvalsstaða sýning á myndum úr einkasafni Gunn- ars heitíns Sigurðssonar, sem oft var nefndur Gunnar í Geysi. Þar verður sýnt safn manns sem stóð sjálfur f söfnun mynd- listar. Er sýningin nokkurs kon- ar dagbók fyrir timabilið 1945—1960 og má sjá hér í hnotskurn fslenska myndlist þeirra ára. Sýningu þessari hef- ur verið komið á af Listráði Kjarvalsstaða með aðstoð og einstakri velvild ekkju Gunn- ars heitins. Eitt verk á sýning- unni er í eign Listasafns is- lands, en það er eftir Kristján Davíðsson og er af Gunnari Sig- urðssyni. Sýningin verður opin samhliða grafíksýningunni. — Fjölbreytt Framhald af bls. 23 séra Þorsteinn Lúther Jónsson. Þá eru gamlir Eyjaslagarar og spjall um Sigga Reim brennukóng og sfðast en ekki sizt er i blaðinu, sem heitir Mjölnir, þjóðhátíðar- söngur Vestmannaeyinga, Yndis- lega Eyjan mín eftir Sigurbjörn Sveinsson. — Skák Framhaldaf bls. 13 höggi við Svisslendinginn Lombard sem gleymdi eitt augnablik veikleikanum á c4. Hvftt: A. Lombard Svart: I. Csom Nimzoindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — c5, 5. Bd3 — Rc6 6. Rf3 — Bxc3 7. bxc3 — d6, 8. e4 — e5, 9. d5 — Re7, 10. Rh4 — h6, 11. f3 — Da5, 12. Dc2 — g5, 13. Rf 5 — Rxf 5, 14. exf5 — Bd7,15. Be3 — 0-0-0,16. Kd2 — Hde8 17. Hael — Ba4, 18. Dbl — Kb8,19. Bc2 — Bxc2 20. Dxc2 — Da6, 21. Db3 — Rd7, 22. Bf2 — Hb8, 23. a4 — Rb6, 24. He4 — Dxa4, 25. Dxa4 — Rxa4, 26. f4 — gxf4, 27. g3 — fxg3, 28. hxg3 — Hbg8, 29. Heh4 — Hg5, 30. g4 — Rb6, 31. Hxh6 — Rxc4+, 32. Ke2 — Hxh6, 33. Hxh6 — Hxg4, 34. Hh7 — e4, 35. Hxf7+ — Kb6, 36. f6 — a5, 37. Hd7 — Hf4, 38. f7 — a4, 39. Bg3 — Hf5, 40. Bxd6 — a3 og hvftur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.