Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1976 11 son ykkar Dalgas. Uppblásturinn hér stingur mjög I augu og skjótra úrræða er þörf. Þá tel ég einnig mikilvægt að ræktun skjólgarða hér til sveita sé sinnt, og í þeim málum er mikið verkefni fram- undan. Alf Stáhl framkvæmdastjóri Sambands skógarbænda í S.- Finnlandi: Ég kem frá þeim héruðum Finnlands þar sem náttúrufari er öðruvfsi háttað en hér. Hingað kom ég því hvorki til að sækja ráð eða gefa, heldur aðeins til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég hafða áður myndað mér skoðanir um ástand í skógræktarmálum hér, en sé nú að þær voru ekki réttar. Hér eru miklir möguleikar til ræktunar skóga< bæði til nytja og beitar og er reyndar nauðsyn- leg til að stöðva þann feykilega uppblástur sem hér blasir víðast við. Það ætti að vera íslendingum hvatning að sjá hve skógræktar- mönnum hér hefur orðið mikið ágengt siðustu 20 árin og ég óska þeim öllum velfarnaðar I fram- tíðinni. Talið frá vinstri: Dr. Peder Braathe prófessor frá Noregi, Alf Stáhl frá Finnlandi, Stig Hagner frá Svfþjóð og S. Grosen frá Danmörku. Ur gróðrarstöðinni. Hákon Bjarnason, Jónas Jðnsson og Jón Loftsson á einum af viðkomu- stöðunum f Hallormsstaðaskógi þar sem sjá má m.a. stafafuru. Mini-golf á Akranesi NÝLEGA var sett upp mini-golf á Akranesi. Er það á presttúninu viS Vesturgötu. Brautir eru 9 að tölu og eru á þeim ýmsar hindranir. þannig að það er töluverð kúnst að koma boltanum ofan F holurnar. Mini- golfið er opið öll kvöld frá klukkan 19 og frá klukkan 14 um hefgar. Hörður Jóhannsson knattspyrnu- kappi á Akranesi rekur golfið. og sést hann vera að slá golfkúluna á meðfylgjandi mynd. j tMavfyffomyá m AM Opiðtil kl.10 íkvöld BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.