Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST 1976 Bjarni Þór Jónsson bæjar- stjóri. út vegna biiana. Hins vegar hefur gengið vel það sem af er þessu ári og reksturinn verið áfallalftill. Við erum hér með saltfiskverk- un og frystihús og hefur verið geysileg vinna hér í sumar. Hér vinna um 140 manns i landi og hefur frystihúsið gengið án stoppa í allt sumar." — Nú eru fiskifræðingar svart- sýnir á ástand fiskstofnanna hér við land. Hvernig lízt þér á fram- tíðarhorfurnar? „Ég tel nú að ástandið sé ekki eins slæmt og af er látið. Ef held- ur áfram sem horfir held ég að útlitið sé ekki svo dökkt. Hafrann- sóknastofnunin hefur látið loka svæðum hér við Norðurland fyrir togurum, sem örugglega er brýn nauðsyn. En við teljum hins vegar nauðsynlegt að gera örari kannan- ir á þessum svæðum því það virð- ist vera að þegar einhverjum svæðum er lokað, þá sé það fyrir fullt og allt, þó ekki sé þörf á því.“ — Eru einhverjar áætlanir um að stækka húsakost eða annað? „Hugmyndin var nú að byggja hér nýtt frystihús og það er til teikning af því, en eins og ástanrf- ið er nú held ég að óhætt sé að fullyrða að ekkert verður gert á þessu ári. Aðalvandamálið, sem stöðugt hrjáir okkur, er sífelldur rekstr- arfjárskortur. Einnig er mjög óþægilegt að bankaviðskipti séu ekki hér á staðnum. Við þurfum að vera með öll okkar bankavið- skipti I Reykjavík og I mörgum tilfellum finnst mér vanta nánari tengsl þeirra stofnana við lands- byggðina." Bjartsýni Af samtölum við Siglfirðinga, bæði framámenn I fiskiðnaðinum og aðra, var greinilegt að þeir líta björtum augum til framtíðarinn- ar. Fólkið hefur séð bæinn vakna úr þeim dvala, sem hann lagðist í eftir að sídin hvarf. Unga fólkið sér framkvæmdir fara af stað og er farið að setjast að og fjárfesta á staðnum, og eins og einhver sagði: „Við erum farin að trúa á þetta.“ Við ákváðum að hitta að máli bæjarstjóra þeirra Siglfirð- inga og leita frétta af fram- kvæmdum á vegum bæjarins. Hann heitir Bjarni Þór Jónsson og hefur gegnt starfinu í tvö ár. Framkvæmdir „Ég kem hingað á ákaflega heppilegum tíma,“ sagði hann. „Hér er verið að byggja upp at- vinnulífið, togararnir eru keyptir og allt er að snúast til betri vegar. Sjávarútvegurinn er náttúrlega undirstaða alls hér, en við erum einnig að reyna að efla iðnaðinn, og í þvf sambandi var m.a. komið á fót verksmiðjunni Húseining- um. Verksmiðjan hefur selt hús- einingahús vfða um land og hafa þau reynzt ljómandi vel. Það eru miklar framkvæmdir núna á vegum bæjarins og ber og byggingar f niðurníðslu og set- ur þetta leiðinlegan svip á bæinn. Byggingasvæði hér á eyrinni er orðið næstum fullnýtt og því verð- ur lögð áherzla á að skipuleggja hana með tilliti til þéttari byggð- ar. Þá verður að endurskoða allt gamla skip;ulagið með tilliti til snjóflóðahaéttu og allt þetta gjör- breytir gamla skipulaginu.“ Töluverðar byggingafram- kvæmdir eru f Siglufirði, því unga fólkið er farið að setjast þar Siglufjörður Seinni hluti Þormóður rammi Á skrifstofu útgerðarfélagsins Þormóðs ramma hittum við fyrir forstjórann, Sæmund Arelfusson. Utgerðarfélagið rekur tvo af þremur togurum Siglfirðinga, Stálvík og Sigluvík, og auk þess keypti félagið Reykjaborgina fyr- ir u.þ.b. hálfum mánuði og gerir hana út á loðnuveiðar. „Það má segja að togararnir séu undirstaða atvinnulifsins hér,“ sagði hann. „Ég get varla séð að hér væri byggilegt án þeirra. Stál- víkin var smíðuð 1973 af sam- nefndu fyrirtæki, en Sigluvíkin var smíðuð á Spáni og fengum við hann 1974. Sá togari hefur nokk- uð fengið að kenna á „Spánar- veikinni" og kom árið í fyrra illa tsafold I Siglufirði er annað frystihús og ber það nafnið ísafold. For- stjóri þess er Skúli Jónasson og tjáði hann okkur að félagið hefði nýlega fengið nýtt togskip, Pétur Jóhannsson. Þá er félagið með Tjald á leigu til lfnuveiða á vet- urna og vorin og auk þess gerir félagið út dekkbáta, tryllur og handfærabáta. „Það hefur fiskast vel á hand- færi í sumar," sagði Skúli, „og hér hefur verið geysimikið athafnalíf. Frystihúsin hafa gengið stöðugt og ef ekki dettur alveg niður fiskirí, held ég að nokkuð bjart sé framundan. Við erum líka með saltfisk- og skreiðarverkun og er- um við núna að byggja nýja skemmu, sem kemur til með að bæta aðstöðuna mikið við saltfisk- vinnsluna. Þegar hún er komin f gagnið er meiningin að koma fyr- ir flökunarvélum þar sem salt- fiskmóttakan er núna.“ 1 Skútudal er verið að bora fyrir heitu vatni. þar kannski hæst hitaveitu- og rafveitu framkvæmdir. Þessar framkvæmdir ganga eftir áætlun, nema ekki hefur fengizt nægjan- legt vatn enn þar sem búið er að bora. Hins vegar er mikill hiti þarna og góðar líkur á að meira vatn sé þarna að fá. Þá erum við að byrja hér á hafnarframkvæmdum og á að endurskipuleggja alla höfnina. Gömlu bryggjurnar eru allar úr sér gengnar og ónothæfar og í fyrsta áfanga er ráðgert að bæta viðlegu- og löndunarútbúnað fyr- ir togarana. Þessa dagana er verið að skipta um jarðveg því þarna er mikið fúafen. Það verður skipt um jarðveg niður á 10 metra dýpi og síðan látið sfga fram á næsta ár. Þá er einnig verið að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn. Það hefur nú verið mitt áhugamál að bæta bæjarbraginn og tel ég þetta mikið nauðsynjamál. Hér eru gamlar bryggjur, slldarplön Þar ræður bjart- sýnin ríkjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.