Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976
19
Stjórn S.U.S. 1975—1977:
Sitjandi: Guðlaug Sigurðardóttir, Erna Ragnarsdóttir, Friðrik Sophusson, formaður, Inga Jóna Þórðar-
dóttir, Margrét Geirsdóttir og Stefanfa Sigfinnsdóttir. — Standandi: Jón Steinar Gunnlaugsson, Vil-
hjáimur Þ. Vilhjálmsson, Baldur Guðlaugsson, Rúnar Björnsson, Vilhjálmur Egilsson, Þorvaldur
Mawby, Hilmar Jónasson, Arni Ól. Lárusson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Haraldur L.
Blöndal, Einar Guðfinnsson og Markús Örn Antonsson. — A myndina vantar: Þorstein Pálsson og
Sigurpál Einarsson.
Sveinn Guðjónsson
framkvstj. SUS:
stóru í
Stiklað á
starfi SUS
0 Ailt frá þvf er Samband ungra
sjálfstæðismanna var stofnað á
Þingvöllum sumarið 1930 hefur
starfsemi þess aukist og eflst í
samræmi við vaxandi þátttöku
ungs fólks f þjóðmálum og stjórn-
málum almennt. Reyndar er sam-
bandið nú stærstu og öflugustu
samtök sinnar tegundar hér á
landi með u.þ.b. 30 aðildarfélög
sem hafa rúmlega 6000 félags-
menn innan vébanda sinna. Það
gefur því auga leið, að á vegum
SUS fer fram fjölþætt starfsemi
vfða um land, — þ.e. starfsemi
sem markast af þeim grundvallar-
markmiðum að útbreiða sjálf-
stæðisstefnuna og vinna henni
fylgi meðal ungs fólks auk þeirr-
ar starfsemi sem stuðlar að aukn-
um áhrifum ungra sjálfstæðis-
manna á störf og stefnumótun
Sjálfstæðisflokksins. Stór hluti
þessarar starfsemi fer vitaskuld
fram innan aðildarfélaganna
sjálfra og þar gegnir SUS því
mikilvæga hlutverki að styðja við
félagsstarfsemi þeirra t.d. með
því að veita félögunum margvfs-
lega fyrirgreiðslu og samhæfa
störf þeirra.
0 Stefna SUS er mörkuð af
landsþingi, sem haldið er annað
hvert ár, og þess á milli af stjórn-
inni, sem tekur mið af niðurstöð-
um starfshópa og ráðstefnum sem
jafnan eru haidnar þrjár til fjór-
Sveinn Guðjónsson.
ingarmikill þáttur i útbreiðslu- og
kynningarstarfi SUS og þar gegn-
ir STEFNIR afar mikilvægu hlut-
verki, bæði sem kynningarvett-
vangur fyrir baráttumál ungra
sjálfstæðismanna og sem tengilið-
ur milli þeirra um allt land. 1. og
2. tölubl. 1976 kom út í april sl. og
von er á 3. tölubl. með haustinu.
FRETTABREF SUS koma út
reglulega en þeim er fyrst og
fremst ætlað það hlutverk að vera
tengiliður milli stjórnar SUS ög
forystumanna ungs sjálfstæðis-
fólks viðsvegar á landinu.
Á undanförnum árum hefur
SUS gefið út ýmsa bæklinga um
Frá ráðstefnu S.U.S. um utanrfkisþjónustuna og utanrfkisviðskipti
sem haldin var að Hótel Loftleiðum í aprfl sl.
ar ár hvert á vegum SUS. Um
framkvæmdahliðina sér skrif-
stofa SUS og inn í starfsemi henn-
ar kemur raunar ýmislegt fleira
samfara daglegu amstri, s.s. papp-
írsvinna ýmiskonar, bréfaskrift-
ir, gagnasöfnun, skjalavarsla
o.m.fl.
Af framansögdu má því Ijóst
vera, að f stuttu yfirliti er útilok-
að að gera allri starfsemi SUS
neitt sem nálgast tæmandi skil
enda verður hér aðeins tæpt á
þeim helstu þáttum, sem markað
hafastörf sambandsst jórnarinnar
á undanförnum mánuðum.
Útgáfutnál.
Utgáfustarfsemin er mjög þýð-
þjóðfélagsmál, ræðumennsku og
fundarsköp og verður þeirri starf-
semi haldið áfram eftir því sem
þurfa þykir. Þá hefur SUS að
undanförnu annast útgáfu á
flokki SMARITA um þjóðfélags-
mál og nýlega komu út smárit nr.
4 og 5. Hið fyrra er ritgerð Jóns
Þorlákssonar fyrrverandi forsæt-
isráðherra og formanns Sjálfstæó-
isflokksins um ihaldsstefnuna, en
hið síðara er sérprentun á tveim-
ur ræðum Solzhenitsyns sem
hann flutti í Bandaríkjunum sum-
arið 1975.
SUS réðst I útgjáfu póstkorts
sem helgað var landhelgisbaráttu
íslendinga. Var kortið helst til
seint á ferðinni en landhelgisdeil-
an leystist skömmu eftir að kortið
kom á markað þannig að áhrif
þess urðu minni en efni stóðu til.
Fundir og ráóstefnur
Ráðstefnur um þjóðfélagsmál
og önnur þau mál sem ofarlega
eru á baugi í stjórnmálum sam-
tímans eru þýðingarmikill þáttur
hvað varðar stefnumótun í starfi
SUS: Um kjördæmamálið og
starfshætti Alþingis, sem haldin
var á Akureyri í marz sl. Utanrík-
isþjónustuna og utanríkisvið-
skipti sem haldin var á Hötel
Loftleiðum í april og ráðstefna
um landhelgis- og sjávarútvegs-
mál sem haldin var í Vestmanna
eyjum í april sl. Nokkrir opnir
fundir hafa verið haldnir bæói i
Reykjavík og úti á landi um ýmsa
málaflokka og starfshópar hafa
starfað i tengslum við þá mála-
flokka sem þótt hafa hvað veiga-
mestir i starfi sambandsins. Þá
má nefna formannaráðstefnu
SUS sem haldin var i marz sl. en
þar báru menn saman bækur sin-
ar og ræddu starfið framundan.
Erindrekstur og fræóslu-
mál
Stjórnmálamenn SUS og aðrir
erindrekar sambandsins hafa
heimsótt aðildarfélög á lands-
byggðinni að undanförnu og hef-
ur þessi þáttur í starfi sambands-
ins reynst afar gagnlegur, einkum
með tilliti til aukinna tengsla að-
ildarfélaga og sambandsstjórnar-
innar. Þá hefur stjórn SUS staðið
fyrir félagsmálanámsskeiðum
viða um land og hafa þau mælst
vel fyrir enda veigamikill þáttur i
félagsstarfsemi sambandsins. Til-
gangurinn með námskeiðunum er
að kenna undirstöðuatriói í ræðu-
mennsku og fundarsköpum og
skapa þannig félagskjarna, sem
er hæfur til að veita félagslífinu
forystu. Auk þessara námsskeiða
hafa forystumenn SUS átt mikinn
þátt i rekstri stjórnmálaskóla
Sjálfsstæðisflokksins og verka-
lýðsskólanum.
Erlend samskipti
A síðustu árum hefur SUS stór-
aukið samskipti sín við ung-
pólitisk félög erlendis, einkum á
Norðurlöndum og í Vestur-
Evrópu. Hafa fulltrúar SUS sótt
seminör og ráðstefnur um ýmsa
málaflokka víða um Evrópu að
undanförnu en samskipti þessi
hafa einkum beinst að DEMYC
(Democratic youth comunity of
Europa).
Hér hefur í grófum dráttum
verió brugðið upp mynd af nokkr-
um þáttum sem markað hafa starf
SUS að undanförnu, þótt vissu-
lega sé ýmislegt ósagt. Umfjöllun
annarra efnisþátta i UMHORFI
mun þó væntanlega fylla i þau göt
og skýra nánar ýmsa þá þætti sem
hér hefur verió drepið á
„Aðalverkefnið
er samdráttur í
ríkisbúskapnum”
— Rœtt við Vilhjálm Egilsson
um sumarstarf SUS
'Framkvæmdastjóri S.US í
sumar er Vilhjálmur Egilsson
viðskipt.afræðinemi. Vilhjálm-
ur er fæddur og uppalinn á
Sauðárkróki og situr í stjórn
sambandsins sem fulltrúi Norð-
urlandskjördæmis eystra.
Umhorfssíðan sneri sér til hans
og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar um sumarstarfið.
— Hver eru aðalverkefni
SUS i sumar? —
,,í stjórn sambandsins eru
haldnir fundir, þar sem pólitisk
mál eru rædd og afstaða tekin
til þeirra. Einnig er haft sam-
band við forustumenn félaga og
samtaka ungra sjálfstæóis-
manna úti á landi. Þá verður
hér á landi í haust ráðstefna
um islenzk stjórnmál á vegum
sambandsins og í samráði við
DEMYC, en i þeim samtökum
eru skoðanasystkin okkar í
möfgum Evrópulöndum. Aðal-
verkefnið i sumar verður þó
rannsókn á og tillögugerð um
samdrátt i rikisbúskapnum.'1
— Hver er ástæðan fyrir þvi,
að ungir sjálfstæðismenn
leggja svo mikla áherzlu á sam-
drátt f ríkisbúskapnum? —
„Samdrátturinn i ríkis-
búskapnum var eitt aðalmálið á
sambandsþinginu í Grindavik
s.l. haust. I framhaldi af því
kaus stjórn SUS nefnd til að
vinna að málinu. Formaður
nefndarinnar er Þorsteinn
Pálsson ritstjóri, en auk tians
hafa Baldur Guðlaugsson og
Þráinn Eggertsson starfað frá
upphafi i nefndinni. A vegum
nefndarinnar og stjórnar sam-
bandsins var síðan haldin ráð-
stefna á Hótel Esju 24. april sl.,
þar sem samdrátturinn í ríkis-
búskapnum var ræddur. En til
að vinna að nákvæmari stefnu-
mörkum álitu nefndarmenn
nauðsynlegt að ráða mann til að
sinna gagngert þessu máli og
varð úr, að ég tók það að mér."
— I hverju er rannsóknin
fólgin? —
„Hún er fólgin í þvi að kanna
framleiðslufyrirtæki, sem rikiö
á að einhverju eða öllu leyti og
oft eru í samkeppni við einka-
aóila. I þessu sambandi er
reynt að gera sér grein fyrir,
hver þau rök voru, sem lágu að
baki upphaflegri þátttöku rikis-
ins i framleiðslustarfsemi og
hvort þau rök sem þá voru, og
ef til vill hafa vegið þungt á
metunum, eru ennþá svo jafn-
gild að rikið eigi að vasast í
framleiðslustarfsemi. Einnfg er
ætlunin að kynna sér tvö ráðu-
neyti, iðnaðarráðuneyti og heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyti,
fá þar innsýn i ýmsa mála-
flokka og reyna að mynda sér
skoðun á því, hvort þar sé ein-
hvers staðar óvarlega farið með
fé. Þá verður byggðastefnan
einnig tekin fyrir og kannað
hvort eitthvað af því sem gert
er undir hennar merki, sé
landsmönnum til góðs eða
hvort þar sé ekki allt eins og
sagt er.
— Hvernig vinnur þú að
þessu verkefni? —
„Eg vinn þetta þannig, að ég
kynni mér lög og reglugerðir
um viðkomandi málaflokka,
athuga afdrif þeirra á Alþingi,
á viðræður við menn o.s.frv.''
— Hvað á að gera við niður-
stöðurnar, þegar þær liggja
fyrir? —
„Þaó verður unnið að fram-
gangi málsins með þvi aó koma
niðurstöðunum ni.a. á framfæri
innan flokksins og við rikis-
stjórnina. Og einnig munum við
fylgja málinu eftir allt hvað við
getum og reynunt að hafa áhrif
á stefnumótun i þessum mál-
um.
— Eru félög ungra sjálf-
stæðismanna úti um land eitt-
hvað með f þessu verkefni? —
„Já, ég reyni að ná sambandi
við einstök félög ungra sjálf-
stæðismanna úti um allt land
og fæ hjá þeim upplýsingar um
ýmsa þætti málsins.
Margir einstaklingar búa yfir
dæmum um alls konar bruðl og
ósvinnu i rikisrekstrinum.
Þessi dæmi eru nægjanleg til
að sannfæra hvern þann
einstakling, sem á þau horfir og
þarf að lifa við ósköpin. Þau
eru hins vegar eitt og eitt sér
ekki megnug að knýja fram
stefnubreytingu í búskapar-
háttum rikisins, en ef þau væru
komin saman á einum stað, þá
er meiri von til þess að eitthvað
sé hægt að gera.
Þess vegna vil ég hvetja alla
unga sjálfstæðismenn til að
senda mér línu eða slá á þráð-
inn og skýra frá sinum dæmum.
Öðruvísi verður draugurinn
ekki niður kveðinn."
Vilhjálmur Egilsson