Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. AGUST 1976 17 UMHORF SAMBAi.u UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Friðrik Sophusson formaður S.U.S. Friðrik Sophusson formaður SUS: Eflum frjálshyggjuna og tökum þátt í starfi ungra Sjálfstæðismanna í augum margra eru stjórn- mál aðeins hrossakaup með hagsmuni og hugmyndir, pen- inga og völd, sem með nokkurra ára millibili eru gengismæld í almennum kosningum með til- heyrandi braki og brestum. Slík sjónarmið skjóta oft rót- um, enda liggja stjórnmála- menn og stjórnmálaflokkar einkar vel við höggi almenn- ingsálitsins og þannig á það að vera, þvi að stjórnmálaflokkar eru tæki fólksins til að hafa áhrif á stjórn landsins. Aðhald almennings er því sjálfsagt og eðlilegt, en neikvæð afstaða, sem stundum birtist i aðgerðar- og aðstöðuleysi er hættulegt lýðræðinu, þvi að starf stjórn- málaflokka er nauðsynieg for- senda fyrir virku lýðræði. Auk- in þátttaka kjósenda i starfi stjórnmálaflokka ýtir undir skilning á viðfangsefnunum, styrkir ákvarðanir um lausn þeirra og treystir þannig lýð- ræðið. Stjórnmáiaflokkarnir mega þvi aldrei verða einka- eign fámennra klíka eða stofn- anir reknar á rikisins kostnað, heldur verða þeir að eiga hljómgrunn hjá fólkinu og vera tæki i höndum þess. Tilgangur stjórnmálastarfs er ekki eingöngu að gefa yfir- lýsingar um stefnu og vilja. Stjórnmálamönnum er ætlað það hlutverk að leysa viðfangs- efni, sem alls staðar blasa við og biða úrlausnar. Slikt krefst stundum óvinsælla aðgerða a.m.k. um stundar sakir. Það, sem skiptir máli er, að ákvarð- anir um lausnir vandamálanna séu ekki gerðar eftir happa og glappaaðferðinni, heldur bygg- ist þær á grundvallarhugmynd- um um afstöðu til æskilegra gæða og framtiðarmarkmiða þjóðfélagsins. I Sjálfstæðis- stefnunni birtast grundvallar- hugmyndir Sjálfstæðisflokks- ins og i anda hennar taka Sjálf- stæðismenn afstöðu til og og móta úrlausnar- og ákvöróunar- tillögur sinar i stjórnmálum. í Sjálfstæðisstefnunni felast ekki þröngsýn trúarbrögð, sem gefa einhlit svör við öllum spurningum, enda sækir hún ekki patentlausnir á siður „Das Kapital" eða annarra slikra verka. Sjálfstæðisstefnan er umbótastefna, en ekki byiting- arstefna. Fylgjendur hennar vilja jafna og örugga framþró- un innan ramma lýðræðislegra stjórnarhátta, og eitt veiga- mesta einkenni stefnunnar er einstaklingsfrelsið, byggt á til- litssemi við aðra einstaklinga og ábyrgð gagnvart samfélag- inu i heild. Þótt Sjálfstæðisstefnan sé i eðli sínu skýr og ótvíræð, er framkvæmd hennar engu að síður háð ýmsum ytri aðstæð- um, sem breytast í rás timans. Það er sígilt hlutverk ungra Sjálfstæðismanna að vera boð- berar hugmynda jafnaldra sinna og fella þær í farveg Sjálfstæðisstefnunnar. Fjöl- mörg baráttumál flokksins eiga rætur að rekja til hugmynda, sem komu fyrst fram í röðum ungs sjálfstæóisfólks, enda er æskan oft opnari fyrir nýjung- um en þeir, sem eldri eru. I starfshópum ungra Sjálfstæðis- manna, á ráöstefnum þeirra og þingum eru unnin stefnumót- andi störf, sem siðan er fylgt eftir í ályktunum flokksins óg þaðan út í þjóðfélagið. Sem dæmi um pólitísk bar- áttumál Sambands ungra Sjálf- stæðismanna undanfarin ár má nefna dreifingu valdsins i þjóð- félaginu, nýsköpun einkafram- taks og samdrátt i rikisbú- skapnum, sem starfshópur fjallar nú um á vegum samtak- anna. I öllum þessum málum hefur verið leitazt við að setja fram sjónarmið, sem grundvall- ast á frambærilegum rökum og rannsóknum i stað þess að slá fram slagorðum og sleggjudóm- um eins og alltof titt er i stjórn- málunum. Við, sem höfum valizt til for- ystu i Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna, hvetjum allt ungt fólk, sem efla vill frjálshyggj- una og Sjálfstæðisstefnuna til að taka virkan þátt í starfi fé- laga ungra Sjálfstæóismanna um allt land. Samtök okkar eru tæki til að hafa áhrif á stefnu- mótun flokksins og um leið afl til að breyta þjóófélaginu i það horf, sem við viljum starfa i. Þvi fleiri og samhentari sem við erum, þeim mun meiri von er um árangur. Auk sígildra viðfangsefna blasa hvarvetna við okkur ný, óleyst verkefni, sem krefjast frjórra hugmynda, áræóni og þors æskufólksins. Ör umskipti i heimsmálunum hvetja okkur til að treysta enn stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Yfirráð okkar yfir 200 milna fiskveiðilögsögu og ný þekking á orkulindum landsins minna okkur á, að skynsamleg auðlindanýting get- ur gjörbreytt lifi islenzku þjóð- arinnar. Og aukin umsvif rikis- valdsins i flestum greinum krefjast nýsköpunar einka- framtaksins og nýrrar sóknar frjálshyggjunnar, sem leggur áherzlu á manngildi og frelsi einstaklinganna í stað forsjá ríkisvaldsins. Tvö ný smárit Samband ungra Sjálfstæöis- manna hefur undanfarin tvö ár gefið út fimm smárit. Efni smáritanna er margvislegt. Fyrsta ritið er eftir Friðrik Sophusson og fjallar um einka- reksturinn, annað ritið fjallar um frjálshyggju og valddreif- ingu og er eftir Jónas Haralz og þriðja ritið er eftir Jón Magnússon og fjallar um utan- rikismál. Nýlega bættust við tvö ný smárit. Smárit nr. 4 hefur að geyma ritgerð eftir Jón Þorláksson fyrstan for- mann Sjálfstæðisflokksins, en ritgerðin nefnist Ihaldsstefn- an og birtist árið 1926 i Eim- reiðinni. I smáriti nr. 5 eru hins vegar tvær ræður, sem ; Solzhenitsyn flutti sumarið f 1975, en þær vöktu heimsat- | hygli. Önnur ræðan var flutt i £ Washington, en hin i New York. Báðar þessar ræður birt- ust i Morgunblaöinu á sinum tima og SUS gaf þær út með leyfi blaðsins. Allir þeir, sem áhuga hafa á að eignast smáritin, geta snúið sér til skrifstofu sambandsins að Bolholti 7. Formenn S.U.S. frá upphafi Formenn Sambands ungra Sjálfstæðismanna lf)30—1975 Fremri röð frá vinstri: Gunnar I'hor- oddsen (1940—1943), Kristján Guðlaugsson (1936—1940), Geir Hall- grímsson (1957—1959), Torfi Hjartarson (1930—1934), // Jóhann Hafstein (1943—1949), Magnús Jónsson (1949—1955). Aftari röó frá vinstri: Friðrik Sop- husson (1973—), Fllert tí. Sehram (1969—1973), tíirgir ísl. Gunnarsson (1967—1969), Árni Grét- ar Finnsson (1964—1967), Þór Vilhjálmsson (1959- 1964), Ásgeir Fétursson (1955—1957). Jóhann G. Möller (1934—1936) er látinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.