Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGÚST 1976 Skotar vingast við Norðurlönd SKOZKI þjóðernissinnaflokkur- inn hefur samþykkt utanrfkis- stefnu sjálfstæðsrfkis f Skotlandi og hún er allfrábrugðin stefnu hrezku stjórnarinnar. Aherzla er lögð á samband Skota við Norðurlönd og gerð er grein fyrir skilyrðum Skota fyrir sérstakri aðild að Efnahags- bandalaginu. Skozki þjóðernissinnaflokkur- inn segir að Skotar og Norður- landabúar eigi margt sameigin- legt. í því sambandi bendir flokk- urinn á útfærslu fiskveiðilögsögu og stjórn yfir fiskveiðum, oliubor- un, siglingum og hermálum og óbreytt olíuverð. Helztu skilyrðin sem flokkur- inn setur fyrir skozkri aðild að EBE eru 100 mílna fiskveiðilög- saga, yfirstjórn yfir olíuvinnslu og olíuverði, frelsi í atvinnumála- stefnu og yfirstjórn yfir erlendri fjárfestingu. Aðalkrafan er sú að Skotar fái 16 fulltrúa á þingi EBE og neitun- arvald í ráðherranefndinni. OPEC viU ekki hækka framlag Vin, 5. ágúst. Reuter. FJARMALARAÐHERRAR aðild- arlanda Samtaka olfuframleiðslu- landa (OPEC) neituðu f dag að hækka 400 milljón dollara fram- lag sem þeir hafa lofað að láta renna f landbúnaðarsjóð Samein- uðu þjóðanna þrátt fyrir áskorun frá Kurt Waldheim, aðalfram- kvæmdsstjóra SÞ. Sjóðurinn á að efla landbúnað í þróunarlöndunum og að því er stefnt að hann nemi 1.000 milljón- um dollara. Iðnaðarrfki hafa lofað að leggja fram 530 milljónir doll- ara. Hamid Zaheri, talsmaður OPEC, sagði að eftir fyrsta fund fjármálaráðherra OPEC hefði Waldheim skorað á öll hlutaðeig- andi ríki, þar á meðal OPEC- löndin, að leggja fram þær 70 milljónir dollara sem á vantaði. Zaheri sagði að sanngjarnt væri að iðnaðarríki greiddu upphæð- ina. OPEC ákvað að ieggja fram 400 milljón dollara i maí eða sem svarar helmingi aðstoðar aðildar- landanna við erlend ríki ef vest- ræn ríki legðu fram 600 milljónir dollara. Strangar öryggisráðstafanir voru gerðar við setningu fundar- ins í Hofburg-höll, fyrsta fundar OPEC í Vín síðan hryðjuverka- menn tóku 10 olíuráðherra í gísl- ingu þar í desember. Starfsmenn OPEC segja að austurrísk yfirvöld leggi mikla áherzlu á að fundurinn fari vel fram þannig að OPEC flytji ekki aðalstöðvar sínar frá Vin. Tálið er að OPEC kaupi bráðlega nýja byggingu í Vin, en Zaheri sagði að fjármálaráðherrarnir gætu ekki ákveðið það. Olíuráðherrar OPEC koma sam- an í Doha, höfuðborg Quatar, 15. desember til að ræða nýtt oliu- verð. Zaheri sagði að fjármálaráð- herrarnir mundi ekki ræða olíu- verð. Brúin í Vín sem hrundi í Dóná. Hún er fjörutíu ára gömul og heitir Reichsbrtlcke. Óttazt er að fjórir hafi farizt þegar brúin hrundi og siglingar stöðvuðust á Dóná. Minnkandi hætta á jarðskjálftum í Kína Peking, 5. ágúst. Reuter. EINSTAKA kfnverskar fjölskyld- ur fluttust á ný inn 1 hús sfn f Peking eftir að hafa búið á götum höfuðborgarinnar f átta daga, eða frá þvf jarðskjálftarnir miklu urðu þar 28. fyrra mánaðar. Þótt hér sé aðeins um að ræða lftið brot af þeim sex milljónum höfuðborgarbúa, sem enn hafast við utandyra, er það enn eitt merki þess að yfirvöldin álfta hættuna á áframhaldandi jarð- skjálftum fara minnkandi. Þeim verksmiðjum í höfuðborg- inni fer fjölgandi, sem hefja vinnslu á ný, og björgunarsveit- irnar, sem unnið hafa að því að hreinsa brak úr hrundum húsum, fengu i dag sína fyrstu hvíld frá þvi jarðskjálftarnir gengu yfir. Otlendingar búsettir i Peking verða enn að hafast við í lágreist- um sendiráðsbyggingum, en flest- ir hafa fengið leyfi til að skreppa til íbúða sinna í háhýsum til að ná í nauðsynjar. Engar nýjar yfirlýsingar hafa verið gefnar um hættu á frekari jarðskjálftum, en í miðvikudag voru yfirvöld bjartsýnni á að ekki yrðu fleiri harðir skjálftar á næst- unni. Svo virðist sem Hua Kuo-feng forsætisráðherra hafi sjálfur tek- ið að sér yfirumsjón með öllu björgunarstarfi. Hefur forsætis- ráðherrann verið á ferðalagi um jarðskjálftasvæðin frá því á föstu- dag í fylgd 13 háttsettra ríkis- starfsmanna. Hefur Hua heimsótt kolanámur, stálver, verksmiðjur og sjúkrahús í borgunum Peking, Tientsin og Tangshan. Flutti Hua og fylgdarlið hans íbúunum sér- stakar sainúðarkveðjur frá Mao Tse-tung flokksformanni, og skor- aði á þá að leggja hart að sér til að draga úr hörmungum náttúru- hamfaranna. Stór svæði í Angóla eru enn á valdi Unita llill/tobito M&LUANDA Mn[nni<> jerr,íiueii fAalanje de Corvalho ^ 0 o o Mussende Cuanzo n____ „——""" Luso Silvo Porto Cangamba0 0 Gago Coutinho 200 miles Angola. STÓR svæði I mið- og suðurhér- uðum Angola eru enn á valdi frelsishreyfingarinnar Unita. Skæruliðar hreyfingarinnar undirbúa sókn gegn marxista- hreyfingunni MPLA og borg- arastrfðinu er sfður en svo lok- ið samkvæmt fréttum sem ber- ast frá landinu. „Astandið í Angola er mjög svipað og það var fyrir ári,“ segir talsmaður Unita 1 viðtali við fréttamann Lundúnablaðs- ins The Times. „MPLA hefur bæina á valdi sfnu en við sveit- irnar. Neto (leiðtogi MPLA) er ( raun réttri aðeins forseti Luanda en ekki Angola.“ Nyrztu liðsveitir Unita eru í Mussende, sem er um 100 km suður af Malanje, og þær vest- ustu i Cassiva, sem er um 90 km suðaustur af hafnarbænum Benguela. Skæruliðar Unita láta einnig að sér kveða um- hverfis hafnarbæinn Mocamed- es I Suður-Angola og nálægt Silva Porto höfuðstað héraðsins Bie i Mið-Angola. (Sjá kort). Talsmaður Unita segir að vegna stöðugra árása hreyfing- arinnar noti Kúbumenn og MPLA ekki lengur veginn milli slærsta bæjarins í Austur- Angola, Luso, og bæjanna Gago, Goutinho og Cangamba. Hann segir að ekki sé hægt að opna austurhluta Benguela- járnbrautarinnar meðan sá hluti landsins sé á valdi Unita. Fréttamenn hafa ekki fengið að fara til yfirráð@væða Unita siðan borgarastriðinu lauk op- inberlega í febrúar. Hins vegar hefur MPLA viðurkennt að bardagar haldi áfram í nokkr- um hlutum Angola. Svo mikið er víst að allir leiðtogar Unita, þar á meðal forsetinn, dr. Jonas Savimbi, framkvæmdastjórinn, Miguel Puna, og yfirhershöfð- inginn, Samuel Chiwale, eru enn á lífi og eru með hermönn- um sínum í óbyggðunum. Baráttuhugur stuðnings- manna Unita hefur aukizt siðan hreyfingin hélt þing í Cuanza austur af Silva Porto dagana 7. til 10. maí. Samkvæmt svokall- aðri „Cuanza-yfirlýsingu“ er gert ráð fyrir harðnandi bar- áttu gegn hreyfingunni MPLA og viðræður við hana útilokað- ar meðan hún styðjist við Kúbumenn og Rússa (þótt Unita styðji enn myndun þjóð- stjórnar). Jafnframt var póli- tisk og hernaðarleg endur- skipulagning ákveðin og fyrst hafizt handa um að skipta yfir- ráðasvæðum Unita I hernaðar- umdæmi og endurþjálfa sund- urleitan 30.000 manna her hreyfingarinnar og gera hann að skæruliðaher. Einn leiðtoga Unita segir að markmiðið sé að beita skæru- liðaaðferðum til að trufla sam- göngur og lama efnahagslifið en ekki að taka bæi. Hingað til hafa aðgerðir Unita einskorðazt við árásir á flutningablla, vegi og járnbrautabýr og reynt er að forðast bein átök við hermenn MPLA eða Unita. Unita-foringinn sagði að hreyfingin hefði vopn og skot- færi sem mundu nægja I eitt ár, taldi auðvelt að ná nýjum birgð- um af MPLA og kvað óþarft að kvíða matarleysi þar sem aðal- landbúnaðarsvæðin væru á valdi Unita. Fyrr eða síðar verður Unita þó að fá stuðning erlendis frá og hreyfingin virð- ist einangruð og vinalaus. Bandaríkjamenn mundu gjarnan vilja hnekkja áhrifum Rússa en vilja ekki verða fyrir nýjum skakkaföllum. Suður- Afrlkumenn vilja ekki veita að- stoð en Unita vill ekki þiggja hana. Kinverjar vilja líka hnekkja áhrifum Rússa. Zaire hefur ekki viðurkennt MPLA og Zambíustjórn gerði það hálf- nauðug. Bretar, Vestur- Þjóðverjar og Frakkar hefðu sennilega ekkert á móti gagn- byltingu. Vestrænn stjórnarfulltrúi I Lusaka ségir I viðtali við The Times að Unita verði að sanna hvers hreyfingin sé megnug áð- ur en hún geti gert sér vonir um utanaðkomandi hjálp. Ef hreyfingunni takist það verði engin tormerki á aðstoð. Leið- togar Unita eru vissir um að þetta takist og segja að ástandið muni gerbreytast á næstu tólf mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.